Morgunblaðið - 09.09.1983, Side 23

Morgunblaðið - 09.09.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 23 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Þremur stjórnmála- flokkum í Tyrklandi leyft að bjóða fram Kenan Evren Turgut Ozal FJÓRTÁN stjórnmálasamtök í Tyrklandi reyndu aö fá samþykki herstjórnar Kenans Evren til að bjóða fram við kosningarnar í Tyrk- landi þann 6. nóvember næstkomandi. En niðurstaðan er sú, að einungis þrír flokkar hlutu leyfi til framboða. Kenan Evren hafði tilkynnt að hann væri andsnúinn þvi, að margir flokkar byðu fram, það myndi aðeins verða til að atkvæði dreifðust og erfiðara yrði að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá átti ekki að vera sérlega erfitt fyrir stjórnmálasamtök að bjóða fram, en þegar til átti að taka reyndist ýmislegt vera í veg- inum fyrir því. Ekki var myndaður mið eða mið- vinstriflokkur eins og mun hafa verið reynt. Af flokkun- um þremur sem heimild hafa til að bjóða fram eru tveir íhaldsflokkar, sem munu að öllum líkindum vera hliðholl- ir þeirri stefnu, sem herfor- ingjastjórnin hefur fylgt á valdatíma sínum. Þriðji flokkurinn er samtök „al- þýðusinna" og mætti sjálf- sagt telja þá skylda sósíal- demókrötum. Þessi flokkur kallar sig Fósturjarðarflokk. Þessi samtök eru ekki að svo komnu talin hafa mikla möguleika gagnvart hinum tveimur flokkunum, en ekki er vafi á því, hvar stuðningur stjórnvalda í Tyrklandi er. Það var um tíma talið vafa- samt að flokkurinn fengi leyfi til að bjóða fram. En miklu hefur ugglaust ráðið að í fyrirsvari þessa „alþýðu- flokks" eru Turgut Ozal, fyrrverandi aðstoðarráðherra og efnahagsráðgjafi, bæði í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og eftir að Evren tók við. Ozal fékk þá frjálsar hendur um aðgerðir í efnahagsmálum og náðist á skömmum tíma ótrú- legur árangur, þó svo að eitthvað hafi þessi bati hægt á sér nú. Innan þessara sam- taka eru sagðir vera kaup- sýslumenn og tæknimenntað- ir menn í meirihluta. Sem stendur eru menn á því að í kosningabaráttunni, sem senn fer í hönd muni Ozal vera í eins konar löglegri „stjórnarandstöðubaráttu". Eins og fram kom var reynt að koma á laggirnar fleiri flokkum, en til að þeir mættu bjóða fram þurftu þeir að uppfylla allströng skilyrði sem ekki tókst. Meðal þeirra var flokkur undir stjórn Erd- an Inönu, sem er sonur fyrr- verandi forseta Tyrklands. Hann nefndi flokkinn Þjóðar- öryggisráðið og sagði að hann byggði á meginreglum sósíal- demókratískra flokka. Til þess að fá að bjóða fram þurfti herstjórnin að sam- þykkja þrjátíu stofnfélaga. í flokk Inönu var rösklega átt- ræður maður, þekktur sam- starfsmaður Kemals Ata- tiirks og vakti það mikla at- hygli að honum var hafnað. Það virðist ljóst að „eftir- lætisflokkur" herforingjanna mun vera íhaldssama Lýð- ræðisbandalagið. Undir merkjum þess munu meðal annars bjóða sig fram Ulusu, fyrrverandi hershöfðingi og núverandi forsætisráðherra, og ýmsir aðrir úr ríkisstjórn- inni. Stjórnmálaskýrendur segja að flokkur Ozals muni vinna í samráði við herfor- ingjastjórnina en „tekur ekki skipanir frá henni". Tals- menn flokksins hafa sagt að flokkurinn sé íhaldssamur í pólitískum málefnum, frjáls- lyndur í efnahagsmálum og sósíaldemókratísk-sinnaður þegar félagsmál eru annars vegar. Ymsir halda því fram að hershöfðingjarnir muni telja viturlegt að halda sig í hæfi- legri fjarlægð frá þeim flokki sem muni taka við stjórninni næsta kjörtímabil, þar sem framundan séu erfiðir tímar á efnahagssviðinu. Verðbólga og atvinnuleysi og samdrátt- ur í framleiðslu ætlar lengi að verða fylgifiskur Tyrkja. En Evren forseti hefur sagt, að til þess að leysa vandamál- in þurfi líka að skapa nýja tegund stjórnmálamanns, sem enginn tengsl hafi við stjórnmálaflokka sem hafi áður starfað í landinu. Þann 21. september munu talsmenn flokkanna þriggja kynna stefnumál sín í þinghúsinu og reynist eitthvað útásetn- ingarvert fá þeir tvo daga til að kippa því í lag og fá end- anlega blessun stjórnarinnar við framboðið. Sem fyrr halda herforingj- arnir býsna fast um stjórn- artaumana. Ritfrelsi er tak- markaðra en það hefur verið og nokkur blöð hafa verið bönnuð á síðustu vikum. Trú- legt er að enn meiri gaumur verði gefinn að skrifum blaða á næstu vikum. Erlendir fjöl- miðlar halda uppi stöðugri gagnrýni á alræði herfor- ingjastjórnarinnar fyrir fangelsanir og pyndingar, sem sagt er að viðgangist þar í landi. Stjórnvöld neita þess- um ásökunum alfarið, og það hefur raunar orðið raunin, að þær sakir, sem eru bornar á Tyrki af erlendum blöðum, hafa orðið til að Tyrkir hafa þjappað sér meira en kannski annars saman um herfor- ingjastjórnina. Það hefur líka vakið gremju margra að á Vesturlöndum gefa menn lítið fyrir kosningarnar og segja þær skrípaleik. Vinsældir herforingjastjórnarinnar hvort sem mönnum líkar það betur eða verr — þýðir þó ekki að draga í efa. En á hinn bóginn er nauðsynlegt að Tyrkir spreyti sig nú á því að búa við lýðræðisskipulag eftir þriggja ára hlé. ■ j i 111 i1 KYNNTU ÞÉR VÖRUMARKAÐSVERÐ Ódýrar kommóður • V |. 1 t V :S w *■ * § P : ii,iinMi.fr ■ * G t ..r Furulíki 6 skúffur kr. 1.964,- r 4 skúffur kr. 1.547.- 8 skúffur kr. 2.297.- Fura - brúnbæsaöar eöa hvítlakkaöar 2 breiddir V ! , 6 skúffur frá kr. 3.328.- 4 skúffur frá kr. 2.472.- Svefnbekkur m/skrifborði Verð kr. 8.687.- Skrifborð m/hillum og korktöflu. Stærð 120x55 cm. Hæð 188 cm. Verð kr. 5.570.- SENDIIM UM LAND ALLT Opið til kl. 10 föstudag, og til hádegis laugardaga. Vörumarkaðurinnhf. sími 86112. I i í f í l • U l J 1 J i' !U 1 vhJii) a yit ; i i í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.