Morgunblaðið - 19.11.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.11.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983 „Sjáik ba.ro.' éZ ára og hefur enga. skemmdc^ tönr\. ást er ... 5 2. \ ... að hlusta á allt, sem hann hefur að segja um nýja bíl- inn. TM Reg U S Pal Off ali nghts reserved c 1979 Los Angeles Times Syndicaie Séreinkenni? Nei, ekki ennþá! Svona lét ég gera þetta, svo um- skiptin yrðu þér ekki um megn þegar þér verður sleppt út. Elliheimilið Grund. Ákveðin í að reyna að komast á Grund þegar ég get ekki leng- ur hugsað um mig sjálf VJ. skrifar: „Velvakandi. Það voru ómakleg skrif sem birtust í Helgarpóstinum um daginn og fjölluðu um elliheimil- ið Grund. Ég er viss um að heim- ildarmaður blaðsins hefur ekki verið með velferð gamla fólksins efsta í huga, þegar hann veitti þessum skrifum brautargengi. Ef hún hefði aðallega brunnið á honum, hafði hann kvartað fyrir þess hönd á meðan hann starfaði hjá stofnuninni. Og hefði það ekki dugað, var opin leið til þess að koma málinu fyrir almenn- ingssjónir. Ég kom á elliheimilið Grund á hverjum degi í sjö ár, til að heimsækja ættingja, lengst af á þá deild þar sem þeir eru vistað- ir, sem verst eru settir í lífinu, þ.e. þeir sem komnir eru út úr heiminum. Margt af þessu fólki er ákaflega erfitt og þarf að hugsa um það eins og ungbörn, nema hvað það er miklu erfiðara viðureignar. Það er lítið að taka ungbarn og velta því við til að þrífa það. En til þess að fara eins að með þung og lasburða gam- almenni þarf bæði þrek og þol- inmæði. Mikið dáðist ég að hve vel var hugsað um þetta fólk. Þarna var samvalið starfslið, sem gerði allt til þess að vist- mönnum liði vel. Og ég býst við, að ráðamenn stofnunarinnar hafi valið þetta starfslið. Ég tek nú þessa deild, vegna þess hve mikillar umönnunar vistmenn hennar þurftu og þurfa á að halda, en sömu sögu get ég sagt af kynnum mínum af öðrum deildum Grundar, þar sem fólk er betur á vegi statt. Ég hef kynnst öllum deildunum nema á Litlu-Grund og í nýja húsinu, en er sannfærð um að þar líður öllum vel. Eflaust er það eins á Grund og á öðrum stofnunum, að þar er ýmislegt, sem e.t.v. mætti fara eða gera betur, en við verðum að gera okkur grein fyrir því, að húsakynnin eru að stórum hluta 60—70 ára gömul, og miklar breytingar hafa orðið á styttri tíma í okkar þjóðfélagi. Oft get- ur líka verið erfitt um vik og kostnaðarsamt að bæta úr og uppfylla nýjar kröfur um aðbún- að í gömlu húsnæði. En margt hefur breyst til batnaðar frá því að ég kom þangað fyrst. Ég er nú á áttræðisaldri og er ég alveg ákveðin í að reyna að komast á Grund, þegar ég get ekki lengur hugsað um mig sjálf. Vil ég þakka stjórnendum þess- arar stofnunar allt það, sem þeir hafa gert fyrir gamla fólkið. Starf þeirra verður aldrei full- þakkað. Allt fram á síðustu ár var þetta eina athvarf þess fólks, sem engan átti að eða hafði ekki þær aðstæður að geta dvalist hjá ástvinum sínum. Á alls ekki að skrifa svona - þótt einhverju sé ábótavant Björn Gíslason, Selfossi, skrifar: „Ég vil lýsa furðu minni á og reyndar harðlega mótmæla leik- dómum Jóhönnu Kristjónsdóttur í Morgunblaðinu föstudaginn 11. nóvember sl., um leikritið „Þið munið hann Jörund", sem Leikfé- lag Selfoss hefur verið að sýna að undanförnu við góðar undirtektir. Ég hins vegar skil ekki, hvaða kröfur hún gerir til leikara og leikfélaga yfirleitt. Hér er um að ræða uppfærslu áhugamannaleikfélags, sem hefur lagt mikla vinnu og góðan undir- búning í þetta leikrit, sem virðist að margra mati hafa tekist frá- bærlega vel. Það er vægast sagt furðulegt, þegar leiklistargagn- rýnandi, sem gerir sér ferð út á land, kemur með því hugarfari að rífa allt niður, sem boðið er upp á, og sjá ekkert nema neikvætt. Að mínu mati á alls ekki að skrifa svona, þótt einhverju sé ábótavant og allra síst þegar áhugamannaleikfélög eiga í hlut Góður gagnrýnandi á að benda á og leiðbeina með jákvæðu hugar- fari og láta þess getið sem vel er gert; eyða meiri orku í þann þátt, ef hann vill á annað borð láta gott af sér leiða. Bæði höfundurinn, Jónas Árna- son, leiklistarfólk og fjölmargir áhorfendur, sem hafa séð sýningu Leikfélags Selfoss, hafa farið lof- samlegum orðum um frammistöðu leikara og leikstjóra í þessari upp- færslu. Ég tek aftur á móti undir þá gagnrýni Jóhönnu, að Selfossbíó verður að vera sæmilega hlýtt og vel upp kynt, þegar'sýning fer þar fram, svo að fólk geti notið þess að horfa á. Að lokum vona ég, að Jóhönnu hafi ekki kólnað svo, að leikdómar hennar verði með þessu hugarfari í framtíðinni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.