Morgunblaðið - 26.10.1983, Page 16

Morgunblaðið - 26.10.1983, Page 16
48 Laxeldi: MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 • UndaneMislaxinn strokinn að hausti. • í Lónum í Kelduhverfi hafa verið gerðar tilraunir beði með kvíaeldi og hafbeit. Hér hala starfsmenn nokkra væna upp á prammann til sfn, sannkallað „silfur hafsins". Augu manna beinast í vaxandi mæli að hafbeit VIÐ FYRSTU sýn virðast Sakhal- ineyja og Falklandseyjar ekki eiga margt sameiginlegt, en ef nánar er að gett kemur þó annað á daginn. Báðar eyjarnar bjóða upp á stór- kostleg skilyrði til laxahafbeitar. Ef lýsa etti fyrirberinu hafbeit f mjög stuttu máli hljóðaði það svona: Klókindaleg aðferð til að ala laxa upp til slátrunar með því að nýta sér hina furðulegu lifnað- arhætti dýrsins. LÍFSHLAUPIÐ Laxinn klekst úr hrogni í fersku vatni og dvelst þar allt frá sex mánuðum í hlýju vatni og upp í 5 ár, í kaldari vötnum, svo sem á íslandi. Þegar ákveðn- um þroska er náð, ganga laxarn- ir til sjávar og þá fyrst fara þeir að hlaða utan á sig og stækka fyrir alvöru. Eftir eitt til þrjú ár ganga laxarnir síðan í sömu ár og þeir klöktust út í. í flestum tilvikum eftir að hafa flakkað víða í fæðuleit. Nú til dags er algengast að eldislaxarnir séu aldir upp í flotkvíum og er til dæmis mikið um slíkt í norsku fjörðunum og á skosku sjávarlónunum. Norð- menn sendu 15.000 tonn af laxi á markaðinn á síðasta ári og stefna þeir að því að framleiða 25.000 tonn fyrir árið 1985. Þessi tegund láxaræktar hefur þó sína annmarka. Einn er sá, að hún er geysilega dýr, „híbýli" laxanna og fóður þeirra. Annar er, að stanslaust stríð stendur yfir gegn sjúkdómum og sníkjudýr- um, en neytendur eru yfirleitt ekki hrifnir af því að matur þeirra hafi verið reglulega sprautaður með lyfjum. UM HAFBEIT GILDIR ANNAÐ Um hafbeit gegnir öðru máli, því í því tilviki fer aðeins eitt prósent af uppvexti laxins fram undir umsjá ræktunarmanna, að öðru leyti vex laxinn úr grasi í úthöfunum eins og um villtan lax væri að ræða. Tækjakostur er mun fábreyttari og ódýrari, svo ekki sé minnst á fóðrið. En auðvitað hefur hafbeitin sína galla. Aðalgallinn er sá, að dán- artíðni laxa í uppvextinum er geysilega há, aðeins 5 til 10 pró- sent seiða lifa allar hætturnar af og ganga til æskuheimkynna sinna á ný. Margir laxar falla fyrir ýmsum hættum frá náttúr- unnar hendi, er þeir eru smáir þykja þeir hið mesta lostæti fyrir ýmis dýr, stærri fiska og fugla. Þegar þeir eru fullvaxnir eltast selir enn við þá, en þeir eru þó komnir óumdeilanlega í hóp þeirra dýra sem éta önnur, en eru ekki étin. Væri laxinn í raun á grænni grein ef maðurinn kæmi ekki til skjalanna. Maður- inn á fyrst og fremst sök á því að dánartalan er jafn há og raun ber vitni, danskir og færeyskir fiskibátar hafa lengi mokað laxi upp úr Atlantshafsálum í feiknamagni. Meðan engar breytingar eru á því, er hafbeit- arstöðvum skorinn nokkuð þröngur stakkur. Sjávarveiðarnar taka enn sinn toll og óvíst er með öllu hvort að við þeim verður hróflað, þess vegna hafa vísindamenn freistað þess að leysa málið með öðrum aðferðum. Ein hugmynd sem reynd var, var í því fólgin að setja ákveðna efnablöndu í hverja á, enda hafa rannsóknir sýnt og sannað að laxinn ratar í á sína á þefskyninu. Aðeins eitt efni virtist gefa raun, morphol- in. Vandamálið var einungis það, að lyktin virtist vera svo góð að laxar úr öllum áttum gengu í viðkomandi ár, hvort sem þeir áttu þar heima eða ekki. Það sem vakti fyrir vísindamönnun- um var að endurbæta ratvísi lax- ins, en brátt komust þeir að þeirri niðurstöðu að ratvísin er nánast fullkomin og engu við hana að bæta. LAXINUM HJÁLPAÐ Þá var ekki annað að gera en að reyna eitthvað annað og hið augljósa virtist vera að hraða uppvexti laxins á seiðastiginu. Þegar seiðin ná vissri stærð, breyta þau um útlit og ganga þá til sjávar. Þessi breyting lax- anna hefur verið vandskýrð, og fjórar orsakir eru taldar starfa saman að þeim: erfðaþættir, daglengd, mataræði og vatnshiti. Þar sem allir þættirnir virðast skipta miklu máli, hafa vísinda- menn ráðist að þeim öllum með tilraunum sínum. a) Vatnshiti: Seiðin vaxa hraðar eftir því sem vatnið er volgara, en heitt vatn er víðast rokdýrt. Á íslandi standa hafbeitarmenn vel að vígi þar sem þeir geta not- að jarðhita. Bandaríska fyrir- tækið Oregon Aquafoods notar umframvatn frá móðurfyrirtæki sínu sem er risavaxið skógar- höggsfyrirtæki. En þetta er erf- iður kostnaðarhjálli. b) Mataræði: Hér er einnig vandamál á ferðinni. Vissulega væri hægt að flýta vexti seið- anna með kjarnmeira fóðri, en þau seiði myndu ugglaust eiga I meiri erfiðleikum en önnur seiði að bjarga sér úti í náttúrunni. c) Daglengd: Seiðin verða að upplifa að minnsta kosti einn vetur áður en haldið er til hafs, gervilýsing hefur hins vegar reynst svo vel, að það hefur reynst kleift að hraða vexti seiða sem nemur sex mánuðum með því að veita réttan skammt af skammdegi. d) Erfðir: Langt er síðan að lax- ræktarmenn hófu að nota seiði bráðþroskaðri laxa öðrum frem- ur, seiði laxastofna sem að eðl- isfari gista tvo vetur í söltum sjó áður en gengið er í ferskt vatn á ný. Eru það bráðþroskaðri stofn- ar og einstaklingarnir stærri er þeir veiðast í ánni og getur mun- að um meira en helming. ÁHUGI Hafbeit er ekki viðtekin venja, því lönd þau sem Atlantshafs- laxinn gistir liggja misjafnlega vel við ef svo mætti að orði kom- ast. Fyrirbærið hentar til dæmis Norðmönnum illa, því Noregur liggur of langt frá úthafssvæð- um laxins. Hætt er við að heimt- ur yrðu litlar. Kanadamenn og Frakkar eru að íhuga málið og um Bretlandseyjar er nokkurn veginn það sama að segja og um Noreg, auk þess sem þar eru enn fleiri vandamál, meðal annars skefjalaus netaveiði fiskibáta við strendurnar. Þá eru landeig- endadeilur nægar til að standa hafbeitinni fyrir þrifum sem sakir standa. Island liggur landa best við hafbeitinni, enda er áhugi hér mikill. STUNDAÐí KYRRAHAFINU Umrædd ræktunaraðferð er í burðarliðnum hjá Atlantshafs- löndunum, en í Kyrrahafinu hafa menn verið duglegri að stunda þetta. Japanir slepptu heilum milljarði laxaseiða árið 1982 og endurheimtu 28 milljón fiska. Sovétmenn hafa einnig haft sig í frammi, þeir slepptu á síðasta ári milljarði seiða sem alin voru í ræktunarstöðvum á Sakhalineyju og Kamchatka- • Laxinn leitar i æskuslóðirnar. skaga. Sovétmenn hafa reynt annað, sem vakið hefur mikla gagnrýni, þeir hafa sleppt í stór- um stíl seiðum coho- og bleik- laxa í Atlantshafið. Tegundirnar eru smærri en Atlantshafslax- inn, en stækka hraðar og skila sér fyrr, en það dregur mjög úr afföllunum. Heimtur hafa verið slakar, en um skeið veiddust þessir laxar um öll Norðurlönd, meðal annars í ám á íslandi. Umhverfisverndarsinnar hafa áhyKKÍur af framtíð Atlants- hafslaxins verði framhald á til- raunum Rússa. Frakkar hafa sleppt Kyrrahafstegundunum úti fyrir ströndum sínum, en í miklu minni mæli. Hafa heimtur þeirra einnig verið lélegar. HAFBEIT ÞAÐ SEM KOMA SKAL? í sumum af laxveiðilöndunum virðist svo sem hafbeit sé það sem best sé að einbeita sér að í framtíðinni og hinir mörgu sem áhyggjur hafa af framtíð Atl- antshafslaxins, einkum með hliðsjón af úthafsveiðum, vilja veg hafbeitar sem mestan, því þannig væri hægt að auka þrýst- ing á úthafsveiðiþjóðirnar, svo ekki sé minnst á þann möguleika að gera þær sjálfar að hafbeit- arlöndum. Þá yrðu úthafsveiðar kannski úr sögunni fyrir fullt og allt. En áður en það getur ræst þurfa hafbeitarmenn að sýna neytendum fram á að hafbeitar- lax sé síst verri neysluvara en villtur lax, sem 20 til 30 prósent- um meira í aðra höndina. Er það meinloka sem er erfið viðureign- ar. íBjííft * Science and technology. -gg.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.