Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 £0 „Vandinn mestur 1 húsnæðismálum „Landsþingið tókst mjög vei og sóttu það um 200 manns. Fjallað var um öll helstu málefni fatlaðra, bæði á þinginu sjálfu og á ráðstefnunni sem haldin var í tengslum við það,“ sagði Eggert Jóhannesson, formaður Lands- samtakanna Þroskahjálp, í sam- tali við Morgunblaðið. Lands- þing Þroskahjálpar var haldið dagana 7.—9. október sl. — Hvert var meginverkefni ráðstefnunnar? „Af þeim málum sem fjallað var um bar hæst þann húsnæð- isvanda, sem fatlaðir eiga við að etja um allt land,“ sagði Eggert. „Við vitum það að tug- ir fatlaðra barna og unglinga eru inni á heimilum sínum og yfirleitt án allrar aðstöðu til að komast inn á stofnanir. Auð- vitað reyna foreldrar og að- standendur að hafa börn sín sem mest heima fyrir, en nauð- synlegir valkostir eru oft ekki fyrir hendi. Það er nauðsynlegt fyrir aðstandendur að geta fengið vist, skamm- eða lang- tíma, fyrir börn sín. Margar fjölskyldur eru bugaðar af því gífurlega álagi sem fylgir um- önnun fatlaðs barns í heima- húsum. Þetta er staðreynd sem ekki er hægt að horfa framhjá. Og það ber að gæta að öðru. Þjóðfélagið er þannig byggt Rætt við Eggert Jóhannesson, formann Þroska- hjálpar um nýlokið Landsþing samtakanna upp að hjá flestum stéttum er fjárhagsleg forsenda fyrir. heimilisrekstrinum sú að þar séu tvær fyrirvinnur. Það getur þó hver maður séð að þar sem mikið fatlaður ein- staklingur býr í heimahúsum heldur enginn heilsu með því að vinna úti og annast þennan fatlaða einstakling, jafnvel þó einhverja þjónustu sé að fá hluta úr virkum dögum. Hvað þá ef um einstætt foreldri er að ræða, sem er töluvert algengt. Fólk í slíkri aðstöðu er ekki eitt um neyðina. Ég nefni full- orðna fatlaða einstaklinga sem alla tíð hafa búið hjá foreldr- um sínum. Þess eru mörg dæmi. Þetta fólk er í raun hús- næðislaust, því geta foreldr- anna til að hafa þá heima fyrir er ekki lengur fyrir hendi. Slík tilfelli hafa oft gengið næst hjarta mínu, það að finna og heyra að hugsun aldraðra for- eldra í slíkri aðstöðu snýst öll um það hvað verður um þennan einstakling þegar það fellur frá.“ — Eru fyrirsjáanlegar úrbæt- ur í húsnæðismálum fatlaðra? „Að vissu marki er það svo. Nú og í náinni framtíð taka til starfa ellefu nýjar stofnanir. I ræðu Alexanders Stefánssonar félagsmálaráðherra við setn- ingu þingsins kom fram að í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir umtalsverðri aukn- ingu á rekstrarfé til stofnan- anna. 1 fjárlögum 1983 var fjárveiting til málefna fatlaðra kr. 70.877.000 en í fjárlaga- frumvarpinu nú er gert ráð fyrir 108,4% aukningu eða að upphæð 147.726.000 kr. Þetta er að vonum ánægjuefni. Hins- vegar verður talsvert skorið niður fé til nýframkvæmda frá því sem gert var ráð fyrir í lög- um um málefni fatlaðra sem Alþingi samþykkti að gengju í gildi um næstu áramót. Sagði Alexander að jafnvel yrði gengið svo langt að skera þar niður um knappan helming. Við sem sátum þingið vorum að vonum ekki ánægð með þessar fréttir, því að þrátt fyrir tilkomu ellefu nýrra stofnana er hinni brýnu þörf ekki fullnægt og áframhald- Eggert Jóhannesson, formaður Landssamtakanna Þroskahjálp, en því starfi hefur hann gegnt í fjögur ár. andi framkvæmdir verða að koma til.“ — Hvada önnur mál voru helst rædd á þinginu? „Það var mikið rætt um hluti eins og sérkennslu og þess krafist að fötluð börn fái sér- kennslu strax og fötlunar verð- ur vart. Eins var skorað á Al- þingi að samþykkja hið bráð- asta frumvörp um framhalds- og fullorðinskennslu. Þá er ráðgjöf við foreldra mjög ábótavant og þörf er á bækl- ingum um eðli fötlunar, rétt- indi barna og foreldra og úr- ræði. Einnig var þess krafist að staðið væri við yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um að fullt tillit sé tekið til sérþarfa fatlaðra á öllum stigum félags- legrar og fjárhagslegrar upp- byggingar, þar með talið at- vinnuuppbygging. Það er stefna okkar að tryggja tengsl við framhaldsskóla og almenn- an vinnumarkað. Þetta má gera með starfsþjálfun, vinnu- miðlun og vinnueftirliti. Aðild Þroskahjálpar að sam- norrænum samtökum um mál- efni þroskaheftra var einnig til umræðu, en þau samtök voru stofnuð árið 1963 af fimm Norðurlöndum, þ.á m. Islandi. Norræna samvinnuráðið var einnig á dagskrá, en að því á Þroskahjálp aðild fyrir tslands hönd. Norræna samvinnuráðið eru samtök foreldra á öllum Norðurlöndunum sem vinna í sameiningu að úrbótum á mál- efnum fatlaðra, bera saman bækur sínar og reynslu." — I hverju verður starf Þros- kahjálpar aðallega fólgið í náinni framtíð? „Fyrst og fremst að fylgja eftir samþykktum þingsins, ásamt því m.a. að standa að uppbyggingu sumardvalar- heimilisins að Botni í Eyja- firði. Við rekum áfram gisti- heimilið i Melgerði 7 í Kópa- vogi, sem við höfum rekið und- anfarin ár og útgáfustarfsemi verður fram haldið, eftir því sem fjárhagur leyfir. Þar leggjum við þó megináherslu á tímaritið Þroskahjálp. Öll þessi starfsemi, sem er orðin nokkuð umfangsmikil og kost- ar talsvert fé, er fjármögnuð af miklu leyti með sölu á al- manakshappdrætti í lok hvers árs,“ sagði Eggert Jóhannesson að lokum. Eggert hefur gegnt starfi formanns Þroskahjálpar í fjögur ár og var endurkjörinn formaður á Landsþinginu. Ráðstefna um alþjóðafjármál, gengis- og gjaldeyrismál KRISTALSSAL HÓTEL LOFTLEIÐA föstudaginn 4. nóvember kl. 9:00—17:00 DAGSKRA: 09.00—09.15 Mæting og greiösla þátttökugjalda. 13.30—14.00 Gjaldeyrisstýring fyrirtækja — Strategies 09.15—09.30 Ráðstefnan sett. for currency management. — Þórður Friðjónsson, formaöur FVH. — Dr. ekon. Lars Oxelheim, forstjóri 09.30—10.00 Staöa alþjóðagjaldeyrismála. Scandinavian Institute for Foreign Ex- — Dr. Jóhannes Nordal, Seðlabanka- change Research. stjóri. 14.00—14.30 Möguleikar íslenskra fyrirtækja til gjald- 10.00—10.30 Gengiskerfi eftirstríðsáranna. eyrisstýringar. — Tryggvi Pálsson, hagfræðingur Lands- — Dr. Sigurður B. Stefánsson, hagfr., banka isl. Kaupþing hf. Kaffihlé. 14.30—15.00 U.S. monetary and fiscal policy — How 10.30—11.00 Áhrif gengisskráningar á ísl. efnahagslíf. they affect the U.S. dollar and other curr- — Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags- encies. stofnunar. — Leif Olson, chief economist, Citibank. 11.00—11.30 Models and Methods for currency fore- 15.00—15.20 Kaffihlé. casting. 15.20—17.00 Panelumræður. — Johns Sharples, M.A., The Henley — Stjórnandi: Jónas Haralz, bankastjóri Centre for forecasting. Landsbanka íslands. 11.30—12.00 Kynning á alþjóöaupplýsingakerfi Reuters — Reuters Monitor. Ráðstefnustjóri: Kristján Jóhannsson, 12.00—13.30 Hádegisverður Hótel Loftleiöum. formaður fræðslunefndar FVH. Þátttaka tilkynnist í síma 27577. Þátttökugjald 2.700 kr. Félag viöskiptafræðinga og hagfræðinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.