Morgunblaðið - 19.11.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.11.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983 33 Framtíð í fjötrum „Allt rald er í höndum eins aðila. Ekkert afl er í landinu, sem getur myndað mótvægi gegn gerræði flokksins ... Hver einstaklingur er eins og sprek í ólgusjó, getur engu raldið um framtíð sína; getur aðeins lotið boði að ofan ... Þeir (leiðtogar í kerfi kommúnista) leyfa sér þó óhjákræmilega, þar sem þeir eru aðeins menn, að ganga mjög langt til að ná tak- mörkum sínum ... Hrað sýnir þetta? Að leiðtogarnir sronefndu skeyta hvorki um rétt né rangt heldur aðeins geðþótta sinn. Það myndu líka bæði ég og þú gera í þeirra stöðu, þrí að ann- að væri ofurmannlegt... Kerfið er despótík, þar liggur meinsemdin grafín. Skúli Magnússon, bréf frá Kína íjan. 1960. Stefnuskrá Alþýðubandalags- ins sýnir ótvírætt, að forystu- mennirnir eru í grundvallarat- riðum enn sama sinnis og þegar þeir í leyniskýrslum lýstu holl- ustu sinni við einræðiskerfið. Vegna ótta við að tapa fylgi meðal kjósenda, fordæma þeir að vísu austrænan sósíalisma, en í stefnuskrá þeirra er fólgin krafa um að koma þessum sama sósíalisma á hér á landi. Gert er ráð fyrir þeim möguleika að flokkurinn hrifsi til sín völdin með ofbeldi. Ekki er farið í felur með það, að Alþýðubandalagið hyggst stjórna þjóðinni eftir ríkiskenningu marxismans, sjálfri undirstöðu sovétkerfisins. „Pólitískt þroskaðir" kaderar eru til reiðu eins og SÍA- skýrslurnar sýna. Efnahagsskip- un sú, sem Alþýðubandalagið hefur á stefnuskrá sinni, er hin sama og er við lýði í járntjalds- ríkjunum. Hún virðist einkum sniðin eftir austur-þýskri fyrir- Stefnuskrá Alþýdubanda- lagsins er enn spegilmynd Sovétkerfisins mynd, en það getur engan undr- að. Aðaleinkenni stefnuskrárinn- ar er samþjöppun valds í þjóðfé- laginu á hendur fárra manna, sem stjorna í senn Flokknum og margefldu ríkisbákni, sem lagt hefur undir sig atvinnulífið beint eða óbeint. „Kerfið er despótík ...“ „Við teljum ríkis- kenningu marxism- ans enn í fullu gildi“ (SÍA-skýrsla í maí 1960) í Stefhuskrá Alþýðubanda- lagsins (Reykjavík 1975) segir: Helstu valdamiðstöðvarnar f nútíma auðvaldsþjóðfélagi mynda eina samfellda heild og því verður aldrei til langframa stjórnað samtímis eftir tveim andstæðum meginreglum. Á fyrsta stigi getur því hin sósí- alíska hreyfing smátt og smátt komið sér upp stofnun- um og aflað sér valdaaðstöðu, sem gerir henni kleift að takmarka og skilorðsbinda á ýmsan hátt verkanir þeirra lögmála er ríkja í auðvalds- skipulaginu. En þegar hún kemst svo langt að geta í veru- legum mæli sett eigin sjón- armið og viðmiðunargildi í stað hinna borgaralegu verður hún líka að vera þess albúin að stíga skrefið til fulls og ná úr höndum borgarastéttarinnar helstu valdamiðstöðvum þjóð- félagsins. Með hverjum hætti þessu markmiði verður náð er auðvitað ekki undir hreyfing- unni einni komið, en hún getur unnið að því að það gerist frið- samlega. Til þess eru að sjálf- sögðu því meiri líkur sem lýð- ræðishefð á sér dýpri rætur og aðstaða yfirstéttar til beinnar valdbeitingar er erfiðari. „Um yfirburði sósíalismans sem hagkerfís þarf ... ekki að ræða“ (SÍA-skýrsla 1960) í Stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins segir: Svipta þarf auðmenn og auð- félög aðstöðu til að hafa und- irtökin í efnahagslífi þjóðar- innar. Þar sem svo stendur á að aðstaða þessara aðila helg- ast af eignarhaldi á atvinnu- tækjum og öðrum framleiðslu- þáttum, þarf að breyta eign- arforminu í grundvallaratrið- um: 1) Náttúruauðlindir þurfa að vera í almannaeigu. Jarðir til hefðbundinna landbúnaðar- nytja geta þó áfram verið í eigu ábúenda. 2) Bankar, tryggingafélög og aðrar fjármálastofnanir skulu vera í höndum hins opinbera. 3) Utanríkisverslun skal að meginhiuta færast á hendur opinberra aðila. 4) Stærstu fyrirtækin í sjáv- arútvegi, iðnaði, samgöngum og innanlandsviðskiptum skulu gerð opinber fyrirtæki eða samvinnufyrirtæki. sem þó nokkur dogmatismi (kreddufesta, innskot Mbl.) rík- ir. Hins vegar er þetta alltént sósíalismi og hreint ekki svo ósympatískt þjóðfélag að lifa í. Við aðlögumst því að meira eða minna leyti, og teljum okkur skylt að verja það fyrir óvinum þess í ræðu og riti... Öll lífsform í Kínaveldi eru svo framandi og ömurleg, að þú snýst við þeim öndverður, og sem þú fordæmir þau, reiðir þú vöndinn að sjálfum sósíalisman- um líka. Þetta er ekki aðeins yf- irvofandi hætta, mér sýnist þú þegar hafa lyft vendinum. Eg bið þig sem íslenskan sósíalista: hugsaðu þig um tvisvar, áður en þú lætur hann ríða“ (bls. 78). Þetta ritaði helsti hugmynda- fræðingur Alþýðubandalagsins í trúnaðarbréfi eftir þriggja ára búsetu í einræðisríki ungverskra kommúnista. Þá voru liðin um fjögur ár frá því að Krúsjeff fletti ofan af glæpum Stalíns og ung- versk alþýða reis upp gegn kúgur- um sínum. Samfylkt til varnar víti Forvitnilegt er að sjá, hvað hin- ar þrjár aðaldeildir SÍÁ í Austur- Þýskalandi, Tékkóslóvakíu og Sov- étríkjunum lögðu til þessarar deilu. í þessum deildum voru sem fyrr segir ýmsir helstu frammá- menn í Albýðubandalaginu, svo sem Hjörleifur Guttormsson, Tryggvi Sigurbjarnarson, Þór Vigfússon, Árni Björnsson og Árni Bergmann. I ljós kom, að allir þessir mátt- arstólpar SÍA tóku í grundvallar- atriðum afstöðu með Hjalta Krist- geirssyni gegn Skúla Magnússyni. Hneigðust þeir einkum til að trúa einföldustu skýringu Hjalta á ógnarstjórn í kommúnistaríkjun- um, þ.e. að „óhæfir kaderar" hefðu átt mesta sök á henni. í Prag minntu menn á það af marxískum lærdómi, að bændur hefðu átt mikinn þátt í byltingunni í Kína, „en þeir eru eðli sínu samkvæmt á lægra pólitísku þroskastigi en verkamenn, og þar af leiðandi flokkurinn ekki eins góður og hann hefði orðið með sterkari grundvöll í verkalýðsstéttinni" (bls. 81). Þetta var eftir höfði Hjalta: Sósíalisminn var fullkom- inn, en fólkið sém bjó við kerfið var ófullkomið vegna erfðasynda frá því í tíð kapítalista. Hjörleifur og félagar hans í Austur-Þýskalandi vildu líka skýra ógnarstjórnina í „alþýðulýð- veldunum" með því, að stjórnvöld hefðu verið of háð Sovétríkjunum. Þaðan hefði stalínisminn breiðst til annarra landa. Þeir réttlættu Gúlagkerfið En hvað sögðu þeir félagar um ógnarstjórn Stalíns, sem olli dauða og þjáningu milljóna manna um austanverða Evrópu, kallaði hungursneyð yfir Sovétrík- in, þrælkaði milljónir manna, herleiddi þjóðir og þjóðabrot, setti á svið sýndarréttarhöld yfir trúum þjónum sínum og leiddi fá- tækt, ótta og eymd yfir þorrann af þegnum sínum. Dómur SÍA- manna um Gúlagkerfið var svo- hljóðandi: „Fram til loka annarrar heims- styrjaldarinnar gáfu hinar sögulegu kringumstæður ekkert svigrúm til að velja um leiðir, ef ríkisform sósíalismans átti að halda velli. Heimsstyrjöldin sjálf er áþreifanleg sönnun þess... Var ekki svipað ástatt fyrir öll- um sósíalískum ríkjum fram yf- ir 1950? Höfðu ekki ráðamenn fulla ástæðu til að óttast árás? Ef svo var, voru þeir ekki skyld- ugir til að undirbúa efnahagslíf- ið undir það? Og þá er komin sama sagan og áður í Sovét, hraðinn í þungaiðnaðinum og lélegu lífskjörin með tilheyrandi ríkisvaldi. — Eða áttu kommún- istar í þessum löndum að sleppa hinum pólitíska möguleika, sem stríðsúrslitin veittu, til að taka völdin, af því að hinar sögulegu kringumstæður voru erfiðar og óhagstæðar?" (bls 89). Hjörleifur og félagar höfðu kveðið upp svipaðan dóm og Hjalti í Ungverjalandi: Gúlagkerfið var fyllilega réttlætanlegt sem „næsta óhjákvæmilegt þróunarstig hinna núverandi sósíalísku ríkja, en vissulega engan veginn nauðsyn- legt skref þeirra landa, sem á eftir koma. Nú hafði ógnaræðið náð sínum göfuga tilgangi, öll and- staða hafði verið bæld niður. Sósí- alistaríkin voru sem betur fer orð- in „hernaðarlega sterkari en hið fjandsamlega umhverfi", og „kad- erar“ fóru „vafalítið batnandi". Með því að svo væri komið málum, töldu hinir upprennandi „kaderar" Alþýðubandalagsins, að félagarnir austan tjalds gætu slakað á ógnar- stjórninni sósíalismanum að skað- Iausu. Það væri kominn tími til „að hverfa frá Stalínismanum í stjórn hinna sósíalísku ríkja", þ.á m. i Kína. I leit að afsökunum Skýringu Skúla Magnússonar á orsökum ógnarstjórnarinnar vís- uðu SÍA-menn í Austur-Þýska- landi og Tékkóslóvakíu á bug eins og Hjalti Kristgeirsson og Árni Bergmann höfðu gert á undan þeim. Þess var getið, að Hjalti og Árni viðurkenndu, „að kerfið hafi verið despótískt", þ.e. harðstjórn, en ekki dygði að dveljast við liðna tíð. Skúli ætti nú að fara að ráðum þessara mætu manna og snúa sér æðinu. Virkir dagar Stalínstíma- bilsins voru liðin tíð í hugum þeirra Árna og Hjalta og hátíð að ganga í bæ sósíalismans með sam- virkri forystu félaga Krúsjefs. Kerfið var í eðli sínu gott og þess vegna var mest um vert að finna afsakanir fyrir því sem enn fór aflaga austur í Kína. Það var niðurstaðan. Hjúskapur sósíalisma og einræðis í þeim skýrslum, sem spunnist höfðu út frá ádeiiu Skúla Magn- ússonar á kínverska einræðið, höfðu SÍA -menn viðurkennt, að margir gallar væru enn á fram- kvæmd sósíalismans austantjalds. Menn höfðu jafnvel gengið svo langt að tala um „skipbrot draumsjóna" sinna. En trú þeirra á kerfið var þó í grundvallaratrið- um óbreytt eins og hér hefur verið sýnt fram á með mörgum tilvitn- unum í leyniskýrslurnar. Það var líka langt frá því, að dvölin austan tjaldsins hefði kennt „kaderum" Alþýðubandalagsins að meta kosti vestræns lýðræðis. Hjörleifi og fé- lögum hans í Austur-Þýskalandi þótti það t.d. mesti óþarfi af bræðraflokknum að vera að burð- ast við að halda almennar kosn- ingar í landinu. „Því ekki að koma til dyranna eins og maður er klæddur, segja það opinskátt, að hér ríki „alræði öreiganna", sem þrýsti hinum borgaralegu og fas- istísku öflum niður á meðan hinir sósíalísku þjóðfélags- og atvinnu- hættir eru á bernskuskeiði?" (bls. 36). „Hjúskapur" sósíalisma og lýðræðis var alls ekki á dagskrá eins og þessi fleygu orð Hjörleifs Guttormssonar sanna: Við álítum, að rétt sé og sjálf- sagt að leyfa ekki umræður né gefa fólki kost á að velja um neitt nema á grundvelli sósíal- ismans ... Okkur er það jafn- framt ljóst, að „frjálsar kosn- ingar“ eins og tíðkast á Vestur- löndum gefa alranga mynd af vilja fólksins" (bls. 47). Þrátt fyrir ýmsar aðfinnslur, hafði það aldrei hvarflað að SlA- mönnum, að sósíalisminn gæti um fyrirsjáanlega framtíð þrifist á einræði Flokksins. Það fór því vel á því, að Hjörleifur og félagar skyldu ljúka deilunni við Skúla Magnússon með því að ítreka holl- ustu sína við grundvallarkenning- ar Marx og Leníns um flokksein- ræðið: „Ekki þykir okkur bysnessinn (þ.e. ástandið í Kína, innskot Mbl.) sanna, að alræði öreig- anna sé úrelt hugtak og veru- leiki þess fyrirfinnist ekki ... Auk þess teljum við þá tilraun sem um er rætt hér (þ.e. alræði kínverskra kommúnista, inn- skot Mbl.) ekki hafa misheppn- azt, og rétt að tala um bysness- inn sem birtingarform alræðis- ins. Við teljum ríkiskenningu marxismans enn í fullu gildi" (bls. 90). SlA-menn höfðu gagnrýnt formgalla kerfisins, en þeir höfðu ekki hvikað frá inntaki kenningar- innar um „alræði öreiganna". Þá kenningu hafði Lenín skýrgreint svo: „Vald, er öreigalýðurinn (les: kommúnistaflokkurinn) öðlast með baráttu og styður með ofbeldi gegn burgeisastéttinni, vald sem er óbundið af öllum lögum.“ (Arn- ór Hannibalsson: Valdið og þjóðin, bls. 64). „Kaderar" Alþýðubanda- lagsins höfðu lært það í járn- tjaldsríkjunum, hvernig kommún- istar gátu tekið sér slíkt vald og farið með það. Þeir vonuðust til, að flokkur sinn kæmist í þá að- stöðu á Islandi og voru tilbúnir að gegna skyldum sínum trúir „ríkis- kenningu marxismans“. „Hins vgar er þetta alltént sósíalismi og hreint ekki svo ósympatískt þjóðfélag ad lifa í. Við aðlögumst því að meira eða minna leyti, og teljum okkur skylt að verja það ..." Þetta ritaði Hjalti Kristgeirsson, hugmyndafræðingur Alþýðubandalagsins, eftir áralanga búsetu í Austur-Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.