Morgunblaðið - 06.10.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.10.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 39 fclk í fréttum Lukkuhjóliö fór fyrir alvöru aö snúast fyrir Kenny Rogers þegar hann kynntist Marianne, núverandi konu sinni. Kenny Rogers: Konan hans kom hon- um á réttan kjöl + RCA-hljómplötufyrirtækiö hefur nú komist yfir Kenny Rog- ers, sveitasöngvarann vinsœla, en til þess þurfti þaö Ifka aö greiöa Capitol-fyrirtækinu, sem átti samninginn við Kenny, rúmlega einn milljarö ísl. króna. Ætlunin er aó koma Kenny al- mennilega inn á heimsmarkað- inn en hingað til hefur hann ver- ið kunnastur í sínu eigin landi, Bandaríkjunum. Nú á næstunni er væntanleg stór plata meö Kenny Rogers, „Eyes That See in the Dark“, og til aö tryggja aö hún slái í gegn, hafa þeir Bee Gees-bræöur og Dolly Parton veriö fengin til aö syngja meö honum á plötunni. Kenny Rogers er nú 44 ára gamall og hann hefur lifaö mjög viöburöaríku lífi. Hann dregur enga dul á, aö honum hafi oft oröiö á í messunni og raunar var svo illa komiö fyrir honum um tíma aö hann var á góöri leiö meö aö drekka sig í hel. Það er því ekki aö undra þótt honum hafi haldist heldur illa á konunum en hann er fjórkvæntur og heitir núverandi kona hans Marianne. Kenny segir, aö þaö hafi veriö hans mesta gæfa þegar hann kynntist Marianne. Honum tókst að losa sig frá áfenginu og sööla svo gersamlega um, aö frá því aö vera skuldum vafinn eins og skrattinn skömmunum er hann nú oröinn milljaröamæringur á íslenska vísu a.m.k. Tekjur hans nú nema um tveim milljónum dollara, nærri 60 milljónum ísl. kr. á mánuöi. Kenny Rogers býr meö fjöl- skyldu sinn i í Beverly Hills í húsi, sem kvikmyndaframleiðandinn Dino de Laurentii átti áöur. Fyrir þaö borgaði hann 430 milljónir ísl. kr. og segist geta fengiö þaö tvöfalt til baka ef hann kæröi sig um aö selja. Þaö gerir hann hins vegar ekki þar sem Marianne, konu hans, líkar svo vel við hús- iö, enda er Kenny núbúinn aö kosta upþ á viöhald á því fyrir um 15 milljónir íst. kr. Þeir eru ekki ókátir á svip þessir sovésku popptónlistarmenn en hver veit nema þeim sé fariö aó leiöast fugladansinn. Allt í lagi með fugla- dansinn Sovéskir rokktónlistarmenn og aórir unnendur vestrænnar dægurtónlistar eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mund- ir. Popp og önnur úrkynjun aö mati ráðamanna er nefnilega bönnuö og þær hljómsveitir, sem ekki gera sár aó góðu aö leika rússneska þjóólagatónlist, valsa og ræla, fá hvergi aö koma fram og ekki einu sinni aö blóta á laun. Á síöustu hérvistarárum Brezhnevs heitins forseta ríkti til- tölulega mikiö frjálslyndi í þess- um efnum en þegar Andropov settist í hásætiö var aftur fariö aö blása lífi í boöin og bönnin. „Popptónlistin drepur í dróma hugsjónir fólksins og hún á sér systur, sem heitir siöleysi.“ Þann- iö hljóöar dagskipunin og eftir henni veröa allir aö fara. Meira aö segja jassinn hefur veriö geröur útlægur. Þrátt fyrir allt þetta dunar dansinn í Moskvu enda hefur unga fólkiö alltaf einhvern útveg meö aö skemmta sér. Utlend- ingar, sem bregöa sér á ball í borginni, mega þó ekki láta sér bregöa þótt þeim finnist aöfar- irnar eitthvað skrýtnar, þótt þeir sjái allt fólkiö klappa saman höndunum yfir höföi sér, blaka þeim síðan eins og hænan vængjunum og hoppa svo jafn- fætis eftir gólfinu. Þetta er nefni- lega fugladansinn á sovéska vísu og hann er ekki bannaður. Hvers vegna veit enginn. Rýmingarsala — rýmingarsala Nýir austurþýskir vörubflahjólbarðar. 1100x20/14-laga framdekk á kr. 5.900,00 1100x20/14-laga afturdekk á kr. 6.300,00 Langsamlega lægstu verö sem nokkursstaöar eru í boöi. Opið daglega kl. 8—19. BARÐINN HF.f Skútuvogi 2, sími 30501. rrr MICROUNE - Nlest selau töWuprentarar á íslandi og engin furða- öUum‘' tölvnm • Microline tengis ,, .SSeheluihveitandihUana. tiðni- viðhalds- • Microline getur íyigtv samntaanie ^ en sam. • Microlme er m bærilegir Prenta" láganrekstr- tetsSpienlhoiaaiihannem miög ódýrir- •a ofta skriíiö og við veJ°"«ainhnanuPP«— ii íslenska lwÍÍKt=tO tíðSa6s!mi39666_

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.