Morgunblaðið - 26.10.1983, Side 18

Morgunblaðið - 26.10.1983, Side 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 Fyrsti opni þingflokksfundur Bandalags jafnaðarmanna: Erum ekki í neinum sjó- ræningjaleik - sagöi einn þingmannanna vardandi meðferð fyrsta þingmálsins Fyrsta opna þingDokksfund Bandalags jafnaðarmanna sátu um 20 manns. Þingmennirnir Stefán Benediktsson, Kristín S. Kvaran, Guðmundur Einarsson og Kolbrún Jónsdóttir sitja fremst á myndinni og lengst til hægri, talið frá vinstri, í þeirri röð sem þau sitja við borðið. ' Ljósm. Mbl. RAX. VIÐBRÖGÐIN innan Alþingis við þingsályktunartillögu okkar um af- sögn þingmanns hafa einkennst af því að allir fara varlega í umsögnum. Við höfum verið spurð af hverju við gerðum ekki athugasemd við rann- sókn kjörbréfa á þingsetningardegi. í fyrsta lagi er enginn formgalli á kjörbréfinu sjálfu. Þá er þingsetn- ingarathöfnin í ævagömlu formi og við erura ekki í neinum sjóræningja- leik. Alþingi vill áreiðanlega ræða þetta mál og við ætlum ekki að gera þetta að neinni kjötkveðjuhátíð, sagði Stefán Benediktsson alþingis- maður m.a. á fyrsta opna þing- flokksfundi Bandalags jafnaðar- manna í hádegi, fimmtudag, nýverið, en til umræðu voru fyrstu þingmál Bandalagsins. Hinn fjögurra manna þing- flokkur Bandalagsins hefur tekið þá ákvörðun að halda opna þing- flokksfundi vikulega. Um tuttugu manns sátu þennan fyrsta fund, sem var með óformlegum hætti, engin dagskrá lá fyrir og sagði þingflokksformaðurinn, Guð- mundur Einarsson, i upphafi fundarins, að tilgangurinn væri að auðvelda almenningi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og fylgjast með starfi þingflokksins. Bandalagið mun ekki gangast fyrir fundaherferð um landið, eins og stjórnmálaflokkarnir flestir hafa gengist og gangast nú fyrir. Guðmundur sagði meginstarfið undanfarnar vikur hafa verið að undirbúa þingstörf, einnig lands- fund bandalagsins sem haldinn verður 4.-6. nóvember í Mun- aðarnesi. Þá væru útgáfumál og fjármál sem virtust að hans sögn ævarandi vandamál allra stjómmálaflokka ætíð til um- ræðu. Hann gerði síðan grein fyrir fyrstu þingmálum Bandalagsins og þeim málum sem í undirbún- ingi væru. Þar sagði hann breyt- ingar á stjórnskipunarlögum sam- kvæmt stefnuskrá bandalagsins vega þyngst. Þingmennirnir fjöll- uðu einnig nokkuð um álit sitt á þingstörfum og sögðu augljóst að efnahagsmál, efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, fjárlaga- frumvarpið og annað því fylgjandi yrðu fyrirferðarmest á næstu dög- um og vikum. Það kom fram í hvaða fasta- nefndum Bandalagið á fulltrúa, einnig að þingflokkurinn fær áheyrnarfulltrúa í utanrfkismála- nefnd. Fundargestum lék forvitni á að vita, hvernig þingmenn hög- uðu vinnu sinni, hvenær þing- nefndir störfuðu o.s.frv. Þing- mennirnir höfðu þegar rekið sig á, að samvinna við þingmenn ann- arra flokka um flutning þingmála o.fl. getur verið í ýmsum myndum. Komið væri að máli við menn á formlegum fundum, einnig í kaffi- stofu Alþingis og jafnvel á bfla- stæðinu. Þingmennirnir sögðust þegar hafa gerst meðflutnings- menn á einstökum þingskjölum, einnig sagði Stefán Benediktsson að einn þingmaður úr öðrum flokki hefði skammað sig fyrir að fá ekki að vera meðflutningsmað- ur að tillögunni um sölu ríkis- banka. Kom fram að Banda- lagsþingmenn verða meðflutn- ingsmenn á frumvarpi um lokun- artíma sölubúða, sem Guðrún Helgadóttir hafði leitað liðsinnis við. Sögðu þingmennirnir að þetta væri sama málið og Vilmundur Gylfason hefði flutt, en Guðrún tekið til endurflutnings. Alþýðu- flokkurinn hefði talið sig eiga ákveðið tilkall til málsins, þannig að Guðrún hefði gefið eftir að verða fyrsti flutningsmaður, — Kjartan Jóhannsson verður í þvf hlutverki, að sögn þeirra. „Pottþéttast" er að ná sambandi við þingmenn, að sögn eins þeirra, með því að biðja símastúlku Al- þingis að koma skilaboðum til við- komandi þingmanns. Þingmenn Bandalagsins sögðust vænta þess að flytja jómfrúrræður sínar strax á næstu dögum. Þeir hafa þegar orðið varir við að einstakl- ingar leita mikið til einstakra þingmanna, jafnvel þingmanna úr öllum flokkum f tilraunum til að leita réttar síns. Voru nefnd dæmi um mennina sem sátu óverðskuld- að inni vegna Geirfinnsmálsins og íbúðabyggjendur í Garðabæ, sem telja sig hafa gengist undir rang- láta samninga við húsbyggjanda. í spurningum manna kom fram áhugi á hvað liði endurskoðun nefndar á starfsemi Fram- kvæmdastofnunar, sem þing- mennirnir gátu ekki upplýst um, en töldu unnt að koma fram með formlega fyrirspurn varðandi málið til ráðherra ( sameinuðu þingi. „Verður fulltrúi frá Banda- laginu á þingi Amnesty Inter- national?" spurði einn fundar- gesta. Það mál var ekki frágengið, en vegna fyrirspurnarinnar voru menn beðnir að gefa sig fram f ákveðnum málaflokkum, þvf ljóst væri að þingmennirnir fjórir gætu engan veginn annað öllum þeim boðum sem bærust um setur á alls kyns þingum, ráðstefnum og fund- um. Fjárlagafrumvarpið var rætt og sögðu þingmennirnir það mikið verk að fara í gegnum frum- varpsbókina, en nægilegt væri að lesa efnisyfirlitið til að sjá að eng- inn eðlismunur væri á því og fyrri frumvörpum. Það væri hefðbundið hvað varðar stjórnkerfisfyrir- komulagið, það stjórnkerfi, sem Bandalagið hefði f stefnuskrá sinni að breyta. Spurt var hvort væntanleg væri skoðanakönnun um fylgi stjórnar- innar, eins og framkvæmd hefði verið iðulega skömmu eftir þing- setningu. Þingmönnum var ekki kunnugt um það, en Stefán sagði ekki ólíklegt að Steingrfmur Her- mannsson hefði beðið um ein- hvern frest, hann hefði verið sér- lega óheppinn upp á síðkastið. í kjölfar bílakaupanna hefði hann móðgað 35 þúsund manns. Spurt var um afstöðu þingmanna til þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnar- innar að gefa út „áróðursbækling f 70 þúsund eintökum", eins og það var orðað. Guðmundur Einarsson sagði þetta mál kannski ekki mál til að hneykslast á, fremur ætti að koma því f gegn að fleiri nytu opinberrar aðstoðar við útgáfu- mál. Þá kom og fram á fundinum, að þingmennirnir hafa fengið í hend- ur lista yfir kosningar í stjórnir, ráð og nefndir. Á þessu þingi er um að ræða 21 kosningu og sögðu menn að fara yrði rækilega í gegn- um listann og móta afstöðu Bandalagsins til þeirra kosninga. Fundurinn stóð í eina klukku- stund og verður vikulega eins og fyrr segir í húsnæði þingflokksins á Alþingi, að Vonarstræti 8. Hann er öllum opinn. F.P. Bandalag jafnaðarmannæ Landsfundur 4.—6. nóvember LANDSFUNDUR Bandalags jafn- aðarmanna verður haldinn í Mun- aðamesi 4.—6. nóvember nk. Á fundinum verður m.a. ákveðið hvort kosinn verður nýr formaður Bandalags jafnaðarmanna í stað Vilmundar heitins Gylfasonar. Auk ákvarðana um skipu- lagsmál Bandalagsins verður starfað í umræðuhópum um ákveðin afmörkuð málefni. Þá flytur Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, erindi um „Lýðræði í verkalýðshreyfingunni". Jónas Kristjánsson ritstjóri flytur einnig erindi um „Frjálsa fjöl- miðla“. Þingflokkur Bandalags jafn- aðarmanna hefur ráðið sér starfsmann, Jónínu Leósdóttur. Hún verður í hálfu starfi hjá þingflokknum. Þrír starfsmanna Arnarflugs á fundi með fréttamönnum í Amsterdam á dögunum, frá vinstri Halldór Sigurðsson, Stefán Halldórsson og Magnús Oddsson. Meðal þess, sem forvitnilegt er að skoða í Amsterdam, er hús Önnu Frank. Bryndís Valgeirsdóttir bendir þarna á íslenzku útgáfuna af Dagbók Önnu Frank. Áætlunarflug Arnarflugs: Yfir 20 þúsund farþegar hafa flogið á Amsterdam-leiðinni FRÁ því að áætlunarflug Arnarflugs til Amsterdam hófst í byrjun júlí á síðasta ári hafa rúmlega 20 þúsund farþegar flogið með félaginu á þessari leið. Mikil áherzla hefur verið lögð á það af hálfu félagsins að vinna upp þessa flugleið, en minni þungi hefur til þessas verið lagður á kynningarstarf vegna hinna áætlunarleiða félagsins erlendis, það er til Diisseldorf og Ziirich. Á tvo síðarnefndu staðina er aðeins flogið áætlunarflug yfir sumarmánuðina en til Amsterdam allt árið og í vetur býður fyrirtækið ferðir til Kanaríeyja með viðkomu í Amsterdam. Þegar mestar annir voru í far- þegaflugi milli Amsterdam og Keflavíkur í sumar var flogið fjórum sinnum í viku, en í vetur verða farnar tvær ferðir í viku. Á fundi með fréttamönnum á dögunum sögðu talsmenn Arn- arflugs að þeirra verkefni hefði í upphafi verið að koma Amster- dam og Hollandi inn á ferðakort íslendinga og greinilegt væri að árangur hefði þegar náðst í því starfi. Þá hefði félagið kynnt ís- land fyrir Hollendingum á margvíslegan hátt. Áfram yrði haldið á sömu braut, en næst á eftir Amsterdam yrði byrjað á kynningarherferð í Sviss með Zurich-flugið í huga og síðan Dússeldorf. Á fundinum kom fram óánægja með hvernig því fé er varið, sem Ferðamálaráð deilir út til landkynningar í hinum ýmsu löndum. Nú er miðað við fjölda farþega, sem koma frá viðkomandi landi og ákveðinni upphæð varið til kynningar í samræmi við fjöldann. Arnar- flugsmenn vilja ekki miða við höfðatölu heldur fjölda gisti- nótta og verja kynningarfénu í samræmi við það. Þeir nefndu sem dæmi, að farþegar frá Bandaríkjunum, sem kæmu til íslands gistu aðeins í 1—3 næst- ur, svokallaðir „stop-over“-far- þegar. Farþegar frá Evrópu kæmu hins vegar til 2—3ja vikna dvalar og því bæri að leggja aukna áherzlu á kynn- ingarstarf í löndum meginlands Evrópu. Mál þetta hefur verið rætt við Ferðamálaráð, en ýmsir tæknilegir örðugleikar taldir á að nota þessa aðferð. Talsmenn Arnarflugs voru spurðir hvort ferjurnar Edda og Norrona hefðu haft áhrif á ferð- ir með flugi til og frá íslandi. Magnús Oddsson sagði að til- koma þessara skipa hefði ekki haft áhrif á ferðir erlendra far- þega til Islands, það fólk, sem ferðaðist til fslands með skipun- um, hefði í fæstum tilfellum far- ið að öðrum kosti. Stefán Hall-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.