Morgunblaðið - 06.10.1983, Page 5

Morgunblaðið - 06.10.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 5 Ritsafnið íslenskir annálar verður prýtt þúsundum mynda og teikninga, og í fyrsta bindi, sem tekur yfir árin 1400 til 1449, eru á annað hundrað teikningar. Hér er ein þeirra, sem sýnir hvernig listamaðurinn hugsar sér síðustu augnablik- in í ævi Jóns Gerrekssonar: Biskup er kominn í sekk, grjót er bundið við og honum drekkt í Brúará. Fyrsta bindi íslenskra annála komið út: íslandssagan 1400 til 1449 rakin frá ári til árs í máli og myndum ÍSLENSKIR annálar 1400 til 1449 nefnist fyrsta bindi ritverks eftir And- ers Hansen blaðamann, sem Bóka- klúbbur Arnar og Örlygs hefur gefið út. Bókin er á þriðja hundrað blaðsíð- ur í stóru broti, prýdd hátt á annað hundrað teikningum, sem Haukur Anders Hansen. Halldórsson myndlistarmaður hefur gert sérstaklega fyrir útgáfuna. í bók- inni eru atburðir íslandssögunnar raktir ár fyrir ár á fyrrgreindu tíma- bili, og auk þess skotið inn skýringa- ritgerðum, birtir eru orðréttir kaflar úr þjóðsögum, annálum og fleiri heimild- um, og birt eru fjölmörg gömul bréf um jarðakaup, deilumál, kaupmála og fleira frá fyrri hluta 15. aldar. f kynningu útgefanda á íslenskum annálum segir svo meðal annars: „I ritsafninu „fslenskir annálar" verða atburðir íslandssögunnar raktir lið fyrir lið frá ári til árs. I þessu fyrsta bindi, sem nú kemur út, er tekið fyrir tímabilið 1400 til 1449, sem tvímælalaust má telja eitt merkilegasta tímabil Islandssög- unnar, þótt 15. öldinni hafi til þessa verið gerð tiltölulega lítil skil. Á fyrri hluta 15. aldar gerðist það til dæmis, að Svartidauði gekk yfir landið, og lagði tugþúsundir lands- manna í gröfina. A þessum tíma gerðist það að Englendingar hefja siglingar hingað til lands í stórum stíl, bæði til verslunar og fiskveiða. Margir fræðimenn hafa nefnt tíma- bilið „Ensku öldina" af þessum sök- um, og víst er að á þessum tíma voru áhrif Englendinga hér síst minni en áhrif Dana og Norðmanna. Fimmt- ánda öldin er einnig öld margra glæstustu höfðingja landsins, svo sem Árna milda Ólafssonar hirð- stjóra og biskups í Skálholti, Björns Jórsalafara og Lofts ríka Gutt- ormssonar á Möðruvöllum. Á fyrri hluta 15. aldar gerðist það einnig að íslendingar fóru að Jóni Gerrekssyni biskupi í Skálholti og drekktu honum í Brúará. Á þessum tíma gerist það að f slendingar fara í síðustu ferð til Grænlands, sem vit- að er um á miðöldum, og er í bókinni mikil og merk saga af þeirri ferð. Enn má nefna að á þessum tíma gekk bólusótt hér á landi, og er talið að átta þúsund manns hafi látist af hennar völdum." Hvatarfundur um jafnréttislögin HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, heldur hádegisfund laug- ardaginn 8. október í Valhöll, Háalcit- isbraut 1. Á fundinum fjallar Esther Guð- mundsdóttir, formaður Kvenrétt- indafélags fslands, um jafnréttis- lögin og tillögur til breytinga á lög- unum. Esther á sæti í ráðgjafarnefnd Jafnréttisráðs, en nefndin vann á síðasta ári að tillögum að breyting- um á jafnréttislögunum og sjálf- stæðiskonur hafa einnig rætt breyt- ingartillögur á lögunum innan sinna raða. Á fundinum verður stofnaður friðarhópur sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og mun Bessí Jóhanns- dóttir, formaður Hvatar, gera grein fyrir starfi hópsins. f þessum mán- uði hefst fræðslunámskeið á vegum Hvatar um friðar- og öryggismál undir leiðsögn Sólrúnar Jensdóttur Esthcr Guðmundsdóttir. sagnfræðings. f lok fundarins á laugardag fer fram kosning fulltrúa Hvatar á landsfund. geö\s\ns VAvet is\egum sunnudagskvöld kl. 19.00 EKKI EFTIR HVER MAN Steina Pétri Kristjáns Magnúsi og Jóhanni Þuriéi Sigurðardóttur Bjögga Shady Rúnari Engilbert Owens Júl. Jensen Þessir frábæru topp-söngvarar syngja nú öli gömlu góöu stuðlögin virkilega vel og er þaö mál manna aö þeir hafi sjaldan sungiö betur en einmitt nú. Hvers vegna ekki aö koma, sjá og heyra í staö þess aö sitja heima og láta sig dreyma? >Wa\T Það er stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar ásamt strengjakvartett sem leikur undir af míkilli snilld. Þetta eru tónleikar sem allir, sem hafa gaman af góöri tónlist og sann- kölluöu stuði, veröa aö mæta á. BREIÐHOLTSBLÓM E c utjcx.non MATSEÐILL Forróttur: Skelfisksalat með dillsósu og glóð- uðu brauði. Aðalréttur: Sinnepssteiktur grísahryggur „Romana", borinn fram með rist- uðum ananas, bökuðum jaröepl- um, belgbaunum, gulrótum, hrásal- ati og rjomapaprikusósu. Borðapantanir í stmaj 77500 kl. 9-5. Sunnudags- kvöld: Ath.: Vegna fjölda áskor- ana höfum viö ákveðiö að hafa Bítlaæðið á sunnu- dagskvöldið fyrir þá sem ekki komast á föstudög- um og laugardögum. Aóeins þennan eina sunnudag. Verið velkomin í Broadway á „brjálað“ bítlaæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.