Morgunblaðið - 19.11.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.11.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983 rauNDi í a.s(t igna.sala, llverfisgölu 49. VERÐMETUM SAMDÆGURS Höfum fengið í sölu ódýra 2ja herb. íbúð í Hafnarfirði Opiö frá kl. 13—15 v/« r 1 SOLUSKRÁIN A SUNNUDOGUM ]1 SLÁID I Á ÞRÁÐINN: T 1 Sim': / 29766 L II / Á -■ = Hafnarfjörður Ný komið til sölu Vesturbraut 2ja herb. íbúð ca. 50 fm á jaröfiæö. Mikið endurnýjuð. Verð 900 þús. Hraunstígur 3ja herb. falleg íbúð á miöhæð I steinhúsi. Hverfisgata 4ra herb. íbúö á efri hæð í steinhúsi. Sér inng. Sléttahraun 3ja herb. íbúö á 2. hæö i fjölbýl- ishúsi. Góðar innréttingar. Sér þvottahús. Gott útsýni. Bíl- skúrsréttur. Ákv. sala. Laus strax. Breiðvangur Nýleg efri hæð með 4 svefn- herb. í tvíbýlishúsi 155 fm. Allt sér. Bílskúr 80 fm kjallari. Tjarnarbraut 3ja—4ra herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Allt sér. Brattakinn 2ja herb. falleg íbúö óstands. Sér inng. Fagrakinn 2ja herb. íbúð um 60 fm í kjall- ara ósamþ. Hamarsbraut 5 herb. járnvariö timburhús á mjög góðum útsýnisstaö. Markarflöt Garðabæ 4ra—5 herb. neöri hæð í tvíbýl- ishúsi. Ákv. sala. Allt sér. Setbergsland Parhús á einni hæð um 150 fm með bílskúr. Selst fokheld, full- frángengin að utan með slétt- aðri lóð. Uppl. og teikn. á skrifstofunni. Opiö í dag kl. 1—4 FASTEIGNASALA Árna Gunnlaugssonar Austurgötu 10 — S: 50764 VALGEIR KRISTINSSON, HDL. Frá fundi eldri borgara á Egilsstöéum. Morgunblaöia/ ólafur Einar Pétursson mælir fyrir stofnun félags eldri borgara. Egilsstaðir: Tómstundaráð hefur vetrarstarfið — stofnun félags aldraðra í deiglunni KgiLsNtöðum, 31. október. TÓMímJNDARÁÐ Egilsstaðahrepps hefur nú hafið vetrarstarfið af full- um krafti. Síðastliðinn laugardag var boðað til fundar með eldri borgur- um og í gær var efnt til skemmtunar fyrir börn og ungmenni í Valaskjálf í samvinnu og samráði við framkvæmdastjóra héraðsheimilisins. Síðastliðinn laugardag efndi tómstundaráð Egilsstaðahrepps til fundar með eldri borgurum í sveitarfélaginu — sem munu vera tæp 10% af heildaríbúatölu heppsins. Til undirbúnings fundi þessum hafði tómstundaráðið fengið nokkra valinkunna borg- ara af eldri kynslóðinni til liðs við sig og viðruðu þeir hugmynd- ir sínar á fundinum um stofnun félags aldraðra — sem fyrst og fremst verði tómstundaráði til aðstoðar í málefnum aldraðra. Framsögumennirnir, Einar Pétursson, Björn Sveinsson, Lára Kjerúlf og Björgvin Hrólfsson, lögðu eindregið til að stofna formlega félag aldraðra og lögðu fram drög að lögum fyrir slíkt félag. Fundarmenn virtust flestir á einu máli um stofnun félagsins og var kosin sérstök undirbún- ingsnefnd til framgangs málinu. Margar hugmyndir komu fram á fundinum um væntanleg verk- efni, s.s. þorrablót, ferðalög, opin hús og fræðslu um félagsleg réttindamál aldraðra. Almennur áhugi var ríkjandi á fundinum og urðu hnallþóru- tertur og iliaandi kaffi tóm- stundaráðs ekki til að draga úr ánægju fundargesta. í gær efndi tómstundaráð svo til diskóteks í Valaskjálf fyrir börn og ungmenni í samvinnu við framkvæmdastjóra hússins. Sér tii fulltingis höfðu aðstand- endur fengið hóp 11 og 12 ára ungmenna — sem áttu veg og vanda að framkvæmd diskóteks- ins í gær. Að sögn framkvæmdastjóra Valaskjálfar, Finns Bjarnason- ar, er ætiunin að hafa hér fram- hald á og efna til slíkrar sam- komu mánaðarlega í vetur — og hafa þá jafnframt opið hús fyrir eldri borgara. Tómstundaráð Egilsstaða- hrepps hefur nú fengið aðstöðu fyrir starfsemi sína í Safnahús- inu við Laufskóga. Formaður tómstundaráðs Eg- ilsstaðahrepps er Guðlaug Ólafsdóttir en Inga Þóra Vil- hjálmsdóttir er tómstunda- fulltrúi. — Ólafur Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið viö hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viötals- tíma þessa. Laugardaginn 19. nóv- ember veröa til viðtals, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Einar Hákonarson. Einar Vilhjálmur Nýtt nafn á Líf: Hátt á annað þúsund tillögur hafa borizt — segir Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Frjáls framtaks „VIÐBRÖGÐ fólks hafa verið ótrú- lega mikil og jákvæð í okkar garð, sem sézt bezt á því, að hátt á annað þúsund tillögur að nýju nafni i blaðið hafa borist til okkar þessa þrjá daga,“ sagði Magnús Hreggviðsson, stjórn- arformaður Frjils framtaks, í samtali við blm. Mbl. en eins og kunnugt er af fréttum felldi Hæstiréttur þann dóm fyrir helgi, að fyrirtækinu væri óbeimiit að nota nafnið Líf i blað sitt. þar sem nafnið væri of líkt nafni bandaríska blaðsins Life. „Síminn hefur ekki stoppað hjá okkur síðan á mánudag og það hafa sex starfsmenn verið eingöngu í því að svara í símann og ræða við fólk, sem hefur undantekningarlaust lýst furðu sinni á dómi Hæstaréttar og komið með tillögur að nýju nafni á blaðið," sagði Magnús Hregg- viðsson ennfremur. „Við munum vinna úr ábending- um fólks á næstu dögum og getum væntanlega tilkynnt nýtt nafn á blaðið innan tíðar. Annars vil ég koma á framfæri sérstöku þakklæti okkar til þess mikla fjölda, sem hef- ur haft samband við okkur. Þessar hringingar sýna hug fólks mjög vel til þessa máls,“ sagði Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Frjáls framtaks að endingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.