Morgunblaðið - 06.10.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.10.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 fUtogpmfrlftfeft Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Hjartaskurð- lækningar heim Asíðustu áratugum hafa hjarta- og æðasjúkdómar verið ein algengasta dánaror- sök á íslandi. Þrátt fyrir þessa staðreynd hefur enn ekki verið komið upp aðstöðu hér á landi til hjartaskurðlækninga. Miklar framfarir hafa orðið í íslenzkum heilbrigðismálum, sem bezt sést á því, að meðal- ævi Islendinga er lengri en flestra annarra. Meðal margs sem áunnizt hefur er sú stað- reynd, að íslenzkar heilbrigð- isstéttir búa yfir þeirri þekk- ingu og sérhæfðu þjálfun sem til þarf til að hefja hjarta- skurðlækningar hér á landi. „Útflutningur" hjartasjúkl- inga á því ekki rætur í van- búnaði heilbrigðisstétta. Þaðan af síður er hægt að réttlæta seinlæti á þessu sviði með „verkefnaskorti". Á síð- astliðnu ári fóru 110 íslend- ingar í hjartaaðgerð erlendis. Það sem af er þessu ári hafa 130 farið utan sömu erinda. Líklegt má telja að 8 af hverj- um 10 aðgerðum, sem hér um ræðir, hefði verið hægt að framkvæma hér á landi, ef að- staða í sjúkrahúsi hefði verið til staðar. Flest bendir líka til að „út- flutningur" hjartasjúklinga kosti samfélagið svipaða fjár- muni og að framkvæma hjartaskurðlækningar heima. Og kostnaðurinn er tvímæla- laust mun meiri, ef með er tal- inn hliðarkostnaður við utan- ferðir, sem viðkomandi sjúkl- ingur eða aðstandendur hans þurfa að greiða. Samkvæmt upplýsingum Páls Sigurðssonar, ráðuneytis- stjóra í heilbrigðisráðuneyti, kostar milli 400 og 900 þúsund krónur að senda hvern sjúkl- ing í aðgerð erlendis. Hann segir ennfremur að það hafi óverulegan viðbótarkostnað í för með sér að hefja þessar að- gerðir hér á landi. Haukur Benediktsson, framkvæmdastjóri Borgar- spítala, segir í grein hér í Mbl. sí. laugardag, „að sjúklingur eða vandamenn verði að greiða fargjald og hótelkostn- að fyrir fylgdarmann, jafnvel tvo, vegna tungumálavanda* máls og ýmissa annarra ástæðna. Mér telst til að sá kostnaður liggi á milli 50—100 þúsund krónur. Sá kostnaður er örugglega mörgum sjúkl- ingum þungur ofan á annað sem veikindunum fylgir." Grétar Ólafsson, yfirlæknir á Landspítala, telur að gjafafé sé þegar fyrir hendi til kaupa á stærstum hluta tækjakostn- aðar. Hins vegar þurfi að bæta við 7 hjúkrunarfræðingum, ef hjartaskurðlækningar verði „fluttar" heim, en þeir muni jafnframt nýtast öðrum deild- um. Allar götur síðan 1971, en þá lá fyrir álitsgerð frá sérfræð- ingum Borgarspítala og Landspítala um hagkvæmni þess að hefja hér hjartaskurð- lækningar, hefur mál þetta verið þæft í embættis- og stjórnsýslukerfinu. Þá þegar var bent á líklegan sparnað, bæði fyrir tryggingakerfið og viðkomandi einstaklinga, auk hins manneskjulega þáttar, sem ekki er hægt að ganga fram hjá. Óþarfi er að undir- strika aðstæður þeirra sem veikjast svo hastarlega að utanferðum verður ekki við komið. Hjartasjúklingar efna nú til samtaka til að efla þann þátt í heilbrigðiskerfinu er að þeim snýr. Helztu baráttumálin eru að fá nýja hjartaþræðingarvél hingað til lands og að hjarta- skurðlækningadeild taki hér til starfa. Svo oft hefur fram- tak einstaklinga og samtaka þeirra, af því tagi sem hér um ræðir, lyft Grettistökum í heilbrigðiskerfinu og flýtt fyrir framgangi mála, að ástæða er til að fagna þessum samtökum og árna þeim, og öðrum slíkum, er leggjast á sömu sveif, velfarnaðar. í dag þurfa hjartasjúklingar að bíða allt að fjóra mánuði eftir „hjartaþræðingu", en svo er sú rannsókn nefnd, sem frekari aðgerðir grundvallast á. Margra mánaða bið gæti reynzt örlagarík. Haukur Benediktsson, framkvæmdastjóri, segir efn- islega í grein hér í blaðinu: Með þeim búnaði, sem notaður er til hjartaþræðingar hafa á síðustu árum hafizt tiltölulega einfaldar aðgerðir, sem í viss- um tilfellum koma í stað skurðaðgerða, en ekki er for- svaranlegt að gera nema til staðar sé starfslið er gæti gripið inn í með skurðaðgerð. — Þetta er enn ein röksemd fyrir því, að koma hér upp að- stöðu til hjartaskurðlækninga. Við eigum tvímælalaust að nýta þá þekkingu og þjálfun, sem aflað hefur verið með ærnum kostnaði og fyrirhöfn, til að hefja hjartaskurðlækn- ingar hér heima. Þörfin er brýn og aðkallandi. Viðbótar- kostnaður er óverulegur miðað við þá ávinninga sem breyt- ingunni fylgja. Tap skreiðarverki Rætt um stofnun hagsmunasamtaka TAP AF skreiöarverkun áranna 1981 og 1982 miöað viö árslok 1983 nemur nú 31,6% af tekjum eöa um 373 milljónum króna samkvæmt niðurstöðu sérfræð- inga, sem unnu aö rannsókn á rekstrar- afkomu skreiðarverkunar á vegum skreiðarframleiðenda. Hjá þeim kemur ennfremur fram, að miðað við síðustu áramót hafi verkunin verið rekin með um 10% hagnaði. Skýring þessarar miklu breytingar er talin sú, að 55% gengishækkun dollars frá síðustu ára- mótum, sé étin upp og á þessu ári hafi lagzt á kostnaður vegna birgðahalds, sem nemur 40% af tekjum. Þessar upplýsingar komu meðal annars fram á fundi skreiðarfram- leiðenda á Hótel Sögu í gær, en hann sátu á annað hundrað framleiðendur. í niðurstöðu sérfræðinganna er talið, að hugsanlegt söluverð skreiðar- birgða sé tæplega 1,2 milljarðar króna. Á móti gengishækkun dollars á árinu komi afsláttur frá söluverði, um 20%, upptaka í gengismunasjóð, 10%, bein tekjulækkun vegna herts gæðamats og rýrnun vegna geymslu. Síðan er tekið tillit til þess, að tals- verður hluti skreiðar frá síðasta ári hafi ekki verið fullunninn. Á þessu ári hafi því þurft að leggja í umtals- verðan kostnað til að ljúka verkun, pakka skreiðinni til útflutnings og fleira. Þá er tekið tillit til vaxtahækk- unar og gert ráð fyrir því, að viðbót- arkostnaður á þessu ári við verkun, sem hafin var á síðasta ári, nemi ríf- lega 40% af tekjum. Fundarmönnum varð tíðrætt um, Frá fundi skreiðarframleiðenda. Tómas Þorvaldsson frá Grindavík í ræðustóli. að samskipti íslands og Nígeríu væru allt of lítii miðað við, að Nígería væri eitt af stærstu viðskiptalöndum okkar og töldu þeir mikla nauðsyn þess, að þar yrði ráðin bót á. Við- skiptaráðherra, Matthías Á. Mathie- sen, upplýsti fundarmenn hins vegar um, að sendinefnd íslands á fundum Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins fyrir skömmu hefði átt Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráöherra: Þetta tap kemur verulega á óvart „MÉR kemur verulega á óvart sú lala, sem hér hefur komið fram um rekstrar- tap skreiðarverkunar. Ég vissi að vand- inn var mikill, en ekki að tapið næmi 31,6% af tekjum. Mér virðist nauðsynlegt að þessar niðurstöður verði skýrðar betur og mun fara í það næstu daga að afla mér betri upplýsinga. Mér kom þetta mjög á óvart og sá á fundinum að ég var ekki einn um það," sagöi Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra, er Morgunblaðið ræddi við hann eftir fund- inn og innti hann álits á vanda skreiðar- verkunar. Halldór sagði ennfremur, að vand- inn væri tvíþættur, rekstrarvandi, eins og fram hefði komið og hins vegar fjármögnunarvandi. Undanfarið hefði mikið af skreið verið selt til Nígeríu með 6 mánaða gjaldfresti og síðan hefði ekki verið staðið við þann gjald- frest. Þessu fylgdi mikið óöryggi fyrir framleiðendur og nauðsynlegt væri að skapa meira greiðsluöryggi. Hvað varðaði úrbætur í þessum málum sagði Halldór, að í fyrsta lagi væri von til þess, í samstarfi við erlenda banka, að við fengjum greiddar 10 til 12 millj- ónir dala af útistandandi skuldum í Nígeríu. Þá stæðu eftir 20 til 25 millj- ónir dala, sem mikil óvissa ríkti um. Því þyrfti engum að koma á óvart þó eigendur þessara verðmæta ættu í miklum erfiðleikum. Lausn á þessum vanda gæti ef til vill komið með aukn- um samskiptum íslendinga og Níger- íumanna og samstarfi okkar við er- lenda banka, sem ættu við svipuð vandamál að stríða. fund með fulltrúum Seðlabanka Níg- eríu um vandamál í skreiðarviðskipt- um landanna. I framhaldi þess hefði verið ákveðið að óska eftir frekari viðræðum. Þá var á fundinum rætt talsvert um möguleika á stofnun hagsmuna- samtaka skreiðarframleiðenda, en slík samtök þeirra eru ekki við lýði. Var tillögum þar að lútandi vísað til nefndar, sem falið var að fylgja eftir samþykktum fundarins. Hér fara á eftir nokkrir punktar úr ræðum framsögumanna fundarins: Dagbjartur Einarsson, formaður stjórnar SÍF, sem til fundarins boð- aði, setti fundinn og sagði meðal ann- ars, að sér gremdist sundrung skreið- arframleiðenda og að ekki hefði verið komið eins illa og raun bæri vitni, ef samstaða hefði verið meðal þeirra. Skreiðarframleiðendur gætu því sjálfum sér um kennt hvernig komið væri. Guðmundur P. Einarsson frá Bol- ungarvík sagði meðal annars að orsaka vandans væri að leita á fyrri árum. f kjölfar efnahagsbata í Níg- eríu og valdatöku borgaralegrar stjórnar 1979 hefði eftirspurn eftir skreið aukizt verulega. Viðbrögðin hér heima hefðu svo orðið þau, að skreiðarverkendum hefði fjólgað úr nokkrum tugum í nokkur hundruð og útvarpað hefði verið fréttum um gíf- Tillögu Matthías A. Mathiesen viðskiptaráðherra: Viðræður ákveðnar við Nígeríumenn VIDSKIPTARAÐHERRA, Matthías A. Mathiesen, hefur í samráði við sjávarút- vegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, ákveðið að óska eftir frekari viðræðum við Seðlabanka Nígeríu. Er þessi ákvórðun tekin í framhaldi fundar sendi- nefndar Islands á fundum Alþjóðabank- ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og full- trúa Seðlabanka Nígeríu í Washington. í viðræðum þessum verður meðal annars rætt um þann vanda, sem skapazt hefur vegna dráttar á greiðslum Nígeríumanna fyrir skreið, sem keypt hefur verið héðan að undanförnu. Viðskiptaráðherra gerði grein fyrir þessari ákvörðun á fundi skreiðar- framleiðenda í gær. Gat hann þess þar, að hann hefði ekki gengið þess dulinn að hér væri um erfitt mál að ræða, en seðlabankastjóri Nígeríu hefði hins vegar tekið jákvætt í athug- un á þessu máli og viðræðurnar við hann hefðu verið gagnlegar. Niður- staða þeirra hefði verið sú, að hann hefði boðizt til að ræða mál þetta í heimalandi sínu og var ákveðið að hann gerði Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóra, grein fyrir niðurstöðu þess. Matthías sagðist vonast til þess, að með þessu hefði verið stigið spor, sem auðveldað gæti einhvers konar lausn á þessum greiðsluvandamálum. Sagði hann sig og sjávarútvegsráð- herra tilbúna til þess að gera allt sem hægt væri og rétt þætti varðandi þessi mál. Seðlabanki íslands mun hafa for- ystu í þessum viðræðum við stjórn Seðlabanka Nígeríu, en auk þess verða þar fulltrúar sendiráðs íslands í Lond- on, Landsbanka Islands og Útvegs- banka Islands að höfðu samráði við viðskiptaráðuneytið. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar einróma á fundi skreiðarframleiðenda: 1. Fram hefur komið, að í stað þess að 1981 var talið að hagnaður yrði á skreið, er nú ljóst, að tap skreiðar- framleiðenda vegna framleiðslu skreiðar árin 1981 og 1982 nemur 31,6%. Því er lagt til, að athugað verði á hvern hátt inneign skreiðarframleið- enda í verðjöfnunarsjóði, um 218 millj- ónir króna, geti leyst hluta af rekstr- ar- og greiðsluvanda skreiðarframleið- enda. 2. Þar sem nú hefur komið í ljós, að gengismunur af skreið, um 155 millj- ónir króna, var tekinn á röngum for- sendum, skorar fundurinn á stjórnvöld að leita leiða til að bæta framleiðend- um þann tekjumissi. 3. Endurkaupalán Seðlabanka Is- lands út á skreið verði hækkuð um 20%, það er um 106 miltjónir króna. Þessi upphæð fari til þess að greiða opinber gjöld framleiðenda. 4. Fundurinn lýsir fyllsta stuðningi sínum við þá ákvörðun viðskiptaráð- herra, að undir forystu Seðlabanka Is- lands, í samráði við sendiráð Islands í London, Landsbanka íslands og Ut- vegsbanka fslands, verði teknar upp viðræður við Seðlabanka Nígeríu og þess freistað að leysa þau vandamál, sem nú er við að etja í viðskiptum la ri h< vi h< st "I úl re le sa sk uf <>t> þl nt ef in lil re ln la, m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.