Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 55 Hér eru þeir Óðinn Gunnarsson (tv.) og Unnþór Stefánsson við netaaf- dragara sem framleiddur er hjá Sjóvélum hf. Á verkstæðinu starfa átta manns, hér er Gunnar Þorsteinsson sem var önnum kafinn við rennibekk- inn þegar Mbl. bar að garði. „Línuafgoggarar í 300—400 tonna báta“ Spjallað við eigendur Sjóvéla hf. í Kópavogi „KYRIRTÆKIÐ hefur breyst nokk- uð frá því það tók til starfa og síö- astliðin þrjú ár höfum við nær ein- göngu framleitt háþrýstibúnað fyrir báta,“ sagði Unnþór Stefánsson í spjalli við Morgunblaðið, en hann er eigandi Sjóvéla hf. í Kópavogi ásamt Óðni Gunnarssyni. Sjóvélar hf. hafa nú starfað í fimm ár og vinna þar að staðaldri átta manns. „Meginverkefnið þessa stundina er framleiðsla á svokölluðum línu- afgoggurum, tæki sem sameinar linuspilið og afgoggarann og er sett á lunninguna. Þessa línuaf- goggara framleiðum við fyrir báta allt frá 10 tonnum í 400,“ sagði Óðinn Gunnarsson. „Reyndar höf- um við gert línuafgoggara fyrir þriggja tonna bát. Við erum búnir að setja afgoggara í tíu báta og getum ekki verið annað en ánægð- ir með þá reynslu sem fengin er. Með því að sameina línuspilið og afgoggarann eykst pláss og línu- slit minnkar, þar sem línan fer i gegnum færri liði.“ „Jú, við framleiðum nú fleira en línuafgoggarana,“ sagði Unnþór aðspurður. „Reyndar er kannski ekki með öllu rétt að segja að við framleiðum eingöngu stykki i báta því að undanfarin fjögur ár höfum við búið til á milli 10 og 12.000 dráttarkúlur í bíla úr þremur tonnum af stáli. Hvað bátana varðar höfum við á boð- stólum vökvadrifin borðstokk- skefli fyrir net og netaafdragara sem draga af netaspilinu. Reynd- ar má segja að hér sé framleiddur allur háþrýstibúnaður í báta nema stór togspil. Kosturinn við háþrýstibúnað sem hefur ekki mjög stórt kerfi, eins og línuspils- afgoggarinn, er sparnaðurinn. Þegar línuspilsafgoggari er settur um borð í stórt skip með lág- þrýstivökvakerfi, þá er hægt að nota rafmótor skipsins til að knýja vökvadælu línuspilsafgogg- aranna þannig að óþarfi er að keyra lágþrýstikerfið með aðalvél skipsins. Við það það sparast olíu- notkun allt frá 4 til 20 lítra á klukkustund." - Hvernig gengur að selja? „Við erum nokkuð ánægðir með söluna, hún hefur allavega sann- fært okkur um að það er grund- völlur fyrir því að framleiða há- þrýstiútbúnað hér á landi sem fyllilega stenst innflutta sam- keppni bæði hvað varðar verð, orkusparnað og gæði,“ sagði Unn- þór. „Og það er auðvitað markmið allra þeirra sem stunda iðnrekst- ur á einhvern hátt.“ Egilsstaðir: Aðalfundur Styrkt- arfélags vangef- inna á Austurlandi KgiLsNtöóum, 17. október. NÝLEGA var haldinn hér á Egils- stöðum aðalfundur Styrktarfélags vangefinna á Austurlandi. Á aðal- fundinum var stjórn félagsins ein- róma endurkjörin, en hana skipa eft- irtaldir: sr. Davíð Baldursson, Eski- firði, formaður; Björg S. Blöndal, Seyðisfirði, ritari; Kristján Gissur- arson, Eiðum, gjaldkeri og Sigríður F. Halldórsdóttir, Egilsstöðum, og Hulda Bjarnadóttir, Neskaupstaö, meðstjórnendur. greiða styrktarfélaginu framlag þess samkvæmt sérstöku sam- komulagi. Stjórn Styrktarfélags vengef- inna á Austurlandi vinnur nú að því að leita tilboða í innréttingar hússins svo að taka megi það í til- ætlaða notkun hið fyrsta. Enn- fremur vinnur stjórn SVA nú að uPPbyggingu sundlaugar við Von- arland, en lokið var við grunn laugarinnar fyrir réttu ári. Það Stjórn SVA, talið frá vinstri; Sr. Davíð Baldursson, Eskifirði, Kristján Gissurarson, Eiðum, Björg S. Blöndal, Seyðisfirði, Hulda Bjarnadóttir, Nes- kaupstað, og Sigríður F. Haildórsdóttir, Egilsstöðum. Bókaskemman: Skrá yfir innlendar og erlendar bækur ÚT ER komið ritið „íslenzkar bækur og erlendar", 12. árgangur, 3. tölublað, sem Bókaskemman á Langholtsvegi í Reykjavík gefur út. Ritið er skrá yfír ýmsar gamlar og nýlegar bækur, um hin ýmsu efni, sem til sölu eru I Bóka- skemmunni. Ritinu er skipt niður í nokkra efniskafla: Blöð og tímarit. Is- lenzk fræði. Ævisögur — endur- minningar. Trúarbrögð. Ætt- fræði. Saga og staðfræði. Þjóð- sögur, sagnir og ævintýri. Blandað efni úr ýmsum áttum. Meðal rita á skránni er t.d. mánaðarblaðið Dvöl, sem Torf- hildur Hólm gaf út og ritstýrði á árunum 1901 til 1917, og margt annað fágætra rita er í skránni. Deilan í rannsóknastöð Mjólkursamsölunnar: Yfirlýsing frá Mat- vælafræðingafélaginu Matvælafræðingafélag fslands hefur sent frá sér fréttatilkynn- ingu þar sem gerð er athugasemd við yfírlýsingar mjólkurfræðinga vardsr.di dei'y þá sen; kom upp í Mjólkursamsölunni á dögunum, þar sem þeir segja að aðeins ófag- lært fólk starfí á rannsóknastofu fyrirtækisins auk mjólkurfræð- ings. I fréttatilkynningunni segir: „Matvælafræðingafélag fslands vekur athygli á því að starfs- maðurinn sem deilan snýst um, er matvælafræðingur að mennt með framhaldsnám (m.s.) þar sem áhersla var lögð á mjólk- urvörur (dairy science). Taka skal fram, að mjólkuriðnaður- inn er sá matvælaiðnaður sem lengst er á veg kominn hér á landi og má þakka það góðri íagþekkingu mjólkurfræðinga. Því finnst Matvælafræðingafé- laginu skjóta nokkuð skökku við, að mjólkurfræðingar skuli reyna að standa í vegi fyrir því að fólk sem farið hefur aðrar leiðir en þeir til menntunar í mjólkurfræðum fái að starfa í mjólkuriðnaðinum." ,Agglýsinga- síminn er 2 24 80 ISLENZKAR .BÆKUR ** - og vUt+J+A fjallkonan. tokhiuiuí MMsmaðrm mwji SACA VESTMANNAEYJA ATTAKHKK Á í skýrslu formanns kom m.a. fram að drjúgur tími stjórnar á síðastliðnu starfsári fór f kaup á íbúðarhúsi hér á Egilsstöðum, sem ætlunin er að nýta fyrir sambýli þroskaheftra í tengslum við Vist- heimilið Vonarland. Vonir stóðu til að ríkið festi kaup á ibúðarhús- næði til þessara nota, en það dróst úr hömlu vegna fjárskorts, og þeg- ar hentugt húsnæði stóð allt í einu til boða greip stjórn styrktarfé- lagsins til sinna ráða og lagði fram 350 þús. kr. til kaupanna á móti 200 þús. kr. ríkisframlagi. Ríkið mun síðan annast afborgan- ir af áhvílandi lánum og endur- voru félagar í Lionsklúbbnum Múla á Fljótsdalshéraði sem gáfu alla vinnu við grunn laugarinnar eða sem næst 900 vinnustundir. Þá minntist formaður í skýrslu sinni þeirra tímamóta í sögu SVA, er félagsmálaráðuneytið tók form- lega við rekstri Vonarlands úr höndum stjórnar SVA fyrir réttu ári. Á aðalfundinum fluttu þær Ber- it Johnsen, sérkennslufulltrúi, og Bryndís Símonardóttir, þroska- þjálfi, erindi um málefni þroska- heftra. — Ólafur. Frá, ,upplausntil abyrgðar A RETTRI LEIÐ ncjiajMÍ'n Almennur stjórnmálafundur verður haldinn tinimtif' daginn 27. okt. kl. 20.30 á Hótel Sögu, Súlnasal. Geir Hallgrímsson utanríkisráöherra ræöir störf og stefnu ríkisstjórnarinnar. Þingmenn flokksins í kjör- dæminu mæta ennfremur á fundinn. Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.