Morgunblaðið - 06.10.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.10.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 23 Dönsk skýrsla um embættismenn: Eyðileggja aliar sparnað- artillögur hjá því opinbera StjórnskipuÖ nefnd á að rannsaka embættismannaveldiö og skriffinnskuna DANSKA stjornin hefur ákveðið að skipa nú þegar nefnd, sem rannsaka á vandlega embættismannaveldið og skriffinnskuna hjá hinu opinbera í Danmörku. Verður skýrsla, sem Ole P. Kristensen, lektor við háskólann í Árósum, hefur samið, lögð til grundvallar störfum nefndarinnar. f skýrslunni kemur fram, að embættismennirnir stinga undir stól óskum stjórnmálamannanna um að finna leiðir til sparnaðar í ríkisgeiranum í því skyni að vernda eigið skinn. Er sparnaðarandstaða 2000 embætt- ismanna tekin til meðferðar í skýrslunni. Var frá þessu sagt í blaðinu Berlingske Tidende í fyrradag. „Enginn embættismaður hef- ur áhuga á því að spara sjálfan sig burt. Þess vegna leiða út- reikningar embættismannanna alltaf í Ijós, að sparnaður á ein- mitt þeirra sviði muni hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Með tilliti til þessa verði stjórnmálamennirnir að taka ákvarðanirnar um sparnað," segir ennfremur í skýrslunni. „Ríkisstjórnin hefur gert sér grein fyrir því, að mikil þörf er á, að hið opinbera læri af reynslu einkaframtaksins í at- vinnulífinu um starfsvirkni," sagði Poul Schliiter, forsætis- ráðherra Danmerkur í viðtali við Berlingske Tidende, en hann mun sjálfur eiga sæti í þeirri stjórnskipuðu nefnd, sem sagt var frá hér að framan. Haft var eftir frú Brittu Schall Holberg, innanríkisráð- herra Danmerkur, að embættis- menn hefðu „úreltar skoðanir um, að betri árangur náist að- eins með auknum fjárveitingum og að hver einasta króna, sem er spöruð, dragi úr opinberri þjón- ustu“. Þá sagði frú Holberg Poul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur. ennfremur, en hún mun einnig eiga sæti í sparnaðarnefnd rikis- stjórnarinnar: „Alveg eins og úti í atvinnulífinu, þar sem einka- reksturinn ræður, ber að hvetja starfsmenn hins opinbera til að fara betur með peningana og finna leiðir til þess að spara, þar sem það er unnt, án þess að dregið verði úr viðkomandi þjón- ustu.“ „Ég geri mér fulla grein fyrir því, að embættismenn mínir eru andvígir sparnaði og ástæðan er sú, að þeir eru að verja sitt eigið Mini Stilling Jakobsen menning- armálaráðherra. Ole P. Kristensen, lektor f stjórn- málafræði við Árósaháskóla. Hann er höfundur skýrslunnar, sem hef- ur að geyma svör og viðhorf 2000 embættismanna í Danmörku gagn- vart sparnaði. svið,“ sagði frú Mimi Stilling Jakobsen, menningarmálaráð- herra Danmerkur í viðtali við Berlingske Tidende, er hún var spurð álits á skýrslunni frá Ár- ósarháskóla. „Embættismenn- irnir hlýða engu að síður fyrir- mælum mínum um að finna sparnaðarleiðir og hvaða afleið- ingar þær muni hafa. En þeir hafa aldrei frumkvæðið að því að finna sparnaðarleiðir fyrir mig, þó slíkt væri oft kærkominn greiði,“ sagði frú Jakobsen ennfremur. Bertel Haarder, menntamála- ráðherra Danmerkur sagði, að þegar hann tók við embætti hefði hann verið neyddur til þess að krefjast margra breytinga varðandi starfshætti í ráðuneyti sínu til að „ná þar yfirráðum". AfvopnunarviðræÖurn- ar hefjast í Genf í dag Genf, 5. október AP. EDWARD L. ROWNY, aðalfulltrúi unum (START) í Genf, kom þangað Bandaríkjanna í afvopnunarviðræð- í dag með nýjar tillögur frá Reagan Fjöldaganga til stuðnings Reagan Manila, 5. október. AP. ÞÚSUNDIR manna sneru mótmæla- göngu í Manila, sem fram fór gegn stjórnvöldum á Filippseyjum í dag, í fjöldagöngu til stuðnings við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. „Her- stöðvarnar mega vera kyrrar, en Marcos verður að fara“, stóð á fimm metra löngum borða, sem borinn var um götur verzlunarhverfisins i Man- ila. Með þessari áletrun var að sjálfsögðu verið að skírskota til herstöðva Bandaríkjamanna á Fil- ippseyjum annars vegar en hins vegar verið að krefjast þess, að Ferdinand E. Marcos, forseti landsins, segði af sér embætti. Talið er, að 20.000 manns hafi tekið þátt í þessari göngu og hafi hún leitt í ljós mikla breytingu frá fyrri mótmælagöngum i viðhorfi fólks til Bandaríkjanna. Þessi breyting átti sér stað daginn eftir að Reagan tilkynnti, að hann hefði hætt við fyrirhugaða heimsókn sína til Filippseyja í nóvember nk. Bandaríkjaforseta og kvaðst von- góður um, að unnt væri að koma á „samkomulagsgrundvelli“ við Rússa fyrir jól. Tillögurnar gera ráð fyrir, að 5% af kjarnorkuvopnum Bandarfkjamanna og Rússa verði eyðilögð árlega. Eiga viðræður Rownys og Viktors L. Karpov, for- manns sovézku sendinefndarinnar að hefjast á morgun, Timmtudag. Sovézka fréttastofan TASS gagnrýndi í dag hinar nýju tillög- ur Reagans forseta og kallaði þær „óljósar og óskýrar" og væri þörf á frekari skýringum varðandi margt í þeim, áður en unnt yrði að taka afstöðu til þeirra. Sagði TASS, að sovézk stjórnvöld væru þegar búin að leggja fram tillögur um að hætta við smíði nýrra kjarnorku- vopna og hefðu lagt til að kjarn- orkuvopnum beggja ríkjanna yrði fækkað um 25%. Vilja veiða 13.000 tonn við Grænland Briisscl, 5. október. AP. FRAMKVÆMDARÁÐ Efnahags- bandalags Evrópu (EBE) bar í dag fram tillögu þess efnis, að fiski- mönnum frá löndum EBE verði heimilað að veiða einn sjötta hluta þess þorsks, sem veiddur verður við Græniand, eftir að landið segir sig úr bandalaginu. Er gert ráð fyrir, að þetta afla- magn nemi 13.000 tonnum á ári, en að Grænlendingar sjálfir veiði 62.000 tonn og þá fyrst og fremst við vesturströnd Grænlands. Ekki er talið ráðlegt að veiða meira en 75.000 tonn með tilliti til verndunar þorskstofnsins á þessu svæði. Komi það á daginn, að óhætt sé að veiða meira af þorski við Grænland, þá eiga Grænlend- ingar að hafa forgang um veiði á viðbótaraflamagninu. Það eru einkum Vestur-Þjóðverjar, sem hafa krafizt áframhaldandi fisk- veiðiréttinda við Grænland og gert það að skilyrði fyrir úrsögn landsins úr EBE. /01 Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hór segir: HULL/GOOLE: Jan ......... 17/10 Jan ......... 31/10 Jan ......... 14/11 ROTTERDAM: Jan .......... 4/10 Jan ......... 18/10 Jan .......... 1/11 Jan ......... 15/11 ANTWERPEN: Jan .......... 5/10 Jan ......... 19/10 Jan .......... 2/11 Jan ......... 16/11 HAMBORG: Jan ........ Jan ...... Jan ...... Jan ...... HELSINKI: Helgafell ... Helgafell ... LARVIK: Hvassafell Hvassafell ... 7/10 ... 21/10 ... 4/11 ... 18/11 ... 11/10 ... 8/11 ... 10/10 ... 24/10 Hvassafell ....... 7/11 Hvassafell ...... 21/11 GAUTABORG: Hvassafell ...... 11/10 Hvassafell ...... 25/10 Hvassafell ....... 8/11 Hvassafell ...... 22/11 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ...... 12/10 Hvassafell ...... 26/10 Hvassafell ....... 9/11 Hvassafell ...... 23/11 SVENDBORG: Hvassafell ...... 13/10 Helgafell ....... 18/10 Hvassafell ...... 27/10 Hvassafell ...... 10/11 ÁRHUS: Hvassafell ...... 13/10 Helgafell ....... 18/10 Hvassafell ...... 27/10 Hvassafell ..... 10/11 GLOUCESTER MASS.: Jökulfell ....... 10/10 Skaftafell ...... 25/10 Skaftafell ...... 24/11 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ...... 27/10 Skaftafell ...... 26/11 n SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Sinfóníuhljómsveit íslands Operutónleikar í Háskólabiói fimmtudaginn 13. október 1983 kl. 20.30. Efnisskrá: Aríur, dúettar o.fl. úr ýmsum óperum. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Einsöngvarar: Adriana Maliponte sópran, Piero Visconti tenor. Aðgöngumiðasala hefst í Bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal og ístóni, Freyju- götu 1, mánudaginn 10. október nk. A.SJcy*Íf(3TlClUY** muniö forkaupsrétt ykkar dagana 5., 6. og 7. október gegn framvísun áskriftarskírteina í Bókaversl- un SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.