Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983
59
Kirkjmo rar einn belsti samkomustaður íslensku þjóóarinnar fjrr i irum; bitíðarmessa í Dómkirkjunni 2. igúst 1874.
aumkar, þar í sjálfræði var við að
gera og skorður að reisa, með því
og drykkjurúturinn hefur gert sig
þrálega, meðan betur gekk, leiðan
og óvinsælan við betri menn með
margmælgi og tilhlutsemi, svo fá-
ir kunna bót að mæla. Þessa og því
líka ávexti færir af sér óhófið og
ofdrykkjan, gerandi manneskjuna
því nær sem holdgaðan djöful.
Þorleifur Halldórsson
(1683—1713)
Þorleifur var rektor við Hóla-
skóla, mikill -fjölfræðingur á
sinnar aldar vísu.
Skáldin, furðuverk
náttúrunnar
Nú kem ég í sjöunda máta til
þeirra, sem mér er bezt við og
mest er markið að; það eru þeir
andríku menn og þau furðuverk
náttúrunnar, sem skáld kallast.
Er svo mælt, að þeim fylgi mikill
andakraftur, svo sem einn þeirra
sagði um sig, að hann gæti kveðið
tunglið niður af himni, stöðvað
rennandi vötn og rekið stjörnurn-
ar til baka með sínum skáldskap.
Og að sönnu, séu þar nokkur hálf-
goð til í veröldinni, þá eru skáldin.
En hvar af hafa þau allan þennan
sinn kraft nema af skáldskapn-
um? En á hverju er hann grundað-
ur nema lyginni? Og þess vegna
eru skáldunum sérdeilislega lygi-
kenningar tileignaðar; þess vegna
kallast og kveðlingar diktar, að
uppdiktun (það er, með berum
orðum að segja, lygin) er svo sem
líf og sál skáldskaparins, án
hverrar allt er dautt og dofið; og
þar fyrir, þess meir sem einn kann
meir að dikta upp af sjálfum sér,
því betra skáld er hann reiknaður.
Hinir aðrir, sem ijóð kunna að
gera, en eigi dikta eður ljúga upp
efninu, hafa eigi þá æru að heita
skáld, heldur nefnast þeir hag-
mæltir, hvað latínskir kalla versi-
ficatores. Og er það merkilegt, að
skáld hafa svo vel hjá Grikkjum
sem Rómverjum sitt nafn af því
orði, sem merkir að gera eða dikta
upp nokkuð af engu. Hér vil ég nú
eigi margt tala um það lygavefi,
sem skáldin hafa framar öllum
öðrum mönnum, hvað menn kalla
ýkjur, þegar þeir gera af hinum
allra minnstu hlutum svo stórt
sem bæði væri himinn og jörð, af
einu minnsta sandkorni heilt fjall
og af mýflugunni einn úlfalda.
Nú vil ég á þennan hátt álykta
og argumentera. Allar ýkjur eru
lygi. Nú er það víst, að ýkjur eru
skáldskaparins mesta prýði; svo
fylgir það þá á eftir, að lygin ein-
tómis er skáldskaparins mesta
prýði. Þessu vil ég hér við bæta,
hvað mikið þeir eiga þá lyginni að
þakka, um hverja skáldin yrkja
drápur og lofkvæði til að halda á
loft þeirra ódauðlega mannorði,
hvað alltið hefur verið í miklu
gengi, allra helzt hjá furstum og
stórherrum, þeim sem sjálfir hafa
nokkuð merkilegt aðhafzt...
Skraparotsprédikun
(um 1750)
Skólapiltar í Skálholti héldu á
hverju ári svonefnda herranótt.
Þar munu nemendur hafa skipað
sér í ýmsar virðingarstöður eftir
sætum í skóla. Einn var nefndur
konungur, annar biskup og flutti
hann á herranóttinni gamanræðu
í prédikunarformi, og var hún
nefnd Skraparotsprédikun:
Hvað margar og hvílíkar þessar
Skrapatoris dætur verið hafa, er
vor upplesinn texti um getur, er
auðsætt af spámannsins orðum í
eftirfylgjandi kapítula, þar hann
kemst svo að orði: Þær hinar út-
völdu eru tvær, nefnilega: tóbaks-
stubbur og kertisskarið. — Þetta
eru einkadætur Skraparots, um
hverjar ég vildi nokkuð talað hafa
á stundu þessari. Um gagn þeirrar
fyrri, nefnilega tóbaksins, held ég
sé engum óljóst. Hvað mikið mæti
því nafnfræga ölmususkáldi, hin-
um sæla Kolbeini, hafi þótt á því,
má sjá af hans sorgardikt, er hann
kvað, þá hann þröngvaðist af ör-
birgð þessarar eðalperlu, segjandi:
Gleðin mundi geysilig
grátinn mikla sefa,
ef að núna upp í mig
einhver vildigefa.
Það síðara, er ég lofaði á að
minnast, er kertisskarið, sem er
það fyrsta, sem oss er rétt af
hendi Skrapaters, og ég hafði
nærri það sagt, að hann ætti ekk-
ert ágætara í eigu sinni að undan-
teknu ríkinu og gulskjótta kettin-
um, sem hvílir á fótum hans. Ei
þarf ég margt hér um að tala. Það
sæist glöggvast, ef á því væri
kveikt og sett fyrir augu á einum í
myrkri og drepið að vörmu spori.
Mundi ei þeim sama bregða í brún
og bilt við verða? Ekkert skín bet-
ur í myrkrinu en kertaljósið, og þó
þú bærir það saman við traf af 12
fiska lérefti, þá er það dauft hjá
ljósinu...
En þú, sköllótti Skraparot, gef
oss að höndla svo með vora kertis-
stubba hér í tímanum, að þú að
endaðri hérvist vorra daga virðist
að leiða oss þangað, sem kerta-
stubbarnir taka enda, en hákertin
taka við. Og lát oss aldrei verða
fundna í því ósómans háttalagi að
forsmá þínar elskulegu dætur, svo
að þín grimmd svipti oss ei páska-
grautnum. Heyr það og bænheyr
fyrir þinn stóra, hreykjandi
barðahatt.
Viljum vér svo að endingu þess-
arar einfaldrar, en þó velmeintrar
ræðu niður krjúpa í annað sinn á
vorar fátæklegar skollaskinnshúf-
ur með eftirfylgjandi bænarorð-
um:
ó, þú stóri og sterki Skraparot,
vér, þínir aumir hrossagaukar,
þökkum þér ámátlega fyrir eitt að
sérhvað, er þín örlætisfulla líkn-
arloppa hefur glatt hrognahatta
vora. Vér biðjum þig, að þú viljir
vera oss gráðuglega náðugur og að
þú vildir við magt halda þínum
náðargjöfum, nefnilega tóbaks-
skorninu og kertisstubbnum, og
láta oss það aldrei á borð bresta.
Og með því vér vitum, að þú ert
oss mildur og miskunnsamur, þar
þú hefur gefið oss svo náðugan
kóng, já, í þínu orði til alls góðs
hneigðan, sem einn kóng kann
prýða, þá biðjum vér, að þú stað-
festir hans ríkisstól ævinlega og
látir hann breiðast út yfir heims-
skautið. Lát þá alla mæta straffi,
er setja sig upp á móti honum. Lát
ginkefli í allra þeirra kjaft, sem
honum eru óhlýðugir. Lát hann
lengi að ríkinu sitja, og gef honum
nafn í þessu grábrókarríki fram
yfir alla kónga. Blás þínum sterka
púðrandi anda í alla þá, sem eiga
að kenna og víðfrægja þína stóru
páskadýrð, að þeir með miklum
áhuga og alvörugefni útbreiði þitt
loflega þriggja fjórðunga tignar-
veldi af öllum kröftum iðranna, og
lát þær innantökur aldrei við þá
skilja, að þeir sem skrækjandi
skjáhrafnar krunka kostgæfilega
framan í sína tilheyrendur með
gapandi gini. Lát dómarana dæma
rétta dóma, að þeir halli ei réttum
dómi ekkjunnar fyrir kertis- eða
tóbaksmúltir. Lát þá ei festa sitt
hjarta við þá aumu kúrantmynt.
Æ, lát þá stunda vel sitt embætti
og óttast þig sem þann rétta og
sanna kerta- og tóbaksföður. Skjót
einnig þínu gæzkufulla hornauga
upp á þá heiðarlegu hreppstjóra-
stétt, og lát sérhvern svo farinn
lifa í sinni stétt og fram draga svo
sitt hreppstjóraembættisstand, að
þeir að endingu verði begáfaðir af
þér með tóbakslús. Heyr það og
bænheyr fyrir þitt mikla og magt-
arstóra veldi.
Tómas Sæmundsson
(1807—1841)
Hvað verður um
æskumanninn?
Hvað verður um æskumanninn,
ef hann hættir að hafa stjórn á
sjálfum sér, ef hann hættir að
vaka yfir hjarta sínu, ef hann
hættir að stríða og biðja? Það
ofþyngist af ofáti eða ofdrykkju,
það fellur í freistni, þar kvikna
hinar vondu girndirnar — hór-
dómur og frillulífi, sem aö saurga
manninn, og andi helgunarinnar
flýgur burt þaðan.
Ef hann lítur til baka, verður
fyrir honum líf, sem atað er af
svívirðing, rangsleitni við náung-
ann, meinsæri við guð. Lífinu er
eytt í mótþróa við aðra, í því að
leiða þá afvega með hneykslanleg-
um dæmum, hagga sælu þeirra og
ánægju ... í stuttu máli, í fjand-
skap við guð, sjálfan sig og aðra
menn.
Ef hann lítur fram á leiðina, þá
verður fyrir honum óttalegt
dauðastríð án minnstu hugsvölun-
ar eða endurnæringar, hryllilegt
myrkur, er ekkert ljós fær í skinið,
réttlátur og strangur dómari, sem
kveður upp yfir honum fordæm-
inguna, endalausa eilífð og enda-
laust líf, þar sem hann skal taka
út endalaus gjöld, þess, sem hann
hafðist að.
Svona er nú breiði vegurinn,
sem liggnir til glötunar, sem svo
margir fara. Nú er yður í sjálfs-
vald sett, saklausu ungmenni,
hvort þér viljið feta þennan veg-
inn. Vilji yðar er frjáls, og enginn
mannlegur kraftur utan að getur
aftrað yður frá að fara hann ...
Benedikt tíröndal
(1826—1907)
Skáldskapur og trú
Að afnema trúna á persónu-
legan guð væri sama sem að nema
sólina burtu úr jarðstjörnukerf-
inu. Allt öðru máli er að gegna,
hverjar hugmyndir menn gera sér
um guð; trúin á persónulegan guð
hefur verið þörf allra þjóða á öll-
um tímum, þó að stundum hafi
þær villzt frá því i einhverju fáti.
Það sem Mirabeau sagði: skyn-
semin er stjórnandi heimsins, þá
er það eitt af þessum skilyrðum,
sem svo oft hafa verið misskilin og
misbrúkuð og valdið mörgu illu.
Trúin á guð var, eins og kunnugt
er, af tekin í stjórnarbyltingunni í
Frakklandi árið 1793, og þótti
jafnvel ekki nóg, því Anacharsis
Cloots, þýzkur barón í París, tókst
á hendur það embætti að vera
„persónulegur fjandmaður Krists“
— svo hlægilegt varð allt þetta í
vitleysunni og grimmdinni, og það
er ekki langt frá því, að jafna megi
Zola og hans afrekum við þetta.
En Napoleon, sem þekkti mann-
legan anda betur en aðrir menn,
innleiddi trúna aftur 1801 — hann
sagði að ómögulegt væri að
stjórna trúarlausri þjóð. Raunar
er það fráleitt, að Napoleon hafi
trúað bókstaflega á allar kenning-
ar kirkjunnar; innleiðsla hans á
trúnni var einungis pólitískt ráð.
En það sýnir, hvernig mennirnir
eru og hvaða skoðanir hafa verið á
þessu hjá einhverjum hinum
mesta gáfumanni, sem fæðzt hef-
ur á þessari jörð. Það er einnig
fráleitt að heimta, að menn skuli
trúa á guð eins og honum er lyst í
kverinu: „sá segir mest af Olafi
kóngi, sem hvorki hefur heyrt
hann né séð“, má segja um þá, sem
takast á hendur að semja þessar
lýsingar á guði, sem börnin eru
látin læra og sem að ýmsu leyti
eru næsta kátlegar, og kátlegar
tilfinningar geta komið, þegar vér
sjáum guð málaðan eins og gaml-
an skeggjaðan öldung í stórri kápu
— þannig hafa hinir mestu meist-
arar málað — getum vér þá ekki
spurt: Hvað gamall er guð? Úr
hverju er kápan? Er hún úr dyffel
— eða úr klæði? Það er náttúrlega
himnesk, idealistisk kápa, eins og
fötin, sem englarnir eru í.
— Feuerbach, sem var Atheisti,
byggði sína afneitun á guði meðal
annars á því, að vér ekki tryðum á
guð til annars en að biðja hann
um allt af eintómri sérplægni —
en hvað er á móti því, að vér biðj-
um guð um allt? Skyldi guð muna
um það — eða halda menn hann
fari eftir krónum og aurum? —
Prestum hefur lengi verið tamt
að ógna mönnum með djöflum,
helvíti og kvölum, og þetta er líka
kennt allgreinilega í kverinu; það
er ómyndarlegur samsetningur, þó
að kirkjan kenni það og þó að hin-
ir frægustu meistarar, svo sem
Michel Angelo, hafi sýnt snilld
sína og ímyndunarafl með því að
mála menn í eilífum kvölum og þó
Dante hafi gert þá lýsingu á hel-
víti, sem vara mun, meðan skáld-
skapur er lesinn — að trúa af ótta
fyrir þessu er engin trú, heldur
þrælsótti, sem ekki verður jafnað
við annað en að pína menn til
sagna og láta þá játa öllu í vit-
leysu kvalanna. En þessar prédik-
anir um djöful og helvíti tiðkast
nú miklu minna en áður.
Það er víst að engin þjóð, sem
hefur komizt til menntunar og
valda, hefur verið trúarlaus.
Stephan tí. Stephansson
(1853—1927)
Húskveðja, sem Stephan G.
flutti eftir Gest, sextán ára son
sinn, er fórst af slysförum I
þrumuveðri. Frændurnir í ljóðinu:
systursonur skáldsins dáinn fyrir
skömmu.
Sonurinn kvaddur
Við þökkum vandamönnum og
vinum hjartanlega fyrir hluttekn-
inguna og honum, sem hérna verð-
ur eftir, fyrir sonarlega samveru.
Okkur var hann vænn sonur og
systkinum sínum góöur bróðir. Ég
vissi hann aldrei viljandi bregðast
sínum betri dreng. Lengra líf hefði
getað gert hann að meiri manni,
aldrei betri. Um hann er ég óhult-
ur. Góðum manni getur hvergi
farnazt illa, og allt það af honum,
sem kennt gat til og illa farið um,
hvílir nú í kistunni hérna og kenn-
ir sér aldrei meins. Hann hefur
gert endurminningarnar mínar
auðugri, og þó mér sé sárt að sjá
honum svona á bak, væri þó auða
skarðið í ævina mína enn þá
hörmulegra, hefði ég aldrei átt
hann og aldrei notið ánægjunnar,
sem ég hafði af honum. Þökk og
blessun mun fylgja þér, barnið
mitt, meðan ég lifi.
Verið þið sælir dag eftir dag,
duftinu háðir,
fallnir ígröfina í fóstbræðralag,
frændurnir báðir.
Samantekt: HJÓ