Morgunblaðið - 06.10.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 (IIIONIiK DATSUN Vetrarskoðun fyrir Chrysler, Simca Talbot og Datsun Nissan bifreióir 1. Vélarþvottur. 2. Rafgeymasambönd hreinsuö. 3. Viftureim athuguö. 4. Rafgeymir og hleösla mæld. 5. Skipt um platínur. 6. Skipt um kerti. 7. Loftsía athuguö. 8. Skipt um bensínsíu. 9. Vél stillt. 10. Kælikerfi þrýstiprófaö 11. Frostþol mælt. 12. Öll Ijós yfirfarin og aöalljós stillt. 13. Hemlar reyndir. 14. Frostvari settur á rúöusprautu. TALBOT NIS5AN Innifalið: Kerti, platínur, bensínsía og frostvari. Pantið tíma í síma 84363. Verð m/ söluskatti 4 cl. 1340,- 6 cl. 1634,- 8 cl. 1935,- Eldur í Varnarliðsvél: Bifreiðaverkstæði Þórðar Sigurðssonar Ármúla 36. Héraðssýningar hrúta á Suðurlandi Syðra-I^ngholti, 26. september. EINS og mörgum mun kunnugt, fara fram búfjársýningar á landinu með vis.su millibili eftir ákveðnum reglum í búfjárræktarlögunum, þ.e. á fjögurra ára fresti. Þar á meðal eru hrútasýningarnar sem eru nokkur viðburður fyrir áhuga- sama sauðfjárræktarmenn. í sum- um sveitum eru reyndar haldnar hrútasýningar á hverju hausti, þ.e. aukasýningar þar sem ungir hrútar eru sýndir. Nú á þessu hausti eru haldnar hrútasýningar í Sunnlendinga- fjórðungi. Eftir að sýningarnar hafa verið haldnar í hverri sveit er efnt til Héraðssýninga í hverri sýslu þar sem fallegustu hrútarnir eru sýndir. Nú stendur Högni á Grafarbakka er saman- rekinn holdakökkur. Hann hlaut silfurskjöldinn sem keppt hefur verið um á fjögurra ára fresti frá árinu 1934. fyrir dyrum að halda héraðssýn- ingar á Suðurlandi, að Eystra- Geldingaholti í Gnúpverjahreppi sunnudaginn 9. október fyrir Árnessýslu og að Húnkubökkum í V-Skaftafellssýslu 16. október. Hefjast báðar kl. 14. Hér í Hrunamannahreppnum var haldin hrútasýning sl. sunnudag og komu á annað hundrað hrútar til keppni í þessa „fegurðarsamkeppni" hrútanna. Níu voru valdir til að mæta til leiks að Geldingaholti þann 9. októbrr. Það er metnað- armál margra bænda að eiga fagurt og arðsamt búfé ekki síst góða og fallega hrúta. Sig. Sigm. Maður í haldi vegna gruns um íkveikju KLDUR kom upp í gamalli farþega- og vöruflutningaflugvél Varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli á laugar- dagmorgun klukkan 05.30, að sögn Tíminn leitar til flokksmanna um fjárframlög BI.ADSTJÓRN dagblaðsins Tím- ans mun á næstunni leita til félaga í Framsóknarflokknum um fjárframlög til að styrkja fjárhag og rekstur blaðs- ins, sem á við nokkra fjárhagsörðug- leika að etja, að því er Tíminn hefur í gær eftir llákoni Sigurgrímssyni, for- manni blaðstjórnarinnar. Hákon ber þar til baka fréttir ís- lendings á Akureyri, sem Mbl. sagði frá sl. sunnudag, um að Samband íslenskra samvinnufélaga myndi á næstunni kaupa Tímann. „Þessi frétt er algjörlega úr lausu lofti gripin,“ hefur Tíminn eftir Hákoni Sigurgrímssyni. „Það hefur aldrei komið til greina að Sambandið yfir- tæki rekstur Tímans." blaðafulltrúa Varnarliðsins, sem sagði að greiðlega hefði gengið að slökkva eldinn. „Slökkviliðið var komið á vettvang innan fárra mínútna og slökkvistarfi var lokið eftir um það bil hálfa klukkustund, enda eru miklir sérfræðingar á ferð- inni,“ sagði blaðafulltrúinn. Það kom fram hjá blaðafull- trúanum, að fljótlega hefði vakn- að sá grunur að um íkveikju hefði verið að ræða og var einn varnarliðsmaður hnepptur í varðhald vegna málsins, sem er í rannsókn. Vélin sem er af gerðinni C-118 er um 30 ára gömul og var stað- sett inni í flugskýli á vellinum, þegar eldsins varð vart. Vélin er mikið skemmd, en ekki urðu skemmdir á öðrum vélum, eða flugskýlinu. Loks má geta þess, að slökkvi- liðsstjóri bandaríska hersins í Norfolk í Virginíu í Bandaríkjun- um var fenginn hingað til lands til að aðstoða við rannsókn máls- ins. Þrír fallegustu hrútarnir í Hrunamannahreppnum, f.v. Kormákur Ingvarsson á Sólheimum með Stubb, besta veturgamla hrútinn, Eiríkur Kristófersson á Grafarbakka með Högna, fallegasta hrútinn fæddan í sveitinni og Elín Kristmundsdóttir Haukholtum með Odd sem stóð efstur af eldri hrútunum. Mun lægri hitunarkostnaður — segir Kristinn Baldursson um „kúluhúsið“ á Arnarnesi „HÚSID er um 350 fermetrar að stærð, það er tveggja hæða og inni í þessum fermetrafjölda er tvöfaldur bílskúr," sagði Kristinn Baldursson, tæknifræðingur, í samtali við blaða- menn Morgunblaðsins í gær, er spurst var fyrir um „kúluhús" sem Kristinn og félagi hans á Teiknistof- unni Vídd sf. eru að byggja á Arn- arnesi. Kristinn sagði húsið vera steinsteypt, og að nokkru byggt á fyrirmyndum sem til væru í Bandaríkjunum. Húsið er til sölu á almennum markaði og sagði Kristinn verð þess vera sambæri- legt við álíka stór steinhús. Ekki væri hins vegar vafi á að byggja mætti hús sem þetta ódýrara, en eðlilega væri fyrsta húsið dýrara bæði í byggingu og hönnun. í Bandaríkjunum kæmi svo annað til í sambandi við lík hús; hitun- arkostnaður væri mun minni en venjulegra húsa, og víða þætti það mjög mikilvægt atriði. Kristinn sagði að lokum, að óvíst væri um framhaldið, hvort þeir myndu byggja fleiri kúluhús, það færi eftir því hvernig þessu yrði tekið, en lögun þess hefði bæði kosti og galla fyrir væntan- lega íbúa þess. Kúluhúsið, sem Vídd sf. er að byggja á Arnarnesi í Garðabæ. Skipadeild SIS: Frysti- og gáma- skip til Bandaríkja- siglinga í smfðum SKIPADEILD Sambands íslenskra samvinnufélaga hefur gengið frá smíðasamningi við breska fyrirtækið Appledore Shipbuilders Ltd. um smíði á sérhönnuðu frysti- og gáma- skipi. Skipið er smíðað vegna endur- skipulagningar á flutningaþjónustu fyrirtækisins á milli fslands og Bandaríkjanna. í fréttatilkynningu frá Skipa- deildinni segir að skip þetta muni auka hagsmuni í flutningum á frystum fiski til Bandaríkjanna, jafnframt því sem flutningsgeta fyrirtækisins á gámum muni stór- aukast. Skipið mun flytja frystan fisk til Bandaríkjanna og vera í gámaflutningum í bakaleiðinni og mun með þessu móti sparast rekstrarkostnaður. í þessu sam- bandi verður viðkomuhöfnum í Bandaríkjunum fjölgað og boðið uppá reglubundnar siglingar með gáma til og frá New York og Nor- folk/ Portsmouth auk þess sem nú er siglt til Gloucester í Massa- chusetts og Halifax í Kanada. Nýja skipið verður um 3000 lest- ir að burðargetu. Það er teiknað af Óttari Karlssyni skipaverkfræð- ingi eftir hugmyndum Axels Gíslasonar framkvæmdastjóra Skipadeildarinnar en skipasmíða- stöðin breska fullteiknar það. Heildarrúmmál frystiklefa verður 165000 teningsfet og getur það flutt 164 tuttugu feta gámaein- ingar. Verð skipsins er um 235 milljónir króna með lántökugjöld- um og vöxtum á byggingartíma og gert er ráð fyrir afhendingu í október 1984, segir að lokum i fréttatilkynningu Skipadeildar SÍS. Teikning af gáma- og frystiskipi því sem SÍS er aö láta smíóa í Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.