Morgunblaðið - 26.10.1983, Síða 20
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983
Um öngstígu sögunnar
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Saga. Tímarit Sögufélags. XXI.
363 bls. Útg. Sögufélag. Reykjavík,
1983.
Saga hefst að þessu sinni á rit-
gerðinni Þrælahaldi á Þjóðveldisöld
eftir Önnu Agnarsdóttur og Ragn-
ar Árnason. Þjóðveldisöldin hefur
verið heldur lítið í sviðsljósinu hjá
sagnfræðingum undanfarið, þeir
hafa verið með hugann við nútím-
ann. Ritgerð þeirra, önnu og
Ragnars, er fyrir margra hluta
sakir athyglisverð. Þau taka með-
al annars mið af kenningum
tveggja sagnfræðinga, Árna
Pálssonar og Gunnars Karlssonar,
setja síðan fram eigin skoðanir.
Margir hafa haft fyrir satt að með
kristnitökunni hafi þrælahald
hérlendis lagst niður — af mann-
úðarástæðum. Þau, Anna og
Ragnar, telja hins vegar »að krist-
in siðfræði hafi haft óveruleg
áhrif á hnignun þrælahalds á fs-
landi.« Á það er auðvelt að fallast.
Kærleiksboðskapur kristninnar er
tiltölulega nýr í þeirri mynd sem
við þekkjum hann nú. Ekki dugir
heldur að skoða miðaldasögu í
ljósi hugsunarháttar á tuttugustu
öld. Trúboð var á miðöldum rekið
með offorsi og manndrápum og
engum kærleika. Kenning þeirra,
Önnu og Ragnars, er líka mestan
part hagfræðileg. Þrælahald er
»áhættusamara en notkun frjáls
vinnuafls,* segja þau. Rök þeirra
eru annars nokkuð tyrfin, fræði-
leg, skrifborðsleg. í rauninni sýn-
ist mér þau gera málið óþarflega
flókið. Mergurinn málsins er sá að
þrælahaldið fylgdi víkingaöldinni
— útþenslu og landvinningum
norrænna þjóða, og til að skilja
það þarf hvorki félagsvísindi né
hagspeki (raunar drepa höfundar
á þetta en gera það ekki að neinu
atriði). Rómaveldi stóð og féll með
landvinningum og þar með: endur-
nýjun þræiamarkaðarins. Ríkinu
tók að hnigna á sömu stund og
útþenslan stöðvaðist. Nákvæm-
lega sama máli gegndi um Norður-
lönd. fslenskur höfðingi krækti
sér ekki í þræl á næsta bæ. Hann
varð annaðhvort að sækja þrælinn
vestur um haf eða kaupa hann af
víkingum sem höfðu rænt honum í
hernaði. Þegar víkingaferðir lögð-
ust niður urðu þrælar ekki lengur
sóttir til fjarlægra landa með
sama hætti og áður.
En skaðinn var ekki óbætanleg-
ur þó þrælamarkaðurinn drægist
saman eða lokaðist. Munurinn á
þrælahaldi og fólkshaldi með
svokölluðu frjálsu vinnuafli hefur
varla verið mikill. Allt fram undir
1940 héldu íslenskir bændur fjölda
vinnuhjúa sem þeir gátu farið með
nokkurn veginn sem sína eign.
Þrælahald var og er því aðeins
fjárhagslega hagkvæmt að ekki
þurfi að kosta uppeldi þrælsins.
Hliðstæður fyrirfinnast í nútím-
anum þó enginn nefni þrælahald,
t.d. í iðnríkjunum. Dæmi má taka
af Svíum þar eð þeir standa okkur
næst. Meðan hagur þeirra stóð
með hvað mestum blóma fluttu
þeir inn Tyrki og Júgóslava og
settu þá beint í vinnu — verkin
sem þeir litu ekki við sjálfir! Að-
ferðin var ekki hin sama og vík-
inganna. En tilgangurinn var
nákvæmlega sá sami, það er:
minni kostnaður — meiri hagnað-
ur. (Ég bið lesendur að líta ekki
svo á að ég sé með þessum sjálf-
sögðu ábendingum að gera lítið úr
ritgerð þeirra, önnu og Agnars,
hún er áreiðanlega vel unnin út
frá sjónarmiði höfundanna og inn-
an þess ramma sem þau hafa sett
sér þó undirritaður sé ekki nógu
móttækilegur fyrir spekina.)
Sveinbjörn Rafnsson ritar Um
mataræði íslendinga á 18. öld. Þar
er á brattan að sækja í fræði-
legum skilningi því matargerð
taldist ekki forðum til þess konar
stórviðburða sem sagnaritarar
skráðu í annála. Og naumast tjóir
að sækja visku »til elstu manna«
því Sveinbjörn staðhæfir — og ör-
ugglega með réttu — að mataræði
íslendinga hafi breyst mikið á 19.
og 20. öld. Við eigum margar
greinagóðar heimildir um matar-
venjur á seinni hluta 19. aldar.
Þegar fjær dregur strjálast fróð-
leikurinn, því meir því lengra.
Sveinbjörn birtir með ritgerð
sinni skýrslu sem rituð var á
seinni hluta 18. aldar. Fáir mundu
Gunnar Þór Bjarnason
nú telja það fjölbreyttan matseðil
sem þar er lýst. »Hvers vegna étur
ekki fólkið hveitibrauð og smér?«
er fortalið að drottningin hafi sagt
um íslendinga í móðuharðindun-
um. Því aðeins geymdust þau orð í
minni að brauðleysið bagaði ís-
lendinga mest eins og fram kemur
í ritgerð Sveinbjörns. Hér var ekki
ræktað korn, og til kornleysisins
rekur Sveinbjörn orsakir þess að
hér varð aldrei til milljónaþjóð.
En þrátt fyrir rýran kost urðu
þó alltaf einhverjir til að vara við
óhófi í mat og drykk eins og fram
kemur I ritgerð Lýðs Björnssonar,
Hvað er það sem óhófínu ofbýður?
Þar er einkum lagt út af álitsgerð-
um embættismanna á seinni hluta
18. aldar en þeim bar þá saman
um að óhóf í mat og drykk stæði
fslendingum verulega fyrir þrifum
og það hefði aukist eftir að frí-
höndlun hófst. Fátæk brúðhjón
haldi fjölmennar veislur þar sem
skonrok og brennivín sé óspart
veitt. Svo er að sjá sem þá hafi
ekki verið farið að bera á borð í
brúðkaupsveislum steikur og
grjónagrauta og kaffi með lumm-
um og síðast sætt rommpúns eins
og hver vildi hafa svo sem víða er
lýst í þess konar veislum á 19. öld.
Telur Lýður að veitingar í brúð-
kaupsveislum hafi breyst verulega
»á fyrri hluta 19. aldar.« Þá upp-
lýsir Lýður að fyrr á öldum hafi
lög kveðið skýrt á hversu mönnum
leyfðist að klæðast — í samræmi
við efnahag!
Samgöngusögunni hafa sjaldan
verið gerð ýtarleg skil fremur en
mat og drykk. En hér er ritgerð
eftir Guðjón Inga Hauksson og
ber yfirskriftina: Þjóðleiðir og
vegaframkvæmdir frá Sandhólaferju
að Ytri-Rangá í Holtamannahreppi
hinum forna. »Það er löngu gleymt
að ferðalög voru miklar þrekraun-
ir í gamla daga,« segir Guðjón
Ingi. Hann styðst meðal annars
við frásagnir afa síns, Guðjóns
bónda og fræðimanns í Ási í Holt-
um. Og fleiri koma við sögu. Sig-
urþór á Gaddstöðum komst svo að
orði um ferðalögin á fyrri öld: »Ég
held að ferðalögin hafi seindrepið
margan manninn eins og útbúnað-
ur var á æði mörgum stöðum og
aðstæður allar.«
Þó Guðjón Ingi tilfæri fróðleg
ummæli þessara tveggja löngu
látnu heiðursmanna tekur hann
samt einkum mið af rituðum og
skjallegum heimildum um vega-
gerð og samgöngubætur á seinni
hluta 19. aldar.
Kornungur sagnfræðingur,
Gunnar Þór Bjarnason, birtir
kafla úr BA-ritgerð undir heitinu:
Viðhorf íslendinga til Þjóðverja í
heimsstyrjöldinni fyrri. Fróðleg
samantekt! Eins og vænta má
kemst hann að þeirri niðurstöðu
að fleiri hafi fylgt Bretum að mál-
um en Þjóðverjum. Eigi að síður
áttu Þjóðverjar hér dygga stuðn-
ingsmenn, einkum í hópi mennta-
manna. Vildu þeir launa Þjóðverj-
um þann mikla íslandsáhuga sem
þýskir fræðimenn höfðu sýnt allt
frá miðri 19. öld. »ólíkt því sem
var meðal helstu stríðsþjóðanna
fögnuðu íslendingar ekki ófriðn-
um,« segir Gunnar Þór. Fólk
óttaðist ekki hernaðinn sjálfan
heldur einangrun og vöruskort.
Athyglisvert er að strax í upphafi
ófriðar töldu menn Breta sigur-
stranglegri (margir litu á styrj-
öldina sem stríð Þjóðverja og
Breta, fyrst og fremst). Rússar
voru litnir hornauga og tekur
Gunnar Þór undir orð Björns Þor-
steinssonar aö Rússagrýlan hafi
verið komin hér til sögunnar þeg-
ar á seinni hluta 19. aldar. Eins og
bæði fyrr og síðar töluðu íslend-
ingar með vandlætingu um hernað
og stríð og segir Gunnar Þór að þá
andúð megi skoða í ljósi þess hve
þjóðin var fámenn og íslendingar
»vanmáttugir í heimi þar sem
voldug ríki réðu lögum og lofum.«
Ég hef getið hér þeirra ritgerð-
anna sem mér þóttu strax for-
vitnilegastar, en miklu fleira er f
þessari Sögu — fleiri ritgerðir,
minningargreinar um látna sagn-
fræðinga, umsagnir um sagn-
fræðirit, og svo framvegis.
Éngin önnur fræðigrein heldur
hér úti svona myndarlegu og fjöl-
breyttu riti þessi árin svo mér sé
kunnugt. Undanfarin ár hefur
Saga lent í stríðasta straumkasti
bókaflóðsins rétt fyrir jólin. Nú
kemur hún út á skikkanlegri tíma
og vona ég að svo verði framvegis.
Það er svo mikið líf í þessu riti að
Saga á að geta vakið á sér athygli
þó hún standi ekki í glampanum
frá stórhátíð.
Erlendur Jónsson
Saga utangarðsmanns eftir Finn Roaas
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Uten fast bopel: Finn Roaas.
Útb. Gappelen forlag 1983.
Sagan hefst þegar sjómaðurinn
Aksel Norman Olsen snýr heim til
Osló. Hann er 49 ára gamall og
hefur verið í siglingum frá unga
aldri og teygað ýmsa bikara í
botn. En nú er svo komið, að hann
hefur þörf fyrir að finna sér sama-
stað í tilverunni, ævintýraljóminn
er löngu farinn af hinu fjrálsa sjó-
mannslífi og hann á hvergi neinar
rætur. En væri ráð að athuga,
hvort of seint sé að skjóta þeim í
gamla landinu. Um hríð hafði góð
og væn stúlka, Thordis, siglt með
honum og til hennar leitar hann
eftir heimkomuna og vonast til að
einhver sameiginleg framtíð gæti
beðið þeirra. En hann er drykk-
felldur og ókyrr í sálinni og það
vefst fyrir honum að koma undir
sig fótunum. Hann fær vinnu öðru
hverju og húsnæði í fyrstu. Hann
er uppfullur af fögrum fyrirætlun-
um, en það kemur fljótlega í ljós,
að það er honum ofviða að lifa
reglubundnu lífi og því sækir í
sama brennivínsfarið og áður og
versnar stöðugt. Thordis, sem hef-
ur sýnt honum langlundargeð og
umburðarlyndi og hefði kannski
viljað hjálpa honum þegar hann
Finn Roaas
leitar til hennar eftir langvarandi
sukk og svínarí, fær ekki tækifæri
til þess og gamli sjóarinn hverfur
á braut. Á vit þeirra örlaga sem
virðast ekki umflúin.
Þetta er miskunnarlaus bók um
aðstæður eða öllu heldur aðstæðu-
leysi utangarðsmanna, skiln-
ingsskort umhverfis og töluverð
ádeila á velferðarþjóðfélagið, sem
lætur sig engu skipta, að minnsta
koti litlu, þótt nokkrir rónar fari í
hundana fyrir fullt og allt. Aðal-
persónan, Aksel Norman Olsen, er
vel gerð persóna frá hendi höfund-
ar, sem vekur samúð lesanda.
Ég hef ekki áður lesið bók eftir
Finn Roaas. Hann er hálffertugur
að aldri og hefur um árabil unnið
við stofnun í Osló sem leysir
bráðabirgðavanda slíks fólks sem
Aksels Normans. Hann hefur áður
gefið út eina bók, smásagnasafnið
Onsumslaget.
Frumdrög Leifs Breiðfjörðs
Það er mikilsverð nýbreytni
sem fitjað hefur verið upp á af
Listvinafélagi Hallgrímskirkju
um sýningarhald myndlistar
trúarlegs eðlis í anddyri kirkj-
unnar. Fyrst sá ég þar myndir úr
Passíusálmum Hallgríms Pét-
urssonar í útfærslu Barböru
heitinnar Árnason sl. vor en um
þessar mundir eru þar til sýnis
vinnuteikningar, frumdrög
ásamt ljósmyndum verka gler-
listamannsins kunna Leifs
Breiðfjörð.
Það er vel til fallið að kynna
það bezta, sem gert er á þessum
vettvangi í íslenzkri list og jafn-
framt ómetanlegt fyrir leika
sem lærða að kynnast vinnu-
brögðum jafn slungins lista-
manns og Leifur Breiðfjörð er
óneitanlega, allt frá fyrstu
frumdrögum og til hinnar full-
gerðu myndar, sem sýnd er á
litljósmynd.
Leifur segir réttilega, að þessi
forvinna gefi oft miklar upplýs-
ingar um vinnubrögð og lista-
verkin sjálf og að honum finnist
allt of lítil rækt hafa verið lögð
við þessa hlið á vinnu myndlist-
armanna hér á landi og vísar til
fordæma listasafna erlendis. Á
þetta hef ég og margbent í pistl-
um mínum í gegnum árin en hér
mætum við einnig tregðulögmál-
inu hjá mörgum listamanninum,
er vill sitja á forvinnu sinni sem
ríkisleyndarmáli, sem ber þó
frekar keim af því að hann hafi
eitthvað að fela.
Sýningin í Hallgrímskirkju er
í hæsta máta áhugaverð og skal
áhugafólki um listir svo og list-
nemum alveg sérstaklega bent á
hana því að hér felst viðamikill
lærdómur. Leifur er sem kunn-
ugt er mjög vel menntaður á
þessu sviði og nafntogaður víða
um lönd. Það er einkar lær-
dómsríkt að fylgjast með fyrstu
rissum og fullgerðri mynd því að
við gerð slíkra mynda þarf að
taka tillit til ótal þátta í næsta
umhverfi, svo sem byggingar-
stíls, ljóss og litbrigða. Margar
myndanna á sýningunni eru hin-
ar glæsilegustu og bera vitni
hugmyndaauðgi listamannsins
ásamt staðgóðri undirstöðu-
menntun.
óþarfi er að skírskota til ein-
stakra verka því að það myndi
gera kröfu til langrar faglegrar
umfjöllunar og svo eru myndirn-
ar mjög ólíkar vegna þess að
hvert nýtt verkefni krefst nýrrar
myndhugsunar þótt persónuleiki
listamannsins skíni í gegn.
Mikilvægast er að hér er verið
að kynna hámenningu í kirkju-
list því að nóg eigum við af lág-
menningunni á því sviði, lágkúru
og þröngsýni fáfræðinnar.
Athygli skal vakin á að sýn-
ingin er einungis opin milli 10 —
12 á virkum dögum en 14 — 17
um helgar. Lokað á mánudögum.
Svo ber að þakka framtakið
með virktum.
Bragi Ásgeirsson