Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 26.10.1983, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 71 (verðlagskúgunar) og skattpínslu, í sífelldu basli og dæmdir til að þræla sér út umfram mennsk mörk til að halda fyrirtækjunum á floti og komast af — algjörlega að þarflausu fyrir þetta land, sem hefir vel efni á og ætti að sjá sóma sinn í að borga þeim (álagning) svo viðunandi sé og öll sanngirni mælir með — því þeir sjá þó um að verzlunin sé í islenzkum hönd- um ennþá — það ættu íslendingar að skilja hverja þýðingu hefir. — Útkoman af þessari meðferð, sem er í rauninni svívirðileg, er að vegna veltufjárskorts má ekkert bera útaf, sem dregur úr veltu- hraðanum — sem helzt þarf alltaf að aukast ef vel á að vera — svo tekjur hrynji ekki niður og allt sigli í strand. Og þetta lögmál ósjálfrátt ástand taugaspennu, óþolinmæði og ómennskrar hörku vegna flýtisins og pressunnar. Þegar kröfur um hraða og flýti í samskpitum og afgreiðslu magn- ast svo vegna þessa skapast streituástand, sem í ískyggilega mörgum tilfellum er næsta óbæri- legt og þrúgandi og verður oft frekar líkt hernaðarástandi en al- mennum viðskiptum. Að vísu milda og skerpa persónugerðir fólks þetta undir mismunandi kringumstæðum, en það verður að segjast eins og er, að ástandið er allt annað en glæsilegt eða upp- byggilegt almennt séð, og er þarna sannarlega úrbóta þörf. Slíkt næst hinsvegar aðeins með bættum skilyrðum hjá atvinnu- og verzl- unarfyrirtækjum almennt séð, og það hefði ekki lítil áhrif á vinnu- skilyrði starfsfólks þessara at- vinnugreina í heildina séð. Hryggilegar afleiöingar Eitt er víst, að erfiðleikar í viðskiptum eru hér meiri almennt séð en á nokkurn máta getur talizt með felldu. Fyrirtæki bera sig al- mennt illa og fara hér á hausinn hvert um annað, svo efnahagslegt skipbrot fólks er varla algengara í viðskiptum nokkursstaðar miðað við höfðatölu en hér á þessu litla skeri. — Fróðlegt er að geta þess, að sértryggingar sem erlendir menn taka til að tryggja áhættu sína í erlendum viðskiptum eru með þeim dýrustu sem til þekkist í viðskiptum við íslendinga, vegna tíðra áfalla og taps á að verzla við okkur. Þetta segir sína sögu um álit okkar útávið vegna þess hvernig meðferðin er hér á verzl- unarstétt landsmanna. Og hvað veldur nánar til tekið þessum viðskiptalegu „móðuharð- indum“? Jú, svarið liggur að nokkru í því, sem áður var á drep- ið, en þó ber að leggja áherzlu á það, að í stærra mæli séð stafar þetta af ósanngjarnri afskipta- semi og þvingunum stjórnvalda gagnvart verzlun og viðskiptum, svo einstaklingsframtakið er í spennitreyju — nánast eins og um þjóðhættulega starfsemi sé að ræða. Allt er reyrt fast og enginn má hafa neitt uppúr neinu sem heitir hagnaður — það er dæmt óheiðarlegt — sakir almennrar blindni. — Stjórnvöld liggja á því laginu áratugum saman að setjast ofan á atvinnureksturinn og þá sérstaklega verzlunina, í stað þess að lofa fólki hreinlega að blómstra í friði. Og svo eiga þau ekki að þarf- lausu að vera að vafstrast í alls- kyns rekstrarævintýrum, sem aldrei skila neinu nema tapi í þeirra höndum, þegar einstakl- ingar, fái þeir að vera í friði, geta rekið slíkt með hagnaði, — og greitt skatta til ríkisins að auki. Um þetta virðist ekki hugsað. Ef skynsemin réði ættu stjórn- völd að leggja á það höfuðáherzlu að móta meginreglur fyrir eðlilegt hegðunarmynstur og siðferði í viðskiptum, þannig að afkomu- skilyrði geti myndazt, sem ykju hagsæld jafnt fyrirtækja sem vinnuþega á grundvelli þess að hagur þeirra fer saman — séð með berum augum. Þau eiga ekki, eins og nú vill brenna við, að stuðla að agaleysi og losi, en slíkt leiðir ávallt af því virðingarleysi, sem ósanngjörn löggjöf og reglur kalla fram í mannlegu eðli. — Löggjöf verður að byggjast á réttlæti og sanngirni og þá má líka gilda sið- ferðileg agasemi, því það er grundvöllur þess að velsæmi sé í hávegum haft nieð þjóðinni, og öllum vorkunnarlaust þá að fylgja lögmálum réttlætis og sanngirni. Þegar hráskinnaleikur stjórn- málabaráttunnar lætur rang- hverfuna snúa út í þessum efnum eins og víða sjást merki i dag, vill stjórnkerfið verða bæði illa virkt og ómannlegt í mörgu. Af slíku skapast hrærigrautur og los, mót- sagnir og upplausn þar sem rétt- arfarslegt öryggi getur raskazt átakanlega, eins og við getum séð af því hvernig síbrotamenn og annað hættulegt fólk getur lang- tímum saman gengið laust og haldið áfram þeirri „iðju“ að hrella samborgarana, án þess að löggæzlan fái rönd við reist. Og tilburðir til að bæta ástandið eru vart merkjanlegir, eins og engum komi þetta við. Og manni er sagt að réttarvörzlumenn og dómarar fái hér jafnvel ekki að beita ráðum sem duga, af einhverri óskiljan- legri linkind, t.d. við unglinga sem stunda skemmdarstarfsemi, eða gagnvart opinberum sóðaskap, sem tekin eru föstum tökum er- lendis og nóg væg ráð eru til að hafa hemil á, ef menn vildu aðeins leyfa þann aga sem til þarf. Andstæður ofrausnar og afrækslu Á móti þessu sér maður svo hina lögbundnu ofrausn stjórn- valda í sumum efnum eins og t.d. menntamálum í heildina séð. Þar er allt komið út fyrir raunhæfan ramma þar sem þjóðin framleiðir með ærnum tilkostnaði hálært fólk í stórum stíl, langt umfram skynsamlegar þarfir. Þótt játa beri að gott sé að fólkið í landinu sé vel upplýst, þá er hér eitthvað bogið við hlutina, og vafasamt hvað lítil þjóð getur leyft sér mik- ið óhóf í þessum efnum. — Þá hafa kunnugir bent á að rekstur heil- brigðis- og sjúkramála sé kominn úr böndunum og vafamál sé hvort heilbrigt mat heildarsjónarmiða fái þar nóg að komast að. Þessir hlutir kosta mikið fé og fer stór hluti almannafjár beint í þetta. — Samfélaginu ber að gera sitt ýtr- asta sjúkum til hjálpar, en stund- um er hægt að gera meira með hagsýni en beinum fjáraustri, og spurningin er hvort hér verður ekki að brjóta blað og skoða nýjar leiðir, sem farnar hafa verið í öðr- um löndum til að virkja einka- framtakið til hagræðingar og sparnaðar, því þar hefir það sýnt sig að einkaframtak er oftar en ekki virkasta leiðin til að ná bezt- um og ódýrustum árangri. Með slíku mætti hugsanlega hjálpa fleirum betur með sömu fjármun- um, eða minni en nú er. Þessu ber þjóðfélagsfeðrum að hyggja að, en virðist lítið sinnt. — Á móti þessu blasir siðan við sá vafasami sparnaður, sem almenn löggæzla verður að sæta t.d. vegna skorts á löggæzlumönnum víðast hvar, sem snertir almennt réttarfar alvar- lega líka, eins og nefnt var. Ofrausn í menntun verður aldrei til blessunar, ef ekki er um leið gætt jafnvægis með því að halda uppi siðrænum aga um hegðun með hæfilegri löggæzlu og aðhaldi í samfélaginu, en i dag er langt frá því að þessu sé sinnt svo í lagi sé. — Og leitt er að þurfa að játa það, að svo virðist sem jafnframt því að menntun og uppfræðsla i samfélaginu hefir stórum aukizt, hafa almenn háttvisi og manna- siðir farið halloka og kauðaháttur á ýmsum sviðum færzt áberandi í aukana. Mannlegri reisn hefir hrakað. Stefnumið til úrbóta Hér verður samfélagið að snúa við blaðinu. Svona atriðum verður eitt samfélag að sinna og kippa þeim hlutum í lag, sem er ábóta- vant. — Það verður að stefna að því að lög almennt verði raunhæf og sanngjarnari í mörgum efnum en nú er. Þau eiga að vera þannig að auðið sé að krefjast óskoraðs siðgæðis án þess að löggæzlu- mönnum sé gert erfitt fyrir, eins og t.d. með ýmislegt í umferðar- lögum þar sem skýr ákvæði vantar og los viðgengst í einföldum en veigamiklum atriðum, annaðhvort fyrir linkind eða glámskyggni. — Réttar- og löggæzla verður að geta verið í lagi vegna velferðar og ör- yggis þegnanna sjálfra. Það sam- rýmist ekki virðingu nokkurs sam- félags, að það geti ekki hreinsað af sér „óværuna" — haldið reisn sinni og menningu um leið og stefnt er með hófsemd og fyrir- hyggju til framfara. — Sé ekki séð við öfgaþróun vegna linkindar og skorts á aðhaldi er stutt í að það, sem gæti verið til fyrirmyndar, vígist eymd og vanþróun. — Skal minnt á gamalt máltæki því til áréttingar: „Sá sem lifir agalaus, deyr ærulaus." Það má öllum ljóst vera, að ekk- ert mun ganga eða reka nema samlífsreglurnar, þ.e. lögin í land- inu, og þar með lífsbjargar- skilyrðin fái aðt komast í réttlátt horf og sanngirni að rikja meðal borgaranna án þess að menn séu dregnir í dilka, sumir njóti ofrausnar, aðrir séu dæmdir vond- ir menn og látnir gjalda þess að ósekju um tugi ára, og enn að los sé í öðrum efnum sem öllu samlífi er til skaða, hnekkis og nánast skammar í ofanálag. Réttlæti og sanngirni verður að ríkja meðal samfélagsþegnanna. Það dugir ekki, að sumir séu keflaðir og heftir í spennitreyju þvingana og kúgunar í sambandi við atvinnu sína og lífsbjargarvegi, algjörlega að ástæðulausu. Þar þarf að hefja nývirki og umbót í fjölmörgum efnum. Það dugar ekki að samfé- lagið hreyfi ekki legg eða lið til lagfæringar á göllum í reglum samlífsins í þjóðfélagskerfinu ára- tug eftir áratug, svo meiðingar, rán og rupl, lögbrot og allskonar óskammfeilni geti gengið fyrir sig án harkalegra gagnráðstafana til varnar öfugþróun og jafnvel hættuástandi. Ýmislegt í sambandi við þessi mál hefir aðrar afdrifaríkar og al- varlegar hliðar, er snerta ekki að- eins hina efnalegu og samfélags- legu hlið, heldur einnig heilsufars- lega og andlega velferð einstakl- inga samféiagsins sjálfra, sem í raun eru orsakir þessara skrifa, en um þessar hliðar verður fjallað í næstu grein. Ritað í marz-apríl 1983. Sreinn Ólafsson er fulltrúi hji Eimskipafélagi íslands. Sturla Sighvatsson með 1. bindi af „Collected papers", sem hefur að geyma rannsóknir á „Maharishi tækniþekkingu einingarsviðsins". gengni og árangur. Þeir eru sköp- unargleði í stjórnun annars vegar og ánægt og lífsfyllt starfsfólk hins vegar. Aðeins skapandi stjórnun getur tryggt að atvinnuvegir stækki stöðugt og ryðji sér nýjar brautir. Stöðnun af hvaða tagi og vaxt- arskortur mun leiða til þess að þjóðin dragist aftur úr öðrum þjóðum í framleiðslugetu og al- mennum viðskiptum. Fyrir launþegana eru það ein- hæfu síendurteknu störfin í fram- leiðslunni, sem hindra fulla og frjálsa tjáningu skapandi greind- ar og sem leiðir til streitu, spennu, leiðinda, þreytu, óánægju og skorts á ötulleika og framleiðslu- hæfni. til að viðhalda efnahags- legu heilsufari þjóðar er nauðsyn- legt að hafa aðferð sem eyðir streitu einhæfra síendurtekinna starfa. Með slíkri aðferð er hægt að auka framleiðsluna. Sköpun Purusha-hóps nær þeim markmiðum báðum að auka sköp- unargleði stjórnunar og ljá lífs- fyllingu til handa launþegum. Fjölmargar vísindarannsóknir hafa staðfest aukna sköpunar- greind í stjórnun með beitingu Maharishi-tækniþekkingu eining- arsviðsins. Launþegar öðlast lífs- fyllingu með reynslu af óendan- legri sköpunargreind ótakmark- aðrar vitundar í daglegri reglu- bundinni iðkun sinni. Purusha fyrir þjóðina lífgar með Mahar- ishi-áhrifunum óendanlega sköp- unargreind náttúrulaga í samvit- undinni. Þannig eykst skipulags- máttur og framleiðslan styrkist hjá allri þjóðinni. Þessi staðreynd er studd af fjölmörgum þjóðfé- lagslegum tilraunum. Efnahagslegur kraftur þjóðar- innar er algjörlega kominn undir því að henni sé kleift að auka sköpunargleði sína og framleiðslu- getu. Sú pólitík að viðhalda fullri atvfnnu jafnvel á kostnað hárrar verðbólgu er göfug, gjafmild og samúðarfull stjórnmálastefna. En án þess að hækka sköpunarkraft- inn og framleiðslugetuna er slík pólitík einungis til þess fallin að allir verði fátækari. Það sem þarf er hæfileikinn til að skapa stærri köku, þróttur til að skapa auð, mjög mikinn auð. Einungis með því að efla mátt sinn og megin í framfaraátt getur lítil þjóð varð- veitt styrkleika sinn mitt á meðal annarra þjóða og minnkað verð- bólgutilhneigingar. Þessu er auðveldlega hægt að koma í kring með Maharishi- tækniþekkingu einingarsviðsins og það um leið og Purusha er skapaður. Þannig yxi sköpunar- gleðin, skipulagskrafturinn og orka og ötulleiki allrar þjóðarinn- ar. Þetta er leiðin til að tryggja stöðugt flæði hugmynda og tæki- færa og virkja stórkostlegt afl samvitundar svo að auðlegð og framfarir séu stöðugt fyrir hendi á íslandi. Ef saga árangursríkra fyrir- tækja og efnahagslegra árang- ursríkra þjóða er skoðuð, sést fljótt að ávallt og í sérhverju til- felli er staðreyndin sú, að megin- stoð velgengninnar er að finna í fari fárra en mjög skapandi ein- staklinga, sem með orku sinni og snilligáfu Ijá þúsundum manna brautargengi og lífsafkomu. óháð því hvort náttúruauðlindir voru til staðar eður ei, gott vinnuafl eða fjármagn, — skapandi hugum hef- ur tekist að skapa auð og gnótt, burtséð frá því hverjar aðstæð- urnar voru. Þetta er sannleikur sem nær til útlánastofnana, til iðnaðar, til rafmagnsiðnaðar og -veitna, til útgáfustarfsemi, skipa- ferða og til sérhvers annars sviðs. Lykillinn að öruggri velgengni landanna er að virkja skapandi auðlindir þeirra. Fyrir þann tíma að Maharishi þróaði tækniþekk- ingu einingarsviðsins var engin aðferð til að taks í heiminum, sem gerði oss kleift að þróa skapandi snilling. Nú er þessi tækniþekking tiltæk. Nú er hægt að skapa ofgnótt lífsgæða og velmegunar á fslandi. íslensk stjórnvöld Með Purusha-hópi skapast ofurgeislunaráhrif í þjóðarvitund f slendinga. Aðeins 50 manna hóp- ur nægir til að koma þeim áhrif- um til leiðar sem hér hefur verið lýst. Með Purusha mun þjóðin njóta ástands ósigranleika sem merkir: Samræmd þjóðarvitund, árangursrík stjórnvöld, velgengni í samskiptum við aðrar þjóðir, vingjarnleiki og traust, samræmd- ur og farsæll landbúnaður, sterk- ur iðnaður, traust viðskiptalíf, fögur menningarstarfsemi, fyrir- myndarheilsa þegnanna, langlífi og þróun skapandi hugsunar og vitundar hjá íslendingum. Fleiri hundruð vísindarannsóknir á áhrifum Maharishi-tækniþekk- ingar einingarsviðsins í lífi ein- staklingsins og samfélagsins stað- festa þetta. Vísindarannsóknirnar hafa verið teknar saman og þær er að finna í svonefndum Collected Papers, bindi 1, 2 og 3, sem eru í prentun og bindi 4 sem verið er að útbúa til prentunar. Samtals er verk þetta um 2.800 blaðsíður að stærð. íslendingum og þá sérstaklega íslensku ríkisstjórninni er vin- samlega boðið að skoða kosti og gagnsemi Maharishi-tækniþekk- ingar einingarsviðsins til að mynda fyrirmyndarsamfélag á ís- landi. Einnig er íslenskum vís- indamönnum boðið að rannsaka áreiðanleika fyrrnefndra vísinda- rannsókna. Að slíkri rannsókn lokinni ættu þeir hiklaust að geta mælt með Maharishi-tækniþekk- ingu einingarsviðsins sem lausn á öllum vandamálum íslensks þjóð- lífs. Við viðurkennum auðmjúk- lega að það kann að hljóma ósennilega að hægt sé að leysa öll vandamál þjóðar með svo ein- faldri tækniþekkingu sem Mahar- ishi-tækniþekking einingarsviðs- ins er. Vegna blessunar þeirrar sem þjóðin myndi njóta af beit- ingu tækniþekkingarinnar og vegna þeirra óendanlegu mögu- leika sem henni opnast bjóðum við vinsamlega alla ábyrga aðila á ín- landi, opinbera sem og aðra, að athuga gaumgæfilega kosti henn- ar fyrir fsland. Sturla Sighvatsson dvelur nú í Yestur-I’ýskalandi og nentur þar þau fræói, sem um er rætt í grein- inni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.