Morgunblaðið - 26.10.1983, Síða 22

Morgunblaðið - 26.10.1983, Síða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 Friðarhreyfing framhaldsskólanema: Gagnkvæm al- hliða afvopnun þjóða virðingu og skilning á ólík- um skoðunum. Það er óumflýjanleg staðreynd að til eru ríki í heiminum, sem aðhyllast stjórnmálastefnu, sem birtist í yfirgangi gagnvart öðrum þjóðum í krafti vopnavalds, með tilheyrandi frelsisskerðingu og mannfórnum. Stærsta hindrunin er þó það þjóðfélagskerfi sem byggir á alræði. Þar eru frjáls skoðanaskipti nánast bönnuð og fólkið ræður engu um stefnu valdhafanna. Hættan stafar fyrst og fremst frá slíku þjóðskipulagi, þar sem almenningsálit hefur eng- in áhrif, engir frjálsir fjölmiðlar, ekkert frjálskjörið þjóðþing og ekkert aðhald ríkir gagnvart að- gerðum valdhafanna. Leiðir að markmiði Friðarhreyfing framhaldsskóla- nema telur að friðartillögur verði að byggjast á raunverulegu mati á stöðu alþjóðamála. Vandamálið er tvíþætt. Annars vegna hvernig unnt er að tryggja frið og afvopnun án þess að alræð- isríkin verði allsráðandi f þessum heimi f krafti vopna sinna og stjórnmálastefnu. Hins vegar hvernig hægt er að létta oki al- ræðisherranna af þegnunum, auka frelsi og mannréttindi og stuðla þannig að þróun frá alræði til lýð- ræðis og friðar. Sú leið sem Friðarhreyfing framhaldsskólanema bendir á til þess að tryggja frið, er leið gagn- kvæmrar alhliða afvopnunar und- ir ströngu alþjóðlegu eftirliti. Friðarhreyfingin hafnar hug- myndum um einhliða afvopnun. Friðarhreyfing framhaldskóla- nema tekur undir kröfur um skipulega fækkun kjarnorku- vopna, og síðan algert bann við framleiðslu slfkra vopna. Breyting á þjóðskipulagi alræð- isríkjanna verður að mati Frið- arhreyfingar framhaldsskóla- nema að koma innan frá. Þó er ljóst að hlutverk lýðræðisríkjanna er stórt og vandasamt til þess að stuðla að aukinni virðingu fyrir mannréttindum í heiminum. Það gera þau best með því að standa vörð um fengið frelsi og sýna sterka samstöðu með það fyrir augum að brjóta niður allar til- hneigingar til skerðingar mann- réttinda í heiminum. Hið gífurlega kostnaðarsama vopnakapphlaup er háð á sama tíma og milljónir manna líða skort. Þetta er hrikaleg staðreynd sem við verðum að horfast í augu við. Eina raunhæfa leiðin að markmiðinu, varanlegum friði í heiminum, er sterkari samstaða frjálsra þjóða gegn kúgunaröflum. Látum friðinn ekki aðeins vera stund milli stríða. Friður, frelsi og mannréttindi hljóta ávallt að vera órofa heild. Við viljum gagnkvæma afvopn- un, frið án uppgjafar, frið með frelsi. Hvað er að vera kaþólskur? — eftirTorfa Œafsson COLLINS-bókaútgáfan hefur gefið út myndarlega bók sem nefnist A Way of Life (Lífsstefna), og er und- irtitill hennar „Being a Catholic To- day“ (Að vera kaþólskur nú á dög- um). Sú sérdeild bókaútgáfunnar sem annast kirkjuleg rit (Collins Lit- urgical Publications) hefur séð um útgáfu þessarar bókar og er David Miles Board ritstjóri hennar og höf- undur inngangsorða. Gera mætti grein fyrir inni- haldi bókarinnar eitthvað á þessa leið: Að vera kaþólskur er lífs- stefna — öflug og þróttmikil — sem verður að fást við margvísleg vandamál en er fagnandi og full um, línuritum og frásögnum af því sem er að gerast í kirkjunni og heiminum nú á dögum. Þá flytja þeir stuttar umsagnir sérfróðra manna í guðfræði, biblíufræði og félagsfræði. Ennfremur er sagt frá félagslegri starfsemi innan kirkjunnar og skipulagi hennar, sem miðast við að geta á sem áhrifaríkastan hátt gert grund- vallaratriðin að veruleika. Jesús líkti kirkjunni einu sinni við voldugt tré sem breiddi út lim sitt svo að allir fuglar loftsins gætu byggt sér þar hreiður. í bók- inni er reynt að sýna lesandanum margbreytileika og lífsauðgi kirkjunnar. Bókin er mjög aðlaðandi til lestrar, skreytt fjölda mynda og teikninga og fréttapistlar og um- sagnir eru prentaðar á litaðan grunn, ljósrauðan, brúnan, bláan eða grænan eftir atvikum. Letur- gerðir eru líka mismunandi svo að bókin verður miklu tilbreytinga- ríkari fyrir augum lesandans en ella. Sem dæmi um hin mörgu atriði sem fjallað er um í bókinni má nefna þessi: Kirkja — tákn — helgisiðir — sakramenti — eining — trúboð — biskupar — prestar — djáknar — nunnur — fjölskylda — skilnaður — skólar — vinna — atvinnuleysi — réttlæti — friður — mannrétt- indi — kynþáttavandi — og er þá aðeins stiklað á stóru. Bókin fjallar í heild um hver viðhorf kirkjunnar og hinna trúuðu séu til þessara og annarra mála, og þótt hún miðist fyrst og fremst við England og sé samin eftir heimsókn Jóhannesar Páls II páfa þangað, á hún engu síður við kirkjuna og þegna hennar í öðrum löndum, enda svipar mönnum ær- ið mikið saman, hvort sem þeir búa í „Súdan eða Grímsnesinu". Aftast í bókinni eru svo skráð heimilisföng stofnana og félaga sem vikið er að í henni og loks skrá yfir atriðisorð. Bókin er 208 blaðsíður, prentuð á góðan pappír og allur frágangur hennar útgef- andanum til sóma. Torfi Ólafsson. Tort7 Ótafason er formaður félaga kaþólskra teikmanna i íslandi. Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi fréttatilkynning frá Frið- arhreyfingu framhaldsskólanema: Stofnfundur Friðarhreyfingar framhaldsskólanna var haldinn i salarkynnum Fjölbrautaskólans í Breiðholti þriðjudaginn 11. okt. si. Fundinn sóttu um 70 nemendur. Samþykkt var stefnuyfirlýsing hreyfingarinanr, en hún fylgir þessu bréfi í heild sinni. Allmargir framhaldsskólanemar tóku til máls og urðu fjörugar umræður um verkefni og leiðir að markmið- inu varanlegum friði. Kosin var framkvæmdastjórn, skipuð af eft- irtöldum aðilum: Andrés Magnússon MR, Árni Sigurðsson FB, Benedikt Bogason MH, Birgir Þ. Runólfsson FS, Guðjón Guðmundsson FH, Jóhann P. Reyndal VÍ, Kristinn Hjaltalín Iðnskólanum, óskar Tómasson MH, Sveinbjöm Kristjánsson MK, Sveinn Guðmundsson MS, Þór Sigfússon MH. Einnig var ljóðið: „Fyrst kemur frelsið" tileinkað þessum stofn- fundi. Flytjendur voru: Band Guð- jóns Guðmundssonar. Markmiö Friðarhreyfing framhaldsskóla- nema er stofnuð í þeim tilgangi að stuðla að varanlegum friði í heim- inum, frelsi manna og virðingu fyrir mannréttindum og sjálfs- ákvörðunarrétti þjóða. Hindranir í vegi friðarins Friðarhreyfing framhaldsskóla- nema bendir á að ýmsar hindranir eru í vegi friðarins. Mannréttindi eru fótum troðin á meðal fjöl- margra þjóða. Sjálfsákvörðunar- réttur þjóða er víða vanvirtur. Hindrað upplýsingastreymi milli þjóða veldur tortryggni. Ólík menningarsamfélög leiða af sér ólík sjónarmið. Oft skortir á milli KgikwtoAijlii i október. HINN KUNNI hljóðfæraleikari og lagasmiður, Árni ísleifs, er um þess- ar mundir að stofna til enn einnar danshljómsveitarinnar ásamt nokkr- um ungum og liðtækum hljóðfæra- leikurum hér á Egilsstöðum. I tilefni þess litum við sem snöggvast inn á æfingu hjá nýju „grúppunni" og spurðum Árna hversu lengi hann hefði leikið í danshljómsveitum. „Ég veit nú varla — en muni ég rétt byrjaði ég að leika á almenn- um dansleikjum í Listamanna- skálanum í Reykjavík með hljóm- sveit Bjöms R. Einarssonar. Lík- lega hefur það verið 1945 eða 46 — en þá hafði ég leikið á skólaböllum í Reykjavík í 2—3 vetur." Hvenær stofnaðir þú svo fyrst þína eigin hljómsveit? „Það hefur verið 1947 eða '48. Ætli ég hafi ekki staðið fyrir stofnun átta danshljómsveita um ævina — en mér er ómöguiegt að muna hvað ég hef leikið í mörgum danshljómsveitum samtals, þær skipta sjálfsagt tugum. í fljótu Stutt spjall við Árna Isleifs bragði man ég eftir hljómsveit José Riba; Jans Moráveks; Karls Jónatanssonar; Braga Hlíðbergs; Ragnars Bjarnasonar; Gunnars Ormslevs — auk hljómsveitar Bjöms R. — og að ógleymdri dixielandhljómsveit með Þórarni óskarssyni. Nú, ekki má gleyma Slagbrandi, hljómsveit sem varð til eftir að ég flutti hingað austur — en hætti störfum í fyrra með útgáfu 5 laga hljómplötu." Hvað heitir nýja hljómsveitin? „Hún heitir Náttfari og mun þreyta fraumraun sína á haust- móti sjálfstæðisfélaganna á Aust- urlandi — sem haldið verður í Valaskjálf á laugardag." Heldurðu að Náttfari verði nokkur eftirbátur annarra hljómsveita? „Nei, síður en svo. Með mér er þaulvant fólk og áhugasamt. Jón Arngrímsson er gamalreyndur hér um slóðir á þessu sviði og Sævar Benediktsson er nýfluttur hingað frá Akureyri þar sem hann lék með hljómsveit Finns Eydals. Báðir eru þeir góðkunnir gítar- leikarar. Guðbjörg Pálsdóttir heitir trommarinn okkar, hörku- góð, og gefur strákunum ekkert eftir. Svo má ekki gleyma því að við höfum ágætri söngkonu á að skipa — Lindu Hlín Sigurbjörns- dóttur. Mér finnst nánast ómiss- andi að hafa söngkonu. Það gefur miklu meiri möguleika á lagavali." Hvernig tónlist mun Náttfari svo flytja? „Alhliða dansmúsík. Viö mun- um kappkosta að haga lagavali þannig að flestir finni þar eitt- hvað við sitt hæfi — en forðast að stuðla að kynslóðabili með laga- vali okkar. Við munum aðallega leika fyrir dansi f einkasamkvæm- um, á árshátíðum og þorrablót- um.“ —Ólafur. Árni ísleifsson Egilsstaðir: Leikið fyrir dansi í 40 ár Linda Hlín Sigurbjörnsdóttir, söng- Guðbjörg Pálsdóttir, trommari kona vonar. Þessi lífsstefna byggist á opin- berun Jesú Krists og fylgjendur hennar lifa samkvæmt henni. Kirkjan gerir líf Jesú nærstatt á margvíslegan hátt í heimi okkar nútímamanna. I bókinni er fyrst að finna inngangsorð um eðli kirkjunnar og eftir þau skiptist hún í sex aðalkafia sem lýsa við- horfum kirkjulífsins og meðlima kirkjunnar. Að þeim standa 14 höfundar, sérfróðir hver á sínu sviði. Kaflarnir fjalla um þetta efni: Kirkjan biður. Kirkjan, reiðu- búin til trúboðs. Kirkjan þjónar. Kirkjan lærir. Kirkjan og velferð manna. Kirkjan mætir Kristi dag hvern. I köflunum er efninu síðan lýst með stuttum fréttapistlum, mynd- Rafbraut tuttugu ára VIÐGERÐA- og sölufyrirtækið Kafbraut er tuttugu ára á þessu ári. Kafbraut var stofnað af þeim Sig- urði Jónssyni og Sæbirni Jónssyni, en eigendaskipti urðu á fyrirtækinu árið 1978 og tóku þá við núverandi eigendur sem eru þau Grímur Grímsson og Valgerður Ebenes- ersdóttir. Rafbraut hefur nýlega hafið innflutning á austurrískum þvottavélum, Eumenia, en auk þess er fyrirtækið með innflutn- ing á varahlutum og viðgerðir á ýmsum raftækjavörum m.a. Zan- ussi, Hoover og Holland Electro. Af Eumenia-vélunum eru fluttar inn tvær gerðir, fjögurra kílóa vél með innbyggðum þurrkara og vél sem tekur tvö og hálft kíló. Þá selur fyrirtækið einnig upp- þvottavélar af sömu gerð. í spjalli við Mbl. sögðu þau hjónin að áberandi væri nú að fólk sendi meira af heimilistækj- um í viðgerð en áður tiðkaðist. Sögðust þau gera kostnaðar- og tímaáætlun fyrir hverja viðgerð og reyna þannig að koma til móts við þá staðreynd að fólk láti fremur gera við gömul tæki en að endurnýja þau. Eigendur Rafbrautar, Grfraur Grímsson og Valgerður Ebenesersdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.