Morgunblaðið - 24.11.1983, Page 1
80 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
270. tbl. 70. árg.
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983
Friðarviðræður í Genf:
Brottganga Rússa
mikið áróðursbragð
1 .. 11 . . 1 Genf, 23. nóvember. AP.
Yuli Kvitsninsky aðalsamningamaður Rússa í Genf gengur af fundi eftir
að Rússar höfðu slitið samningaviðræðum um fækkun meðaldrægra
kjarnaflauga. Ráðamenn í V-Evrópu létu í Ijós mikil vonbrigði með
brottgöngu Rússa og telja þá hafa með þessu aukið á hæítuna á kjarn-
orkuátökum. AP/Símamynd.
Genf, 23. nóvember. AP.
RONALD REAGAN Bandaríkjaforseti sagðist vonsvikinn en þó ekki undr-
andi á brottgöngu Sovétmanna úr viðræðunum um fækkun meðaldrægra
kjarnorkuflauga í Genf, sem Michael Heseltine, varnarmálaráðherra Bret-
lands, sagði mikið og óafsakanlegt áróðursbragð af hálfu Rússa. Rússar
tilkynntu að þeir væru hættir þátttöku í viðræðunum að sinni en útilokuðu
ekki að þeir kæmu inn í þær seinna meir. Diplómatar sem fylgst hafa náið
með viðræðunum drógu í efa að Rússar fengjust að samningaborðinu í Genf
í bráð, en Reagan hét því að gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma þeim
þangað aftur.
Ráðamenn hvarvetna í Vestur-
Evrópu létu í ljós mikil vonbrigði
vegna brottgöngu Rússa úr við-
ræðunum í Genf og sendiherrar
Atlantshafsríkjanna í höfuðstöðv-
um NATO fordæmdu þá af sama
tilefni. Káre Willoch, forsætisráð-
herra Noregs, kvað brottgönguna
„óskynsamlega" því Rússar hefðu
vitað frá 1979 að nýjar kjarna-
flaugar yrðu settar upp í Evrópu í
árslok 1983 ef ekki yrði samið í
Genf áður. Lennart Bodström, ut-
anríkisráðherra Svíþjóðar, sagði
brottgöngu Rússa „ákaflega sorg-
lega“ og auka hættuna á kjarn-
orkustyrjöld.
Samningamenn Rússa í Genf
gengu af fundi með bandarísku
samningamönnunum eftir aðeins
25 mínútur í morgun. Rússar
höfðu hótað að hætta viðræðunum
ef vestur-þýzka þingið samþykkti
eldflaugaáætlunina, en sú varð
einmitt raunin í gærkvöldi, eftir
tveggja daga heitar umræður.
Aðalsamningamaður Banda-
ríkjanna, Paul H. Nitze, sagði
ákvörðun Rússa óafsakanlega og
óheppilega. Bandaríkjamenn
myndu hins vegar leggja allt í söl-
urnar til að ná samkomulagi um
fækkun meðaldrægra kjarna-
flauga og yrðu því reiðubúnir að
setjast að samningaborði við
fyrsta tækifæri.
Fyrstu Pershing II-kjarnaflaug-
arnar komu til Vestur-Þýzkalands
í dag en leynd hvílir yfir hvar
þeim verður komið fyrir. Níu
blaðamenn voru teknir fastir utan
girðingar er umlykur bandarísku
flugstöðina í Ramstein, en talið er
að þangað hafi fyrstu flaugarnar
verið fluttar.
Sjá nánar ... „Óréttlætanleg
ákvörðun“ ... á bls. 19
Arafat fellst á að
yfirgefa Trípolí
Moskvu, Trípolí, 23. nóvember. AP.
YASSER Arafat skæruliöaleiðtogi
hefur samþykkt áætlun sem gerir
ráð fyrir að hann hverfi með bar-
dagasveitir sínar frá Trípólí að
sögn heimilda í Trípólí og Dam-
askus í kvöld. Málamiðlunin ger-
ir einnig ráð fyrir að andstæð-
ingar hans, sem njóta stuðnings
Sýrlendinga, hverfi á brott frá
Trípólí. Einnig var fallist á mála-
miðlunina á fundi fulltrúa Ara-
fats og utanríkisráðherra Sýr-
lands og Saudi-Arabiu í Damask-
us í dag.
Rússar hvöttu stríðandi fylk-
ingar Palestínumanna í Líban-
on til að hætta „heimskulegum
og óeðlilegum átökum" sínum,
því ágreining þeirra „er hægt
og verður að jafna,“ að sögn
TASS-fréttastofunnar.
Yfirlýsingin var gefin út eftir
fund Gromykos utanríkisráð-
herra og Farouk Kaddoumi, ná-
ins samstarfsmanns Arafats.
Norskur sjávarútvegur:
Styrktilboð tæpur
þriðjungur kröfu
Ostó, 23. nóvember. Frí P. Borg lund fréttnrilara Mbl.
Samninganefnd ríkisins lagði í dag standandi ári, en samtals mun
fram tillögu um að norskur sjávar- hún vera um 1,1 milljarður. Seg-
útvegur yrði styrktur sem nemur ir samninganefndin að norskur
G00 milljónum króna á næsta ári, sjávarútvegur sé ekki eins mikils
en norska fiskifélagið hafði krafizt styrks þurfi á næsta ári og
tveggja milljarða króna. þessu.
Tilboðsupphæðin er lægri en
sú upphæð sem norskur sjávar- nánar „Miklar kröfur um
útvegur er styrktur með á yfir- ríkisstyrk“ á bls. 19.
I Ekki var Arafat skæruliðaleið- I fylkinga Kremlarvina, sem
togi nafngreindur í yfirlýsing- væru einungis til þess að grafa
unni, en þar sagt að binda yrði undan málstað Palestínu-
I endi á „fáránleg" átök tveggja manna.
Kyrrt var að mestu í Trípolí í
dag, en Arafat hét þó að sveitir
sínar myndu berjast þar áfram
ef þörf krefði. Var það áður en
spurðist um að samkomulag
hefði tekist um málamiðlun í
deilu skæruliðanna. Hafði Ara-
fat verið gefinn frestur til laug-
ardags að hypja sig frá borg-
inni. Sagði Arafat andstæðinga
sína undirbúa tangarsókn inn í
borgina innan tveggja sólar-
hringa.
Stjórnin í Beirút hefur
ákveðið að slíta öllu sambandi
við íran, sem neitað hefur að
kalla heim um eittþúsund bylt-
ingarverði frá austurhluta Lí-
banons. Einnig var ákveðið að
„frysta" stjórnmálasamband
við Líbýu, vegna íhlutunar Lí-
býumanna í líbönsk innanrík-
ismál og vegna morðs á trúar-
leiðtoga shíta 1978, sem Líbýu-
menn báru ábyrgð á.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Smyslov
sigraði
Korchnoi - Kasp-
arov jafntefli
London, 23. nóvember. AP.
VIKTOR Korchnoi og Gary
Kasparov sömdu um jafntefli í
annarri skák sinni í áskorenda-
einvígi sínu, eftir mikla sókn-
dirfsku af hálfu Korchnoi, sem
er 32 árum eldri en Kasparov.
Hins vegar sigraði Vassily
Smyslov Ungverjann Zoltan
Ribli í biðskák þeirra úr fyrstu
umferð. Smyslov er, eins og
Krochnoi, miklu eldri en and-
stæðingur hans.
Korchnoi lék óvenjulega
hratt framan af og Kasparov
reyndi að vera fljótur til svars.
Luku þeir 11 leikjum á aðeins
fimm mínútum, en þá neyddist
Kasparov til að taka sér lengri
umhugsunarfrest. Korchnoi
kom á óvart með taflmennsku
sinni.
Sjá nánar skákskýringar á
bls. 29.
Nýir gámar
finnast í
Svíþjóð
Stokkhólmi, 23. nóvember. AP.
TOLLYFIRVÖLD skýrðu frá
því í kvöld að fundist hefðu þrír
nýir vörugámar sem grunur léki
á að innihéldu „leynilegar
bandarískar tölvur“.
Gámarnir þrír fundust í
Málmey (Malmö) og telja toll-
yfirvöld að samband sé á milli
þeirra og gámanna fjögurra,
sem fundust í Helsingjaborg
á dögunum og smygla átti til
Sovétríkjanna, en þeir eru
sagðir innihalda leynilegan
rafeindabúnað til að stýra
kjarnorkuflaugum.
Gámarnir í Málmey reynd-
ust við skoðun innihalda raf-
eindatæki og beinist athygli
yfirvalda að því hvort hér sé
um leynibúnað að ræða, sem
smygla átti til Sovétríkjanna.
Gámarnir komu ekki til
Malmö frá Suður-Afríku, eins
og gámarnir í Helsingjaborg.
í undirbúningi er nákvæm
skoðun á gámunum fjórum í
Helsingjaborg til að ganga úr
skugga um hvort þar sé um að
ræða „stríðstæki".