Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 36
68
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983
Akureyri:
Bæjarbúar standa
vel f skilum við
bæjarsjóð
Akureyri, 19. október.
Á bæjarstjórnarfundi, sem
haldinn var í gær, var lagt fram
greiðsluyfirlit bæjarsjóðs miðað
við 30. september sl. Niðurstöðu-
tölur á yfirlitinu eru kr.
468.828.372,- og kom m.a. fram í
máli Helga Bergs bæjarstjóra, að
innheimta bæjargjalda miðað við
þann tíma hefur gengið 3% betur
en á sama tíma í fyrra.
„Reynum að breyta
umhverfi okkar
til betri vegaru
— segir Aubrey Irby alheimsforseti Kiwanishreyfingarinnar
Alheimsforseti Kiwanis, Aubrey
E. Irby, hefur verið hérlendis í
opinberri heimsókn til Kiwanis-
hreyfingarinnar á íslandi. Strax
fyrsta dag heimsóknarinnar skoð-
aði hann hús sem Kiwanismenn eru
að byggja í Fossvogi og ætlað er
sem áfangastaður fyrir geðsjúka.
„Gerum brautina greiða —
auðgum líf hinna fötluðu", eru
einkunnarorð áhersluverkefnis
okkar í ár og er ánægjulegt að sjá
með eigin augum svo greinilegt
merki dugmikils starfs Kiwan-
ismanna hér á íslandi að þessu
verkefni." sagði Aubrey E. Irby í
samtali við Morgunblaðið.
„Heimsókn mín hingað er sú
fyrsta sem ég fer í oftir að ég tók
við embætti alheimsforseta 1.
október síðastliðinn, en til þess
var ég kjörinn á alþjóðaþingi
Kiwanis í Vínarborg í júlí.“
Og í hverju er starfið fólgið?
„Ég er talsmaður hreyfingar-
innar, og ferðast milli Kiwanis
klúbba og umdæma víðsvegar um
heiminn. Konan mín, Margareth,
og ég ætlum á þessu starfsári að
ferðast um Evrópu og Asíu, auk
þess sem við heimsækjum Kiwan-
isumdæmin í Bandaríkjunum.
Forseti er kosinn til eins árs í
senn og er starfið ólaunað, eins
og öll vinna innan hreyfingarinn-
ar. Sjálfur hef ég starfað innan
Kiwanishreyfingarinnar í 23 ár
og hafði áður en ég varð forseti
gegnt fjölmörgum trúnaðarstörf-
um.“
Hvenær var þessi félagsskapur
stofnaður?
„Alþjóðlega Kiwanishreyfingin
var stofnuð í Detroit 1915, undir
kjörorðunum „Við byggjum".
Þetta er þjónustuhreyfing karl-
manna, sem starfar að góðgerð-
armálum, og aðstoðar þá sem
minna mega sín í þjóðfélaginu.
Innan hennar eru nú 307.000
meðlimir í yfir 8.000 klúbbum í 78
löndum um allan heim.
Og ísland er eitt þeirra?
„Já og það skemmtilega við að
koma hingað til íslands er sú sér-
staða sem Kiwanishreyfingin hér
hefur. Fyrst að nefna er hér
mesti fjöldi félagsmanna í heim-
inum ef miðað er við íbúatölu. Þá
er félagsskapurinn mjög opinn,
því reglur eins og þær að í hverj-
um klúbbi eigi aðeins að vera
einn maður úr hverri starfsstétt
Aðalfundur Útvegsmannafélags Suðumesjæ
FúkrúAsfírAi, 20. október.
Undanfarin 3 ár hafa staðið yfir framkvæmdir við byggingu íbúða fyrir
aldraða. í húsinu verða 8 einstaklings- og hjónaíbúðir. Húsið er að verða
fokhelt. Verktaki er Þorsteinn Bjarnason húsasmíðameistari. Húsið teiknaði
Teiknistofan Óðinstorg. Aibert
„Niðurfelling vörugjaldsins þýðir minnst hundrað króna lækkun á plötum og erum við sannfærðir um að tónlistar-
unnendur kunni að meta það.“ F.v. Gunnar Guðmundsson, framkvstj. Samtaka hljómplötuútgefenda, Jón Ólafsson,
Skífunni, Ólafur Haraldsson, Fálkanum, Pétur Kristjánsson, Steinum, og Jóhann G. Jóhannsson.
„Kiwanishreyfing-
in á íslandi hefur
mikla sérstöðu"
Aubrey og Marg-
areth, kona hans í
miðbæ Reykjavík-
ur.
eiga einfaldlega ekki við hér. Þá
er K-dagurinn sér íslenskt fyrir-
brigði. A þeim degi er öllum Kiw-
anismönnum á landinu stefnt
saman til að vinna að sama verk-
efni. Byrjuðu þeir á þessu 1974 og
hefur verið haft þriðja hvert ár
síðan. Kjörorð K-dagsins hingað
til hefur verið „Gleymum ekki
geðsjúkum" og verður það einnig
kjörorð næsta K-dags sem 29.
október næstkomandi. Á þessum
degi er safnað fé með sölu á litlu
merki sem nefnt er Kiwanislyk-
illinn, og rann ágóði fyrsta árið
til uppbyggingar á vernduðum
vinnustað fyrir geðsjúka. Tvö síð-
ustu skipti hefur fénu verið varið
til byggingar áfangastaðarins,
sem ég hef fengið að skoða, og
nefndi hér áðan. Lokaáfanganum
á að reyna að ná með því fé sem
safnast á næsta K-degi, og er
vonast til að hægt verði að taka
húsið í notkun fyrri part árs 1984.
Sex hundruð fermetra hús byggt
frá grunni til þess að verða
verndað heimili fyrir geðsjúkl-
inga sem eru á leið út í lífið á ný
eftir veru á stofnunum.
Þannig starfa Kiwanisfélög í
hverju landi á sinn hátt, og að
mjög fjölbreyttum verkefnum.
En þau eiga það öll sameiginlegt
að reyna að breyta sínu umhverfi
til betri vegar."
— segja hljómplötuútgefendur um niðurfellingu vörugjaldsins
„Já tvímælalaust, því um leið og
plötur lækka i verði, stækkar
markaðurinn fyrir hljómplötur,
bæði íslenskar og erlendar. Það
verður til þess að við leggjum
frekar í að gefa út íslenskar plöt-
ur, og höldum þeim á sama verði
og þeim erlendu, í trausti þess að
upplögin stækki. Þessi síðustu og
verstu ár hefur eftirspurn snar-
minnkað eftir íslenskum plötum,
og hefur þetta komið hart niður á
bæði útgáfunni og tónlistar-
mönnum. Svo dæmi séu nefnd þá
var meðalsala á íslenskri plötu
1977 5000—6000 eintök, en nú selst
plata varla meir en í 1000 eintök-
um. Það kallast núorðið metsala
að komast í 5000 eintök, enda er sá
sem á metsöluplötuna í ár farinn á
síldarvertíð. Þessi samdráttur
hefur líka komið niður á þeim sem
vinna við hljóðupptökurnar og
öðrum sem tengjast iðnaðinum, og
síðast en ekki síst hefur þetta
komið niður á ríkiskassanum, því
að tekjurnar minnkuðu stórlega
þrátt fyrir aukna álagningu,
vegna þess hve markaðurinn dróst
saman. Það skaut líka skökku við,
að bækur, blöð og tímarit voru
flutt toll- og vörugjaldslaust inn í
landið á meðan gjöldum var hlaðið
á hljómplötuna.
En nú hefur breyting orðið á og
vonumst við til að hljómplatan
vinni smámsaman aftur þann sess
sem hún áður skipaði. Með lækk-
uðu verði verður hún samkeppn-
ishæf við bækur og svipaðar vörur
á gjafavörumarkaði. Hefur það
mikið að segja, því salan fyrir jól-
in er allt að því þriðjungur af
árssölunni.
íslenski hljómplötuiðnaðurinn
er ungur og viðkvæmur, en gæti
með styrktri stöðu orðið arðbær-
ari en margur iðnaður hér, því við
eigum listamenn á heimsmæli-
kvarða, en vantar aðstöðu til að
sækja á erlendan markað. — En
hljóðið í okkur er gott, því áfanga-
sigur er unninn."
„Hljómplötuiðnaóurinn sem átti
enga framtíð fyrir helgi, hefur nú
með niðurfellingu vörugjaldsins,
eignast lífsvon," sögðu hljómplötu-
útgefendur á blaðamannafundi sem
þeir efndu til í tilefni
þess að 30% vörugjald hefur verið
fellt niður af innfluttum hljómplöt-
um. Á fundinum voru Pétur Krist-
jánsson, Jón Ólafsson, Ólafur Har-
aldsson, Jóhann G. Jóhannsson og
Gunnar Guðmundsson.
„Síðan vörugjaldið var hækkað
upp í 30 prósent 1978, hefur eftir-
spurn eftir plötum dregist saman
um liðlega helming, og ef ekkert
hefði gerst hefði salan í ár Kklega
aðeins orðið þriðjungur þess sem
hún var fyrir þessa hækkun. Fólk
var komið á þá skoðun að plötur
hér á íslandi væru ókaupandi og
lét sér nægja að taka upp tónlist
úr útvarpi eða fá lánaðar plötur
hjá kunninejum. Um þriðjungur
plötukaupa Islendinga höfum við
áætlað að fari fram erlendis og
það eru til sögur um fólk kemur
með 30—40 piötur heim og lætur
verðmismuninn borga ferðina. Og
rétt er það, verðmismunurinn hef-
ur verið mikill, erlendis kostar
meðalhljómplata nú 200—250
krónur, en kostaði hér fyrir helgi
550 krónur. En nú munu hljóm-
plöturnar lækka í það minnsta um
100 krónur í verði, og það er stefna
okkar að að halda óbreyttu verði
fram yfir jól, og eins lengi og
gengið helst óbreytt. Við erum
sannfærðir um að tónlistarunn-
endur kunni að meta þessa verð-
lækkun og treysti sér til að kaupa
hljómplötur i auknum mæli f
framtíðinni."
En kemur lækkun á erlendum
plötum þeim íslensku til góða?
Hljómplötuiðnaðurinn
hefur eignast lífsvon
Tryggja verður út-
gerðinni eðlilegan
rekstrargrundvöll
ÚTVEGSMANNAFÉLAG Suður
nesja hélt sinn 20. aðalfund sunnu-
daginn 16. október sl. í Stapa í
Njarðvík. Á fundinum var Eiríkur
Tómasson Grindavík endurkjörinn
formaður félagsins.
I fréttatilkynningu frá félaginu
segir um niðurstöður fundarins:
„Á fundinum kom fram sú skoðun
að ekki væri hægt að halda áfram
á braut þeirrar mínusstefnu sem
hefur verið látin ráða afkomu í
útgerð síðustu árin. Tryggja verð-
ur útgerðinni eðlilegan rekstr-
argrundvöll við þær aðstæður sem
ríkja hverju sinni. Þrátt fyrir góð
aflabrögð og hagstæðan markað
síðustu ára hefur þess verið gætt
af stjórnvöldum að skiija ekkert
eftir í greininni þannig að nú þeg-
ar verr árar blasir við stöðvun.
Lausafjárstaða útgerðarinnar
er svo geigvænleg að menn muna
vart annað eins. Hvatt er til sam-
stöðu útgerðarmanna, um að þeir
leggi til hliðar minni háttar
ágreiningsmál og þjappi sér sam-
an um að fá raunverulegar úrbæt-
ur á rekstrarafkomu útgerðarinn-
ar.“
Með Eiríki Tómassyni voru
kjörnir í stjórn Gunnlaugur
Karlsson Keflavík, Hilmar Magn-
ússon Keflavík, Ólafur B. ólafsson
Sandgerði, Guðmundur Þor-
steinsson Grindavík, Eiríkur Guð-
mundsson Garði, Magnús Þórar-
insson Keflavík, Guðmundur Guð-
mundsson Grindavík og Jón Eð-
valdsson Sandgerði.