Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 Páll Eiríksson, sem haldið hefur hlýðninám- skeið ffyrír hunda í mörg ár ræðir um ýmislegt viðvíkjandi hundahaldi í þéttbýli „Til þess að eöli hundsins, sem er að vera góður félagi og vinur eigandans, fái notiö sin þarf aö vera á milli eiganda og hunds gagn- kvæmt traust. Ef eigandinn kemur þannig fram viö hundinn aö sá síö- arnefndi treystir ekki eigandanum eru litlar líkur á aö vel fari.“ Þessi voru inngangsorö Páls Eiríkssonar á hlýöninámskeiöi hans fyrir hunda, sem haldið var á Kjóavöllum í haust. Þar mættu hundaeigendur meö þessa vini sína, sem voru af ýmsu kyni. I meiri hluta voru þó labrador-hundar og hundar af ensku veiöihundakyni, golden retri- ever. Hvolþarnir voru flestir á aldr- inum 4—6 mánaöa. Er þaö sá ald- ur, sem æskilegast þykir aö byrjaö sé á þjálfun þeirra. Þaö var mikiö gellt á þessum fyrsta degi námskeiösins, svo leiö- beinandinn þurfti aö brýna röddina enda voru þarna samankomnir um 20 hundar, sem langaöi til aö kynn- ast. „Það er mikilvægt í hundauþþ- eldinu, aö hundurinn viti hver staöa hans er og aö hann læri aö hlýöa settum reglum og að þær reglur séu skýrar," hrópaöi leiöbeinandinn yfir hávaöann. Svo gaf hann nokkur dæmi um þaö hve illa getur fariö ef hundurinn fær aö vaöa uþpi meö alls kyns sér- visku og frekju. „Á heimili, sem ég þekki til, haföi hundurinn helgaö sér forstofu hússins og urraöi hann reiðilega, ef einhver vogaöi aö stíga fæti sínum þar inn fyrir. Neyddust fjölskyldumeölimirnir því til aö fara inn og út um svalardyrnar," sagöi Páll og var ekki laust viö aö fólki þætti þetta brosleg uppákoma. Annað dæmi um uppvööslusemi hunda var þannig, aö hundurinn byrjaöi alltaf aö ýlfra, þegar hús- bóndinn lék tónlist af plötum. Var svo komiö aö maðurinn, sem var unnandi fagurra tóna, hætti alveg þessari eftirlætis iöju sinni. „Hundar eru hyggnar skepnur og reyna aö komast eins langt og þeir geta," segir leiöbeinandinn. Eflaust hafa hundaeigendur átt erfitt meö aö trúa þessu, þegar þeir litu í blíð og sakleysisleg augu hunda sinna „Hundurinn er vanadýr,“ hélt Páll áfram. „Hann á auövelt meö aö temja sér góöa siöi og venjur, ef hann er þjálfaöur til þess frá upp- hafi. Þess vegna er mikilvægt áður en hvolpurinn kemur í húsiö, aö ákveöa hvaö á að leyfa honum að gera og hvaö ekki. Á hundurinn að fá aö fara upp í húsgögnin eöa ganga út um allt hús eöa hver eru takmörk hans innandyra? „Þaö er auövelt aö kenna góöa siöi, en erfiöara aö brjóta þá slæmu, þvi veröum viö aö leggja áherslu á aö gera sem fæst mistök frá byrjun," segir Páll. Snati sér um sýnikennsluna á hlýdninámskeiðunum. „ Vió erum gódir félagar, við Snati“, segir Páll um golden retriever-hundinn sinn. Tikin Sína fylgist meó af at- hygli, hún er af labrador- kyni. Lubbi kemur til húsbónda síns færandi hendi. „Farðu og sæktu kubbinn,“ sagd Páll og henti honum í burtu og Lubbi lét ekki aegja sér það tvisvar. TEXTI: HILDUR EINARSDÓTTIR áfram og útlistar þýöingu hróssins. „Hrósiö er mjög mikilvægt og hvernig því er beitt viö þjálfun hundsins. Hrós á alltaf að koma strax eftir aö hundur hefur gert þaö sem hann á hrós skiliö fyrir og ekki þýöir aö hrósa hundi mínútu eöa mínutum seinna, því þá veit hann ekki fyrir hvað hann fókk hrós. Viö hrós verður maöur að geta beitt röddinni rétt og sama gildir um skammir," segir Páll. Hann kennir hundaeigendum líka, hvernig þeir eiga aö kenna hundum sínum aö setjast en til eru ýmis ráö viö því. „Oftast er þó best aö hafa hundinn i ól, kippa ólinni upp á viö meö annarri hendi og þrýsta afturenda hundsins niöur meö hinni um leiö og maður segir orðiö, sem maöur notar við þessa athöfn, hvort sem það er „sitja“ eöa „sestu", segir Páll. MorKunblaöid/r riöbióíur. GERA?li Það er ekki hægt aö lóga öllum hundum í Reykjavík „I þjálfun hunda sem og í barna- uppeldi er mjög mikilvægt aö vera sjálfum sér samkvæmur. Það sem maöur leyfir í dag á ekki að vera bannað á morgun eöa öfugt. Þaö ruglar hundinn," segir Páll með áherslu. „Einnig er mjög mikilvægt aö öll fjölskyldan sé samtaka um hvaö leyfilegt sé og hvaö ekki. Suma hunda er mjög auövelt aö gera taugaveiklaöa á þennan hátt, Þegar maöur gerir hundinum boö um að gera eitthvaö veröur maöur aö sjá til þess aö því boöi sé fram- fylgt og aldrei á aö gefa skipun nema einu sinni, ef hundurinn veit hvað hann á að gera. Ef hundurinn hlýöir ekki á aö láta þaö heyrast á röddinni aö maður sé óánægöur og sjá síöan svo um að hundurinn hlýöi. Þaö á aö hrósa hundinum strax á eftir. Hérna er ég meö svokallaða hengingaról," segir Páll og veifar þykkri keöju, „en hún er lang best til þess aö kenna hundinum að ganga rétt. Þegar hundurinn geng- ur annaöhvort of hægt eöa hratt miöaö viö hraöa eigandans skal kippt í og hundinum hrósaö um leið og hann gengur á réttan hátt og ólin skal vera slök. Finnur hundur- inn þá fyrir því, aö hann gangi rétt, en brjóstkassi hundsins skal vera í beinni línu viö hné eigandans. Eru einhverjar spurningar?" kall- ar leiðbeinandinn yfir hópinn. Ung- ur maöur spyr aö því, hvort hundur- inn finni ekki til, þegar kippt sé í keðjuna og hún þrengist aö hálsi hundsins? „Hundurinn finnur mun meira til þegar togaö er látlaust í keöjuna," segir Páll og sýnir hundaeigendum hvernig ólin virkar. Svo heldur hann Hundaeigendur, sem standa í stórum hring í kringum leiöbein- anda sinn reyna aö fá hunda sína tii aö setjast. „Sesssstu!“ segja eig- endurnir meö mikilli áherslu og sumir gefa hundi sínum bendingu meö fingrinum , sem á að tákna þetta orö. En hvolpar geta veriö ógurlega óþekkir, góna bara eitt- hvaö út í loftiö og þykjast ekkert skilja til hvers er af þeim ætlast. Þeir eru kænir þó ungir séu og óreyndir. Aðrir gera þaö sem fyrir þá er lagt, sumir treglega, því þaö tekur óratíma þangaö til skipunin er gefin og afturendinn nemur viö jöröina. Til aö sýna hundum og hundaeig- endum, hvernig vel uppaldir hundar haga sér, hefur Páll tekiö hund sinn Snata með sér sem er af kyninu golden retriever. Enda þótt eigand- inn segi aö þaö sé ekki það skemmtilegasta sem Snati geri aö halda sýnikennslu, þá gerir hann það sem fyrir hann er lagt umsvifa- laust. Hann sest og leggst, og bíöur rólegur meöan Páll gengur nokkur skref í burtu, en þannig er hundin- um kennt að bíöa og hann sýnir hvernig hundar hoppa yfir hindran- ir, svo eitthvaö sé nefnt. „Ætli ég hafi ekki veriö með um 500 hunda á námskeiöi siöan ég I i I RANNSOKNIR Hvaö Þær margumtöluöu tilfinninga- legu þrengingar, sem miöaldra fólk lendir oft á tíöum í, er líka hægt aö útskýra á þennan hátt: Sá sem hefur fariö á mis við eitthvað (eöa álítur þaö aö minnsta kosti), viö æsku sína, þrótt sinna „beztu ára", hann eöa hún er þess albúin að veita nýrri ást viðtöku, taka enn einu sinni áhættuna af „öllu eöa engu", þarfnast raunar á vissan hátt meira aö segja hinnar bylt- ingarkenndu innri umbreytingar, þarf á nýjum framtíöarsýnum aö halda. Hvernig veröur ásthrifni svo aö ást? Viö þolraun eins og til dæmis aöskilnaö um stundar sakir, á meöan hinir ástföngnu ganga úr skugga um tilfinningar sfnar til þess svo aö geta gengið styrk og staöföst á vit hins sameiginlega daglega lífs og til aö geta staöist það álag. Standist annar hvor aöil- inn ekki þá raun, kann svo að fara, aö tengslin slitni. Gangi allt vel, fer ástarvíman brátt aö taka á sig vægari mynd, svo aö ástríðan nær aö ummyndast í varanlega tilfinn- ingu, sem í reynd táknar, aö hvort um sig gefur sig aö miklu leyti á vald hins. Ástin þýöir líka í fyrstu gagn- kvæmar uppgötvanir: „Hvort um sig vill í ást sinni þá vinna aö viss- um framtíöarfyrirætlunum, sem ekki eru í samræmi viö fyrirætlanir hins aöilans. Hvort um sig vill gjarnan, aö hinn aöilinn viöurxenni og styöji sínar framtíöaráætlanir .. . Orðalagiö „ég elska þig," þýöir „ég aðlaga mínar fyrirætlanir þín- um, ég geng í liö meö þér og afsala mér einhverju af mínum áætlunum, af því aö þú æskir þess!" Spurn- ingin „elskaröu mig?" er sem sagt stööugt spurning um þaö, hvort hinn aöilinn vilji afsala sér ein- hverju, sem hann haföi eiginlega í hyggju aö gera ... Sú frumáætl- un, sem hvort um sig gerir fyrir sjálft sig, tekur einnig miö af hin- um. I rauninni er slík áætlun aöeins tillaga um þaö, sem þau ættu aö gera i sameiningu. Náttúruafl Þaö eru hins vegar til vissir hlut- ir, sem karl og kona vilja ekki vinna aö í sameiningu — ósam- rýmanleg áform. Þaö er unnt aö afsala sér sumum þeirra einkar auöveldlega, aðra er hægt að flæma um nokkurt skeiö úr huga sér; en svo eru aftur enn aörir, sem eru lifsnauðsynlegir. „Komi því ekki líka til gagnkvæms samkomu- lags um þær fyrirætlanir elskend- anna, sem skipta sköpum fyrir þá, fer ástin brátt aö veslast upp, þar til hún aö lokum deyr meö öllu. Er þaö til í dæminu, aö einhver geti veriö ástfanginn í öörum alla sína ævi? Já, þaö er mögulegt, enda þótt þaö sé algjörar undan- tekningar, og gerist helzt, þegar óyfirstíganlegir örðugleikar koma í veg fyrir, aö elskendur fái notizt — eins og voru örlög Tristrams og Isoldu eöa Dantes og Beatrice. Ástin hlýtur þá dulrænt yfirbragö, sem þó ekki þarf endilega aö tákna, aö hún sé eingöngu á and- lega sviöinu eða platónísk; hún getur þvert á móti veriö ákaflega nátengd kynhvötinni og stjórnast af funheitum ástríöum. En hvernig er svo þeim mögu- lejka variö aö geta vitandi vits los- aö sig undan viöjum ástarinnar? „Alveg á sama hátt og menn geta oröiö ástfangnir gegn betri vitund, geta menn heldur ekki losaö sig viö ástina af eigin viljastyrk einum saman," segir Francesco Alberonl. Þrátt fyrir allar tilraunir til aö greina ástina sem einstaka þætti, reynist hún samt vera ráögáta, þegar öllu er á botninn hvolft. Hún er tilfinning, sem engum auönast aö drottna yfir, eins konar „himn- eskur máttur", sem aö vísu er unnt aö lýsa, en ekki aö útskýra viðhlít- andi, og þá enn síður hægt aö hemja innan einnar samstæörar, traustrar og rökréttrar fræöi- kenningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.