Morgunblaðið - 26.10.1983, Page 13

Morgunblaðið - 26.10.1983, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 45 Gamalt „náttúrulyf ‘ — nýtt læknisfræðilegt „undraefni" — eftir Martein M. Skaftfells Hér á eftir fer lauslega þýtt við- tal, sem blaðamaður við „Hjemm- et“ átti við Sven Rosengren, yfir- lækni við héraðssjúkrahúsið í Halmstad í Svíþjóð. — Rosengren er 54 ára, en fékk fyrir 10 árum alvarlega heilablæðingu. — Hún kom sem reiðarslag, sagði hann. Ég hafði miklar kvalir og lá lengi algjörlega lamaður. Enginn kollega minna reiknaði með batamöguleikum. Og sem læknir vissi ég, að líkurnar voru litlar. Og sem læknir varð ég að kyngja þeirri beisku staðreynd, hve þekking okkar, að mörgu leyti, nær skammt. Hann var spurður, hvort hann hefði áður verið í snertingu við „náttúrleg" lyf. Mjög lítið, sagði hann, þótt ég væri „opinn" fyrir öðru en hinu hefðbundna. Og nú var það ég sjálfur, sem leita varð nýrra leiða, sem áður voru mér fullkomlega framandi. Samhliða venjulegri þjálfun, var það „náttúrlegt lyf“, sem fyrst og fremst skilaði árangri, þótt við- urkenna verði að hann kom ekki Sigurður Páisson Mannskilningur og markmið uppeldis Smárít Kennarahaskola Islands og Idunnar ingibjöíg^r Pálniaclóttir u«Indriði Gslasnn þýcidu Uppcldi skólastarf skyndilega. Aðalatriðið á þessu erfiða tímabili var, að ég öðlaðist nýja von og trú á, að mér myndi heppnast að ná vinnufærni á ný. — Ég hafði lesið enska skýrslu um tilraunir, sem gerðar höfðu verið með Pre-Glandin á 6.000 MS-sjúklingum, og með undra- verðum árangri. Og ég lét mér detta í hug, að ef til vill gæti þetta einnig hjálpað mér, og hófst þegar handa og hef notað Pre-Glandin síðan. Og hægt og hægt dró úr lömuninni. Og þótt lömun vinstra megin hái mér enn, er ég í fullu starfi. Blaðamaðurinn bað hann að skýra í stuttu máli, hvað Pre- Glandin væri. — Pre-Glandin er olía unnin úr kvöldrósinni (Oeno- heralamarckiana), sem Indíánar N-Ameríku hafa þekkt um aldir og notað til að græða sár og gegn mörgum sjúkdómum. Nútíma- þekking á lækningagildi kvöldrós- arolíunnar byggist á löngum og nákvæmum rannsóknum undir forystu próf. David Horrobin. — Það kom í ljós, að fræ kvöldrósar- innar er öllu öðru auðugra af fjöl- ómettuðum fitusýrum. Og hún inniheldur hina lífsnauðsynlegu gamma-linolensýru, sem er feiki- lega mikilvæg fyrir hormóna- jafnvægi líkamans. En hún hefur ekki fundist nema í móðurmjólk- inni og kvöldrósarolíunni. En þetta er aðeins hluti f víðtækum rannsóknum á efnaflokki, sem kallaður er prostaglandin. En rannsóknir á honum voru metnar til Nóbelsverðlauna. Og allt bendir til, að við séum að nálgast ráðn- ingu á orsökum fjölda sjúkdóma, sem einfaldlega geta stafað af röskun jafnvægis í liffærakerfi okkar. Hvað er vísinda- lega sannað? Blaðamaðurinn spurði dr. Ros- engren, hvað vísindalega væri sannað á „Pre-Glandin-sviðinu“. — Rosengren benti á, að í hinu virta breska læknariti „The Lanc- et“ hefði verið skýrt frá athyglis- verðum og mjög jákvæðum ár- angri, af „blindprófunum" bæði á börnum og fullorðnum Gegn: eks- emi — astma — ofnæmi — mí- greni. — Og læknisfræðilegar rannsóknir, sem nú eru fram- kvæmdar víða um heim, vekja okkur vonir gegn mörgum sjúk- dómum, sem við höfum hingað til ekki ráðið við. Prófessor Horrobin hefur, í samvinnu við aðra vfsindamenn, séð góðan árangur m.a. gegn háum blóðþrýstingi — blóðtappa — kransæðastíflu — gigt — heila- blæðingu — ofdrykkju — MS og Parkinsonsveiki — tíðaþrautum o.fl. En vantar ekki sannanir fyrir þessu? spurði blaðamaðurinn. — Þær liggja svo að segja „á borð- inu“, svaraði Rosengren. Og sjálf- ur er ég — bæði sem sjúklingur og læknir, sannfærður um, að við stöndum við dyr læknisfræðilegra undra (medisinsk sensation). Og hér lýkur viðtalinu við blaða- manninn. Ég vil bæta við dæmi. Við St. Thomas-sjúkrahúsið f London var gerð tilraun með 60 konur með miklar tíðaþrautir. „Vonlaus dæmi.“ Öll ráð lækna höfðu brugð- ist þeim. En kvöldrósarolfan læknaði 67% þeirra, og 20% til rnikilla muna. Dómur þeirra var: „Dásamlegt" — „Ótrúlegt" — „mjög ánægð“. Þótt olían hefði ekkert annað gildi en að lækna þann fjölda kvenna, sem líða af tíðaþrautum (40% segja kannanir), þá væri hún ÓMETANLEG. En dæmin eru svo mörg, og mis- munandi kvillar, sem ekki hafði tekist að lækna á annan hátt. Lækningagildi olíunnar verður því ekki vefengt. Og ég vona að það gleðji einnig þá, sem reynt hafa að gera hana tortryggilega. Ekki síst landlækni. Nýlega var hringt til mín og mér sagt frá konu, sem hafði ber í brjósti, er hvarf, eftir að hún fór að nota Pre-Glandin (kvöldrósar- olía). En hún kvaðst ekki geta sannað, að það væri Pre-Glandin að þakka. Hitt væri víst, að það hefði horfið eftir að hún fór að neyta þess. Heyrt hef ég um svimaaðkenn- ingu og suðu fyrir eyrum, sem horfið hafi, og æðahnútar læknast með Pre-Glandin. Fleiri dæmi hef ég heyrt, þótt skammt sé sfðan innflutningur hófst. Og fyrir framan mig hef ég grein í sænsku blaði um alvarlegt eksem sem Pre-Glandin læknaði. — En þótt dæmin séu mörg og margvísleg, megum við gæta þess að alhæfa ekki. Það er engin allrameinabót til. En margt mikilvægt samt. Ljóst virðist, að baráttan gegn kvöldrósarolíunni er af sama toga og margra ára barátta sama valds gegn vítamínum og hliðstæðum efnum. En óneitanlega er það sér- stæð heilbrigðisstefna að banna okkur holl efni, en heilsuskaðlegra efna megum við neyta að vild í friði. — Það er þvf vandfundið hið vitræna og siðræna innihald þess- arar stefnu. Og líklega jafntor- skilin lögræna hliðin. Hvað er lyf? Lögum skv. eru lyf efni, sem ÆTLUÐ eru til lækninga. BANN á vítamínum og steinefnum, sem framleidd eru og seld til uppbótar á okkar efnaskertu og menguðu fæðu, er því BROT á lyfjahugtak- inu, sem er grundvallaratriði lag- anna. Ennfremur ótvírætt brot á 69. gr. stjórnarskrárinnar. Tímabært að taka í taumana Það er kominn tími til að hátt- virt Alþingi fari að dæmi danska þingsins, sem að vandlega athug- uðu máli tryggði með lögum — 1975 — að vítamín og áttúrleg lyf skyldu vera frjáls og óháð apótek- um. Þetta er svo sjálfsagt, að ekki þarf um að deila. Frelsi til hins heilsusamlega — ekki síður en hins heilsuskaðlega, sem bannend- ur vítamína hreyfa ekki orði gegn. Spara fé og heilsu En Alþingi þarf að gera betur með fyrirmælum um, að nær- ingarfræðin verði gerð að einni aðalgrein í námi lækna. Þá myndi verða stórbreyting á heilsufari þjóðarinnar — til bóta. Til heilbrigðismála rennur stöð- ugt stækkandi hundraðshluti þjóðartekna, ÁN þess að almennt Marteinn M. Skaftfells „Óneitanlega er það sérstæð heilbrigðis- stefna að banna okkur hollefni, en heilsuskað- legra efna megum við neyta að vild í friði.“ heilsufar batni, þensla spítala- báknsins myndi stöðvast og stórfé sparast, er nota mætt' til að búa sjúkrahús sem bestum tækjum til hjálpar þeim, er þangað þurfa að leita. — EN þeim þarf að fækka sem mest með fyrirbyggjandi starfi. — OG ekki síst með fræðslu, og aftur frœðslu. Örvandi — lifandi — talandi fræðslu. Það er kominn tími til, að full- trúar okkar á Alþingi taki þessi mál til RÆKILEGRAR athugun- ar á sjálfstæðari hátt en hingað til. Og vel mega alþingismenn íhuga orð dansks lögfræðings, sem ofbauð frekja læknavaldsins — valdsins — ekki stéttarinnar — og spurði hvort ekki væri tími til kominn að stjórn og þing tækju þessi mál í sínar hendur — með hagsmuni almennings fyrir aug- um. Marteinn M. Skaítfells er fyrrver- andi kennari og frrrverandi for- madur Heilsuhringsins. ÚRFÖRUM FRfíMlANNA RjUik' KCTinataláJoila Lslands lOunnai Tvær bækur frá Iðunni og Kenn- araháskólanum TVÆR bækur eru nú komnar út í rit- röé bókaútgáfunnar Iðunnar og Kenn- araháskóla íslands. Kru nú komnar út níu bskur í þeim flokki. „Mannskilningur og markmið uppeldis" nefnist bók eftir Sigurð Pálsson, námsstjóra. Fjallar bókin um mismunandi viðhorf til manns- ins, sem mótast af mismunandi hug- myndakerfum og, að mati Sigurðar, birtast m.a. í mismunandi viðhorf- um til uppeldis og menntunar. Seinni bókin nefnist „Uppeldi og skólastarf" með undirtitilinn „Úr fórum fræðimanna". Ingibjörg Ýr Pálmadóttir og Indriði Gíslason þýddu bókina úr sænsku, en í henni eru 23 ritgerðir sem fjalla um til- tekna uppeldisfræðinga og uppeld- isstefnur. Sænskir höfundar bókar- innar eru sextán. Bækurnar eru prentaðar í prentsmiðjunni Odda. Verið _ vióbúin vetrinum Látid fagmenn okkar undirbúa bílinn fyrir veturinn. VETRARSKOÐUNINNIHELDUR: □ □ Skipt um kerti og platínur, athugaðir □ kertaþræðir, kveikjulok og hamar. □ □ Forhitun athuguð og bensínsía □ endurnýjuð. □ □ stillt kveikja og blöndungur. □ □ Stillt reim á rafal. □ Loftsía athuguð. □ □ Mæld olía á vél. □ MITSUBISHI MOTORS Mæld hleðsla og bætt á rafgeymi. Geymaskór athugaðir. Stillt kúpling. Athugað hvort leki sé á kælikerfi. Frostlögur mældur Rúðusprautur athugaðar og bætt á ef með þarf. Rúðuþurrkur athugaðar. Ljós athuguð og stillt. |h|h |_g__EJLaug EKLAHF Verd med sölusk.: Kr. 1.369.- Gildir til 15. desember 1983. Laugavegi 170-172 s.mi 21240 innifalið í verdi: Kerti, platínur, bensínsía og rúðuvökvi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.