Morgunblaðið - 09.09.1983, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983
Innlánsreikn-
ingar Átaks
liðlega 320
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Átaki:
Tvö ár eru liðin frá því að
Átaks-hugsjónin varð að veru-
leika, með samstarfi við Útvegs-
banka íslands.
Átak sem slíkt er ekki formlegt
félag með sérstökum félagslögum
né heldur fyrirtæki, skráð hjá
firmaskrárritara. Átak er félags-
skapur hugsjónamanna og
kvenna, sem vilja láta gott af sér
leiða, til hjálpar þeim fjölmörgu
einstaklingum sem eiga um sárt
að binda í þjóðfélaginu og þurfa á
sérstakri aðstoð að halda vegna
sjúkdóms eða annarra erfiðleika.
Þeir eru fleiri en marga grunar,
sem horfið hafa frá eðlilegu lífi í
samfélaginu, um lengri eða
skemmri tíma. Þessir einstakl-
ingar eiga oft erfiða leið til baka,
til nýs lífs, hversu einlægur og
ákveðinn sem ásetningur þeirra
er. Oftast eru það fjárhagsörðug-
leikar sem reynast þeim fjötur um
fót. Þar til Átaks-deildin var
stofnuð hafði engu líknar- eða
mannúðarfélagi látið sér til hugar
koma að ávaxta fé sitt á þann hátt
að það mætti verða til þess að
auka lánslíkur þessara fjölmörgu
hrjáðu einstaklinga. Margir þeirra
sem hér um ræðir teljast ekki
Lágt fisk-
verö erlendis
Sjö íslenzk fiskiskip seldu afla sinn
í Englandi og Þýzkalandi í síöustu
viku. Fengu þau mjög misjafnt verð
fyrir hann, en yfirleitt í lægri kantin-
um. Þá er fyrirhugað að 5 skip selji í
þessum löndum nú í vikunni.
Á mánudag seldi Engey RE 254,6
lestir af karfa í Bremerhaven.
Heildarverð var 4.410.600 krónur,
meðalverð 17,32. Á þriðjudag seldi
Fróði SH 51,2 lestir í Grimsby.
Heildarverð var 605.600 krónur,
meðalverð 11,82. Sama dag seldi
Dagfari ÞH 54,4 lestir í Hull. Heild-
arverð var 677.400 krónur, meðal-
verð 12,45. Þá seldi Hrafn Svein-
bjarnarson II GK 59,4 lestir í Hull á
þriðjudag. Heildarverð var
1.453.700 krónur, meðalverð 24,47.
Á miðvikudag seldi Júpiter RE 101
lest í Hull. Heildarverð var
1.891.400 krónur, meðalverð 18,89.
Sama dag seldi Snorri Sturluson
RE 246,3 lestir í Cuxhaven. Heild-
arverð var 4.177.800 krónur, meðal-
verð 16,96. Að lokum seldi Hrafn
Sveinbjarnarson III GK 58,5 lestir í
Hull. Heildarverð var 1.345.200
krónur, meðalverð 23,02.
lánshæfir skv. gildandi starfsregl-
um bankanna, þeir hafa yfirleitt
engar tryggingar að bjóða aðra en
eigin atorku.
Megintilgangur Átaksdeildar-
innar er þessi:
Að starfrækja sérstaka upplýs-
inga- og ráðgjafarþjónustu fyrir
þá sem erfiðlega gengur að ná átt-
um í fjármálakerfi nútíma þjóð-
félags (t.d. aldraða og sjúka).
Að lána fé til hinna ýmsu aðila,
sem berjast við áfengisvandamál-
ið.
Að lána fé til einstaklinga, sem
alkahólismi og sjúkdómar hafa
leikið illa, í þvi skyni að hraða
þeim til sjálfsbjargar á ný.
Að veita námslán þeim, er
stunda nám og huga að störfum
við áfengisvandamálið.
Að veita lánafyrirgreiðslu í því
skyni að fjölga atvinnutækifærum
fyrir alkóhólista og aðra sjúkl-
inga.
Þannig hljóðaði boðskapur
þeirra hugsjónamanna og kvenna,
sem að Átaki stóðu í upphafi og
eftir honum hefur verið reynt að
fara.
Frá því að Átak hóf starfsemi
sína fyrir um það bil tveimur ár-
um í samstarfi við Útvegsbanka
íslands hafa innstæður í Átaks-
deild bankans þrefaldast og þann-
ig haldið vel í við verðbólguna.
Innlánsreikningar viðskiptavina
Átaks-deildarinnar eru nú 320;
verðtryggðir sparireikningar,
sparisjóðsbækur og tékka-
reikningar. Útlán í þessum lána-
flokki hafa verið nokkuð hærri en
nemur innstæðum, samtals hafa
350 einstaklingar fengið lánafyr-
irgreiðslu á vegum Átaks.
Átak er ætlað að safna í sjóð fé
allra þeirra sem vilja ljá þessum
góða málstað lið. Tryggja þeim ör-
ugga og arðsama varðveislu fjár-
ins jafnframt því að sjóðurinn sé
nýttur til hjálpar þeim, sem eiga
um sárt að binda og til átaks á
öllum þeim sviðum sem talin eru
hér að framan.
í stjórn Átaks voru í upphafi
kosnir þeir Guðmundur Þórar-
insson, formaður, Guðmundur J.
Guðmundsson, Ewald Bendsen,
Jóhanna Sigurðardóttir, Aðalheið-
ur Bjarnfreðsdóttir og Gerður G.
Bjarklind. Á þessum aðalfundi
voru eftirtalin kosin í stjórn fyrir
næsta starfstímabil: ólafur Frið-
finnsson, formaður, Guðmundur J.
Guðmundsson, Aðalheiður Bjarn-
freðsdóttir, Ewald Bendtsen,
Þorsteinn Guðmundsson, Helena
Albertsdóttir og Grétar Berg-
mann.
25
Ljósm. Mbl. — GBerg.
Stjórnarmenn í Gúmmívinnslunni hf. í anddyri nýja húsnæðisins á Rangárvöllum, talið frá vinstri: Pétur Rafnsson,
framkvæmdastjóri Bandag hf., Jan Lensman, framkvæmdastjóri og eigandi JLP-Products, Finnbogi Jónsson,
framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, og Þórarinn Kristjánsson, frarakvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar.
Gúmmívinnslan hf. á Akureyri:
Sólun hjólbarða hefst
innan 2—3 mánaða
Sænskt fyrirtæki meðeigandi og leggur fram einkaleyfi
á nýrri framleiðsluaðferð við vinnslu á gúmmíaffalli
Akureyri, 2. september.
„VIÐ stefnum að því að vinnsla við sólun á stærri gerðum hjólbarða geti
hafist hjá okkur innan 2—3 mánaöa,“ sagði Þórarinn Kristjánsson, fram-
kvæmdastjórí Gúmmívinnslunnar hf. á Akureyri, nýs fyrirtækis, sem stofnað
var 8. júní sl. og sagt hefur verið frá í Mbl. áður.
Hér á landi er nú staddur Jan
Lensman, framkvæmdastjóri og
eigandi fyrirtækisins JLP-Pro-
ducts í Svíþjóð, en það fyrirtæki
hefur á undanförnum árum þróað
og fengið einkaleyfi fyir sérstakri
vinnsluaðferð á gúmmíaffalli, sem
myndast við afskurð á hjólbörðum
áður en þeir eru teknir til sólunar.
Með því að blanda saman við af-
fallið ákveðnum kemiskum efnum
verður til gúmmíkvoða, sem hent-
ar ákaflega vel til framleiðslu á
gúmmígólfdúk og ýmsum fleiri
hlutum úr gúmmíi; svo sem ýms-
um umferðarmerkjum, umferðar-
hindrunum, slitlagi á hlaupa-
brautir og fleira. Að sögn Jans
Lensman bindur fyrtæki hans í
Svíþjóð miklar vonir við að hægt
verði að frámleiða ýmsar vöruteg-
undir, svo sem bobbinga og fleira
viðkomandi sjávarútvegi, og telur
hann mikla framtíðarmöguleika á
því sviði. Jan gat þess einnig, að
fyrirtæki hans hefði nú veitt
Gúmmívinnslunni hf. einkaleyfi á
íslandi fyrir framleiðslu sam-
kvæmt vinnsluaðferð fyrirtækis
síns.
Þegar hafa verið ráðnir 4 menn
í atvinnu hjá Gúmmívinnslunni og
eins og áður segir hefst sólun
hjólbarða innan 2—3 mánaða og
síðan framleiðsla samkvæmt
einkaleyfinu sænska væntanlega
fyrir næstu áramót.
Hluthafar í Gúmmívinnslunni
hf. eru: Þórarinn Kristjánsson,
Akureyri, sem jafnframt verður
framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
hann á 50% hlutafjár, Iðnþróun-
arfélag Eyjafjarðar, sem aðstoðað
hefur við undirbúning að stofnun
fyrirtækisins, leggur fram 10%,
Birgir Eiríksson 10%, Möl og
sandur hf. 10%, Bandag hf. í
Reykjavík 10%, Dreki hf., Akur-
eyri, 3% og Jóhann Andersen 2%.
Þá bendir allt til þess að sænska
fyrirtækið JLP-Products leggi
fram 5% og verði þar með eignar-
aðili að Gúmmívinnslunni.
Finnbogi Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar, sagði að félagið
byndi miklar vonir við hið nýja
fyrirtæki og hefði ákveðið að
leggja fram 10% hlutafjár. Stefna
Iðnþróunarfélagsins væri sú, að
aðstoða við stofnun fyrirtækja og
jafnvel að eiga í þeim hlut fyrstu
árin á meðan væri verið að koma
þeim á rekspöl, en síðan, ef vel
gengi, myndi félagið selja sinn
hlut í viðkomandi fyrirtækjum og
þannig myndi koma til fjármagn,
sem nota mætti til aðstoðar við
stofnun nýrra fyrirtækja, sem
Iðnþóunarfélagið teldi ástæðu til
að styrkja.
Gúmmívinnslan hf. hefur fest
kaup á húsnæði undir stafsemi
sína. Keypt var húsnæði á Rang-
árvöllum, sem Ræktunarfélag
Norðurlands átti og mun framtíð-
arrekstur fyrirtækisins verða þar
til húsa, en þar er landrými gott
og stækkunarmöguleikar fyrir-
tækisins tryggðir, ef vel gengur.
G.Berg.
VAXTAR LAG
ER EKKERT
ANDA
VERTU (TAKT VIÐ TfMANN!
VI0 EIGUM FÖT Á FLESTA 0G
SÉRSAUMUM Á ALLA.