Morgunblaðið - 26.10.1983, Page 47

Morgunblaðið - 26.10.1983, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 79 Vestmannaeyjar: 54 ökumenn teknir ölvaðir frá áramótum — voru 35 allt árið í fyrra Vestmannaeyjum, 24. október. MIKIÐ annríki var hjá lögregl- unni hér um helgina, enda tals- verð ölvun í bænum, bæði á fóstudags- og laugardagskvöld. Sex ökumenn voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur, sem er óvenju há tala um eina helgi. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá lögregl- unni í dag, hefur orðið mjög mikil aukning á ölvunarbrotum öku- manna frá því á siðasta ári. Á þessu ári hafa 54 ökumenn verið teknir fyrir ölvunarakstur, en allt árið í fyrra voru þeir 35. — hkj. INNLENT Heyrnarsér- fræðingar á ferð um Austfirði EINAR Sindrason háls-, nef- og eyrnalæknir, verður ásamt öðrum sérfræðingum Heyrnar- og talmeina- stöðvar íslands á ferð um Austur- land dagana 31. október til 3. nóv- ember næstkomandi. Rannsökuð verður heyrn og tal og útveguð heyrnartæki. Farið verður á eftirtalda staði: Reyð- arfjörð 31. október, Eskifjörð 1. nóvember og Egilsstaði 2. og 3. nóvember. Tekið er á móti tímapöntunum á viðkomandi heilsugæslustöð og er fólki bent á að panta tima sem fyrst. (FrétUtilkynning) Séð yfir hinn nýja veitingasal Gullna hanans. Gullni haninn tekur við af Halta hananum HALTI haninn, veitinga- staðurinn með þessu nafni innst á Laugveginum, hefur verið lagður niður og í stað hans tekið til starfa nýr staður, sem hlotið hefur nafnið Gullni haninn. Allar innréttingar hafa verið endurnýjaðar í ljósum lit og staðurinn fengið leyfi til vín- veitinga, en áður var rekinn þarna grillstaður. Ætlunin er að reka þarna miðlungs dýran veitingastað. „Ég get ekki verið annað en ánægður," sagði Birgir Jónsson eigandi Hanans um þessar breytingar. „Þeir sem þekktu gamla hanann vita að það er ekki hægt að líkja þeim saman, gamla hananum og þeim nýja, og ég held að þessi staður sam- eini flesta þá hluti sem staður sem þessi eigi að bjóða upp á bæði hvað snertir veitingar og umhverfi. Gullni haninn tekur 30 manns í sæti með góðu móti, en hægt er að koma þar fyrir 50 manns ef þurfa þykir. Hægt verður að fá staðinn leigðan út til einkasamkvæma, en hann verður opinn frá kl. 11.30-15.00 og 18.00-23.30 nema sunnudaga frá 17.00-23.30. Brynjar Eymundsson veitir eldhúsi staðarins forstöðu. Guðbjörn Gunnarsson sá um innréttingar, en smíðavinna og uppsetning var í höndum Beyk- is sf. Aðeins 15 daga tók að rífa niður gömlu innréttinguna og koma þeirri nýju upp. Aðstandendur Gullna hanans. Talið frá vinstri: Brynjar Eymundsson matreiðslumeistari, Birgir Jónsson, eigandi staðarins, kona hans, Stein- unn Pétursdóttir, og Tómas Kristinsson kjötiðnaðarmeistari, sem sér staðnum fyrir hráefni. Morgunblaðið/ ól.K.M. Sauðárkrókur: Deliríum Búbónis í Bifröst SauAárkróki, 24. október. LEIKFÉLAG Sauðárkróks frumsýndi í gærkvöldi gam- anleikinn Deliríum búbónis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni. Leikstjóri er Guð- jón Ingi Sigurðsson, en leikmynd gerði Jónas Þór Pálsson. Leikendur eru Kristján Skarp- héðinsson, Elsa Jónsdóttir, Hall- fríður Bára Jónsdóttir, Haukur Þorsteinsson og Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, Helga Hannesdóttir, Bragi Haraldsson, Óttar Bjarna- son og Sverrir Valgarðsson. Samkomuhúsið Bifröst var þétt- setið áhorfendum, sem tóku leikn- um forkunnarvel. Næstu sýningar verða á miðvikudag og föstudag. — Kári. Sólarljóð í nýrri sænskri þýðingu NÝLEGA voru Sólarljóð gefin út í Svíþjóð í nýrri sænskri þýð- ingu. Bókaútgáfan Anthropos gaf bókina út og hefur verið vandað vel til útgáfunnar. Þýðinguna gerði sænska ljóð- skáldið og bókmenntafræðingur- inn Gunnar D. Hansson og hefur hann einnig ritað eftirmála og skýringar við ljóðin. Sólarljóð komu áður út í Svíþjóð árið 1956 í þýðingu Áke Ohlmarks. Gagnrýnendur í Svíþjóð hafa lokið lofsorði á bókina, bæði þýð- inguna og myndskreytingarnar, sem eru eftir sænska listamann- inn Roj Friberg, en hann tekur þátt í sýningu FÍM sem nú stend- ur yfir á Kjarvalsstöðum. Bókin er nú til sýnis og útláns í bókasafni Norræna hússins. Frétutilkynning. Tillögu í borgarstjóm vísað til íþróttaraðs: Aðstaða til vetrar- íþrótta verði bætt TILLÖGU um bætta adstöðu til iðk- unar vetraríþrótta í Reykjavík var vísað til nánari umfjöllunar íþrótta- ráðs borgarinnar á fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur á fimmtu- dagskvöld, en tillagan var frá borg- arfulltrúum Alþýðubandalagsins. í tillögunni kemur fram, að sett verði skíðalyfta í Ártúnsbrekku, svokölluð toglyfta, og að aðstaða gönguskíðaiðkenda verði lagfærð. Verði það gert með þvi að troðnar verði göngubrautir við Ártúns- brekku, í Laugardal og í Foss- vogsdal, þegar aðstæður verðu til vegna veðurs. Þá var og lagt til að Tjörnin yrði aftur gerð nothæf til skautaiðkana þegar þannig viðraði. Bæjarstjórn Akureyrar heimil- ar framkvæmdir í Hlfðarfjalli Akureyri, 19. oktiber. BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í gær, að heim- ila framkvæmdir í Hlíðarfjalli, sem íþróttaráð Akureyrar hafði lagt til að ráðist yrði í sérstaklega með tilliti til þess að á næsta vetri á Skíðamót ís- lands að fara fram í Hlíðarfjalli auk tveggja annarra stórmóta. Þær framkvæmdir sem um er að ræða, eru smíði á 5 mark- og starthúsum, lagfæringar á stökkbraut og dómarapöllum. Einnig merking sérstakra göngu- brauta. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdir þessar er kr. 485.000,-. GBerg. ÁRÉTTRI ,upplausntil abyrgðar LEIÐ Patreksfjörður Almennur stjórnmálafundur verður haldinn föstu- daginn 28. okt. kl. 20.30 í félagsheimilinu. Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráöherra ræðir störf og stefnu ríkisstjórnarinnar. Þingmenn flokksins í kjördæminu mæta ennfremur á fundinn. Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.