Morgunblaðið - 26.10.1983, Page 14

Morgunblaðið - 26.10.1983, Page 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 Aðalfundur Sambands íslenskra loödýraræktenda: Hluti fulltrúa á aðalfundi Sambands íslenskra loðdýraræktenda sem haldinn var í Sjallanum á Akureyri fyrir skömmu. Nýjar samþykktir fyrir SÍL: Verður nú samband loðdýra- ræktar- félaganna Á aðalfundinum voru gerð- ar nýjar samþykktir fyrir SÍL. Grundvallarbreyting verður á skipulagi sambands- ins þegar nýju samþykktirn- ar taka gildi því þær gera ráð fyrir að Samband íslenskra loðdýraræktenda verði lands- samband loðdýraræktarfé- laga í hinum einstöku héruð- um. Loðdýraræktendur hafa hingað til átt beina aðild að sambandinu. Loðdýraræktarfélög eru nú starfandi í flestum héruðum landsins og að sögn Jóns Ragnars Björnssonar fram- kvæmdastjóra SÍL er sérstak- lega mikilvægt eftir þessa skipulagsbreytingu að félögin verði virk í starfi hvert á sínu svæði. Þá voru einnig gerðar samþykktir fyrir Hagfeld, sölusamtök loðdýraræktenda. Hagfeldur tók til starfa um síðustu áramót og er tilgangur félagsins annarsvegar að ann- ast útflutning og sölu á afurð- um félagsmanna og hinsvegar útvega lóðdýraræktendum hvers kyns rekstrarvörur. Einnig var samþykkt að taka upp 1% framleiðslugjald af útflutningi loðdýraskinna til að standa undir rekstri sam- bandsins. í stjórn SÍL voru kosnir: Einar E. Gíslason á Syðra- Skörðugili í Skagafirði, Emil Sigurjónsson í Vopnafirði, Haukur Halldórsson í Svein- bjarnargerði á Svalbarðs- strönd, en hann er formaður sambandsins, Jónas Jónsson í Kálfholti á Rangárvöllum og Þorsteinn Aðalsteinsson á Dalvík. Haukur Halldórsson formaður SÍL flytur skýrslu sína. Jón Ragnar Björnsson fram- kvemdastjéri flytur skýrslu sína. Refaskinnaframleiðsl- an fjórfaldast á þessu ári NOKKURT hik virðist komið á þá bændur sem höfðu hugsað sér að hefja loðdýrarækt í haust og fengið til þess leyfi. Útlit er nú fyrir að aðeins um helmingur þeirra sem leyfi fengu byrji í haust. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að útflutningsverðmæti loðdýra- skinna á komandi söluári verði helm- ingi meira en var á síðasta ári. Ástæður þessa minnkandi áhuga bænda á loðdýraræktinni sagði Jón Ragnar Björnsson framkvæmda- stjóri SÍL í skýrslu sinni til aðal- fundarins að væru fyrst og fremst þær að leyfi hefðu fengist of seint í vor, og að óvissa væri með fóður- framleiðsluna, fjármögnunina og ástandið almennt. Sagði Jón nauð- synlegt að gera átak í að hvetja menn til að hefja loðdýrarækt og þeir sem þegar væru byrjaðir stækkuðu við sig. Ákveðin stígandi í atvinnugreininni væri nauðsynleg og erfitt gæti verið að ná þessu upp aftur ef flótti færi að bresta í liðið. Útflutningsverð- mæti refa- og minka- skinna 33 milljónir Þá hvatti Jón Ragnar menn til að huga í auknum mæli að minkarækt- inni, þar fælust miklir möguleikar. Nú eru í landinu 89 loðdýrabú, þar af eru 81 eingöngu með ref, 3 eingöngu með mink og 5 blönduð bú með bæði mink og ref. Á þessum búum voru 6500 minkalæður síð- astliðinn vetur og um 4000 refalæð- ur. Útflutningsverðmæti skinna- framleiðslu þessara búa var um 16 milljónir. Út voru flutt rúmlega 6000 refaskinn að verðmæti 5,5 milljónir og rúmlega 21 þúsund refaskinn að verðmæti um 10 millj- ónir króna. Salan í fyrra gekk hægt og eru enn ekki öll skinn seld. Mikil aukning hefur orðið á framboði refaskinna á hinum vestræna markaði, sérstaklega vegna gífur- legrar aukningar framleiðslunnar í Finnlandi á undanförnum árum. Vegna þessa varð 25—35% lækkun á blárefaskinnum en þau eru mik- ilvægust fyrir íslendinga. Útflutningsverðmæti þessa árs framleiðslu er áætlað 32—33 millj- ónir króna. Búist er við að út verði flutt 22—23 þúsund refaskinn að verðmæti 22 milljónir og 22 þúsund minkaskinn að verðmæti um 11 milljónir króna. Refaskinnafram- leiðslan verður því að öllum líkind- um fjórföld miðað við síðasta ár, minkaskinnaframleiðslan óbreytt en heildarútflutningsverðmætið mun að öllum líkindum tvöfaldast frá síðastliðnu ári. Loðdýrabúunum fjölgar líklega um 30 og verða þá 120 loðdýrabú I landinu í vetur. Sýkti stofninn veldur eigendum hvers bús 3 milljóna tjóni á ári Vafasamt að leyfi fáist til að skipta um stofna á búunum í haust MorpBnbUAM/HBj. Á aðalfundinum kom fram að pla.smacytose-sjúkdómurinn sem herjar á minkastofninn á tveimur stærstu minakbúunum í landinu veldur eigendum hvors bús þriggja milljóna króna tjóni á ári. Samþykkt var að fara fram á fjár- magnsfyrirgreióslu til að skipta um minka á búunum tveimur en ekki er útlit fyrir að leyfi til inn- flutnings nýrra minka fáist í haust og var því samþykkt að fara þess á leit við yfirdýralækni að nota megi hvolpa frá Loðfeldi á Sauðárkróki, þar sem skipt var um stofn í fyrra, til að endurnýja stofninn á öðru hvoru sýktu búanna strax í haust. í skýrslu sinni í byrjun aðal- fundarins sagði formaður SÍL, Haukur Halldórsson í Svein- bjarnargerði, að annað af for- gangs verkefnum í loðdýrarækt- inni væri að skipta um minka- stofn á sýktu búunum. Á síðast- liðnu ári hefði verið skipt um minka á einu þeirra, Sauðár- króksbúinu, og virtist hafa tek- ist að útrýma veikinni þar með niðurskurði dýranna, sótt- hreinsun búsins og innflutningi nýrra dýra í fyrrahaust. Þó teldi yfirdýralæknir að eina blóð- prufu enn þyrfti að taka til að ganga endanlega úr skugga um árangur. Taldi Haukur að á sama hátt þyrfti að standa að útrýmingu veikinnar í búunum á Dalvík og Grenivík, en ekki væri útlit fyrir að það tækist í haust vegna þess að ekki hefði fengist leyfi til innflutnings nýrra minka á búin vegna sjúkdóma sem komið hefðu upp í þeim löndum sem ætlunin hefði verið að kaupa minkana frá. Þorsteinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri minkabús- ins, Böggvisstöðum á Dalvík, skýrði frá þeim aukakostnaði sem búin með sýkta minka yrðu fyrir á ári hverju. Sagði hann að vægt reiknað væri kostnaður hvors bús um sig og tekjutap yf- ir 3 milljónir á ári vegna sjúk- dómsins, en þar með væri ekki öll sagan sögð því sýktu búin stæðu þróun í minkaræktinni fyrir þrifum vegna þess að önn- ur bú væru í hættu á meðan veikin væri í landinu og menn væru ragir við að hefja minka- rækt meðal annars af þessum ástæðum. Sagði Þorsteinn að brýna nauðsyn bæri til að skipta um sýkta stofninn, hann væri aðeins á tveimur búum, og ef tækist að útrýma sjúkdómnum væri ísland orðið með eina ósýkta minkastofninn og síðar gætu þá ef til vill skapast mögu- leikar á útflutningi lífdýra. Samþykkt var tillaga þar sem vakin var athygli á nauðsyn þess að skipta um minkastofn á sýktu búunum og fjármagnsfyr- irgreiðslu til þess. Þá var einnig samþykkt að fara þess á leit við yfirdýralækni að leyfi fáist til að nota hvolpa frá minkabúinu á Sauðárkróki, þar sem skipt var um minka í fyrra, til að skipta um minka á öðru hvoru sýkta búinu þegar á þessu ári, þar sem ekki er útlit fyrir að hægt verði að flytja inn minka í haust, þrátt fyrir að ekki sé endanlega búið að leysa Sauðárkróksbúið úr einangrun enn sem komið er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.