Morgunblaðið - 26.10.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983
43
Átta landa keppnin í Ósló:
íslenska sveitin
Útbreiðsla heila- og lifrarbólgu í refum könnuð:
Blóðsýni send
til rannsóknar
BLÓÐSÝNI úr refum á fjölmörgum refabúum um land allt,
sem nú er verið að taka, verða send til rannsóknar í Noregi
til að ganga úr skugga um hvort heila- og lifrarbólga sú sem
komið hefur upp á einu refabúi sunnanlands og sagt hefur
verið frá hér í blaðinu, sé eingöngu í þessu eina búi eða hvort
hún sé víðar.
Eggert Gunnarsson, dýra-
læknir á Tilraunastöð Háskóla
íslands í meinafræði á Keldum,
sagði í samtali við Mbl. að menn
„óttuðust hálfpartinn" að veikin
væri víðar, þótt hennar hefði
ekki orðið vart fyrr, því sýkingin
gæti dulist lengi áður en hún
gerði skaða í búunum. Þess
vegna væru blóðsýnin nú tekin
og þau send til dýralæknastofn-
unarinnar í Ósló til mælingar á
mótefnum svo mögulegt verði að
hefta útbreiðslu veikinnar. Sagði
Eggert að sýkingar hefði ekki
orðið vart á öðrum búum, en
vegna þess hvernig veikin lýsti
sér í dýrunum, fengist ekki úr
því skorið fyrr en eftir mótefna-
mælingar.
Krufningu og rannsókn á hræ-
um þeirra yrðlinga sem drápust
úr veikinni er lokið og sagði Egg-
ert að niðurstöður sýndu að hér
væri um heila- og lifrarbólgu að
ræða og fengust þær staðfestar
með rannsókn á sýnum sem send
voru til rannsóknar í dýralækna-
stofnuninni í Ósló.
Aðalfundur Félags háskólakennara var haldinn nýlega I Skólabæ. Formaður var kosinn dr. Páll Skúlason próf. og
aórir í stjórn eru Bryndís Brandsdóttir, Björn Þ. Guðmundsson, Eggert Briem og Stefán Ólafsson. Á fundinum kom
fram að fjárhagur félagsins er bágur, m.a. kostaði sextándi partur í gufubaðsstofu að Brekku kr. 48 þús.
Ljósm.: G.T.K.
hafnaði í 3.—4. sæti
ÍSLENSKA SKÁKSVEITIN í átta landa keppninni í Osló
beið mikið afhroð gegn Dönum í síðustu umferð keppninnar
og féll úr efsta sæti á mótinu niður í þriðja til fjórða sæti.
Pólverjar urðu sigurvegarar, en Danir náðu öðru sæti. Þessi
árangur íslensku sveitarinnar er þrátt fyrir þetta sá besti sem
landslið okkar hefur náð í þessari keppni, sem áður nefndist
sex landa keppnin.
ÍJrslit í sjöundu og síðustu
umferðinni urðu þau að Pólverj-
ar unnu V-Þjóðverja 4—2, Norð-
menn unnu Færeyinga 4V4—1V4,
Svíar sigruðu Finna 4—2 og
Danir íslendinga 4V4—1V4. Úr-
slit einstakra skáka í þeirri við-
ureign urðu þau að Holm vann
Guðmund Sigurjónsson, Hoi
vann Margeir Pétursson, Helgi
Ólafsson vann Erik Pedersen og
Sloth vann Jóhann Hjartarson.
Á kvennaborðinu tapaði Áslaug
Kristinsdóttir fyrir Ninu Hei-
berg og á unglingaborðinu lauk
skák þeirra Karls Þorsteins og
Schandorfs með jafntefli.
Þegar fyrstu setunni var lokið
leit út fyrir algjört afhroð ís-
lensku sveitarinnar, því þá var
staðan 4—0 fyrir Dani, en þeir
Helgi og Karl lögðu sig alla fram
i biðskákunum og björguðu því
sem bjargað varð.
Lokastaðan á mótinu varð sem
hér segir: 1. Pólland 26 v., 2.
Danmörk 25V6 v., 3.-4. ísland
og Svíþjóð 24Vi v., 5.-6. Noreg-
ur og V-Þýskaland 22 Vi v., 7.
Finnland 16'á v., og 8. Færeyjar
6 v.
Bestum árangri á landsliðs-
borðunum fjórum náði Helgi
Ólafsson, sem hlaut 5 Vfe v., af 7
mögulegum. Á kvennaborðinu
sigraði Pia Cramling með 6V4 v.,
sem var jafnframt besta hlutfall
allra keppenda og á unglinga-
borðinu nægði 4V6 v. Berge Öst-
enstads frá Noregi til verðlauna
þar.
Ef íslenska sveitin hefði að-
eins gert 3—3 jafntefli við Dani í
síðustu umferð hefði það nægt
til sigurs á mótinu, því í inn-
byrðis viðureign hennar við
Pólverja sigruðu íslendingar.
Sjafttar•
yndi
t naúur ástalifsins
Sjafnaryndi
endurútgefið hjá
Erni & Orlygi
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur
hf. hefur endurútgefið bókina Sjafn-
aryndi — unaður ástalífsins skýrður
í máli og myndum — sem Alex
Comfort ritstýrði en þýðinguna gerði
Stefán Jökulsson.
í bókinni eru 48 litmyndir og
meira en 100 teikningar.
Á bókarkápu segir m.a. að
Sjafnaryndi sé einstæð bók um
samskipti kynjanna, og höfundar
fjalli um hina ýmsu þætti kynlífs-
ins af reynslu og þekkingu. Bókin
kom fyrst út árið 1972.
Þessi mynd er tekin í Myndsjá, myndbandagerð sem starfað hefur í rúmt ár
og hefur aðsetur að Skálholtsstíg 2a. Myndsjá sér um myndbandaupptökur
og fjölfoldun yfir á myndbönd auk þess hefur hún gert auglýsinga- og
kynningarmyndir fyrir fyrirUeki og tekið upp fræðsluefni fyrir ýmsa aðila.
Eigendur Myndsjár eru Eiríkur Sigurbjörnsson og Sverrir Sverrisson.
Áhugafólk um friðar-
og afvopnunarmál
Heimsfriðarráðið
Stefna þess og starf
Fundur veröur haldinn í dag, miövikudag, 26. október, kl. 20.30 í fundarsal
Tannlæknafélagsins að Síðumúla 35. Á fundinn mæta og ræöa starf og stefnu
Heimsfriðarráösins og starfsemi friöarhreyfinga í heimalöndum sínum Romesh
Chandra, forseti Heimsfriðarráösins, Vinie Burrows, fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóö-
unum (frá Bandaríkjunum), Veronica Sieglin frá Þýska sambandslýöveldinu, Carl-
Oscar Rosschou, starfsmaöur Heimsfriöarráösins (frá Danmörku).
Fundurinn er öllum opinn og eru allir áhugamenn um friðar- og afvopnunarmál hvattir
til aö mæta á fundinn og kynnast starfsemi og stefnu stærstu og viðamestu friöar-
samtaka sem starfa í heiminum í dag.
íslenska friðarnefndin