Morgunblaðið - 09.09.1983, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.09.1983, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 Þorsteinn Egilson — Minning Fæddur 2. mars 1913 Dáinn 2. september 1983 Þegar hringt var til mín föstu- dagsmörguninn 2. september og mér tjáð að vinur minn Þorsteinn Egilson væri látinn, var sem strengur brysti. Vináttutengsl sem varað höfðu í hálfa öld og gott betur voru skyndilega rofin og eft- ir var tóm sem minnir á sig í hvert sinn sem hlé verður í amstri dag- anna. Þorsteinn verður til grafar bor- inn frá Dómkirkjunni í dag og gef- ur það mér tilefni til að greina í stuttu máli frá uppruna hans og æviferli. Traustir stofnar stóðu að Þorsteini í báðar ættir. Foreldrar hans voru Gunnar Egilson, versl- unarerindreki, sonur Þorsteins Egilsonar kaupmanns í Hafnar- firði, sem var sonur Sveinbjarnar rektors Egilssonar og því bróðir Benedikts skálds Gröndal, og kona hans, Guðrún, dóttir Péturs kaup- manns og útgerðarmanns á Bíldu- dal, síðar í Reykjavík, Thor- steinsson. Þorsteinn átti sex systkini og eru þau öll á lífi. Bernsku- og æskuár Þorsteins voru um margt óvenjuleg. Fimm ára gamall fór hann með foreldr- um sínum og tveim systrum til Ameríku. Gunnar faðir hans fór þangað sem verslunarerindreki ís- lands nokkrum mánuðum áður en fyrri heimsstyrjöldinni lauk og í New York var fjölskyldan i rúmt ár. Eftir skamma dvöl heima fór Gunnar sem verslunarerindreki til Ítalíu og ári seinna til Spánar. Eftir ársdvöl á Spáni sneri fjöl- skyldan heim og næstu þrjú árin, 1922—1925, var Gunnar forstjóri Brunabótaféiags íslands. Sumarið 1925 fór Gunnar aftur sem erin- dreki til Spánar og þar var fjöl- skyldan í tvö ár, eða þar til Gunn- ar lést í ágúst 1927, en þá flutti ekkjan heim með allan barnahóp- inn, hið eista 17 ára og hið yngsta fárra mánaða. Á Spáni gekk Þorsteinn í ensk- an skóla í tvo vetur, en haustið 1927, þá nýkominn heim, hóf hann nám í Menntaskólanum í Reykja- vík og lauk þaðan stúdentsprófi 1933. Næstu tvö árin var hann við nám í London í vátryggingum og niðurjöfnun sjótjóna. Árin 1937—’42 var hann starfsmaður hjá Tryggingastofnun rfkisins, 1942—’45 hjá G. Helgason & Melsted, 1945—’55 hjá Ríkisút- varpinu sem fulltrúi útvarps- stjóra, 1955—’57 hiá Fálkanum hf. og frá 1957 hjá Islenskri endur- tryggingu uns hann lét af störfum 1974. Eftir það starfaði hann sjálfstætt og tók að sér verk fyrir tryggingafélögin í landinu, ein- kum niðurjöfnun sjótjóna, svo og þýðingar á ýmsu sem varðaði sjó- tryggingar, ýmist af íslensku á ensku eða af ensku á íslensku, en hann var löggiltur skjalaþýðandi í ensku. Þorsteinn hafði alla tíð mikinn áhuga á viðgangi tryggingamála í landinu og var m.a. einn af helstu frumkvöðlum að stofnun Trygg- ingaskólans þar sem starfsmenn tryggingafélaganna geta aflað sér aukinnar þekkingar um hvað eina sem varðar tryggingar, og þar kenndi hann sjótryggingar og ensku. Þá lét hann sér mjög annt um íslenskt tryggingamál, sem lengi mun hafa verið æðiensku- skotið. Hin síðustu ár vann hann að því að taka saman enskt- íslenskt orðasafn um vátrygg- ingar. Var það sjálfboðavinna, einungis unnin af áhuga fyrir málefninu. Ekki mun hann hafa talið þessari orðasöfnun að fullu lokið þegar hann féll frá. Kennslu í stærðfræði og eðlis- fræði stundaði Þorsteinn af og til við ýmsa skóla, m.a. Kennaraskóla fslands, Menntaskólann í Reykja- vík og Gagnfræðaskóla Reykjavík- ur. Snemma á árum samdi hann, ásamt Guðmundi Arnlaugssyni, síðar rektor, Dæmasafn fyrir al- þýðu- og gagnfræðaskóla, sem mun hafa verið mikið notað í þeim skólum. Það sem hér hefur verið sagt um uppruna og æviferil Þorsteins seg- ir sína sögu, en næsta lítið um manninn sjálfan. Snögg umskipti voru orðin í lífi Þorsteins þegar hann settist í menntaskóla. Faðir hans skyndilega fallinn frá og móðirin ein eftir með sjö börn, flest í ómegð. En erfiðleikarnir sem þessu fylgdu höfðu ekki áhrif á námsárangur hans. Honum sótt- ist námið mjög vel, reyndist hon- um að því er virtist leikur einn og var svo raunar gegnum allan menntaskólann. Hann gaf sér alla tíð nægan tíma til að sinna félags- lífi í skólanum, varð brátt vinsæll meðal bekkjarsystkina sinna og þótti sjálfkjörinn til forustu, fyrst í bekknum og síðar á víðari vett- vangi þegar hann var kjörinn in- spector scholae, enda þótt seta hans, sökum hatrammra pólit- ískra átaka í skólanum, yrði skemmri í þeim virðingarsessi en efni stóðu til. Á menntaskólaárunum kynntist Þorsteinn ungri stúlku, Snæfríð Davíðsdóttur, og leyndi sér ekki á dansæfingum í skólanum, að milli þeirra hafði tendrast neisti, enda opinberuðu þau trúlofun sína þeg- ar hann varð stúdent. Snæfríð var dóttir Davíðs kaupmanns á Þórs- höfn, síðar í Reykjavík Kristjáns- sonar og konu hans, Halldóru Arnljótsdóttur, prests og alþing- ismanns ólafssonar. Snæfríð og Þorsteinn giftu sig 22. febrúar 1936. Það var að ég hygg mesta gæfusporið í lífi Þorsteins. Abbí, eins og Snæfríð hefur alla tíð verið kölluð í hópi vina og ættingja, var búin öllum þeim kostum sem prýða góða hús- móður. Þau hófu búskap við kröpp kjör eins og annað ungt og eigna- laust fólk á þessum tímum kreppu og atvinnuleysis og börnin komu hvert af öðru: Gunnar 1936, Dóra 1938, Guðrún 1945, Davíð 1950 og Snæfríður Þóra 1956. Þau hafa öll lokið námi og hafið störf, hvert á sínu sviði, og stofnað sín eigin heimili. Barnabörnin eru orðin 13 og barnabarnabarnið eitt. Barna- lán er mikil náðargjöf, en þó aldr- ei óverðskulduð, og þó að Þor- steinn hefði ekki mörg orð um barnalán sitt, þá veit ég að hann var óumræðiiega þakklátur fyrir það. Hann var börnum sínum mik- ill pabbi, átti auðvelt með að blanda geði við þau, segja þeim sögur, miðla þeim fróðleik og lesa fyrir þau veigameiri sögur þegar þau höfðu aldur til að skilja, m.a. fslendingasögur, og barnabörnin hafa orðið hins sama aðnjótandi, enda hafa hugtök eins og ungl- ingavandamál og kynslóðabil aldr- ei öðlast þegnrétt á heimili Þor- steins og Ábbíar. Kunningsskapur okkar Þor- steins varð aldrei mjög náinn í skóla, enda var stór hópur vina í kringum hann fyrir þegar við urð- um sambekkingar í 3. bekk. Og fyrstu árin eftir stúdentspróf lágu leiðir okkar sjaldan saman. En ár- ið 1938 flutti ég í nábýli við Þor- stein og Abbí og þá knýttust þau vinabönd sem aldrei rofnuðu með- an báðir lifðu. Sú gjöf fylgdi svo í kaupbæti, að sömu vinabönd knýttu saman konur okkar. Sam- gangur milli heimilanna varð mik- ill og jókst eftir að við eignuðumst í félagi við einn skólabróður okkar, Arngrím Sigurjónsson, sumarbústað í nánd við Reykjavík, unaðsstað á bökkum Suðurár og hraunjaðri Heiðmerkur með mosagróðri sínum og birkihrísl- um, blágresi og berjum. Þetta varð okkur öllum sælu- og hvíld- arstaður, en þó held ég að ekkert okkar hafi notið hans í jafnríkum mæli og Þorsteinn. Hann var mik- ill unnandi íslenskrar náttúru og þessi ósnortni angangróður var honum sífellt uppspretta unaðar sem hann þreyttist aldrei á að prísa. Fyrsta verk hans þegar hann kom þarna upp eftir var allt- af að nema staðar og teyga „áfengt“ andrúmsloftið, eins og hann kallaði það, í djúpum teyg- um sér til hressingar og endur- næringar. Nú hefur Þorsteinn farið sína síðustu ferð á vit íslenskrar nátt- úru og í faðmi hennar hlaut hann sína hinstu hvíld. Sólin skein í heiði þegar hann fór í þessa för. Hann hefur horft út á lognkyrran voginn og séð kvöldsólina speglast í honum. Hann hefur teygað að sér „áfengt" sjávarloftið. Ef til vill hefur hann tyllt sér á stein í fjör- unni eða lagst út af til að hvíla lúið hjarta. Þannig vildi ég trúa að hinstu stund hans hafi borið að, og sú trú styrktist þegar ég sá friðinn og heiðríka birtuna yfir svip hans í kistunni. — Megi minn kæri vin- ur hvíla í friði. Gísli Ólafsson Vinfengi okkar Þorsteins Egil- sonar stóð í fulla fjóra áratugi, allt frá því er við kynntust á skrifstofu hjá heildverzlun G. Helgason & Melsteðs, þar sem hann gerðist bréfritari, en ég var þá þar fyrir sem bókari. Þorsteinn var málamaður góður, og einkum var enska sérsvið hans, enda hlaut t Bróöir okkar, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON, Ásvallagötu 49, andaðist í Landakotsspítala aöfaranótt 8. þessa mánaöar. Steinunn Eiríksdóttir, Ágúat Eiríksson. Frændi minn, t ÓLAFURJÓHANNESSON, válstjóri, vistmaöur á Hrafnistu, lést 8. september. Jóhannes Kristinsson. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, BJÖRN KR. GUOMUNDSSON, frá Hvammstanga, veröur jarösunginn frá Hvammstangakirkju laugardaginn 10. sept- ember kl. 10.30. Synir, tengdadætur og barnabörn. 4 I- Fósturfaöir minn, I SIGUROUR INGIBERGUR GUNNARSSON, Strönd, Stokkseyri, veröur jarösunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 10. sept- ember kl. 2 e.h. Fyrir hönd aöstandenda, Elln Eyfjörö. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför eiginmanns míns og fööur, JÓNS BJÖRNSSONAR, frá Heiöi, Knarrarstíg 2, Sauðórkróki. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Skagfiröinga og til félaganna í Stangveiöifélagl Sauöárkróks. Finney Reginbaldsdóttir, Halldóra S. Jónsdóttir. t Móöir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Hrafnistu 1 Hafnarfiröi, áóur til heimilis á Vatnsnesvegi 15, Keflavík, veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 10. sept. kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á líkn- astofnanir. Ólafur J. Sigurösson, Arnbjörg Guömundsdóttir, Guömundur Sigurösson, Sigrún Osk Ingadóttir, Elín G. Sigurðardóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, Aöalheiöur Þ. Siguröardóttir, Ingibert Pótursson og barnabörn. Lokað til kl. 15.00 vegna útfarar ARNDÍSAR BJARGAR BJARNADÓTTUR. Brauðbær, Þórsgötu 1, Mamma Rósa vió Hlemm, Veitingastofan, Bankastræti 12. Lokað Skrifstofa okkar og önnur starfsemi feliur niður fyrir hádegi í dag til viröingar við minningu, ARNDÍSAR BJARGAR BJARNADÓTTUR. ÓSAL Lokað Vegna útfarar ÞORSTEINS EGILSON, veröur skrifstofa okkar lokuö frá hádegi 9. september. Edda hf., Sundaborg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.