Morgunblaðið - 26.10.1983, Síða 38
70
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983
Til umhugsunar
Sönn lífegildi — eða
hégómí og loftkastalar
— eftirSvein
Ólafsson, SUfurtúni
Streð og pex, streita og rex,
spretthlaup á flestum sviðum.
Hugarkvöl, fálm og Hrunadans vex,
helstefna’ og rot í burðarviðum.
Menn tala af fjálgleik um fram-
þróun, uppbyggingu, nýjungar og
þarfir í vestrænum velferðarríkj-
um samtíðarinnar: samfélögum
hins nýja tíma. En þó er, þrátt
fyrir allt velferðartalið, eins og
samfélögin séu á villigötum, hafi í
veigamiklum efnum tapað áttun-
um, einkum í hinu mannlega.
Virðist þannig stór spurning,
hvort í raun sé meiri þróun í
mannlífinu áfram eða hreinlega
aftur á bak, þegar á allt er litið.
Sumpart þróast efnaleg velferð og
veraldleg gróska, menntun, tækni
og aðrir hlutir, sem snúa að af-
komuhlið lífsins, áfram; en sjálft
mannlífið virðist fara halloka.
Maðurinn sjálfur og hans andlega
reisn og velferð virðast hafa geng-
ið úr skorðum og stefna í þveröf-
uga átt við allar framfarirnar.
Ábyrgðarleysi, siðleysi, hófleysi,
óréttur, áfengis- og eiturlyfja-
nautnir, ofbeldi, öfund, endalaust
nart og látlaus sultarsöngur og
kröfupex virðast hafa skapað svo
mikinn ömurleika og þreytu í
samlífi manna, að svo virðist sem
mannskapurinn sé nánast orðinn
rugiaður og uppgefinn, vonlaus og
ráðþrota, viti vart hvert stefna
ber og hverjum megi treysta.
Bölvun opinberra
afskipta
Sá, sem þetta ritar, hefir oft
átalið hófleysi opinberra afskipta
á íslandi og þá bölvun, sem óeðli-
legar þvinganir á ýmsum sviðum
hafa leitt af sér fyrir fólkið í land-
inu og það fjárhagslega óréttlæti,
sem þetta hefir falið í sér fyrir
margt fólk í sambandi við rekstur
fyrirtækja og þannig skert mögu-
leika borgarnna til að leita bjarg-
ráða og framfærslu sér til handa í
einkarekstri. Um leið og þetta er
hér endurtekið og enn á ný undir-
strikað, skal bent á að í þessum
opinberu afskiptum eru margir
bölvaldar, sem leynzt hafa þeim er
á þá hafa trúað í blindni sem eins-
konar bjargræðisvon réttlætisins í
innbyrðis skiptum þegna samfé-
lagsins. — Hér er átt við óskyn-
samleg ákvæði um t.d. verðlagn-
ingu vöru og þjónustu (verðlags-
kúgun), afskriftir, skattlagningu
án raunverulegs skattstofns (að-
stöðugjalds án ágóða í rekstri) og
ýmislegt af því taginu. Margar af
þeim reglum og aðferðum, sem
beitt hefir verið í þessum efnum,
eru byggðar á grófum misskilningi
á verkunum þeirra til almennrar
velferðar — með öfugum verkun-
um — og hefir slíkt leitt til
ástands í íslenzku samfélagi, sem
menn átta sig ekki almennt á
hverjar orsakir liggja til. —
Mönnum láist að greina hver sé
hinn rétti sökudólgur, og bölvald-
urinn er þeim næsta hulinn, þeim
mistekst að skynja hinar raun-
verulegu orsakir. Og ef hinar
Sveinn Ólafsson
„Stjórnvöld liggja á því
laginu áratugum saman
að setjast ofan á at-
vinnureksturinn og þá
sérstaklega verzlunina,
í stað þess að lofa fólki
hreinlega að blómstra í
friði.“
Fyrri grein
raunverulegu orsakir glatast verð-
ur ekki auðvelt um að fást við af-
leiðingarnar, enda sýnist margt
fálmkennt, sem hér er gripið til til
úrbóta í ýmsum efnum. Hér virð-
ist „skóbótakerfið" í algleymingi,
lappað upp á í stað raunhæfra úr-
bóta, þar sem verkanir eru athug-
aðar niður í kjölinn og endurbæt-
ur framkvæmdar út í æsar, í stað
þess að krafsa í einstaka galla og
gera svo hreinar hræsnis- og
málamyndaúrbætur, sem ekkert
gagn gera, nema blekkja þá sem
eru skammsýnastir og skynja
sjaldnast hvað eru úrbætur og
hvað ekki.
í sambandi við 30—40 ára verð-
lagsþvinganir (verðlagskúgun) á
hendur verzlunar- og þjónustufyr-
irtækjum í landinu, þá er það
niðurstaða undirritaðs, að þar sé
að finna meira niðurrifsafl, sam-
félagslega séð, en jafnvel boðend-
ur og trúarpostula þessa aftur-
haldsfargans órar fyrir, — svo
ekki sé minnzt á skattpínslu fyrir-
tækjanna í landinu almennt séð.
Það hlálegasta er, að hinn al-
menni borgari er, með skefja-
lausri sefjun og blekkingarrökum,
teymdur á asnaeyrunum í blindri
trú á þennan ófarnað — án þess að
skilja upp eða niður í verkun þessa
ófagnaðar fyrir hann sjálfan og
þjóðarheildina alla. Og það er hart
að benda á þá sorglegu staðreynd,
sem flestir eru feimnir við að
nefna upphátt, að í íslenzku sam-
félagi skuli slík glórulaus þröng-
sýni vera ráðandi meðal almenn-
ings og ráðamanna einnig, að
mönnum sé nánast ókleift að lifa
það af efnahagslega að stunda
verzlunarrekstur i sínu eigin föð-
urlandi eins og heiðarlegir menn,
fari þeir í hvívetna eftir gildandi
lagaboðum. Og á þessu bera sjálf
stjórnvöld og Alþingi landsins
ábyrgð með því að viðhalda vit-
lausum og ranglátum lífsreglum
fyrir atvinnureksturinn. Að vísu
er þeim vorkunn, því harðsnúnum
og heimskum hagsmunahópum,
sem telja sig vera verndara hinna
smáu, en misskilja algjörlega
hlutverk sitt, líðst að beita þving-
unum sem standa í vegi fyrir
réttlæti og framförum. Ekki verð-
ur séð hvernig þeir hafa öðlast
þennan rétt til að vera verndarar
— sem þeir eru ekki, heldur aðeins
niðurrifsafl, sem gengur í myrkri
og blindu, og telja sér trú um að
þeir séu að gera gagn.
Og hvernig er svo staðan vegna
alls þessa? Jú, nýtum og hæfum
mönnum, sem ekki hafa fengið sig
til að standa í þeim „skítverkum"
sem eru verzlunarrekstri samfara,
hefir nánast verið „sparkað" út af
sviði viðskiptalífsins, og nýir
menn hafa í grandaleysi og bjart-
sýni komið inn í staðinn, hugsan-
lega keypt fyrirtækin, og viljað
reyna að spreyta sig á vitleysunni.
En slíkt er hægara sagt en gert, og
varla á mannlegu færi að komast í
gegnum allan þann moðreyk af
reglufargani, þvingunarákvæðum,
sem oft jaðra við hreina áþján þar
eð þau fela m.a. í sér allskyns
ólaunaða vinnu í þágu hins opin-
bera og margskyns gerræði gagn-
vart fyrirtækjum og einstakling-
um, ef ekki er allt samkvæmt ýtr-
ustu kröfum og boðum. — Og svo
má víst ekki gleyma verðbólgu-
draugnum, sem er að kafkeyra og
leggja allan atvinnurekstur í rúst.
Áfleiðingin hefir og orðið sú, að
vegna hins oft þrúgandi ástands,
sem siglir í kjölfarið, eru ýms
samskipti fólks að verða og orðin
meira og meira ógeðfelld og óað-
laðandi. Kveður jafnvel svo
rammt að, að þetta fer ekki fram-
hjá erlendum viðskiptaaðilum
okkar, sem skilja ekki hugsunar-
háttinn hér og furða sig á ástand-
inu, sem birtist ekki sízt í því að
þeir menn, sem standa í við-
skiptum hérlendis öðrum til þjón-
ustu og sjálfum sér til lífsfram-
færis, eru vegna glórulausrar
ósanngirni og tekjuskerðingar
Maharishi tækniþekk-
ing einingarsviðsins
eftir Sturlu
Sighvatsson
Uppgötvanir nútímavísinda hafa
ieitt í Ijós óendanlegan sköpunar-
mátt náttúrulaganna. Framfarir í
eðlisfræði hafa verið mjög örar und-
anfarna áratugi. Eðlisfræðingar þeir
sem fást við ofuraðdráttaraflskenn-
ingar (supergravity theory) skilja nú
hvernig einingarsvið allra náttúru-
laga er uppruni allra krafta náttúr-
unnar og framvindu sköpunarinnar.
Uppruni náttúrulaganna er þeim eig-
inleikum búinn að vera sjálfum sér
nógur og um leið er hann óendan-
lcga aflmikill.
Á hinn bóginn sjáum við í heim-
inum í kringum okkur ávöxt beit-
ingar fyrri tíma vísindalegs skiln-
ings, sem staðfestir svo ekki verð-
ur um villst hinn gamla málshátt:
„Lítil jþekking er hættulegur hlut-
ur.“ Á sama tíma og þekking á
brotakenndu gildi náttúrulaganna
á sviðum efnafræði, rafeindafræði
og sérstaklega kjarneðlisfræði,
hafa skapað miklar framfarir í
mannlegu samfélagi hefur þessi
þekking jafnframt framkallað
hættulegt ójafnvægi í náttúrunni
og hefur leitt mannkyn í heild að
þröskuldi tortímingar.
Þetta hættulega ástand sem
nútímavísindi hafa skapað í
ófullkomleika sínum og þroska-
leysi boðar nauðsyn notkuíiar fulls
atgervis náttúrulaganna, sem
kemur jafnvægi á í náttúrunni
alls staðar í heiminum og færir
mannlegt líf í átt að fullkominni
lífsfyllingu. Enginn vísindamaður
eða tæknisérfræðingur ætti að
vera ánægður fyrr en vísindin
hafa skapað æðsta stig hamingju
og lífsfyllingar í öllum hornum
veraldar. Takmark vísinda er að
þekkja svið náttúrulaganna og
virkja þann skipulagskraft sem
býr falinn í þessu sviði þekkingar,
svo að öll þægindi, framfarir og
hamingja verði lifandi raunveru-
leiki.
Beiting einingarsviðsins
Uppgötvanir skammtaeðlis-
fræðinnar á einingarsviði allra
náttúrulaga lætur okkur í té mik-
ilvægan skilning á því hvernig vís-
indin geta breytt tilhneigingum
ójafnvægis í átt að jafnvægi og
fært öll svið samfélagsins til
æðstu lífsfyllingar.
Ofuraðdráttaraflskenningarnar
segja að einingarsviðið sé svið
óendanlegrar sjálfsvísunar. Fullt
atgervi náttúrulaga í einingar-
sviðinu viðheldur sjálfu sér og
kallar fram sínar eigin tjáningar
með því að vinna innan síns eigin
eðlis. Það vísar því stöðugt á sig
sjálft. Hið heildarlega eðli eining-
arsviðsins er einnig hægt að hag-
nýta í daglegu lífi með tækni vit-
undar.
Lífgun fulLs atgervis
náttúrulaga
Með því að leiða vitundina að
einfaldasta ástandi sínu, þar sem
eiginleikar sjálfsins eru fyrir
hendi að fullu, fæst bein reynsla
af einingarsviði allra náttúrulaga.
Þetta er gert með Maharishi-
tækniþekkingu einingarsviðsins.
Þar með lífgar heildaruppbygging
náttúrulaganna sérhverja hugsun
og athöfn einstaklingsins.
Það sem hlýst af þessari tækni-
þekkingu er lífsfylling allra þátta
lífsins. Þetta þýðir að fullt atgervi
náttúrulaganna er kallað fram svo
að lífinu er lifað fullkomlega í
samræmi við öll lög náttúrunnar.
Vísindalegar rannsóknir
Maharishi-tækniþekking ein-
ingarsviðsins tengist ekki aðeins
nýjustu og mest sannfærandi
skilningi fræðimanna á náttúr-
unni eins og fram kemur í eðlis-
fræði, efnafræði, stærðfræði og
öðrum greinum nútímavísinda,
heldur fær hún einnig staðfest-
ingu sína í niðurstöðum mörg
hundruð vísindarannsókna. Þess-
ar rannsóknir staðfesta vöxt nátt-
úrulaga á sviði líkama, sálar og
umhverfis.
Yfir tuttugu ára vísindarann-
sóknir á innhverfri íhugun hafa
skapað mikla breidd rannsóknar-
niðurstaðna sem sanna mikla
kosti tækninnar fyrir öll svið lífs-
ins, t.d. fyrir menntun, heilsu, lög
og reglu, menningu, kaupsýslu og
iðnað, stjórnun og varnir.
Hvað áhrifaríkust og heilsteypt-
ust eru áhrifin sem lítill hluti af
íbuúm lands koma til leiðar í sam-
vitundinni með iðkun Maharishi-
Maharishi Mahesh Yogi
tækniþekkingar einingarsviðsins.
Þessi hópiðkun veldur því að sam-
félagið nýtur kosta fulls atgervis
náttúrulaganna, sem merkir
minni afbrot og neikvæðni og
aukningu jákvæðra tilhneiginga
hjá öllum. Þessi rannsóknarnið-
urstaða, þekkt sem Maharishi-
áhrifin, hvetur til myndunar hóps
sem viðheldur stöðugt háu stigi
samvirkni í samvitundinni með
hópeflun vitundar, eða með hóp-
iðkun Maharishi-tækniþekkingar
einingarsviðsins.
Slíkur hópur, kallaður Purusha,
mun lífga algjört atgervi náttúru-
laganna í öllu samfélaginu með
daglegri iðkun sinni og stöðugri
reynslu af einingarsviði vitundar.
Það er á ábyrgð allra stjórn-
málamanna, . vísindamanna,
tæknisérfræðinga og allra þeirra
sem ábyrgð bera á öryggi og fyll-
ingu mannlegs lífs að gefa gaum
að þessari aðferð, að vísindalegum
grunni hennar og sannprófunum
og beita henni til skjótrar sköpun-
ar fyrirmyndarlífs, sem er full-
komlega í bandalagi við fullt at-
gervi náttúrulaga.
Stofnun Purusha-hóps
Með stofnun Purusha á íslandi,
sem er hópur sem iðkar innhverfa
íhugun og innhverfa íhugun
(Sidhi-kerfið) saman á hverjum
degi skapast hátt stig samvirkni í
samvitundinni og sem hefur bein
áhrif á sérhvert svið samfélagsins.
Menntun: Óendanlegt sköpunar-
afl náttúrulaga er lífgað með allri
þjóðinni og sem leiðir til þess að
æðstu markmiðum menntunar er
náð. Árangur og uppljómun ein-
staklingsins skapast og hámarks-
framfarir, samstilling og heildun
á sér stað á öllum sviðum þjóðlíf.
Heilsa: Mikil samvirkni í sam-
vitundinni nærir grundvöll full-
kominnar heilsu fyrir einstakling-
inn og samfélag, sem þýðir líf í
bandalagi við náttúrulögin.
Lög og regla: Samvirkni í sam-
vitundinni leiðir til fullkomins
skipulags í samfélaginu, leiðir til
fækkunar afbrota, á neikvæðni og
á öllum formum samfélagslegs
óróa. Jákvæðni eykst svo og sam-
stilling og heildun í öllu samfélag-
inu eftir því sem þjóðlífið vex í
bandalagi við náttúrulögin.
Menning: Fullt atgervi náttúru-
laga er lífgað í samvitundinni sem
leiðir til hámarks framfara og öt-
ulleika þjóðarinnar á grunni
sterkrar menningarlegrar heild-
unar.
Varnir: Samvirk þjóðarvitund
leiðir til útrýmingar streitu og
spennu þjóðarinnar. Enginn
fjandmaður getur orðið til og
þjóðin verður ósigranleg í banda-
lagi við náttúrulögin.
Atvinnuvegirnir: í athafnalífi svo
sem iðnaði, kaupsýslu, landbúnaði
og sjávarútvegi eru tveir megin-
þættir sem ráða mestu um vel-