Morgunblaðið - 09.09.1983, Síða 32

Morgunblaðið - 09.09.1983, Síða 32
„Atvinnumannalandsliðin" ÍSLAND TZ ÍRLAND \á FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 Rjúpur hafa hópast í byggð nyrðra f haust og voru þessar myndir teknar á Akureyri nýlega, nánar til tekið í Glerárhverfi. Er óvenjulegt að svo margar rjúpur sjáist þar svo snemma hausts, en rjúpurnar á myndinni eru hluti af Stórum rjúpnahópi. Ljósm. Mbl. G.Berg. Mikil stækkun rjúpnastofnsins norðaustanlands RANNSOKNIR á rjúpnastofninum benda til þess að um verulega fjölg- un rjúpna verði að ræða á Norðaust- urlandi, ekki fjarri 50% aukningu, og víða væri aukningin meiri en at- Hljóðlátar áttur eða breiðþotur? Á STJÓRNARFUNDI Flugleiða hf. í gær var meöal annars rætt um þotukaup vegna flugleiðarinn- ar yfir Norður-Atlantshaf. Að sögn Grétars Br. Kristjánssonar varaformanns stjórnar Flugleiða, var engin ákvörðun tekin á fund- inum í gær, en hann kvað málið vera í athugun, og kæmi helst til greina að setja hljóðlátari DC-8 þotur inn í flugleiðina, eða DC-10 breiðþotur. Málið kvað Grétar verða skoðað næstu daga, og yrði varla langt að bíða ákvörðunar. huganir á Suður- og Vesturlandi leiða hins vegar í Ijós að ekki er um r" 'lgun að ræða á þeim landsvæðum. fyrra var um verulega fjölgun rjúpna að ræða um allt land, eftir langt kyrrstöðutímabil, eða um 50%, en nú virðist sem stofninn stækki ekki nema nyrðra, samkvæmt upp- lýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Arnþóri Garðarssyni líffræðingi f gær. Arnþór sagði erfitt að spá um hvaða áhrif þessi fjölgun rjúpunn- ar hefði á veiði, vegna þess að bæði væri mikil tilfærsla rjúpna á milli landshluta og einnig hreyfði rjúpan sig talsvert á milli fjalla þegar haustaði. Þá gæfi einnig misjafnlega til veiða vegna veðurs og ennfremur það, að ef snjóaði snemma þá dreifðist rjúpan mjög og því væri erfiðara að eiga við veiði. Varðandi heildardæmið yfir landið, sagði Arnþór að um aukn- ingu væri að ræða, en hins vegar væru ekki hreinar línur í þessu í ár eins og oft áður, þegar fjölgun- in er í sama takti um allt land. Brottflutningur fólks af Norðurlandi síðustu 22 ár: Samsvarar íbúatölu þriggja bæjarfélaga HEILDARFÆKKUN Norðurlands á fólki til Suðvesturhornsins síðustu 22 ár nemur nokkurn veginn þeim fólksfjölda, sem nú býr á Húsavík, Grenivík og Hofsósi, að frátöldum 144 mönnum, sem fluttust norður á árunum 1976 til 1980, eða 2.929 alls. Á árunum 1961 til 1982 hefurj jöfnuður fólksflutninga milli' Norðurlands og suðvesturhornsins aðeins verið Norðurlandi hagstæð- ur á árunum 1976 til 1980. Þessar upplýsingar komu fram í erindi Hafþórs Helgasonar, viðskipta- fræðings á þingi Fjórðungssam- bands Norðlendinga, sem haldið var á Raufarhöfn fyrir skömmu. Þar skipti hann árunum frá 1961 til 1982 niður í tímabil og greindi frá jöfnuði fólksflutninga á milli áðurnefndra staða. Á 10 ára tímabili, 1961 til 1970, var jöfnuðurinn Norðurlandi óhagstæður um 2.417 íbúa, en til samanburðar má nefna að nú búa á Húsavík 2.487 manns. Á tímabil- inu 1971 til 1975 tapaði Norður- land 369 manns suður, en á Greni- vík búa nú 323. 1976 til 1980 varð jöfnuðurinn Norðurlandi hins veg- ar hagstæður um 144 og samsvar- ar það nokkurn veginn íbúatölu Þverárhrepps, 140 manns. 1981 til 1982 er tapið svo orðið 287 manns og samsvarar það íbúafjölda Grenivíkur, 293 manns. Þá gat Hafþór þess, að væri reiknað með að brottfluttir hefðu setið um kyrrt og fjölgað sér samkvæmt meðaltali á Norðurlandi, mætti segja að 446 manns til viðbótar hefðu tapast, en á Raufarhöfn búa nú 447. Hafþór sagði ennfremur, að nú væri það aðeins ein sýsla, Austur- Húnavatnssýsla, á Norðurlandi, sem befði betur í baráttunni við höfuðborgarsvæðið. Skýring þess væri væntanlega sú, að þar bygg- ist fólk við örri atvinnuuppbygg- ingu vegna Blönduvirkjunar. Sfldveiöar í lagnet hafnar SÍLDVEIÐAR í lagnet hófust þann 1. september síðastliðinn og eru nú komnar í gang um allt land. Að sögn Þórðar Eyþórssonar, deildarstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu hafa nú um 100 bátar fengið leyfi til síldveiða í lagnet. Á vertíðinni nú má veiða 1.500 lestir í lagnet, 16.500 í reknet og 34.500 í hringnót. Þessi mynd var tekin er Fanney ÞH 130 kom inn til Húsavíkur með fallega síld í fyrradag. Einn eftir í bátnum er ólagið var farið hjá Frásögn Vigfúsar Markússonar, sem komst lífs af er Bakkavík ÁR-100 fórst Þórður, sem var skipstjóri, skip- gefinn og þess freistað að kom- aði þá að báturinn skyldi yfir- ast í gúmmíbjörgunarbátana, Bræðurnir sem fórust Vigfús Markússon frá Ásgarði á Eyrarbakka, sem missti tvo bræð- ur sína með vélbátnum Bakkavík ÁR-100 við innsiglinguna þar í fyrradag, þykir hafa sýnt fádæma þrek í þeirri raun, sem hann varð fyrir eftir að báturinn sökk. Vigfús hraktist í brimgarðinum utan við höfnina í a.m.k. klukkustund áður en honum var bjargað. Vigfúsi segist svo frá, að skömmu áður en Bakkavíkin hafi lagt á bússu, en svo heitir innsiglingarleiðin, sem farin er til Eyrarbakka, hafi annar bátur af svipaðri stærð komið að landi. Lágsjávað hafi verið og gott í sjó og brimlaust að kalla. En þegar Bakkavíkin hafi verið rétt komin inn á leiðina hafi risið mikill brotsjór, sem hafi lagt bátinn flatan er hann skall yfir. Áður en nokkuð yrði að gert sáu þeir bræður annað brot koma æðandi. Elsti bróðirinn, Þórður Markússon, skipstjóri, 29 ára, fæddur 29. nóvember 1953. Ókvæntur og barnlaus. Sigfús Markússon, 25 ára, fæddur 2. ágúst 1958. Ókvæntur og barn- laus. sem voru tveir — annar skyldu- bátur, hinn aukabátur sem geymdur var við horn stýris- hússips. Skipti svo engum togum að brotið féll yfir flatan bátinn og hvolfdi honum. Vigfús kveðst hafa komið fyrstur upp á yfir- borðið aftur og hafi þá aukalíf- báturinn verið upplásinn á floti, fastur við Bakkavíkina. Honum hafi tekist að hjálpa báðum bræðrum sínum upp í gúmmí- bátinn, sem hafi fljótlega slitnað frá flakinu. Tókst þeim að skjóta tveimur neyðarblysum frá bátn- um, sem velktist um í brimgarð- inum. Þá hafi skyndilega riðið yfir hann brotsjór, sem hafi rifið yfirgerð bátsins að mestu af. Þegar ólagið var farið hjá hafi hann verið einn eftir í bátnum, sem engin leið hafi verið að stjórna á nokkurn hátt. Vigfúsi tókst að halda sér í bátinn og hraktist hann í brim- Vigfús Markússon: tókst að hjálpa báðum bræðrum sínum upp í gúmmíbátinn en báða tók út er brotsjór hreif þá út aftur. garðinum í minnst klukkustund áður en tókst að bjarga honum. Hann telur sig hafa séð móta fyrir öðrum bróður sínum eftir að ólagið reið yfir gúmmíbátinn en enga möguleika átt til að koma honum til hjálpar, enda dundu brotin á gúmmíbátnum í ólgandi briminu. — Þetta var frásögn Vigfúsar Markússonar. Bræður hans tveir, Þórður og Sigfús, eru nú taldir af. Fjörur voru gengnar í gær og fram á kvöld en hvorugur þeirra hefur enn fundist. Brak úr Bakkavíkinni hefur fundist vest- ur með fjörum og langt upp með Ölfusá að vestanverðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.