Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 24
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 Myndlist Bragi Ásgeirsson Vinnustofusýningar myndlist- armanna eru ekki algengar hér i borg, því miður verður maður að segja, svo skemmtilegar sem þær yfirleitt eru. Ein er í gangi í Þingholtunum, nánar tiltekið að Þingholtsstræti 23, en þar hefur Guðbergur Auðunsson, auglýs- ingahönnuður, myndlistarmaður og fyrrverandi rokkari komið sér vel fyrir. Innréttað með eigin höndum og faglegri aðstoð ágæta aðstöðu á jarðhæð. Allt er svo hreint og fágað á staðnum sem framast má vera svo að Vinnustofusýning þetta hlýtur allt að vera splunkunýtt. Fylling tímans, terpentínulykt og málningar- slettur fjarri ölium myndrænum pataldri enn sem komið er. Listamaðurinn hefur hengt upp þrjá tugi mynda á veggina ásamt því að þrír litlir tré- skúlptúrar á gólfi augða heild- armyndina. Hér er um að ræða samklippur er Guðbergur hefur gert á sl. þrem árum með þeirri sérstöku aðferð er hann hefur tileinkað sér. Sjái hann eitthvað mynd- rænt á veggspjöldum heima sem erlendis þá krafsar hann það sem laust er af veggnum og geymir til síðari úrvinnslu. Að- ferðin er ekki ný en gefur mikla möguleika í úrvinnslu í smáum sem stórum formum. Hjá Guð- bergi virðist hið ljóð- og tón- ræna vera það sem ræður ferð- inni um þessar mundir. Myndir hans eru í senn blíðar sem sjón- rænt fágaðar og þykja mér hinar einföldustu þeirra hvað hrif- mestar. Nefni hér myndir eins og nr. I, „Ljóð“, „Söngfuglinn" (8), „New York“ (9), „Birta“ (10), „Nótt í París" (17) og „Úti- fundur“ (20), en allar eru þetta myndir er skera sig úr öðrum fyrir snjallar myndrænar lausn- ir. Höggmyndirnar virka ekki eins sterkar og samklippurnar og þar þótti mér „Hrafninn" (28) eiga mesta erindið á sýninguna. Þetta er hin ásjálegasta sýn- ing hjá Guðbergi Auðunssyni enda vel til hennar vandað og þannig vissulega heimsóknar virði. Grafík í Grjótmu Grafíklistakonan Ragnheiður Jónsdóttir hefur opnað sýningu í Gallerí Grjót við Skólavörðustíg og kynnir þar fimm stórar málmætingar. Jafnframt kynnir hún eldri verk í smærra formi, ljósmynduð og fjölfölduð. Skilst mér að listakonan setji þessa sýningu upp í tilefni þess að hún hlaut í annað sinn mikla viður- kenningu á Grafíkbiennalinum í Frechen, og ber að óska henni til hamingju með þann mikla sóma. Ragnheiður hefur fyrir löngu skipað sér í röð fremstu grafík- listamanna þjóðarinnar og hún lætur sannarlega ekki deigan síga en heldur áfram við gerð sinna stóru og hárnákvæmt út- færðu mynda. Listakonan er þekkt fyrir að nota ákveðin tákn í myndum sinum, höfðar ósjald- an til stöðu konunnar í þjóðfé- laginu og hlutskipi hennar í karlaheimi, — jafnframt notar hún óspart ástþrungin (erótísk) tákn í útfærslu myndanna. Það er raunar gert á þann veg, að ekki eru allir með á nótunum, þvi að það þarf kunnáttu til að lesa í táknrænt myndmál. Myndirnar á sýningunni nefn- ast „Gull skinna“, „Grá skinna“, „Rauðskinna", „Bók“ og „Skálda". Allar eru þetta stórar og hrifmiklar myndir og lista- konan virðist vera að þreifa fyrir sér um ný myndefni og ferst það vel úr hendi. Innihald mynda skiptir meira máli en flókin og óaðfinnanleg tækni og höfuð- verkurinn við hinar stóru alþjóð- legu grafíksýningar á undan- förnum árum hefur einmitt ver- ið yfirþyrmandi mikil tækni en ófrjótt myndefni. En þetta er að snúast við núna og hið listræna handverk er að taka við af allri filmu og ljósmyndagrafík ásamt ótfulega miklu tæknilegu sam- sulli, sem er yfirmáta leiði- gjarnt, — þótt það hrífi í fyrstu. Ég held að Rangheiður hafi skil- ið þetta og hún á auðvelt með að söðla yfir í létt og lifandi línuspil ef því er að skipta, — óneitan- lega eru formin í þessum mynd- um hennar um margt mýkri og afslappaðri en oft áður og það er í sjálfu sér mikil framför. Þetta er lítil en áhugaverð sýning, sem enginn unnandi grafíklistar má láta fram hjá sér fara. Ljóð úr ýms- um áttum Bókmenntir Erlendur Jónsson Guömundur Daníelsson og Jerzy Wielunski: AÐ LIFA í FRIÐI. 65 bls. Sverrir Kristinsson. Reykjavík 1983. Guðmundur Danielsson átti nýlega hálfrar aldar rithöfundar- afmæli. Þess var verðugt að minn- ast því Guðmundur er í hópi okkar snjöllustu skáldsagnahöfunda; auk þess maður sem hefur sett svip á öldina. Ailir vissu hve mik- ilvirkur rithöfundur Guðmundur hefur verið. En ég held að það hafi ekki runnið upp fyrir öllum fyrr en nú seinni árin að hann er líka mjög góður höfundur. Bestu skáldverk hans eru úrvalsverk. Með ýmsu móti halda menn upp á afmæli. Margur hefði búist við að Guðmundur héldi upp á sitt með því að senda frá sér nýja skáldsögu (eða ígildi skáldsögu eins og ég kalla spítala- og veiði- sögur hans). En Guðmundur tók sér frí frá skáldsögunni og sendi frá sér bók með ljóðaþýðingum sem hann hefur unnið í samvinnu við annan mann, Pólverja. Sú grein er gerð fyrir honum, Jerzy Wielunski, að hann sé um fertugt, »búsettur í Lublin, skáld og blaða- maður að atvinnu. Tungumála- kunnátta hans er mjög mikil, því að ekki er aðeins að hann lesi og skrifi helstu tungumál Evrópu, heldur hefur hann sér í lagi lagt sig eftir tungumálum fámennis- landa og minnihlutahópa eða þjóðarbrota, sem innikróuð eru í stórum málfélögum.* Þá er sú grein gerð fyrir vinnubrögðum þeirra, Guðmundar og Wielunski að »venjulega sendir hann ljóðin á frummálinu og efnislega þýðingu þeirra á íslensku, ensku og þýsku. Síðan hefur Guðmundur Daníels- son formað þau og hreinskrifað.* Og satt er það, hér sitja ekki heimsmálin í fyrirrúmi. Hér eru ljóð þýdd úr: bretónsku, katal- ónsku, gelísku, lettnesku og frísn- esku — svo nokkuð sé nefnt. Þar að auki eru nokkur ljóð eftir Wiel- unski sjálfan, og er þeim raunar skipað fremst í bókinni. Af ljóðum hans að dæma ræð ég að hann sé meiri tungumálamaður en skáld. Hann kynnir sig sem friðarsinna og ádeiluskáld. Sem slíkur hermir hann eftir skáldum vestantjalds, yrkir um heimsvaldastefnu og yf- irgang vestrænna þjóða. Hann ætti að líta sér nær! Svo er maður- inn að illskast út í Gyðinga. Er ekki komið nóg af slíku í Póllandi? Um »hreinskrift« Guðmundar Daníelssonar (en hans hlýtur að Mig svíður í hand- legginn hugsaði hringstiginn Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Jóhamar: TASKAN Medúsa 1983. Jóhamar er einn þeirra sem til- heyra súrrealisthópnum Medúsu. Hann hefur bæði ort og teiknað. Taskan er að því ég best veit fyrsta Bok Jóhamars. Hún er ekki mikil að vöxtum. í henni er dálitð súrrealískt ævintýri um hring- stiga og margt fleira og einnig teikningar, sumar hverjar hinar laglegustu. Textinn er settur sam- an af smekkvísi, en yfirleitt er meiri áhersla lögð á myndir sem hann birtir lesandanum. Ekki verður hjá komist að minnast gamalkunnra súrrealista, en ekki er þó sanngjarnt að segja að hér sé um eins konar stælingu að ræða. í myndunum er ferskleiki og viðleitni til að sjá heiminn í nýju ljósi. Lítum til dæmis á eftirfar- andi sýnishorn. Hitabeltisskógurinn minntist draums. Hann stóð á háu fjalli og horfði yfir heiminn. Heimur- inn var spilaborg. Skyndilega varð mikið óveður og öll spilin fuku út í veður og vind. Undir spilaborginni mátti sjá hundruð naktra kvenna iðka galdur og skríða um einsog ormar. Þetta var framtíðarríkið. Eftir óveðrið Gore Vidal og Malcolm Bradbury Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Gore Vidal: Duluth. Heinemann 1983. Malcolm Bradbury: Rates of Ex- change. Secker & Warburg 1983. Gfonni»»'» Westward. With a new introduct- ion by the author. Scclíer & Warburg 1 Gore Vidal hefur skrifað mjög skemmtilegar bækur t.d. Burr, Myron og 1876. Og hann heldur áfram að skrifa bækur um ætt- land sitt Bandaríkin. Eftir því sem hann nálgast nútímann verður hann grimmari í gagnrýni sinni. í Kalki útrýma söguhetjurnar öllum jarðarbúum og tilraunin til þess að móta nýtt mannkyn misheppnast, aparnir erfa góss- ið. Hér virðist stefna í sömu átt, en nú verða það tólffótungar og keimlík skriðkvikindi sem hljóta arfinn. Duluth er borg í Minnesota, Feneyjar Minnesota, eins og hún er nefnd. Þar er allt falt fyrir peninga og peningarnir ráða. Auðug ekkja olíu-auðkýfings, Beryl Hoover, kemur til Duluth og ætlar sér æijast ’par að, en nún kafnar í snjóskafli, fæðist aftur sem Beryl, markgreifafrú af Skye. Vinkona hennar, Edna Herridge, sem kafnar með henni í snjónum fæðist aftur í sjón- varpsdagskránni „Duluth" og fleiri framhaldsþáttum sjón- varpsins (Dallas). Sjónvarps- þættir eru líf áhorfenda og áhorfendur lifa í gegn um sjón- varpið, skjárinn verður heimur- inn. Persónurnar koma fleiri og fleiri, lögreglukona, sem hefur nokkuð sérstakar langanir sem hún fullnægir með nákvæmri lík- amsskoðun rónanna, sem hún á í höggi við. Dope-salan er ábata- samasta gróðalindin í þessari borg og sá sem stjórnar öllu bak við tjöldin og er samborgari númer eitt, Dude, ræður dope- markaðnum. Það er sagt um Du- luth: „Elskaðu hana eða hataðu, þú getur aldri yfirgefið hana eðn iiénni." Dularfullt geim- skip hefur legið um tíma í ná- grenni borgarinnar og vekur margar spurningar. Sagan gerist á mörgum plönum, persónur sjónvarpsins og eldhúsreyfar- anna ganga um og eiga skipti við túburnar, sem teljast með lífi, gervimennskan er aðalatriðið og dope-auðurinn. Vidal tekst að skapa nokkurs konar Disney- land, þar sem allt er „fake". Að lokum koma tólffótungarnir út úr geimskipinu og éta upp borg- ina og allan söfnuðinn með. Duluth er fyllt tilvísunum til þess sem er að gerast og fjöl- margar persónur sögunnar eru persónur Bandaríkja nútímans. Gore Vidal býr nú á Ítalíu. Bradbury lýsir Austur- Evrópuríki í þessari skáldsögu, Slakan. Aðalpersónan, dr. Pet- worth, er sendur sem menning- arfulltrúi til þessa alþýðulýð- VQluís óg íendir þar í margvísleg- um ævintýrum. Höf. dregur upp mynd af samskiptum manna í al- þýðulýðveldinu, tortryggninni, duttlungum valdsmanna, óttan- um og lyginni, ein lygin kallar á aðra, svo að lygavefurinn umlyk- ur allt og alla. Dr. Petworth kynnist mörgum persónum og verður fljótlega var við þessa skiptu meðvitund, þá sem snýr að kerfi og valdhöfum og einka- vitund, sem lætur helst á sér kræla á afskekktum stöðum, þeg- ar enginn er nærri og engin hætta á hlustandi eyrum. Þetta er gamansaga um lygakerfi og einnig dregur höfundurinn upp framtíðarmynd af markaðssam- félaginu vestan tjalds, þar sem peningurinn ræður mati manna og hugsunarhætti. Lygi og pen- ingar, peningar og lygi, kerfis- þrælar og peningaþrælar, og dr. Petworth berst um í þessum gerviheimi. Stepping Westward kom fyrst út 1965 og er nú endurútgefin með nýjum formála höfundar. Sagan gerist að mestu leyti við háskóia og persónurnar eru há- skólaborgarar. Sviöiö er eins og það var fyrir stúdentaóeirðirnar ’68. Höf. lýsir því lífi, sem kallast mætti hálflíf, velviljaðir og hálf- menntaðir einstaklingar fylla söguna og umræðuefnið er snakk um aukaatriði, en skemmtilegt snakk. Formáli höfundar er dokument um þær breytingar sem orðið hafa síðan hann skrif- aði bókina og vitaskuld lýsing á þeim umbreytingum, sem gengið hafa yfir hann sjálfan. Sagan er skemmtileg og læsileg eins og bækur þessa höfundar eru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.