Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 39 Útflutningsmiðstöð iðnaðarins: Markaðsmöguleikar á írlandi fyrir íslenskar fiskvinnsluvélar Útflutningsmiðstöd iðnaðarins bauð nýlega hingað til lands dönsk- um ráðgjafaverkfrKðingi, Freddie Pedersen, til að kynna þau Ueki sem hér eru framleidd fyrir fiskiðnað. „Útflutningsmiðstöðin vinnur nú að því að komast með þessi tæki inn á nýja erlenda markaði, og bindum við miklar vonir við þessa heimsókn verkfræðingsins hingað, og teljum hann geta orðið hjálplegan við útflutning á ís- lenskum vélum og tækjum til fiskiðnaðar til írlands," sagði Björn Birgisson markaðsráðgjafi Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins á blaðamannafundi á fimmtudag. „Freddie hefur unnið í 12 ár við að hanna og selja heildarlausnir á tækjum til matvöruiðnaðar, svo sem niðursuðu og fiskiðnaðar. Hann rekur nú eigið fyrirtæki á Irlandi, og hefur í þessari heim- sókn skoðað vélsmiðjur sem fram- leiða tæki fyrir fiskiðnað, og fiskvinnslufyrirtæki þar sem tæki þessi eru í notkun. Leist honum yfirleitt mjög vel á það sem hann sá og hefur trú á að mörg tækj- anna megi selja á írlandi. Má þar nefna flokkunarvél sem Stál- vinnslan hf. framleiðir, og hann hefur keypt áður, fiskkassaþvotta- vél frá Ofnasmiðjunni, hausskurð- arvél frá Kvikk sf. og plastvöru- palla frá Sæplast, sem hann telur geta valdið byltingu i sambandi við matvöruiðnað vegna hreinlæt- isvandræða sem notkun trévöru- palla skapa. Er hann yfirleitt ánægður með smíði og frágang vélanna, en telur að endurbæta þurfi hönnun á sumum þeirra með auðveldari þrif í huga. Það kom honum á óvart að sjá öll þessu litlu fyrirtæki hér með sérþekkingu á mjög afmörkuðum sviðum, og finnst honum vanta fyrirtæki sem hefur þekkingu til að hanna og selja heildarlausnir alfarið héðan, og telur það nauð- synlegt vegna útflutnings, því það er erfitt eða útilokað fyrir þessi litlu fyrirtæki að koma vöru sinni á markað einni sér erlendis. Freddie mun væntanlega eiga stóran þátt í að opna markaðinn fyrir þessi tæki á írlandi, því hann reiknar með að geta notað islensk tæki í stóran hluta af þeim vinnslulínum sem hann hannar i framtíöinni. Og það sem gerist næst í þessu máli er að maður frá okkur mun fara til frlands í byrj- un desember og kynna sér, með aðstoð Freddie, irskan fiskiðnað og útgerð. En framtíðarverkefnið mun fel- ast í því að stofna fyrirtæki af fyrrnefndu tagi, því óhætt er að fullyrða að engin verulegur út- flutningur verður á íslenskum tækjum fyrr en við erum farnir að bjóða heildarlausnir. Fri vinstri: Hanne Pedersen, Björn Birgisson og Freddie Pedersen. FRAM TOLVUSKOLI 34. ársþing Landssambands hestamannæ Enn reynt við lagabreytingar NÆSTKOMANDI föstudag og laugardag verður haldið 34. ársþing Lands- sambands hestmannafélaga. Þingið er að þessu sinni haldið í Borgarnesi og er það hestamannafélagið Faxi í Borgarnesi, sem sér um þinghaldið. Alls hafa borist i skrifstofu LH tuttugu og fjórar tillögur og ber þar hæst tillögu fri laganefnd um breytingar i lögum LH. Á síðasta þingi var lögð fram tillaga um lagabreytingar, en henni var vísað fri með dagskritillögu. Tillögur þessar voru sendar út til hestamannafélaganna f sumar til kynningar. Að sögn fram- kvæmdastjóra LH, Sigurðar Kagnarssonar, hafa ekki orðið verulegar breyt- ingar i tillögunni fri því í fyrra, en hinsvegar mi búast við að einhver breyting verði i í nefnd i sjilfu þinginu. Á síðasta þingi voru samþykktar breytingar á reglum um úrslit í gæðingakeppni. Þessar breytingar hafa ekki mælst vel fyrir og var meðal annars ekki farið eftir þeim á fjórðungsmótinu á Melgerðismel- um nú í sumar. Hafa komið fram tvær tillögur um að breytt verði aftur um form. Eins og áður sagði verður þingið að þessu sinni i Borgarnesi, nánar tiltekið á Hótelinu í Borgarnesi, og munu þingfulltrúar gista þar og í sumarhúsunum i Munaðarnesi. Þingið hefst um hálf ellefu á föstu- dagsmorgun og áætlað að því ljúki um klukkan átján á laugardags- kvöld. Þess má einnig geta að rútu- ferð verður frá Umferðarmiðstöð- inni í Reykjavík kl. 7.30 á föstu- dagsmorgun fyrir þingfulltrúa. Þessir krakkar færðu fyrir nokkru Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi 370 kr., sem var igóði af Mutaveltu, sem þau efndu til. Krakkarnir heita Bóas Bóasson, Berglind G. Sveinsdóttir, Kolbrún Hikonardóttir og Edda María Vignisdóttir. Allt frá stofnun skólans hefur þaö veriö markmiö þeirra sem aö Framsýn standa aö veita almenna grunnþekkingu um tölvur, upp- byggingu þeirra, helstu geröir og notkunarmöguleika og á þann hátt aöstoöa þá sem auka vilja atvinnumöguleika sína og tryggja framtíö sína á öld tæknivæöingar og tölvuvinnslu. Til þess aö geta komiö til móts viö óskir hins fjölbreytilega hóps sem til skólans sækir hefur stööugt orðiö aö auka fjölda og fjöl- breytni námskeiöa skólans. í dag heldur skólinn tölvunámskeiö á öllum stigum, allt frá almennum grunnnámskeiðum til flókins framhaldsnáms. Komiö hefur veriö á sérstökum hópnámskeiöum fyrir starfshópa, stéttar- félög, fyrirtæki og stofnanir. Einnig hefur veriö efnt til almennra námskeiöa víöa um land sem og sérstakra starfskynningar-nám- skeiöa fyrir unglinga. Nemendur skólans eru á öllum aldri úr öllum starfsstéttum, meö mismunandi menntun aö baki og hvaöanæva af landinu. Stööugur straumur nýrra nemenda sýnir svo ekki veröur um villst aö Fram- sýn er tölvuskóli meö tilgang og nám viö skólann hentar allra þörfum. Innritun og nánari upplýsingar í síma 91-39566 alla virka daga milli klukkan 13.00 og 18.00. TOLVUNÁM ER FJÁRFESTING í FRAMTIP ÞINNI Tölvuskólinn Framsýn, Síðumúla 27, pósthólf 4390,124 Reykjavík. Sími 39566.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.