Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 Norður/Suðun Frá betli til bjargálna — eftir Ragnheiði Karlsdóttur „Á þcssum síðustu og verstu tímum" er setning, sem lætur kunnuglega í eyrum íslendinga á hvaða aldri sem þeir eru. Alltaf eru hér „síðustu og verstu tímar". Barlómur okkar er þó grátbrosleg- ur, þegar litið er til aðstæðna og lífsafkomu hinna vanþróuðu og fá- tæku þjóða á suðurhveli jarðar. Viðræður helstu forystumanna heims um norður/suður virðast ganga hægt og færast lengra og lengra úr jafnvægi vegna hags- muna. Á meðan deyja um 15 millj- ónir barna ár hvert í þriðja heim- inum, þar af er helmingur dauðs- fallanna vannæringu að kenna, ýmist vegna matarskorts eða lé- legrar fæðu. Skorað hefur verið á þjóðir heims að taka höndum saman og leitast við að auka skilning milli norðurs og suðurs (efnaðra og snauðra) með alheimsfrið að loka- takmarki. Samstarfshreyfingar hafa vaknað víða um heim og lagt lóð á vogarskálarnar, auk þess sem kirkjan, Rauði krossinn og fleiri slíkar hjálparstofnanir vinna ómetanlegt starf. En þörfin er slík, að fleiri hendur þarf til að vinna verkið. Fulltrúar á 36. heimsþingi JC hreyfingarinnar, sem haldið var í Berlín í nóvember 1981, tóku þess- ari áskorun og hafa ráðist í mörg verkefni í samvinnu við suður- þjóðirnar. Þannig hafa t.d. frænd- ur okkar á Norðurlöndum unnið að byggingu vatnsbrunna í Zimb- abwe. íslenska hreyfingin tók að sér verkefni í Kenya. Kenya er mörgum íslendingum að góðu kunn, því þar hafa bæði starfað ráðunautar héðan, og einnig hefur Ferðaskrifstofan Út- sýn farið þangað í velheppnaðar hópferðir. I einni hópferðinni var Ásta R. Jóhannesdóttir útvarps- maður, og tók hún upp þátt fyrir „Viðræður helstu for- ystumanna heims um norður/suður virðast ganga hægt og færast lengra og lengra úr jafn- vægi vegna Jiagsmuna. Á meðan deyja um 15 milljónir barna ár hvert í þriðja heiminum..." ríkisútvarpið. í þessum þætti var m.a. viðtal við hjón, sem búið höfðu í Kenya, fluttu svo til ís- lands, en voru nú aftur komin til starfa í Kenya. Það sem vakti at- hygli hjónanna við endurkomu til landsins var, hve miklu færri börn sæjust betlandi á götunum. Sögðu þau að þetta væri því að þakka, að ýmis félagasamtök hefðu sett á stofn skóla fyrir börnin og þannig bjargað þeim frá götunni. Einn þessara skóla er í Karat- ina. Sá bær er við rætur Kenya- fjalls, um 125 km norður af Nair- obi. Þar hefur JC á fslandi í sam- vinnu við Junior Chamber Nairobi unnið að verkefni, sem byggir að endurreisn og uppbyggingu skól- ans. í þessum skóla eru nú 43 börn á aldrinum 6—21 árs. Börnin eru öll fötluð eða þroskaheft, og stafar fötlunin í mörgum tilfellum af vannæringu á fyrstu æviárum. Skólinn í Karatina er dagskóli og er kennt frá kl. 9—15. Þrír launaðir kennarar eru starfandi og einn verknámskennari, sem er sjálfboðaliði. Kennt er í tveimur deildum: „efri" og „neðri" bekk og er skipt eftir getu nemendanna. í „neðri" bekk er börnunum kenndur myndlestur á þremur tungumálum, þ.e. kikuyu (mál- lýsku innfæddra), swahili og ensku. Samskonar kennslu fá börnin í að þekkja hluti og tölur. í „efri" bekknum fá börnin kennslu í lestri, reikningi, skrift og tungumálum. Morguntímarnir fara í bóklega kennslu, s.s. reikning og búðar- leiki, þar sem þeim er kennd með- ferð peninga, tungumálaæfingar, lestur, skrift, sögulestur kennara og nemenda, svo og leikþætti. Tíminn eftir hádegi er nýttur í verklegt nám. Tvo daga í viku er myndmennt. Handmennt er lítil- lega kennd og árangurinn er sá að stúlkurnar eru farnar að prjóna í matartímunum og drengirnir búa til bíla úr tinbútum og spýtum, sem falla til. Von forráðamanna skólans er hins vegar sú, að hægt verði að hefja kennslu í fatasaumi, útsaumi og teppahnýtingum, en fé vantar til kaupa á útbúnaði varð- andi þá kennsluþætti. Þrír eftirmiðdagar fara í kennslu og vinnu í nokkurs konar skólagörðum. Ein ekra af landi skólans var tekin 'til ræktunar grænmetis og henni skipt niður á nemendurna, svo hver og einn hugsar um sinn skika. Auk þessa stunda börnin hús- dýrarækt í litlum mæli. Þeim er kennt að annast geitur, kanínur og kjúklinga. „Kjúklingabúið" er af- rakst.ur af framlagi Samtaka kanadískra kvenna. I byrjun var „búið" 100 stk. mánaðagamlir kjúklingar. — Fjögur börn eru á „kjúklingavakt" eina viku í senn. Sjá þau þá um fóðrun, brynningu og hreinsun dýranna. Árangurinn af þessum frum- stæða landbúnaði er sá, að tekist hefur að sjá skólanum fyrir nægu fersku grænmeti og eggjum, en það sem skólinn ekki nýtir er selt á markaðstorgi og í verslunum í Karatinabæ. Bórnin í Karatina koma yfir- leitt frá mjög fátækum heimilum. Jarðaskikar eru um xk— 1 ekra lands og reyna foreldrarnir að fæða og klæða fjölskyldur sínar af gæðum þessa lands. Ekki er óal- gengt að börn séu 5—9 í hverri fjölskyldu og er því augljóst að Skólinn í Karatina. Börn ad vinna í skólagörðunum. Hvert þeirra nefur .sinn eiginn reit ekki er mikið til skiptanna. Hreinlæti er mjög ábótavant, en kennarar og starfsfólk skólans byrja hvern morgun á því að fylgja því eftir að allir nemend- urnir séu hreinir og kenna börn- unum að þrífa sig. Einnig eru gerðar leikfimisæfingar og þá oftast undir berum himni. Markmiðið er að börnin geti í framtíðinni séð um sig sjálf, í stað þess að vera alltaf öðrum háð með fæði og klæði. Daglegur rekstur skólans er fjármagnaður af þremur aðilum: The Christoffel Blinden Mission, Kenya Action Aid og The Teach- ers Service Commission, en þessir aðilar sjá um laun tveggja kenn- ara og skólastjóra, sjá börnunum fyrir einni heitri máltíð á dag og leggja til skólaföt. Aftur á móti er fjármagn til alls þess, sem lýtur að uppbyggingu, áhaldakaupum og viðhaldi, ekkert. Núverandi skólahúsnæði samanstendur af tveimur skólastofum, sem einnig eru notaðar sem matsalir, og er aðstaða öll mjög bágborin. Junior Chamber í Nairobi kannaði hvað það nauðsynlegasta væri, sem skólann vantaði. Sá listi var býsna langur og kennir þar margra grasa, allt frá plastfötum og skófl- um upp í skólastofur og skrifstofu. Óhægt er þó um vik með ýmsan Enn um vexti, verð- bólgu og efnahagsmál — eftir Egil Sigurðsson Það má ekki dragast lengur að ræða nánar um íslenzk efnahags- mál, eins og þau standa í dag. Talsverður hluti þessarar grein- ar minnar mun fjalla um Seðla- banka fslands, samanber skrif mín frá 29.7. sl. Ástandið er orðið það alvarlegt, að ekki verður lengur við unað. í áðurnefndri grein minni er rætt um hagnað Seðlabankans af refsi- vöxtum frá viðskiptabönkunum, sem hlýtur að draga verulega úr getu þeirra til að fjármagna atvin- nuvegina og íbúðarbyggingar. Auk þess er binding Seðlabankans, svonefnd bindiskylda, langtum hærri en þekkist. Það lamar alla starfsemi viðskiptabankanna. Seðlabanki á ekki að vera al- menn lánastofnun, heldur aðeins að lána ríkissjóði, og þá til skamms tíma, svo og öðrum bönk- um í neyð, einnig til skamms tíma. Bindiskyldan hlýtur að vera ætluð til að draga úr þenslu (peninga- magni í umferð), en ég held að svo hafi ekki orðið raunin hér. Seðla- bankinn er nefnilega sjálfur orð- inn viðskiptabanki, sem lánar til atvinnuvega. Fyrir skömmu kom seðlabanka- stjóri fram í sjónvarpi og taldi, að bygging hins mikla seðlabanka- húss væri ekki verðbólguhvati, þar sem kreppuástand ríkti í landinu. Mér er ekki ljóst, hvað hann átti við með þessu. Það er t.d. erfitt að trúa því, að hinir óhóflegu refsi- vextir, sem orsökuðu hagnað bankans 1982, auk samansafnaðs hagnaðar fyrri ára, og er notaður til byggingaframkvæmda banka- hússins, komi hvergi við verðlag í landinu. Einnig er erfitt að sam- þykkja, að verðbólga sé lítil og virðist skjóta skökku við, þar sem um svipað leyti var' einmitt til- kynnt, að lánskjaravísitalan fyrir júní hefði hækkað um 50 stig frá mánuðinum áður, eða um 8,25%, sem jafngildir 158,9% hækkun miðað við ár. Ég vil vekja athygli á, að tekju- afgangur Seðlabanka á að renna óskertur til ríkissjóðs, eins og ger- ist með siðmenntuðum þjóðum. Þá þarf seðlabankastjórinn að fá heimild á fjárlögum til að byggja slík hús. Það eru fleiri hliðar á þessu máli, sem vert er að ræða hér. Fjöldi bygginga hjá atvinnuveg- unum standa ófullgerðar vegna fjármagnsskorts. Margar þessara framkvæmda eru bráðnauðsynleg- ar, til að halda eðlilegri atvinnu- starfsemi uppi. Sama er að segja um hundruð íbúðarbygginga. Húsnæðiskostnaður er mikill, og húsaleiga rýkur upp ur öllu valdi. Einmitt leigugjaldið er einn erfiðasti þátturinn í fjölskylduút- gjöldum og knýr mest á kröfur um launahækkanir. Á meðan þessar framkvæmdir verða að bíða vegna fjármagns- skorts, leggur seðlabankastjóri höfuðáherzlu á að hraða byggingu þessa stórhýsis yfir stofnun, sem þegar er orðin alltof stór. Það virðist vaka fyrir seðlabanka- stjóra að þenja þessa stofnun út, sem er í raun orðin „ríki í ríkinu", í stað þess að draga saman seglin og smækka í þá stærð, sem henni hæfir í íslenzka hagkerfinu. Þess vegna á að stöðva framvæmdir nú þegar, unz önnur not finnast fyrir þessa byggingu. Mér hefir verið tjáð að bygging Seðlabankahússins sé talin 48.435 rúmmetrar, auk bifreiðageymslu borgarinnar 15.790 rúmmetrar, samtals 64.225 rúmmetrar. Erfitt er að segja nú, hver endanlegur kostnaður verður við þessar fram- kvæmdir, sumir nefna 400 til 500 milljónir nýkróna. Ég læt lesend- ur um að reikna út, hve margar meðalstórar íbúðir væri hægt að byggja fyrir þessar fjárhæðir, sem lagðar verða í þetta „monthús", eins og Halldór Laxness nefndi það í símskeyti, sem sent var til fundar á Arnarhólstúni á sínum tíma. Þetta fjármagn myndí eiga tals- verðan þátt í að leysa húsnæðis- vandann, lækka húsaleigu og þar Egill Sigurðsson „Á meðan þessar fram- kvæmdir verða að bíða vegna fjármagnsskorts leggur seðlabankastjóri höfuðáherzlu á að hraða byggingu þessa stórhýs- is yfir stofnun, sem þeg- ar er orðin alltof stór. Það virðist vaka fyrir seðlabankastjóra að þenja þessa stofnun út, sem er í raun orðin „ríki í ríkinu", í stað þess að draga saman seglin og smækka í þá stærð, sem henni hæfir í íslenzka hagkerfinu." með að stuðla að hjöðnun verð- bólgu. Það er annað atriði í sambandi við byggingu þessa húss, sem ástæða er til að íhuga. Bygging hússins á þessum stað mun væntanlega valda verulegri umferðarteppu, sem gæti orsakað mörg slys. Það er þegar búið að mynda tvær hraðbrautir umhverf- is borgina til að draga úr umferð í þéttbýliskjarnanum, þ.e. Miklu- braut og Hringbraut að sunnan, Skúlagötu, Sætún o.fl. að norðan. Seðlabankabyggingin mun senni- lega stifla norðurleiðina að veru- legu marki, og hefta samgöngur milli austur- og vesturbæjar, þar með milli Reykjavíkurhafnar og Sundahafnar, auk slysahættunn- ar, sem þessu fylgir. Ég hefi rætt um vald Seðla- bankans í fjármálum, samanber fyrri grein mína. En þegar seðla- bankastjóri seilist til valda inn í stjórnardeildir og vill jafnvel ráða gerðum ríkisstjórna, er mælirinn fullur. Það tekur þó út yfir allan þjófabálk þegar slík stofnun, sem Seðlabanki er, gefur villandi upp- lýsingar. Þannig tilkynnti seðla- bankastjóri í sjónvarpi 16. sept. sl. að vextir yrðu lækkaðir af því að verðbólga hafi lækkað. Hann virð- ist ætla landsmenn svo skiln- igssljóa að þeir viti ekki, að verð- bólga er há vegna hárra vaxta og að hún lækkar ekki varanlega, fyrr en vextir hafa verið lækkaðir. Sannast hér, að flest er talin góð og gild vara, þegar menn þurfa að bjarga andlitinu. Ég hefi ekki enn heyrt hann leggja fram nema þrennt til lausnar efnahagsvandanum, þ.e. fella verðgildi krónunnar, skerða kjör launþega og taka lán í útlönd- um, og þá að talsverðum hluta til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.