Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 „Allt of mikið byggt af versl- unarhúsnæði í Reykjavík“ — segir Sigurður E. Haraldsson formaður Kaupmannasamtaka íslands í viðtali við Mbl. KAUPMANNASAMTÖK íslands hafa lýst yfír áhyggjum sínum með þá þróun sem átt hefur sér stað undanfarið í höfuðborginni og nágrenni, að hver stórverslunin á fætur annarri sprettur upp og aðrar eru í undirbún- ingi. Sagði formaður Kaupmannasamtakanna, Sigurður E. Haraldsson, í stamtali við Þjóðviljann fyrr í þessum mánuði, að þessi mikia aukning verslunarrýmis gæti leitt til þess að kaupmenn þyrftu að taka upp „skrapdagakerfí" eins og tíðkaðist í sjávarútvegi. Hafa Kaupmanna- samtökin beint þeim tilmælum til borgarstjórnar að úthlutun lóðar undir verslunarhúsnæði, sem Hagkaup hyggst reisa í Kringlumýri, verði frest- að. í viðtalinu í Þjóðviljanum lýsti Sigurður því yfír að það viðbótarhús- næði undir verslanir sem fyrirhugað væri að reisa í Kringlumýri væri 10% aukning alls verslunarrýmis í Reykjavík eins og það var árið 1981. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur- borgar, ritaði grein í DV þann 12. þessa mánaðar, þar sem hann mót- tnælir þessari tölu Sigurðar og segir að aukningin sé 4,5% en ekki 10%. Mbl. ræddi nýlega við Sigurð um þetta mál og eins um afstöðu KÍ til hugmynda um breytingu á afgreiðslutíma verslana í Reykjavík, sem mjög hefur verið til umræðu undanfarið. Sigurður E. Haraldsson, fonnaður Kaupmannasamtaka íslands, í verslun sinni Elfur á Laugaveginum. Morgunbiaðið/ köe Gífurleg aukning stór- verslana veldur okkur áhyggjum „Það er rétt, við í Kaupmanna- samtökunum höfum af því þungar áhyggjur hve mikið er byggt af húsnæði undir smásöluverslanir," sagði Sigurður. „Við skrifuðum borgarstjóra bréf í lok júnímánað- ar þar sem óskað var eftir viðræð- um við borgaryfirvöld um þessa þróun. Við höfum nú kynnt borg- arstjóra okkar sjónarmið og með- al annars haldið með honum fjöl- mennan fund þar sem þessi mál voru rædd. Það er einkum þessi mikla aukning stórverslana sem setur að okkur beyg. Innan skamms verður opnaður stórmarkaður í Holta- görðum sem SlS og KRON standa að. Vörumarkaðurinn hefur ný- lega opnað stórverslun á mörkum Reykjavíkurborgar og Seltjarn- arnesskaupstaðar. Stórt verslun- arhús er í byggingu inni i Mjódd og síðast, en ekki síst, er nú rætt um að reist verði í Kringlumýr- inni verslunarhúsnæði samtals að flatarmáli um 30 þúsund fermetr- ar, að minnsta kosti samkvæmt skipulagstillögum sem Teiknistof- an hf. í Ármúla sendi frá sér. Þetta allt samanlagt er gífurlega mikil aukning. í riti sem borgarskipulag gaf út 1981 segir, að á árinu 1981 hafi húsnæði undir verslanir í Reykja- vík verið samanlagt um 311 þús- und fermetrar. Eftir því að dæma virðist sem þessar byggingar- framkvæmdir í Kringlumýrinni þýddu um 10 prósenta aukningu verslunarrýmis í höfuðborginni. Formaður skipulagsnefndar hefur hins vegar haldið því fram í blaða- grein að þetta sé ekki svo mikil aukning. Ef það er rétt hjá hon- um, er það gott, því við hjá Kaup- mannasamtökunum teljum að alltof mikið sé byggt af verslunar- húsnæði í Reykjavík. Ég hef látið það koma fram opinberlega að ég telji að verslun- areigendur á Laugaveginum og í miðbænum geti haft af því ærnar áhyggjur, ef svokallað verslun- arhverfi verði reist í Kringlumýr- inni. Það hefur verið talað um að þar gætu risið á milli 30 og 40 smáverslanir í einni þyrpingu. En ég vil benda á, að síðastliðinn sunnudag voru þrjár verslanir við Laugaveginn auglýstar til sölu. Ég minnist þess ekki að í langan tíma hafi verið eins mikið af lausu verslunarhúsnæði við Laugaveg eins og einmitt núna. Það er því alveg ljóst að tilkoma verslunar- þyrpingar í Kringlumýrinni getur haft hinar alvarlegustu afleið- ingar fyrir kaupmenn í grónu verslunarhverfunum." Leitum eftir stuðningi hjá pólitískum andstæðingum jafnt sem samherjum „Ég hef séð látið liggja að því í blaðagrein að það sé ámælisvert að sjónarmið Kaupmannasamtak- anna komi fram í Þjóðviljanum. I því sambandi vil ég taka það fram að Kaupmannasamtökin eru ópóli- tísk samtök og fulltrúar þeirra loka ekki á sér munninum ef óskað er eftir því að þeir láti sjónarmið samtakanna í ljósi, hver svo sem fjölmiðillinn er sem f hlut á. Við sem höfum verið kjörin til trúnað- arstarfa fyrir kaupmannastéttina þurfum að leita eftir stuðningi við hagsmuni okkar stéttar og reynsl- an hefur kennt okkur að athafnir fylgja ekki alltaf orðum stjórn- málamanna þegar reynir á stuðn- ing þeirra við kaupmenn. Einmitt þessa dagana hef ég verið að blaða í minningabók um Sigurbjörn f Vísi, sem var virtur kaupmaður á sínum tfma og heiðursfélagi Kaupmannasamtakanna. Hann segir frá því á einum stað þegar hann fór ásamt fleirum úr stjórn Félags matvörukaupmanna á fund Eysteins Jónssonar, þáverandi ráðherra. Allir vita að Eysteinn var fyrst og fremst stuðn- ingsmaður samvinnuhreyfingar- innar, en engu að siður leitaði Sig- urbjörn og hans meðstjórnarmenn til hans til að ræða aðkallandi vandamál kaupmanna á þessum tfma. Þetta sýnir að þeir sem axla þá ábyrgð að vinna að hagsmuna- málum kaupmanna verða að súa sér til pólitískra and- stæðinga jafnt sem samherja þeg- ar þeir leitast við að gæta hags- muna stéttarbræðra sinna. En úr þvi Þjóðviljinn var nefndur, er þess skemmst að minnast að ýms- ir forystumenn í launþegahreyf- ingunni, svo sem Magnús L. Sveinsson, Björn Þórhallsson og Bjarni Jakobsson, hafa sett fram skoðanir sínar á síðum þess blaðs." Erum á móti meiriháttar breytingum á afgreiöslu- tíma verslana „Varðandi hugmyndir um breyttan afgreiðslutíma verslana er afstaða Kaupmannasamtak- anna skýr,“ sagði Sigurður. „Við erum á móti meiriháttar breyting- um í þessum efnum. Þessi afstaða mótast af tvennu. I fyrsta lagi finnst okkur ekkert vit í því að á meðan þróunin í þjóðfélaginu er almennt í þá átt að vinnutími fólks styttist, þá séu settar fram kröfur um að kaupmenn auki sinn vinnutíma. Þeir sem um þessi mál fjalla, þurfa að átta sig á þvi að leyfilegur verslunartími í Reykja- vík er nú 62 tímar á viku. Á sama tíma eru barikar, sem eru að nokkru leyti hliðstæðar þjónustu- stofnanir, opnir 35 tíma á viku. Og ýmsar opinberar skrifstofur hafa opið allt niður f 25 tfma á viku. En svo er rætt um það að lengja af- greiðslutíma verslana upp í 70 tíma á viku, sem er tvöfalt lengri tími en bankar hafa opið. Þetta verða menn að hafa i huga. Nú kynnu sumir að benda á, að ekki sé verið að tala um að skylda kaupmenn til að hafa lengur opið, aðeins gefa þeim kost á því. En staðreyndin er sú, að í fram- kvæmd vill þetta verða þannig að sá sem lengst hefur opið dregur hina á eftir sér. Á þetta sérstak- lega við um matvörukaupmenn, enda brennur þetta mál heitast á þeim. Og sporin hræða í þessu efni. Menn muna þann tíma þegar verslanir í Reykjavík voru opnar næstum því ótakmarkað, og ég held að fæstir vilji að sá tími renni upp aftur. I annan stað erum við í Kaup- mannasamtökunum mótfallnir lengingu verslunartíma vegna þess að það hlýtur að hafa í för með sér aukinn tilkostnað. Launa- kostnaður eykst og fyrr eða síðar kemur þessi hækkun fram í vöru- verði. Ég held að krafa manna nú um lengri verslunartíma sé byggð á röngum forsendum. Annars vegar stafar hún af þvi að verslanir í nágrannasveitarfélögum Reykja- víkur sjá sér hag f þvf að hafa opið þegar lokað er í Reykjavík. Þessi ávinningur dytti niður, ef alls staðar væri opið á sama tíma. Hins vegar er krafan fram komin vegna þess að neytendum er ekki gerð grein fyrir því að lenging verslunartíma hlýtur að koma fram í hækkuðu vöruverði. Ég á bágt með að trúa þvf að almenn- ingur vilji kaupa lenginguna svo dýru verði,“ sagði Sigurður E. Haraldsson að sfðustu. Kaupmannasamtök íslands Kaupmannasamtök Islands eru þriðju stærstu samtök atvinnu- rekenda í landinu, með um 600 fé- lagsmenn. Aöeins Vinnuveitenda- samband íslands og Landssam- band iðnaðarmanna eru fjölmenn- ari. KÍ eru samtök kaupmannafé- laga í landinu, sem eru f kringum 20 talsins. Að sögn formanns KÍ, Sigurðar E. Haraldssonar, fjölgar félögunum hægt og bítandi, og er ekki lengra sfðan en um hálfur mánuður að nýtt kaupmannafélag var stofnað, Kaupmannafélag Norð- urlands vestra. Formaður þess var kjörinn Karl Sigurgeirsson, kaup- sýslumaður á Hvammstanga. Kaup- mannafélög eru nú starfandi alls staðar á landinu nema á Vestur- og Suðurlandi. Sigurður sagði, að á sl. árum hefði Kl lagt hart að kaup- mönnum um að gerast félags- bundnir og vinna þannig stétt sinni gagn með félagslegu átaki. „Það skiptir sköpum um hag kaupmanna að þeir starfi saman í lifandi samtökum frekar en að vera einangraðir að bauka hver í sínu horni,“ sagði Sigurður. „Enda er nánast útilokað að þoka nokkrum málum áfram í þjóðfé- laginu nú á dögum nema myndist ákveðin samstaða og samvinna þar um. Þó verður það að játast að nokkur brögð eru að því að kaupmenn séu ekki félagsbundn- ir, að menn hliðri sér hjá þvf að standa straum af kostnaði við rekstur Kaupmannasamtakanna og hinna ýmsu félaga, en njóti þó góðs af starfi þeirra. En sem bet- ur fer skilur þorri atvinnurek- enda nauðsyn þess að starfa inn- an slíkra samtaka," sagði Sigurð- ur E. Haraldsson. Um næstu helgi verður haldin formannaráðstefna Kaupmanna- samtakanna f hótelinu f Borgar- nesi. Eru formenn allra kaup- mannafélaganna boðaðir og verð- ur rætt um innra starf félaganna. Egilsstaðir: Vetur heilsar EgilHtMam, 23. október. VETUR konungur heilsaði hér um slóðir með stinningskalda og rign- ingarsudda eða slyddu, sem varð að byl er Ifða tók að kvöldi fyrsta vetrardags. Talsverð ofankoma var í nótt og jörð því alhvít er menn risu úr rekkju í morgun. í morgun var strekkingur og nær 6 stiga frost, en upp úr há- degi skein sól og hið fegursta vetrarveður komið. Götur á Egilsstöðum eru flug- hálar eftir ofankomuna og eins vegir á Héraði. Ekki er þó vitað um nein umferðaróhöpp og bændur á Héraði sem héldu sína árlegu hátíð i Valaskjálf f gær komust klakklaust til sfns heima í nótt að lokinni góðri skemmtan. Ryðja þurfti Egilsstaðaflug- völl í dag eftir snjókomu nætur- innar. öuöir Veturinn er genginn í garð á Austurlandi. Morgunbia&ið/ óiafur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.