Morgunblaðið - 06.10.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.10.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Hjartaskurð- lækningar heim Asíðustu áratugum hafa hjarta- og æðasjúkdómar verið ein algengasta dánaror- sök á íslandi. Þrátt fyrir þessa staðreynd hefur enn ekki verið komið upp aðstöðu hér á landi til hjartaskurðlækninga. Miklar framfarir hafa orðið í íslenzkum heilbrigðismálum, sem bezt sést á því, að meðal- ævi íslendinga er lengri en flestra annarra. Meðal margs sem áunnizt hefur er sú stað- reynd, að íslenzkar heilbrigð- isstéttir búa yfir þeirri þekk- ingu og sérhæfðu þjálfun sem til þarf til að hefja hjarta- skurðlækningar hér á landi. „Útflutningur" hjartasjúkl- inga á því ekki rætur í van- búnaði heilbrigðisstétta. Þaðan af síður er hægt að réttlæta seinlæti á þessu sviði með „verkefnaskorti". Á síð- astliðnu ári fóru 110 íslend- ingar í hjartaaðgerð erlendis. Það sem af er þessu ári hafa 130 farið utan sömu erinda. Líklegt má telja að 8 af hverj- um 10 aðgerðum, sem hér um ræðir, hefði verið hægt að framkvæma hér á landi, ef að- staða í sjúkrahúsi hefði verið til staðar. Flest bendir líka til að „út- flutningur" hjartasjúklinga kosti samfélagið svipaða fjár- muni og að framkvæma hjartaskurðlækningar heima. Og kostnaðurinn er tvímæla- laust mun meiri, ef með er tal- inn hliðarkostnaður við utan- ferðir, sem viðkomandi sjúkl- ingur eða aðstandendur hans þurfa að greiða. Samkvæmt upplýsingum Páls Sigurðssonar, ráðuneytis- stjóra í heilbrigðisráðuneyti, kostar milli 400 og 900 þúsund krónur að senda hvern sjúkl- ing í aðgerð erlendis. Hann segir ennfremur að það hafi óverulegan viðbótarkostnað í för með sér að hefja þessar að- gerðir hér á landi. Haukur Benediktsson, framkvæmdastjóri Borgar- spítala, segir í grein hér í Mbl. sl. laugardag, „að sjúklingur eða vandamenn verði að greiða fargjald og hótelkostn- að fyrir fylgdarmann, jafnvel tvo, vegna tungumálavanda* máls og ýmissa annarra ástæðna. Mér telst til að sá kostnaður liggi á milli 50—100 þúsund krónur. Sá kostnaður er örugglega mörgum sjúkl- ingum þungur ofan á annað sem veikindunum fylgir." Grétar Ólafsson, yfirlæknir á Landspítala, telur að gjafafé sé þegar fyrir hendi til kaupa á stærstum hluta tækjakostn- aðar. Hins vegar þurfi að bæta við 7 hjúkrunarfræðingum, ef hjartaskurðlækningar verði „fluttar“ heim, en þeir muni jafnframt nýtast öðrum deild- um. Allar götur síðan 1971, en þá lá fyrir álitsgerð frá sérfræð- ingum Borgarspítala og Landspítala um hagkvæmni þess að hefja hér hjartaskurð- lækningar, hefur mál þetta verið þæft í embættis- og stjórnsýslukerfinu. Þá þegar var bent á líklegan sparnað, bæði fyrir tryggingakerfið og viðkomandi einstaklinga, auk hins manneskjulega þáttar, sem ekki er hægt að ganga fram hjá. Óþarfi er að undir- strika aðstæður þeirra sem veikjast svo hastarlega að utanferðum verður ekki við komið. Hjartasjúklingar efna nú til samtaka til að efla þann þátt í heilbrigðiskerfinu er að þeim snýr. Helztu baráttumálin eru að fá nýja hjartaþræðingarvél hingað til lands og að hjarta- skurðlækningadeild taki hér til starfa. Svo oft hefur fram- tak einstaklinga og samtaka þeirra, af því tagi sem hér um ræðir, lyft Grettistökum í heilbrigðiskerfinu og flýtt fyrir framgangi mála, að ástæða er til að fagna þessum samtökum og árna þeim, og öðrum slíkum, er leggjast á sömu sveif, velfarnaðar. í dag þurfa hjartasjúklingar að bíða allt að fjóra mánuði eftir „hjartaþræðingu", en svo er sú rannsókn nefnd, sem frekari aðgerðir grundvallast á. Margra mánaða bið gæti reynzt örlagarík. Haukur Benediktsson, framkvæmdastjóri, segir efn- islega í grein hér í blaðinu: Með þeim búnaði, sem notaður er til hjartaþræðingar hafa á síðustu árum hafizt tiltölulega einfaldar aðgerðir, sem í viss- um tilfellum koma í stað skurðaðgerða, en ekki er for- svaranlegt að gera nema til staðar sé starfslið er gæti gripið inn í með skurðaðgerð. — Þetta er enn ein röksemd fyrir því, að koma hér upp að- stöðu til hjartaskurðlækninga. Við eigum tvímælalaust að nýta þá þekkingu og þjálfun, sem aflað hefur verið með ærnum kostnaði og fyrirhöfn, til að hefja hjartaskurðlækn- ingar hér heima. Þörfin er brýn og aðkallandi. Viðbótar- kostnaður er óverulegur miðað við þá ávinninga sem breyt- ingunni fylgja. Tap skreiðarverkunar 31,6% Rætt um stofnun hagsmunasamtaka skreiðarframleiðenda Frá fundi skreiðarframleióenda. Tómas Þorvaldsson frá Grindavík í ræðustóli. TAP AF skreiðarverkun áranna 1981 og 1982 miðað við árslok 1983 nemur nú 31,6% af tekjum eða um 373 milljónum króna samkvæmt niðurstöðu sérfræð- inga, sem unnu að rannsókn á rekstrar- afkomu skreiðarverkunar á vegum skreiðarframleiðenda. Hjá þeim kemur ennfremur fram, að miðaö við síðustu áramót hafi verkunin verið rekin með um 10% hagnaði. Skýring þessarar miklu breytingar er talin sú, að 55% gengishækkun dollars frá síðustu ára- mótum, sé étin upp og á þessu ári hafi lagzt á kostnaður vegna birgöahalds, sem nemur 40% af tekjum. Þessar upplýsingar komu meðal annars fram á fundi skreiðarfram- leiðenda á Hótel Sögu í gær, en hann sátu á annað hundrað framleiðendur. í niðurstöðu sérfræðinganna er talið, að hugsanlegt söluverð skreiðar- birgða sé tæplega 1,2 milljarðar króna. Á móti gengishækkun dollars á árinu komi afsláttur frá söluverði, um 20%, upptaka í gengismunasjóð, 10%, bein tekjulækkun vegna herts gæðamats og rýrnun vegna geymslu. Síðan er tekið tillit til þess, að tals- verður hluti skreiðar frá síðasta ári hafi ekki verið fullunninn. Á þessu ári hafi því þurft að leggja í umtals- verðan kostnað til að ljúka verkun, pakka skreiðinni til útflutnings og fleira. Þá er tekið tillit til vaxtahækk- unar og gert ráð fyrir því, að viðbót- arkostnaður á þessu ári við verkun, sem hafin var á síðasta ári, nemi ríf- lega 40% af tekjum. Fundarmönnum varð tíðrætt um, „MÉK kemur verulega á óvart sú tala, sem hér hefur komið fram um rekstrar- tap skreiðarverkunar. Ég vissi að vand- inn var mikill, en ekki aö tapið næmi 31,6% af tekjum. Mér virðist nauðsynlegt að þessar niðurstöður verði skýrðar betur og mun fara í það næstu daga að afla mér betri upplýsinga. Mér kom þetta mjög á óvart og sá á fundinum að ég var ekki einn um það,“ sagði Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra, er Morgunblaðið ræddi við hann eftir fund- inn og innti hann álits á vanda skreiðar- verkunar. Halldór sagði ennfremur, að vand- inn væri tvíþættur, rekstrarvandi, eins og fram hefði komið og hins vegar fjármögnunarvandi. Undanfarið hefði mikið af skreið verið selt til Nígeríu VinSKll*TARÁÐHKRRA, Matthías Á. Mathiesen, hefur í samráði við sjávarút- vegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, ákveðið að óska eftir frekari viðræðum við Seðlabanka Nígeríu. Er þessi ákvörðun tekin í framhaldi fundar sendi- nefndar íslands á fundum Alþjóðabank- ans og Aiþjóðagjaldeyrissjóðsins og full- trúa Seðlabanka Nígeríu í Washington. í viðræðum þessum verður meðal annars rætt um þann vanda, sem skapazt hefur vegna dráttar á greiðslum Nígeríumanna fyrir skreið, sem keypt hefur verið héðan að undanfórnu. Viðskiptaráðherra gerði grein fyrir þessari ákvörðun á fundi skreiðar- framleiðenda í gær. Gat hann þess þar, að hann hefði ekki gengið þess dulinn að hér væri um erfitt mál að ræða, en seðlabankastjóri Nígeríu hefði hins vegar tekið jákvætt í athug- un á þessu máli og viðræðurnar við að samskipti íslands og Nígeríu væru allt of lítil miðað við, að Nígería væri eitt af stærstu viðskiptalöndum okkar og töldu þeir mikla nauðsyn þess, að þar yrði ráðin bót á. Við- skiptaráðherra, Matthías Á. Mathie- sen, upplýsti fundarmenn hins vegar um, að sendinefnd íslands á fundum Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins fyrir skömmu hefði átt með 6 mánaða gjaldfresti og síðan hefði ekki verið staðið við þann gjald- frest. Þessu fylgdi mikið óöryggi fyrir framleiðendur og nauðsynlegt væri að skapa meira greiðsluöryggi. Hvað varðaði úrbætur í þessum málum sagði Halldór, að í fyrsta lagi væri von til þess, í samstarfi við erlenda banka, að við fengjum greiddar 10 til 12 millj- ónir dala af útistandandi skuldum í Nígeríu. Þá stæðu eftir 20 til 25 millj- ónir dala, sem mikil óvissa ríkti um. Því þyrfti engum að koma á óvart þó eigendur þessara verðmæta ættu í miklum erfiðleikum. Lausn á þessum vanda gæti ef til vill komið með aukn- um samskiptum íslendinga og Níger- iumanna og samstarfi okkar við er- lenda banka, sem ættu við svipuð vandamál að stríða. hann hefðu verið gagnlegar. Niður- staða þeirra hefði verið sú, að hann hefði boðizt til að ræða mál þetta í heimalandi sínu og var ákveðið að hann gerði Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóra, grein fyrir niðurstöðu þess. Matthías sagðist vonast til þess, að með þessu hefði verið stigið spor, sem auðveldað gæti einhvers konar lausn á þessum greiðsluvandamálum. Sagði hann sig og sjávarútvegsráð- herra tilbúna til þess að gera allt sem hægt væri og rétt þætti varðandi þessi mál. Seðlabanki íslands mun hafa for- ystu í þessum viðræðum við stjórn Seðlabanka Nígeríu, en auk þess verða þar fulltrúar sendiráðs íslands í Lond- on, Landsbanka íslands og Útvegs- banka íslands að höfðu samráði við viðskiptaráðuneytið. fund með fulltrúum Seðlabanka Níg- eríu um vandamál í skreiðarviðskipt- um landanna. í framhaldi þess hefði verið ákveðið að óska eftir frekari viðræðum. Þá var á fundinum rætt talsvert um möguleika á stofnun hagsmuna- samtaka skreiðarframleiðenda, en slík samtök þeirra eru ekki við lýði. Var tillögum þar að lútandi vísað til nefndar, sem falið var að fylgja eftir samþykktum fundarins. Hér fara á eftir nokkrir punktar úr ræðum framsögumanna fundarins: Dagbjartur Einarsson, formaður stjórnar SÍF, sem til fundarins boð- aði, setti fundinn og sagði meðal ann- ars, að sér gremdist sundrung skreið- arframleiðenda og að ekki hefði verið komið eins illa og raun bæri vitni, ef samstaða hefði verið meðal þeirra. Skreiðarframleiðendur gætu því sjálfum sér um kennt hvernig komið væri. Guðmundur P. Einarsson frá Bol- ungarvik sagði meðal annars að orsaka vandans væri að leita á fyrri árum. í kjölfar efnahagsbata í Níg- eríu og valdatöku borgaralegrar stjórnar 1979 hefði eftirspurn eftir skreið aukizt verulega. Viðbrögðin hér heima hefðu svo orðið þau, að skreiðarverkendum hefði fjölgað úr nokkrum tugum í nokkur hundruð og útvarpað hefði verið fréttum um gíf- Eftirfarandi tillögur voru samþykktar einróma á fundi skreiðarframleiðenda: 1. Fram hefur komið, að í stað þess að 1981 var talið að hagnaður yrði á skreið, er nú ljóst, að tap skreiðar- framleiðenda vegna framleiðslu skreiðar árin 1981 og 1982 nemur 31,6%. Því er lagt til, að athugað verði á hvern hátt inneign skreiðarframleið- enda í verðjöfnunarsjóði, um 218 millj- ónir króna, geti leyst hluta af rekstr- ar- og greiðsluvanda skreiðarframleið- enda. 2. Þar sem nú hefur komið í ljós, að gengismunur af skreið, um 155 millj- ónir króna, var tekinn á röngum for- sendum, skorar fundurinn á stjórnvöld að leita leiða til að bæta framleiðend- um þann tekjumissi. 3. Endurkaupalán Seðlabanka Is- lands út á skreið verði hækkuð um 20%, það er um 106 milljónir króna. Þessi upphæð fari til þess að greiða opinber gjöld framleiðenda. 4. Fundurinn lýsir fyllsta stuðningi sínum við þá ákvörðun viðskiptaráð- herra, að undir forystu Seðlabanka ís- lands, í samráði við sendiráð íslands í London, Landsbanka íslands og Út- vegsbanka íslands, verði teknar upp viðræður við Seðlabanka Nígeríu og þess freistað að leysa þau vandamál, sem nú er við að etja í viðskiptum Morgunblaðið/Friðþjófur. urlegan hagnað skreiðarverkunar. Þá hefði láðst að beita Verðjöfnunarsjóði sem skyldi til að hægt hefði verið að standa betur að vígi til að mæta áföll- um eins og í dag. Taldi hann óseldar skreiðarbirgðir í landinu vera að verðmæti um 1.200 milljónir króna, en útistandandi skuldir litlu minni. Söluverð væri nú 40% lægra en þegar það var hæst 1981. Nýlegir útreikn- ingar gæfu til kynna að 15 til 20% vantaði upp á að það verð stæði undir framleiðslukostnaði í dag. Björgvin Jónsson, formaður undir- búningsnefndar fundarins, sagði, að afurðalán skreiðarbirgða og vextir væru nú nánast jafnhá upphæð og áætlað skilaverð birgðanna. Því væri þessi fundur til þess að bjarga í horn því, sem bjargað yrði. Framleiðendur færu fram á vinsamlegt samstarf við ríkisstjórnina til að koma í veg fyrir að tugir fyrirtækja í fiskvinnslu kæmust í þrot, sem tafarlaust leiddi til atvinnuleysis þúsunda manna. Tækist þetta ekki, vofði þjóðnýting fiskiðnaðar og útgerðar yfir á næsta ári. Þá gat hann þess, að norska ríkið væri nú búið að axla að fullu vanda þarlendra skreiðarframleiðenda, sambærilegar aðgerðir væru ekki á færi íslendinga. Richard Jónsson, fulltrúi Sam- bandsins, rakti sögu síðustu ára og gat þess, að við margföldun framleið- lahdanna. Þá skorar fundurinn á við- skiptaráðherra og sjávarútvegsráð- herra, að þeir beiti sér fyrir því, ef til vill með för ráðherra til Nígeríu, að betra sambandi verði komið á við stjórnvöld og lánastofnanir þar í landi með það í huga að auðvelda og auka viðskipti landanna í framtíðinni. 5. Útflutningsgjöld vegna skreiðar, sem er ógreidd, lækki í 2,75%. 6. Seðlabankinn láni fyrir vöxtum af endurkaupa- og viðbótarlánum. Sú upphæð, sem kæmi vegna lækkunar útflutningsgjalda (samanber lið 5) renni til greiðslu vaxta. Væntanleg leiðrétting vegna liðar 2 verði notuð á sama hátt. 7. Farið verði að lána aftur út á skreið, að minnsta kosti keilu, löngu, ufsa og hausa. 8. Eftir nákvæma athugun á magni og gæðum óveðsettrar skreiðar frá þessu ári, verði lánað út á skreið frá þessum tíma eftir nánari reglum þar um. 9. (Vísað til nefndar, sem fylgja á eftir samþykktum fundarins.) Fundur- inn samþykkir að kjósa 5 manna nefnd til að undirbúa stofnun hagsmunafé- lags skreiðarframleiðenda. Þar verði reynt að sameina allá skreiðarfram- leiðendur í ein hagsmunasamtök, á fé- lagslegum grundvelli, með eigin hags- muni að leiðarljósi. Reynt verði að enda hefði kappið oft borið forsjána ofurliði. Slíkt kapp hefði verið lagt á söluna tii Nígeríu, að markaðurinn hefði yfirfyllzt og hefði það komið okkur í koll. Þá hefðu verið vissir gallar á sölukerfinu. Umframboð á markaðinum og aukin samkeppni við Noreg hefði leitt til verðlækkunar og verri viðskiptakjara og hefðu Norð- menn yfirleitt verið fyrri til að sætta sig við slíkt og við síðan fylgt í kjöl- farið. Til þess að ná fram umbótum þyrfti að ná meiri samstöðu í hags- munamálum skreiðarframleiðenda, ekki væri heppilegt að ótakmarkaður fjöldi aðila annaðist sölu skreiðarinn- ar og stjórnvöld og stjórnendur fjár- málastofnana þyrftu að taka upp aukin samskipti við mótaðila sína í Nígeríu. Ölafur Björnsson frá Skreiðar- samlaginu ræddi meðal annars um farmgjöld af skreið. Benti hann á að í sumar hefðu þau verið á bilinu 14,75 dalir upp í 22,50 á pakkann. Væri þar ekki um neina smáaura að ræða þar sem skreiðarfarmur gæti verið um 30.000 pakkar. Væri litið á farmgjöld sem hlutfall verðmæta, til dæmis hausa, sem nú seldust á um 56 dollara fob, væri dæmið enn skuggalegra. Þá gat hann þeirrar verðlækkunar, sem orðið hefði frá því, er reiknað hefði verið með 310 dollurum á pakkann eða 8.680 krónum. Nú væri verðið hins vegar komið niður í 180 dali eða 5.040 krónur, mismunurinn væri því 3.640 krónur og greiðslufrestur 6 til 9 mánuðir. Ofan á þetta bættist svo 5 til 10% rýrnun birgða. Jakob Sigurðsson, fulltrúi Samein- aðra framleiðenda, sagði, að þegar út- flutningur hefði gengið sem bezt árið 1981 hefði Þjóðhagsstofnun talið sig verða vara við óhóflegan gróða fram- leiðenda og satt að segja hefði þetta gengið vel um tíma, en meðal þeirra manna, sem ekki virtust mega sjá orðið hagnaður sem niðurstöðu nokk- urra útreikninga, hefði verið skorin upp herör eins og slys hefði orðið. Nær hefði verið að auka greiðslur í Verðjöfnunarsjóð til að minnka sveiflur, sem algengar væru í þessum atvinnuvegi. Til lausnar vandanum nú, yrði að leggja áherzlu á að fá sem allra fyrst greiðslu fyrir vöru, sem seld væri, að halda áfram að selja og fá aðstoð stjórnvalda til að reyna að fá nígerísk yfirvöld til að auka leyf- isveitingar. Þá þyrfti að létta óbæri- legri vaxtabyrði af þeirri skreið, sem óseld væri. grisja þann frumskóg útflytjenda, sem á síðustu og verstu tímum hefur skað- að skreiðarframleiðendur stórlega. Ef framleiðendur skreiðar geta ekki kom- ið sér saman allir í eitt félag, verði reynt að hafa hópinn eins stóran og kostur er. 10. Eftirtaldir menn skipi nefnd til að fylgja eftir samþykktum fundar skreiðarframleiðenda 5. október 1983: Björgvin Jónsson, Kópavogi, Guð- mundur Páll Einarsson, Bolungarvík, Gunnar Tómasson, Grindavík, Jakob Sigurðsson, Reykjavík, Ólafur Björnsson, Keflavík, Ólafur Gunnars- son, Neskaupstað, Richard Jónsson, Reykjavík, Stefán Runólfsson, Vest- mannaeyjum og Þorsteinn Jóhannes- son, Garði. 11. Fundurinn óskar eftir því, að nefndin, sem kosin hefur verið á fund- inum, athugi möguleika á stofnun hagsmunafélags allra skreiðarfram- leiðenda, sem byggi starfsemi sína á lögum, líkum þeim, er önnur hags- munasamtök í íslenzkum sjávarútvegi starfa eftir. Leitast verði við, að þetta félag rúmist vel innan þess kerfis, sem nú er á sölu skreiðar hér á landi. Fé- lagið hafi náið samband við skreiðar- seljendur og stjórnvöld. Nefndin boði síðan undirbúningsfund og stofnfund fyrir slíkt félag. Halldór Ásgrímsson, sjávarútyegsráðherra: Þetta tap kemur verulega á óvart Matthías A. Mathiesen viðskiptaráðherra: Viðræður ákveðnar við Nígeríumenn Tillögur fundarins Gengið frá tunnum. Morgunbladid/Björn Björnsson. Fyrsta síld vertíðar- innar til Vopnafjarðar Vopnanrdi, 1. október. ÞAÐ voru Vopnfirðingar sem fengu fyrstu sfldina á vertíðinni til söltunar. Það var Kristbjörg ÞH 44 sem kom með 100 tunnur af ágætri sfld. Það er Vopnfirðingum mikið kappsmál að fá sem mest af síld til söltunar meðan á vertíðinni stendur og er þessi vinna sem í kringum síldina er mjög kær- komin atvinnubót. Það er Tangi hf. sem rekur söltunarstöðina og að sögn Péturs Olgeirssonar framkvæmdastjóra eru á milli 70—80 manns í vinnu þegar allt er í fullum gangi. b.b. „Þetta er eitt af albestu verkum Jóns Nordal" Sinfóníuhljómsveil íslands held- ur fyrstu áskriftartónleika þessa starfsárs í Háskólabíói í kvöld. Þar verður frumflutt sellóverk eftir Jón Nordal auk þess sem leikin verða „Les Offrandes Oubliées" eftir Olivier Messiaen og sinfónía nr. 1 í D-dúr eftir Gustav Mahler, undir stjórn Jean-I’ierre Jacquillat, aðal- stjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. Einleikari verður Erl- ing Blöndal Bengtson og kon- sertmeistari Einar G. Svein- björnsson, en þeir eru báðir búsettir erlendis, Erling i Kaupmannahöfn og Einar í Malmö í Svíþjóð. Mbl. spjallaði við þá að lokinni æflngu Sinfóníuhljómsveitarinnar í gær. „Áheyrendur sem hlusta af tilfinningu“ Erling Blöndal Bengtson, sellóleikari: „Mér líst mjög vel á þessa tón- leika, enda er alltaf ánægjulegt að koma til Islands og leika fyrir Is- lenska áheyrendur. Þeir sýna ekki tilfinningar á sama hátt og segja má um suðrænar þjóðir, en þeir hlusta af tilfinningu," sagði Erl- ing. Hann er af íslensku og dönsku foreldri, fæddur í Kaupmannahöfn og alinn þar upp. Erling lék hér á Erling Blöndal Bengtson Rætt við Eriing Blön- dal Bcngtson og Einar Sveinbjörnsson um tónleika Sinfóníu- hljómsveitarinnar í kvöld, þar sem frum- flutt verður íslenskt verk landi í fyrsta sinn 14 ára gamall og hefur talsvert leikið með Sinfóníu- hljómsveitinni frá því hún tók til starfa. Síðast lék hann með hljóm- sveitinni fyrir þremur árum. „Þessa tónleika vil ég kalla stór- viðburð í íslensku tónlistarlífi vegna frumflutnings á verki Jóns Nordal. Sellókonsertinn er að mínu mati mjög persónulegur frá höf- undarins hendi, hans eigið tungu- mál, ef svo má að orði komast og því verðugt viðfangsefni. Undanfarið hef ég haldið tónleika viðsvegar um heim, í Los Angeles, Montevideo í Uruguay, Skandin- avíu, Þýskalandi og víðar, en aðal- starf mitt er kennsla við Konung- lega tónlistarskólann í Kaup- Einar G. Sveinbjörnsson mannahöfn. Því miður verður þessi Islandsdvöl ekki löng, héðan fer ég á morgun til Kaupmannahafnar til að æfa með hljómsveit útvarpsins þar. Til tslands kem ég örrugglega aftur, líklega að þremur árum liðn- um eða svo,“ sagði Erling Blöndal Bengtson að lokum. „Alltaf spennandi að fást við ný verk“ Einar G. Sveinbjörnsson, konsertmeistari: „Þessir tónleikar eru fyrstu Reykjavikurtónleikarnir sem ég er konsertmeistari á, en á undanförn- um árum hef ég leikið af og til sem ein'eikari með Sinfóníuhljómsveit- inni,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, en hann er ráðinn konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitarinnar fram til áramóta. „Þann tíma sem ég verð með Sinfóníuhljómsveitinni verð ég nokkuð á ferðinni milli Is- lands og Malmö, þar sem ég bý, kenni í tónlistarskóla og hef mitt aðalstarf sem konsertmeistari. I Sviþjóð hef ég búið síðastliðin tutt- ugu ár, en nota hvert tækifæri til að komast til (slands. Það er alltaf spennandi að fást við ný verk og verður ekki annað sagt um sellókonsert Jóns Nordal. Við Ingvar Jónasson fengum gott verk frá Jóni Nordal til Malmö ár- ið 1979, skrifað fyrir fiðlu, víólu og hljómsveit, og varð ég því spenntur þegar ég frétti af þessu verki hans nú. Sellókonsertinn minnir nokkuð á það sem Jón skrifaði fyrir okkur og er að mínu áliti eitt af hans albestu verkum. Stendur til að flytja það í Malmö á næsta ári. Undanfarið hef ég að mestu fengist við einleik og kammertón- list. Það er því gaman að fá tæki- færi til að leika sem konsertmeist- ari með Sinfóníuhljómsveit Is- lands og þeim tónlistarmönnum sem þar starfa. Þá hef ég nokkrum sinnum leikið sem einleikari undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat og líkað vel,“ sagði Einar G. Svein- björnsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.