Morgunblaðið - 06.10.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.10.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 Ritsafnið íslenskir annálar verður prýtt þúsundum mynda og teikninga, og í fyrsta bindi, sem tekur yfir árin 1400 til 1449, eru á annað hundrað teikningar. Hér er ein þeirra, sem sýnir hvernig listamaðurinn hugsar sér síðustu augnablik- in í ævi Jóns Gerrekssonar: Biskup er kominn í sekk, grjót er bundið við og honum drekkt í Brúará. Fyrsta bindi Islenskra annála komið út: íslandssagan 1400 til 1449 rakin frá ári til árs í máli og myndum ÍSUONSKIR annálar 1400 til 1449 nefnist fyrsta bindi ritverks eftir And- ers Hansen blaðamann, sem Bóka- klúbbur Arnar og Örlygs hefur gefið út. Bókin er á þriðja hundrað blaðsíð- ur í stóru broti, prýdd hátt á annað hundrað teikningum, sem Haukur Anders Hansen. Halldórsson myndlistarmaður hefur gert sérstaklega fyrir útgáfuna. í bók- inni eru atburðir fslandssögunnar raktir ár fyrir ár á fyrrgreindu tíma- bili, og auk þess skotið inn skýringa- ritgerðum, birtir eru orðréttir kaflar úr þjóðsögum, annálum og fleiri heimild- um, og birt eru fjölmörg gömul bréf um jarðakaup, deilumál, kaupmála og fleira frá fyrri hluta 15. aldar. f kynningu útgefanda á Islenskum annálum segir svo meðal annars: „í ritsafninu „íslenskir annálar" verða atburðir íslandssögunnar raktir lið fyrir lið frá ári til árs. í þessu fyrsta bindi, sem nú kemur út, er tekið fyrir tímabilið 1400 til 1449, sem tvímælalaust má telja eitt merkilegasta tímabil íslandssög- unnar, þótt 15. öldinni hafi til þessa verið gerð tiltölulega lítil skil. Á fyrri hluta 15. aldar gerðist það til dæmis, að Svartidauði gekk yfir landið, og lagði tugþúsundir lands- manna í gröfina. Á þessum tíma gerðist það að Englendingar hefja siglingar hingað til lands í stórum stíl, bæði til verslunar og fiskveiða. Margir fræðimenn hafa nefnt tíma- bilið „Knsku öldina" af þessum sök- um, og víst er að á þessum tíma voru áhrif Englendinga hér síst minni en áhrif Dana og Norðmanna. Fimmt- ánda öldin er einnig öld margra glæstustu höfðingja landsins, svo sem Árna milda Ólafssonar hirð- stjóra og biskups í Skálholti, Björns Jórsalafara og Lofts ríka Gutt- ormssonar á Möðruvöllum. Á fyrri hluta 15. aldar gerðist það einnig að íslendingar fóru að Jóni Gerrekssyni biskupi í Skálholti og drekktu honum í Brúará. Á þessum tíma gerist það að íslendingar fara í síðustu ferð til Grænlands, sem vit- að er um á miðöldum, og er í bókinni mikil og merk saga af þeirri ferð. Enn má nefna að á þessum tíma gekk bólusótt hér á landi, og er talið að átta þúsund manns hafi látist af hennar völdum." Hvatarfundur um jafnréttislögin HVOT, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, heldur hádegisfund laug- ardaginn 8. október í Valhöll, Háaleit- isbraut 1. Á fundinum fjallar Esther Guð- mundsdóttir, formaður Kvenrétt- indafélags íslands, um jafnréttis- lögin og tillögur til breytinga á lög- unum. Esther á sæti í ráðgjafarnefnd Jafnréttisráðs, en nefndin vann á síðasta ári að tillógum að breyting- um á jafnréttislögunum og sjálf- stæðiskonur hafa einnig rætt breyt- ingartillögur á lögunum innan sinna raða. Á fundinum verður stofnaður friðarhópur sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og mun Bessí Jóhanns- dóttir, formaður Hvatar, gera grein fyrir starfi hópsins. í þessum mán- uði hefst fræðslunámskeið á vegum Hvatar um friðar- og öryggismál undir leiðsogn Sólrúnar Jensdóttur Esther Guðmundsdóttir, sagnfræðings. f lok fundarins á laugardag fer fram kosning fulltrúa Hvatar á landsfund. aeðistegum*!!* Bítla æðið sunnudagskvöld kl. 19.00 Hvers vegna ekki aö koma, sjá \ og heyra í \ staö þess \ aö sitja > heima og láta k dreyma? HVER MAN EKK. EFTIR: »-* Steina í Dúmbó $&t * 1 Dora iTempó Labba Jóhanni G. Pétri í Mánum Kriatjans Magnúti ogjohanni Þurioi Siguroardöttur Pálma Jonna i Flowert Bjogga Shady Owen« Rúnari Júl. Engilbert Jenten Þessir frábæru topp-söngvarar syngja nú öll gömlu góöu stuðlögin virkilega vel og er þaö mál manna aö þeir hafi sjaldan sungið betur en einmitt nú. é& w %M ^9** é ¦ pA Sunnudags- kvöld: Ath.: Vegna fjölda áskor- ana höfum við akveðið að hafa Bítlaæðið á sunnu- dagskvöldið fyrir þá sem ekki komast á föstudög- um og laugardögum. Aðeins þennan eina sunnudag. Verið velkomin í Broadway á „brjálað" bítlaæði Það er stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar ásamt strengjakvartett sem leikur undir af mikilli snilld. Þetta eru tónleikar sem allir, sem hafa gaman af góöri tónlist og sann- kölluöu stuöi, veroa aö mæta á. BREIÐHOLTSBLÖM E MATSEÐILL Forréttur: Skeltisksalat með dillsósu og glóð- uðu brauöi. Aðalréttur: Sinnepssteiktur grisahryggur „Romana", borinn fram með rist- uöum ananas, bökuöum jaröepl- um, belgbaunum, gulrótum, hrásal- ati og rjomapaprikusosu Borðapantanir í símaj 77500 kl. 9-5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.