Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 26
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 „Þökk og blessun mun fylgja þér, barnið mitt, meðan ég lifí“ TJr sálarafkimum íslenzkrar rœðulistar Ræður hafa verið fluttar á íslandi frá því að þjóðfélag var stofnaö hér. Um iangan aldur, áður en fariö var aö rita lög og sögur, var ræðan, talan, eina formið, sem þegnar þjóðfé- lagsins höfðu til þess að láta í Ijós hugsanir sínar á manna- fundum og til þess að ráða ráðum sínum í ríki og kirkju. Allan þann tíma var íslenzkt stjórnarfar og önnur menning byggð á mæltu máli, á mætti orðsins í opinberri ræðu, á list og ieikni einstaklingsins í því aö tala ... íslenzk tunga ber þess margar menjar enn í dag, að hún var í upphafi vega sinna mótuð sem mælt mál. Þannig ritar Vilhjálmur Þ. Gíslason í formála að „Mannfund- um, íslenzkum ræðum í þúsund ár“, sem Bókaútgáfa Menningar- sjóðs gaf út árið 1954. Hér á eftir birtast nokkur valin sýnishorn úr bók þeirri, fólki til skemmtunar, ef til vill fróðleiks og gagns. Því engum ætti að vera óljóst að sorg- ardikt, vísdóm og eðalperlur er hægt að drekka af heimspek- inganna vatnsrennum. Homilíur Homilíur heita elstu katólsku kirkjuræðurnar og eru eitt það fyrsta sem skrifað var á íslenzku: Lífið ótrútt Frá upphafi heims hefur þetta líf svo ótrútt verið, að það vélar alla, og má engi því trúa. Og eigi aðeins lýgur það að vinum sínum, heldur dregur það þá til allra synda. Þetta líf eggjar gálausa menn til ofáts og ofdrykkju og hórdómsmenn til saurlífis. Minnir það þjófinn, að hann steli, en reið- an, að hann vegi, en skrökmann, að hann ljúgi. Þetta líf veldur skilnaði meðal hjóna og gerir sundurþykki með vinum og þræt- ur með friðsömum og gerir styggð með bræðrum. Þetta líf tekur réttlæti frá dómendum og hagleik frá smiðum og hófsemi frá siðum. En bróðir vegur bróður eða faðir banar syni sínum eða sonur föður. En hverjar ódáðir, er gerðar eru, þá verður það allt gert af trausti og fyrirtölu þessa lífs, og gerist þá hatur með mönnum, er þeir elska þetta líf meir en rétt er. Til hvers herja víkingar á kaupmenn eða ill- virkjar á brautingja, eða til hvers tefja sælingar ógöfga menn, nema til þess að þeir þjóni þessu lífi, og vænta þeir þess, að þeir muni lengi njóta ástar þessa lífs? En þetta líf eggjar glæpamenn og býður ósiðu og teygir menn til ódáða, en síðan selur það þjóna sína og vini til eilífs dauða. Af þessu lífi gerist eilífur dauði á þeirri tíð, en hinir fyrstu menn þjónuðu losta sínum og girnd augna sinna, og urðu þeir þaðan reknir í þetta dauða hérað, er áður voru skaptir til lífs, en nú urðu þeir þaðan reknir til helvítis og höfðu ekki með sér nema syndir einar. Oddur Gottskálksson Með siðaskiptunum kemur á ýmsan hátt ný mælskulist, ný tóntegund og nýtt málfar. Oddur var einn af forvígismönnum hins nýja siðar. Réttvís valdsstjórn í annarri grein, þá eiga þeir, sem réttir valdsstjórnarmenn vilja vera, einna helzt fram að fylgja guðs orðum og allri kristi- legri tilskikkan, svo að dýrðarlegt lof herrans Jesú Kristi mætti sem víðast um landið út breitt verða, styrkjandi orðsins Kristi þjón- ustumenn, til þess að guðs orð mætti alþýðunni réttilega prédik- uð verða. Og þeir hinir sömu valdsmenn eru sannir guðs ástvin- ir, sem slíkt gera, að þeir elska réttindin og guðs lögmál af öllu hjarta, iifa í guðlegum ótta og leggja þar allt kapp á, að guðs lög- um og landsins verði sem bezt fylgt, takandi eigi fé né mútur fyrir sannindi, verandi góðum mjúkir og miskunnsamir, en ómildum harðir og hegningarsam- ir eftir lögunum, hugsandi svo, að slíkt vald þá hafi þeir af guði, en eigi af sjálfum sér. En hinir aðrir, sem sjálfir innþrengja sér í valdið og vinna það til stundlegra met- orða og veraldlegra auðæfa, að þeir vilja með vondslegum fé- drætti gera sjálfum sér salution, þeim væri betra að blífa í lægri stétt, af því að vandi fylgir hverri vegsemd. Guðbrandur biskup Þorláksson (1542—1627) Líkprédikun Nú með því að þessi þverbrotni syndari, N.N., vill ekki til hlýðni ganga, hvorki fyrir heimuglegrar né opinberar áminningar, þá neyðumst ég til skyldu míns emb- ættis vegna að gera svo sem guð hana hefur boðið og bífalað og andlegt yfirvald. Þar fyrir segi ég svo: Ég, N, Jesú Kristi og hans heil- aga orðs þénari (óverðugur), yður og mér í hans nafni samankomn- um, þá sel ég og afhendi þennan þverbrotna syndara, N.N.son, and- skotanum í vald til deyðingar holdsins, að hans andi mætti verða hólpinn á degi drottins, ef hann iðrun gerir. Og ég boða og tilsegi nefndum N. nú að þessari stundu og tíma reiði guðs og lýsi hann af guðs álfu útskúfaðan, úti- lyktan, frásniðinn frá guðs söfn- uði og lýsi hann að vera bannfærð- an og bölvaðan með djöflinum og öllum ómildum, þangað til hann iðran gerir. Þar með fyrirbýð ég honum öll heilög sakramenta og samneyti allra kristinna manna í nafni föður og sonar og anda heil- ags. Gísli lögmaður Hákonarson (1583—1631) Þingsetning Friður og blessun guðs föður al- máttugs og vors ljúfa lausnara Jesú Kristi ásamt hjástoð heilags anda sé með oss öllum lögþingis- mönnum nú og jafnan. Amen. Ég, Gísli Hákonarson, lögmaður sunnan og austan á íslandi, set Páll Björnsson í Selárdal (1621—1706); „... drottinn tilneyðist þess vegna að ausa sinni grimmd yfír þetta land ..." Benedikt Gröndal (1826—1907); „Að afnema trúna á persónulegan guð væri sama sem að nema sólina burtu úr jarðstjörnukerfinu." hér í dag almennilegt Öxarárþing með allan þann rétt og rentu, veg og virðingu, sem lögfullu lögþingi ber að hafa eftir lögum. Set ég hér grið og fullan frið allra manna á millum utan lögréttu og innan. Fyrirbýð ég hverjum manni hér að vekja víg eða vandræði, en ef ein- hver gengur á þessi grið, vegur mann eða veitir lemstrarsár, þá hefur sá fyrirgert fé og friði, landi og lausum eyri og komi aldrei í land aftur. En ef menn fá hér ann- an óhlut eða vansa af manna völd- um og vilja, þá eykst réttur þeirra að helmingi, en kóngi merkur. Enginn skap vopn né drykk til lögréttu hafa, en ef borið verður, þá er upptækt. Á kóngur hálf vopn og hálfa sekt, en þingmenn hálfa. Þingmenn eiga drykk allan. En ef nokkur slæst í mat eður mungát og rækir það meir en þingið, hann skal enga uppreisn eiga síns máls á þeim degi, er hann svo gerir, hvaða mál sem hann á að kæra á Öxarárþingi. Svo fyrirbýð ég hverjum manni, sem utan lögréttu er, að gera nokkurt hark eða háreysti, svo lögréttumenn megi ei náðulega geyma dóma sinna eða þeir, sem kæra mál sín og þar hafa oriof til fengið, því í öllum stöðum hæfir mönnum að gæta spektar og sið- semdar, en þó einkanlega og mest í þeim stöðum, sem til spektar og siðsemdar eru skipaðir og að önd- verðu voru settir og flestum verð- ur mestur skaði að, ef nokkuð skerst í. Guðbrandur biskup Þorláksson (1542—1627). Stephan G. Stephansson (1853— 1927); „Hann hefur gert endurminn- ingar mínar auðugri ... “ Páll Björnsson í Selárdal (1621—1706) Ræða gegn galdramönnum Þeir (þ.e. galdramenn) eru guðs og manna andstyggð, þeir flug- ormar, sem stinga með munni og hala, hverra orinbit er eitrað tvö- faldlega, fyrst með því að draga að sér þá endurleystu í fordæming- una, ... svo öll akuryrkja drottins fordjarfast, allur guðsótti út- slökkvist, en drottinn tilneyðist þess vegna að ausa sinni grimmd yfir þetta land líka sem yfir Babýlon vegna þeirra, svo ég lýsi þessa djöfulssyni hina verstu og stærstu orsök og efni til allrar þeirrar ólukku, sem koma kann yf- ir þessa Vestfjörðu, yfir oss og börn vor eftir oss, og fel þeim all- an þann ábyrgðarhluta á hendur, svo hvort hér koma Tyrkir eða ræningjar eða hver önnur plága, sem svo er á hverjum degi... Hér er sjálfur andskotinn gerður að guði, hér til sýnis og aðhláturs djöflinum teymdur eftir sér sonur guðs og hans orð af þessum þýjum satans. Brynjólfur biskup Sveinsson (1605-1675) Um svall og drykkjuskap Hvað leiður, ljótur og and- styggilegur löstur að ofdrykkjan sé, er auðvelt að skynja bæði af heilagrar ritningar greinum og svo af sjálfri skynseminni. Of- drykkjan var tilefni bölvunar og útskúfunar Kains og hans sonar, Kanaans, og þeirra allra eftirkom- enda, er bannfærðir voru og svo sem í útlegð útskúfaðir frá öðrum sonum Nóa... Af ofdrykkjunni sofnaði Holofernis svo fast, að hann varð aldrei við var tiltækis og hálshöggs, sem Judit honum veitti, fyrr en í Helju ... Sjálfur Kristur spáir á meðal annarra glæpa og guðleysis muni menn á síðustu heimsins tímum, eins og á dögum Nóa, eta og drekka ugga- og andvaralaust, það er í ofáti og ofdrykkju fram fara hirðandi ekki um neina hluti, fyrr en sá síðasti dagur dettur yfir. Þar með segir hann, að sá ráðsmaður, sem leggst í svall og ofdrykkju með lausingj- um og portkonum, muni sundur- hlutast, þá hans herra til kemur, og eignast hlutdeild með hræsnur- um ... Því ítrekar hinn heilagi Páll, þar hann öllum til segir að vera sparneytnum og vaka, því að þeirra mótstandari, djöfullinn, gangi um kring sem grenjandi ljón sækjandi eftir þeim hann upp svelgi, og í einu orði að segja: öll ritningin er full með þvílíkum greinum, sem drykkjuskapinn for- dæma, og við má honum trúlega vara, og að sönnu, sé hann með heilskyggnum augum litinn, þá er hann einna ljótasti og leiðasti giæpur. Því hvað er manneskjunni lánað ypparlegra og dýrðlegra en vit og skyn? Því hvað er herfilegra að sjá en æran og vitstola mann? Nú ber ekki á milli ofdrykkjunnar, vitleysisins og æðisins, nema tímalengdin, en báðir ærast þeir í hvert sinn, utan ofdrykkjan varir skemur... Sé gott og glatt í sinni, þá kem- ur ofsakæti, gikkaralegur leikara- skapur, skellihlátur og annað þess háttar alvarlegum manni ósæmi- legt; sé þungt og illt í sinni, þá brestur upp agg og deilur, þrætur og skammaryrði, hróp og brigzl, högg og barátta og annað þessu verra, því hvað sem að svífur í drykkjunni, það verður í ofdrykkj- unni mátalaust, svo mann hefur þar hvorki á taum né stilling, heldur flýgur og fýkur svo sem fara gerir í æði og ógangi... Þá þykist sérhver allt vita, hafandi þá tönn og tungu á öllu og sér- hverju, sem fram kemur; öll blygðun og hæverska vikur þá langt í burtu, en ofdirfð og blygð- unarleysi kemur þá inn í staðinn og uppfyllir bæði brjóst og tungu. Þá fyrirverður maður sig ekki að gera það og tala, sem hann getur ekki heyrt nefnt ódrukkinn, jafn- vel þó kosti líf og háls. Þá hreyfast ótérlegar og lostasamar athafnir, fordjarfanleg útsóun, svall og eyðsla ... að nú sé ekki talað um þann skaða, sem ofdrykkjan lík- amans heilbrigði gerir. Þar af kemur höfuðsundli eða riða, minn- isleysi fyrir tímann og augna krím, dynur fyrir eyrun, mátt- leysi, mattregi eður leiður, mag- ans fjördjörfun, óværð af riðum og skruðningi fyrir lífinu, liðasótt- ir, handa og fóta mein, andfýlur af forbrenndri lifur og feygðum maga, en hið innra angursemi, ill- nagandi samvizka; hið ytra minnkun og forsmán hjá öðrum mönnum, eyðsla og forsómun bæði tímans, gagns og embættis og að síðustu eymd og fátækt, yfir hverju þó enginn réttilega sig

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.