Morgunblaðið - 26.10.1983, Síða 19

Morgunblaðið - 26.10.1983, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 51 Fjöldahand- tökur í Tíbet Lhasa, október 1983. SÍVAXANDI uppgangur þjóðern- issinna í Tíbet er Kínverjum mik- ill þyrnir í augum. Gripu þeir til þess ráðs að handtaka 500 Tíbeta í Lhasa, höfuðborg Tíbet, síðastlið- inn ágúst og var þeim gefið að sök svartamarkaðsbrask og það að hafa ekki tilskilin dvalarleyfi und- ir höndum. Kínverskir embætt- ismenn hafa þó viðurkennt að ástæðurnar fyrir handtökunum séu stjórnmálalegs eðlis. Uppúr sauð er Kínverjar buðu hópi af vestrænum blaðamönnum til Tíbet síðastliðið sumar. Þeim láðist að skrifa hástemmdar lof- gerðarromsur um stjórnarafrek kínversku herraþjóðarinnar. Þess í stað var mikið fjallað um þögul mótmæli Tíbeta sem fólust m.a. í því að brefum var þrýst í lófa blaðamannanna. Þar var yfirleitt skorað á Sameinuðu þjóðirnar að láta málefni Tíbets til sín taka og styðja baráttu Tíbeta fyrir sjálf- stæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar reynt að bæta fyrir þau spjöll sem þeir unnu á tíbetskri menningu á árum menningarbyltingarinnar. Útgöngubanni var aflétt og byrjað að kenna tíbetsku í skólum lands- ins. Viðræður voru hafnar við Dalai Lama, andlegan og verald- legan leiðtoga Tíbeta, um að hann sneri heim úr útlegð í Indlandi. Fyrirhugað var að hann færi í stutta heimsókn til Tíbet 1985. Kínverjar vonast til að Tíbetar verði leiðitamari ef Dalai Lama dvelur á meðal þeirra. Útlagastjórn Tíbeta í Dharam- sala, Indlandi, lítur mjög alvarleg- um augum á síðustu aðgerðir kínverskra yfirvalda og vara þeir Kínverja eindregið við afleiðing- um slíkrar harðlínustefnu. Hætt er við að slitni uppúr viðræðum Dalai Lama og Pekingstjórnarinn- ar. Kínverjar hafa birt lista yfir þrjú þúsund eftirlýsta Tíbeta. Flestir þeirra hafa það eitt til saka unnið að hafa heimsótt ætt- ingja í Indlandi. Mikill ótti hefur gripið um sig í Tíbet, ekki síst eft- ir að nokkrir hinna handteknu voru dæmdir til dauða. Kínverjar hafa sett á útgöngubann að nýju í stærstu borgum Tíbet og munu þeir beita öllum ráðum til að lama þjóðfrelsisöfl landsins. (Frétutilkynning frá upplýsingnþjónuHtu tíbetsku útlagastjórnarinnar c/o Gíali Þór Gunnarason, Stekkjarflöt 18, Garðab*.) Reykhólasveit: Dvalarheimili færðar gjafir Rejkbélanreit, 24. oktiber. NÝLEGA er lokið við grunn dvalar- heimilisins á Reykhólum og er hann 50 fermetrar að flatarmáli. Húsið, sem þar á að rísa er með 11 íbúðum auk sameiginlegs rýmis. Smiður var Sigur- vin Olafsson, Stokkseyri. Dvalarheimilinu hefur borizt 50 þúsund króna gjöf frá þeim hjónum Lilju Þórarinsdóttur og Ólafi Sveinssyni, Grund í Reykhólasveit. Fyrir þessa gjöf og aðrar gjafir, sem dvalarheimilinu hafa borizt skulu gefendum færðar þakkir. — Sveinn Amsterdam var í eina tfð vagga evrópskra hippa og enn má finna leifar þessa tímabils í höfuðborg Hollands. Á myndinni sést „höll“ eins af fyrstu hippun- um, en hús hans er nú meðal þess sem ferðamönnum er sýnt á ferð um síkin. dórsson sagði hins vegar að til- koma skipanna hefði haft greinileg áhrif á ferðir íslend- inga til Evrópu. Ásóknin í skipin og verð það er þar væri í boði hefði kallað á lægra verð þannig að þessi samkeppni hefði komið neytendum til góða. Leiguflug er snar þáttur í starfi Arnarflugs og á liðnu sumri var fyrirtækið með megn- ið af leiguflugi á vegum ís- lenzkra ferðaskrifstofa til landa við Miðjarðarhafið. Halldór Sig- urðsson sagði að næstu mánuði væru samningar fyrir hendi, en í leigufluginu færi samkeppni harðnandi með hverju árinu. Arnarflug hefur flogið fyrir fjölmörg flugfélög og í mörgum löndum. Nú er fyrirtækið m.a. með verkefni í Líbýu og Nígeríu. Framkvæmdanefnd „Gagnvega“ talið frá vinstri: Þór Jakobsson, Agnes IVÍ. Siguróardóttir, Eóvarð lngólfsson og Níels Árni Lund. „Gagnvegir“ - unglingar taki viðtöl við aldraða UNDIRBÚNINGUR á viðtölum unglinga við aldraða ísiendinga, undir yfirskriftinni „GAGNVEGIR" stendur nú yfír. Að undirbúningnum standa: barnablaðið Askan, Æsku- lýðsstarf þjóðkirkjunnar, Æskulýðs- ráð ríkisins og dr. Þór Jakobsson. Ætlunin er að unglingarnir eigi stutt viðtöl við íslendinga, 70 ára og eldri, afli upplýsinga hjá þeim um líf og hagi fólks áður fyrr og vinni úr þeim 3—10 blaðsíðna ritgerð. Á blaðamannafundi, sem hald- inn var vegna undirbúnings „Gagnvega", kom fram að öllum unglingum á íslandi á aldrinum 11—18 ára er heimiluð þátttaka. Sögðust nefndarmenn þess full- vissir að verkefni sem þetta myndi auka áhuga ungs fólks á sögu landsins og lifnaðarháttum fólks fyrr á tíðum auk þess sem sköpun- arhæfileikar unga fólksins fengju að njóta sín. Vonast þeir til að æskulýðsfélög um allt land, kenn- arar og forráðamenn unglinga á aldrinum 11—18 ára, veki athygli á „Gagnvegum". Sams konar verk- efni var lagt fyrir unglinga í Kanada og bar það góðan árangur, að sögn dr. Þórs Jakobssonar. Og kvað hann alla þátttakendur hafa haft mikla ánægju af verkefninu. Þeir aðilar, sem að undirbúningn- um standa, vilja leggja ríka áherslu á að hér sé ekki um rit- gerðasamkeppni að ræða, né held- ur próf í ritsnilld, heldur sé þetta áhugavert og skapandi verkefni fyrir alla unglinga í landinu. I nýútkomnu hefti barnablaðs- ins Æskunnar birtist viðtal, sem Hrafn Jökulsson átti við afa sinn, dr. Jakob Jónsson. Sagði Eðvarð Ingólfsson, blaðamaður Æskunn- ar, að það viðtal ætti að geta leið- beint öðrum um uppsetningu og frágang verkefnisins. í sama tölu- blaði Æskunnar er birt ávarp for- seta íslands Vigdísar Finnboga- dóttur, þar sem hún hvetur ungt fólk til þátttöku í „Gagnvegum". f ávarpi sínu segir Vigdís Finnboga- dóttir m.a.: „Við íslendingar ætt- um enga þjóðarsögu hefðu menn fortíðarinnar ekki kappkostað hverju sinni að færa í letur dýr- mætan fróðleik um landið og líf fólksins sem það hefur byggt. Þeir gerðu sér Ijóst að mikilvægt er að geyma en ekki gleyma. Þannig ber okkur að varðveita sem flest blæ- brigði lífsminninga þvf við erum öll sem eitt tengiliður milli þess sem var, er og þess sem verður. Við erum þátttakendur í mann- kynssögunni sem með hverju nýju andartaki verður æ lengri." f framkvæmdanefnd „Gagn- vega“ eiga sæti: dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur, Eðvarð Ingólfs- son, blaðamaður, Níels Árni Lung, æskulýðsfulltrúi ríkisins og séra Agnes M. Sigurðardóttir, æsku- lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar. Telja þau æskilegt að þátttakendur velji sér umsjónarmann, kennara, for- eldri eða annan fullorðinn aðila, sem sjái um að verkinu verði skil- að áður en skilafrestur rennur út. Ritgerðum ber að skila fyrir áramót ’83—’84 til Æskunnar, pósthólf 14, Reykjavík. Eiga þær að vera vélritaðar eða snyrtilega skrifaðar. Fullt nafn og heimilis- fang þess sem skráir, fullt nafn og heimilisfang viðmælanda og und- irskrift umsjónarmanns skulu fylgja með. Ljósmyndir mega gjarnan fylgja, ef þátttakandi óskar eftir því. Viðtölin verða birt i Æskunni, en einnig kemur til greina að gefa þau út I sérstöku blaði. Allir þátttakendur I „Gagnveg- um“ fá viðurkenningarskjal undir- ritað af framkvæmdanefndar- mönnum. ^ LAUGAVEGI 40 REYKJAVÍK — SÍMI 16468 Hofðabakka 9, Reykjavik S. 85411

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.