Morgunblaðið - 06.10.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.10.1983, Blaðsíða 27
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 27 Grindavík: Fjölbreytt dagskrá í tilefni umferðarviku GríndiTfk, S. októbcr. MÁNUDAGINN 3. október hófst umferðarvika hér í Grindavík. Endurskinsmerkj- um var dreift til bæjarbúa, og fræðsla var á vegum björgun- arsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík um meðferð mót- orhjóla og léttra bifhjóla. Á þriðjudag fór fram umferðar- fræðsla í grunnskólanum á vegum foreldra- og kennarafélagsins í Filipps- eyjadagar í Hótel Loftleiðum FÖSTUDAGINN 7. október hefj- ast Filippseyjadagar að Hótel Loftleiðum og lýkur þeim að kvöldi mánudagsins 10. október. Dansflokkur frá Filippseyjum mun sýna þarlenda dansa og einnig fer fram sýning á þjóðbún- ingum eyjaskeggja. Matsveinn frá Fiiippseyjum sér um að til- reiða ýmsa gómsæta þjóðarrétti úr fiski og kjöti. Meðan á Filippseyjadögun- um stendur verður sýning á munum frá eyjunum og ferða- skrifstofan Farandi annast ferðakynningu. Sömuleiðis mun sölustjóri Philippine Air- lines í London, Norman Blaun, verða á staðnum og veita upp- lýsingar um ferðir til Filipps- eyja. Þetta er í fyrsta sinn, sem fram fer kynning á Filippseyj- um í Hótel Loftleiðum, en mjög mikil aðsókn var að japönskum dögum hótelsins fyrir skömmu. Perusala á Akranesi Á FÖSTUDAGINN kemur munu fé- lagar í Lionsklúbbi Akraness ganga í hús á Akranesi og bjóða bæjar- búum Ijósaperur til kaups. Eru perurnar seldar til ágóða fyrir Áhaldakaupasjóð Sjúkra- húss Akraness, en um langt árabil hefur klúbburinn aflað með þess- um hætti fjár til að gefa Sjúkra- húsinu fjölmörg lækninga- og rannsóknatæki, segir í fréttatil- kynningu, sem Mbl. hefur borist. Akurnesingar hafa ætíð brugð- ist vel við perusölu Lionsmanna og þannig stutt í verki sjúkrahús sitt með myndarlegum hætti. Er ekki að efa að svo verður einnig að þessu sinni. Félagsvist og dans SKEMMTIFÉLAG Góðtemplara ætlar eins og undanfarin ár að fara af stað með skemmtikvöld, félagsvist og dans. Fyrsta kvöldið á þessu hausti er föstudaginn 7. október og verður spiluð félagsvist frá klukkan 21.00 til 22.45, en þá hefst dansinn. SGT býður öllum — segir í fréttatilkynningu frá félag- inu — sem vilja skemmta sér án áfengis að koma. Grindavík og lögreglunnar. Þar var dreift endurskinsmerkjum. í dag var lögreglan með verklega kennslu og fylgdi 6 ára börnum um götur bæjarins og var lög- reglustöðin heimsótt. Á morgun, fimmtudag, verður opið hús hjá Styrktarfélagi aldr- aðra á milli 15 og 18. Þar mun umferðarnefnd Grindavíkur og lögreglan rabba við fólkið. Klukk- an 20.30 verður almennur borg- arafundur í grunnskólanum. A föstudag verður leikskóli Grinda- víkur heimsóttur af lögreglunni og börnin frædd um umferðarmál. Foreldrar eru hvattir til að koma og aðstoða lögregluna við umferð- arfræðsluna sem hefst kl. 13. Eftir skólatima verða hjóla- brautir settar upp fyrir börnin til afnota á skólaplaninu. Á laugar- dag verður börnum leiðbeint um meðferð hjóla. Umferðarnefnd Grindavíkur, lögreglan í Grindavík, JC Grinda- vík, björgunarsveitin, Lions- -klúbburinn, foreldra- og kennara- félag grunnskólans, Styrktarfélag aldraðra og kvenfélagið standa að umferðarviku í Grindavik. Fréttaritari. hlutverkum Guðrún og Bolli, Ragnheiður Arnardóttir og Harald G. Haraldsson, i sínum. Guðrún sýnd á ný hjá Leikfélaginu Á fristudagskvöldið hefjast að nýju sýningar hjá Leikfélagi Reykjavíkur á leikritinu Guðrún eftir Þórunni Sigurð- ardóttur, en verkið er byggt á Laxdæla- sögu og er fyrsta tilraun í meira en hálfa öld til að lífga fornsögur okkar á leiksviði. Það var frumsýnt í fyrravetur við ágætar undirtektir en í verkinu er einkum fjallað um Guðrúnu Ósvifurs- dóttur og samband hennar við þá fóst- bræður Kjartan og Bolla. Með hlut- verk þeirra fara Ragnheiður Elfa Arn- ardóttir, Jóhann Sigurðarson og Har- ald G. Haraldsson. Leikritið gerist á íslandi og í Nor- egi um og upp úr árinu 1000. Aðrir leikendur eru Soffía Jakobsdóttir, Valgerður Dan, Jón Hjartarson, Jón Júlíusson, Aðalsteinn Bergdaí og Hanna María Karlsdóttir. Tónlist, sem eru töluverð f sýningunni, er eftir Jón Ásgeirsson, leikmynd og búninga gerði Messiana Tómasdóttir og leikstjóri er Þórunn Sigurðar- dóttir. Ákveðið hefur verið í samráði við Fræðslustjóra að gefa nemendum framhaldsskólanna kost á sýningum á verkinu og er skólastjórum, kenn- urum, svo og öðrum hópum, sem áhuga hafa, bent á að hafa samband við skrifstofu Leikfélagsins. KVÚLDSYNING fimmtudag Opið til 10 í kvöld SÝNUM: I ísinTAi |NVJABILA: ^QS^árgerðirnaraf: „^626 Mazda T 3000 vörubil __. —,_-inn annars. Gerð 323 1300 3 dyra 929 Station sj.sk. 6261600 4 dyra 626l600 4dyra 626 2000 2dyraHT 323l300Saloonsi.sk. 323l300 3dyrasj.sK. 626 2000 4dyra 929 4 dyra sj.sk- ekinn 7.000 29.000 11.000 40.000 52.000 31.000 14.000 34.000 33.000 B»LABORGHr| Smiöshoföa23 simi Fólksbíll/Stationbíll Nýr framdrífinn MAZDA 626 5 dyra Hatchback margfaldur verdlaunabíll. Vél: 102höDIN Viðbragð: 0100 km 10.4 sek Vindstudull: 0.35 Farangursgeymsla. 600 htiai m/niðurfelldu aftursæti Bensíneyðsla: 6 3 L/100 km á 90 km hraða $ STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORDNA SOKKAR MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI REGNFATNAÐUR KULDAFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR VINNUHANSKAR KLOSSAR GÚMMÍSTÍGVÉL ÖRYGGISSKÓR JTúiddífL SMÍÐAJÁRNSLAMPAR BOROLAMPAR HENGILAMPAR VEGGLAMPAR OLfUOFNAR GASLUKTIR OLfUHANDLUKTIR OLÍULAMPAR 10, 15, 20 LÍNA VASALJÓS LUKTIR FJÖLBREYTT ÚRVAL • ARINSETT FÍSIBELGIR VIÐARKÖRFUR INDVERSKAR KÓKOSDYRA- MOTTUR 5 STÆRDIR GÚMMÍMOTTUR MOTTUGÚMMÍ RYDEYÐIR — RYDVÖRN VÉLATVISTUR í 25 KG BÖLLUM HVÍTUR OG MISL. GRISJUR i RÚLLUM VÍR- OG BOLTAKLIPPUR ^^ Ánanaustum ^" Sími 28855 Opið laugardaga 9—12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.