Morgunblaðið - 19.11.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.11.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Sighvatur Blöndahl Litlar breytingar á gengi í síðustu viku DOLLARAVERÐ lækkaði um 0,14% í síðustu viku, en í upphafi hennar var sölugengi Bandaríkjadollars skráð 28,140 krónur, en sl. föstudag hins vegar 28,100 krónur. Frá ára- mótum hefur dollaraverð hækkað ura 68,77% í verði, en í ársbyrjun var sölugengið skráð 16,650 krónur. BREZKA PUNDIÐ Brezka pundið hækkaði um 0,06% í verði í síðustu viku, en við upphaf vikunnar var sölugengi þess skráð 41,795 krónur, en sl. föstudag hins vegar 41,820 krónur. Frá áramótum hefur brezka pund- ið hækkað um 55,86% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 26,831 króna. DANSKA KRÓNAN Danska krónan hækkaði um 0,19% í verði í síðustu viku, en í vikubyrjun var sölugengi hennar skráð 2,9240 krónur, en sl. föstu- dag hins vegar 2,9296 krónur. Frá áramótum hefur danska krónan hækkað um 47,58% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi hennar skráð 1,9851 króna. VESTUR-ÞÝZKA MARKIÐ Vestur-þýzka markið hækkaði um 0,39% í verði í síðustu viku, en í vikubyrjun var sölugengi þess skráð 10,5206 krónur, en sl. föstu- dag hins vegar 10,5613 krónur. Frá áramótum hefur vestur-þýzka markið hækkað um 50,78% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 7,0046 krónur. IMJ UIIJ AflUI 'J<( eui )S0J'IUIJ'Aput i<t 'fUI 062 Itil 9tíz *í ’ J ■■ ■ 86fc *Q l • wre K0J UNJ AfIUI J<t fUI JSQJ uiy AJHU J<j fUI uvDl • N. 09*01 0Í01 Oi'Ol 06*01 'IAIíU 0011 £861 H38W3AON ll-í 90 AON fr lllO IC UVNUIDIIA NIN00U<tSI9N39 Veruleg aukning á hagnaði hjá KLM Flutningar jukust um 9% á 2. ársfjórðungi HAGNAÐUR hollenzka flugfélags- ins KLM á 2. ársfjórðungi reiknings- ársins, sem endaði 30. september sl„ var um 155,9 milljónir hollenzkra gyllina, en til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins á sama tíma í fyrra um 105,1 milljón hollenzkra gyllina. Aukning á hagnaði milli ára er um 48%. Hagnaður KLM á hvern hlut í fyrirtækinu var um 26,48 hollenzk gyllini, en var á sama tíma í fyrra 26,37 hollenzk gyllini. í þessu sam- bandi verður þó að hafa í huga, að heildarfjöldi hluta í KLM var á 2. ársfjórðungi í ár 5,9 milljónir, en var til samanburðar á sama tíma í fyrra 4 milljónir. Hafði fjölgað um 47,5%. Heildarvelta KLM á 2. ársfjórð- ungi var um 1,45 milljarðar hol- lenzkra gyllina, en veltan var um 1,30 milljarðar hollenzkra gyllina á sama tíma í fyrra. Veltuaukn- ingin milli ára er liðlega 11,5%. Heildarflutningar KLM jukust á umræddu tímabili um liðlega 9%, þegar þeir voru samtals um 806,5 kílómetrar. Þá hækkaði hleðsluhlutfall félagsins úr 62,7% í 66,3%. Farþegaflutningar félags- ins jukust um 1%, en vöruflutn- ingar hins vegar um 25% milli ára. Leiguflug minnkaði um 13% milli ára, en það er ekki stór hluti Svíþjóð: Framfærslukostnaður hækkaði um 0,2% í fyrri hluta októbermánað- ar sl„ sem jafngildir ura 6,8% hækk- un frá áramótum. Til samanburðar hækkaði framfærslukostnaður um 8,2% á sama tímabili í fyrra, sam- kvæmt upplýsingum sænsku hag- stofunnar. af starfsemi KLM, sem er aðallega í áætlunarflugi. Ef Iitið er á fyrri helming reikn- ingsársins jókst hagnaður KLM um 43%, þegar hann var um 196,4 milljónir hollenzkra gyllina á móti 137,6 milljónum hollenzkra gyll- ina á sama tima í fyrra. Þá kom fram í upplýsingum sænsku hagstofunnar, að inn- flutningsverð var um 16% hærra í september sl. en á sama tíma í fyrra. Útflutningsverð hækkaði hins vegar minna, eða um 14,1% milli ára. Framleiðsluverð í iðnaði hækkaði á sama tíma um 12,7%. Minnkandi hækkun á framfærslukostnaði Áframhaldandi aukning á Norður-Atlantshafinu Flugleiðir: Rekstur félagsins réttum megin við strikið í ár „AUKNINGIN í Norður-Atlants- hafsfluginu á þessu ári verður vænt- anlega á bilinu 22—23%, en það er nokkurn veginn í samræmi við okkar áætlanir,** sagði Sigfús Erlingsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða, í samtali við Morgunblaðið, en Sigfús tók við þessu starfi í september sl„ en hafði áður starfað sem svæðisstjóri félags- ins í Vesturheimi, með aðsetri í New York. „Á síðasta ári fluttum við sam- tals um 183 þúsund farþega á þessari flugleið, en þar af voru um 22.300 farþegar á flugleiðinni milli Keflavíkur og Luxemborgar. í októberlok sl. höfðum við flutt samtals um 206 þúsund farþega á Norður-Atlantshafinu, þar af um 19.900 milli Keflavíkur og Lux- emborgar. Aukningin frá sama tíma árið á undan er um 22,8%. Útkoman er hins vegar ekki jafn góð á öðrum leiðum félagsins. í Evrópufluginu hefur orðið um 7% samdráttur, það sem af er ár- inu, en alls hafa verið fluttir um 120 þúsund farþegar á móti um 129 þúsund farþegum á sama tíma í fyrra. í innanlandsfluginu hefur síðan orðið um 9% samdráttur það sem af er ársins," sagði Sig- fús. Um ástæður þessa samdráttar á Evrópuleiðum og innanlands sagði Sigfús, að þar kæmi fyrst og fremst til bágt efnahagsástand, en auk þess hefði veðurfar gert Flugleiðum mikla skráveifu í upp- hafi ársins, þegar ekki var hægt að fljúga vikum saman vegna ill- viðris. Sigfús sagðist gera ráð fyrir að samdrátturinn í flugi á Evrópu- leiðum og innanlands þegar upp yrði staðið í árslok yrði svipaður því sem er þegar orðið, eða 7% á Evrópuleiðum og 9% í innan- iandsfluginu. „Við munum vænt- anlega flytja um 143 þúsund far- þega á Evrópuleiðum og um 221,5 þúsund innanlands." Aðspurður um sætaframboð í vetur sagði Sigfús, að það yrði mjög svipað á Evrópuleiðum, en um einhvern samdrátt yrði að ræða í innaniandsfluginu. „Við munum hins vegar auka sæta- framboðið á Norður-Atlantshaf- inu um 35% í vetur. Þar kemur annars vegar til, að bætt verður við einni ferð, auk þess sem við munum fljúga DC-8 þotu með 249 sætum í vetur, en á liðnum vetri var vélin búin 208 sætum og vöru- flutningarými." Sigfús sagði að bókanir í vetur væru góðar, betri en menn hefðu átt von á. „Við gerum því fyllilega ráð fyrir að verða með góða nýt- ingu í vetur. Annars er mikið starf okkar á liðnum misserum að skila sér í auknum mæli. Við höfum lagt mikla áherzlu á kynningar- málin undanfarið og aukningin hefur ekki látið á sér standa. Það hefur hins vegar orðið veruleg fækkun farþega á flugleiðinni frá Sigfús Erlingsson, framkvæmda- stjóri markaðssviós Flugleiða. íslandi til Bandaríkjanna og kem- ur þar sérstaklega til hátt gengi dollarans, sem gerir ferðalög ís- lendinga vestur mjög óhagkvæm." Um afkomuna á þessu ári sagði Sigfús, að allt benti til þess að Flugleiðir yrðu réttum megin við strikið í fyrsta sinn um árabil. „Aðalástæðurnar fyrir þessum bætta hag eru aðallega tvær. Ann- ars vegar er það verulega lækk- andi eldsneytisverð og hins vegar mun betri nýting í Norður- Atlantshafsfluginu. Þá er afkom-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.