Morgunblaðið - 26.10.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.10.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 53 Bridge Arnór Ragnarsson íslandsmót kvenna og í blönd- uðum flokki Um helgina fóru fram fs- landsmót í tvímenningi í kvennaflokki og blönduðum flokki. Mjög jöfn og skemmtileg keppni var í báðum flokkunum, einkum og sér í lagi í kvenna- flokknum sem lauk með sigri Júlíönu ísebarn og Margrétar Margeirsdóttur sem hlutu 93 stig yfir meðalskor, en keppnin var spiluð með barómeterformi. Þrjú pör börðust um efsta sætið í lokakeppninni. Fyrir síð- ustu umferðina voru Erla Sigur- jónsdóttir og Dröfn Guðmunds- dóttir efstar með 99 stig, Mar- grét og Júlíana höfðu 93 stig og Sigrún Pétursdóttir og Rósa Þorsteinsdóttir voru með 69 stig. Margrét og Júlíana héldu sínu í síðustu umferðinni á meðan Erla og Dröfn fengu 9 mínusstig og töpuðu þar með titlinum. Þegar þremur umferðum var ólokið höfðu Dröfn og Erla afgerandi forystu í keppninni, en þá var staða efstu para þessi: Stig Erla — Dröfn 102 Sigrún — Rósa 81 Júliana — Margrét 69 Lokastaðan: Stig Júlíana ísebarn — Margrét Margeirsdóttir 93 Erla Sigurjónsdóttir — Dröfn Guðmundsdóttir 90 Sigrún Pétursdóttir — Rósa Þorsteinsdóttir 59 Alda Hansen — Nanna Ágústsdóttir 32 Ólafía Jónsdóttir — Sigrún Straumland 31 Eygló Gránz — Valey Guðmundsd., Self. 30 Erla Guðmundsdóttir — Guðrún Jörgensen Sigríður Eyjólfsdóttir — Grethe Iversen 25 12 22 pör spiluðu í mótinu. Spiluð voru 3 spil milli para. Reikni- meistari var Vigfús Pálsson. í blandaða flokknum var spiiað- ur Mitchell-tvímenningur og þá spiluðu 26 pör. Hjónin Ingibjörg Halldórsdóttir og Sigvaldi Þor- steinsson gerðu sér lítið fyrir og unnu þennan fslandsmeistaratitil, hlutu 733 stig. Stórmeistarinn Þór- arinn Sigþórsson og Kristjana Steingrímsdóttir urðu í öðru sæti með 723 stig og Halla Bergþórs- dóttir og Jóhann Jónsson urðu þriðju með 700 stig. Röð næstu para: Stig Valgerður Kristjánsdóttir — Björn Theodórsson 695 Sigrún Pétursdóttir — Óli Andreasson 687 Dúa Ólafsdóttir — Jón Lárusson 683 Hulda Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andreasson 656 Kristín Þórðardóttir — Jón Pálsson 646 Meðalskor 624 Gefin voru gullstig í báðum keppnunum, 10 stig fyrir fyrsta sæti, 5 fyrir annað sæti, 4 stig fyrir þriðja sæti og 3 stig fyrir fimmta sætið. Keppnisstjóri í báðum keppn- unum var Agnar Jörgensson. Að sögn Jóns Baldurssonar, starfsmanns hjá Bridgesam- bandinu, tókust bæði mótin mjög vel. Sagðist hann vona að hér eftir yrðu þessi mót árlegur viðburður. Verðlaunaafhending fyrir bæði mótin verður á Islandsmót- inu í tvímenningi í vor. BSÍ-þingið Þing Bridgesambands íslands verður haldið nk. laugardag í TESS-salnum, Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, og hefst kl. 10 um morguninn. Bridgedeild Breið- firðingafélagsins Aðalsveitakeppni deildarinnar hófst sl. fimmtudag. Nítján sveitir mættu til leiks. Spilaðir eru tveir 16 spila leikir á kvöldi. Staðan eftir fyrsta kvöldið: Stig Sigurður Amundason 40 Jóhann Jóhannsson 36 Guðlaugur Nielsen 32 Erla Eyjólfsdóttir 29 Helgi Nielsen 28 Kristín Þórðardóttir 24 Þórarinn Alexandersson 24 Magnús Björnsson 23 Næstu tvær umferðir verða spilaðar á fimmtudaginn í Hreyfilshúsnu og hefst spil- amennskan kl. 19.30. Bridgefélag Akraness 13. október sl. hófst baro- meterkeppni hjá félaginu með þátttöku 22 para. Staðan eftir 7 umferðir: Árni Bragason — Sigurður Halldórsson 110 Alfreð Viktorsson — Karl Alfreðsson 90 Alfreð Alfreðsson — Erling Einarsson 76 Þorvaldur Guðmundsson — Pálmi Sveinsson 73 Guðjón Guðmundsson — ólafur G. ólafsson 69 Næstu umferðir verða spilað- ar í Röst á fimmtudaginn kl. 20. Vigdís Finnbogadóttir fær gjöf SÍÐASTLIÐIÐ sumar tilkynnti aðal- framkvæmdastjóri Montres Rolex S.A. Geneva, M. André J. Heiniger, að óskað væri heimildar til að færa forseta íslands, frú Vigdísi Finnboga- dóttur, Rolex-úr í viðurkenningar- skyni. í fréttatilkynningu frá umboðs- aðilum Rolex á íslandi segir m.a að hefðbundin venja sé að fram- kvæmdastjórn Rolex-verksmiðj- anna votti þjóðarleiðtogum virð- ingu sína á þennan hátt. í sömu fréttatilkynningu segir ennfremur: „Rolex-úraverksmiðjurnar hafa i höfuðstöðvum sínum í Genf safn mynda af merkum mönnum og þjóðhöfðingjum og óskað var eftir áritaðri mynd af forseta íslands í það safn.“ Myndin er tekin þegar Franch Michelsen og Frank Úlfar Michelsen færðu forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, Rol- ex-úr, hinn 17. október sfðastliðinn. Ljósm. Mbl. Frióþjófur Ómarkvisst og lítt vandað Hljóm nnrrm Siguröur Sverrisson Bonjour Mammon Bonjour Mammon Sápa 001. Það er með ólíkindum hvað menn endast til þess að gefa út hljómplötur hér á landi jafnvel þótt útgáfan virðist gersamlega dauðadæmd fyrirfram. íslend- ingar eru bjartsýnisfólk upp til hópa og bræðurnir Páll og Sigur- björn Sigurbjörnssynir hljóta að teljast til bjartsýnismanna. Plata þeirra skýtur skyndilega upp kollinum, án þess að nokkur hafi vitað að útgáfa hennar stæði fyrir dyrum. Síðan er henni lítið sem ekkert fylgt eftir. Slíkt hlýtur að vera koltapað dæmi á þessum kreppu- og sam- dráttartímum. Plata þeirra bræðra Páls og Sigurbjörns hlýtur að teljast af- skaplega ómarkviss, svo ekki sé meira sagt. Sum laganna eru reyndar ágæt að stofni til, en út- setningar eru margar hverjar kauðskar og þá hefur hljóð- blöndunin lítið bætt úr skák. Hún er vægast sagt slök. Reynd- ar er hljóðfæraleikurinn í flest- um tilvikum þokkalegur, stund- um góður, en söngurinn er ekki til að hrópa húrra fyrir. Sér til aðstoðar hafa þeir bræður fengið nokkra kunna hljóðfæraleikara. Magnús Stef- ánsson, fyrrum í Egó, leikur á trommur og hefur held ég megi segja oftast gert betur en hér. Vilhjálmur Guðjónsson leikur á gítar og saxófón í laginu Missir og gítarleikur hans er langbesti punktur þessarar plötu. Sigurð- ur Gröndal leikur á gítar í flest- um hinna laganna og dregur oft upp skemmtileg „riff“, sem falla hins vegar ekki almennilega inn í tónlistina. Páll leikur á bassa á aliri plötunni og Sigurbjörn syngur á móti honum. Saman eiga þeir svo lög og texta. Vel má vera, að tónninn í þess- ari umfjöllun sé allt annað en jákvæður. Kannski er verið að kveða upp úrskurð að gefnum röngum forsendum. E.t.v. voru litlir peningar fyrir hendi og ekki unnt að gera þetta betur úr garði en raun ber vitni? Hver veit? Hvað sem því líður hefði ekki sakað, að sjálfsgagnrýni hefði gætt í einhverjum mæli. Með hana til staðar hefði mátt breyta þessari plötu úr lélegri yfir í vel viðunandi. Þegar jafnerfitt er að gefa út plötur og raun ber vitni nú á þessum tímum hljóta menn að leggja metnað sinn í að verk þeirra séu þannig úr garði gerð, að þau veki einhverja athygli. Nema auðvitað, að hér sé aðeins verið að skemmta vinahópi. Ég er hræddur um að Bonjour Mammon falli í gleymskunnar dá fyrr en nokkurn varir. Hagsýnn velur það besta UÐS6A6NABÖLL1N BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410 Það eru litlu hlutirnir sem gera húsgagna- verslun stóra Þess vegna er þér óhætt að líta inn til okkar, hvergi nokkurs staðar er meira úrval á einum stað. Hérna sérðu hluta af úrvalinu okkar af tækjaskápum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.