Morgunblaðið - 24.11.1983, Page 2

Morgunblaðið - 24.11.1983, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 Ljóst að fólk vill mikið á sig leggja — segir Ásmundur Stefánsson „ÞAÐ ER útilokað fyrir mig að segja mikið án þess að hafa skoðað niður- stöður könnunarinnar og forsendur, en ég þykist þó geta fullyrt, að því fer fjarri að nær 2/j hlutar þjóðarinnar séu reiðubúnir að axla kjaraskerðingu á þeim einhliða forsendum, sem ríkisstjórnin ætlar launafólki," sagði Ásmund- ur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, aðspurður um niðurstöður skoðanakönnunar Hagvangs, þar sem fram kemur að rúmlega 65% þjóðar- innar eru tilbúin að taka á sig kjaraskerðingu, ef það hefur áhrif til lækkunar á verðbólgu. „Það er ljóst að fólk vill mikið á sig leggja til að ná verðbólgunni niður, en ég held líka að einsýnt sé að fólk hljóti jafnframt að gera kröfur til þess að allt það sem gert er, sé innan ramma heildstæðrar efnahagsstefnu," sagði Ásmundur ennfremur. Steingrímur Hermannsson: Fer til Siglufjarðar „ÉG FER TIL Siglufjarðar eins og til allra annarra flokksfélaga á landinu sem biðja mig að koma,“ sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, er Mbl. spurði hann í gær, hvort hann ætlaði að fara til fundar við flokksfélaga sína í Siglufirði, en eins og Mbl. skýrði frá í gær neituðu framsóknarmenn í Siglufirði að kjósa á kjördæmisþing flokksins, svo fresta varð kjördæmisþingi sem halda átti sl. sunnudag. Siglfirskir framsóknarmenn segjast hvorki kjósa né mæta á kjördæmisþing fyrr en formaður flokksins hefur útskýrt fyrir þeim af hverju hann heimilaði Ingólfi Guðnasyni og félögum að bjóða fram í nafni Framsóknarflokksins undir listabókstöfunum BB. Steingrímur sagði í gær, að Siglfirðingarnir hefðu haft sam- band við sig sl. fimmtudag og far- ið fram á að hann kæmi á fund til Þrír sækja um Óháða söfnuðinn ÞRJÁR umsóknir bárust um prestsembætti við Óháða söfn- uðinn í Reykjavík, en séra Em- il Björnsson lætur af störfum um næstu áramót. Umsækj- endur eru: Baldur Kristjáns- son, sem lýkur kandidatsprófi frá guðfræðideild í vor, Sigurð- ur Arngrímsson, starfandi prestur í Árskógsstrand- arprestakalli við Eyjafjörð og Örn Bárður Jónsson, sem lýkur kandidatsprófi frá guðfræði- deild Háskóla fslands að ári liðnu, en hann er vígður djákni að Grensássókn i Reykjavík. Kunze kemur ekki til íslands KKINEK Kunze, þýska skáldiö, sem átti aö lesa úr verkum sínum á þýsku bókasýningunni að Kjarvalsstööum í kvöld kemur ekki til landsins að þessu sinni. Samkvæmt upplýsingum þeirra sem að komu hans stóðu féll niður flug frá Mið-Evrópu til fslands í gærmorgun vegna veðurs. Fyrir þá sök röskuðust ferðaáætlanir skálds- ins svo að aflýsa varð íslandsferð- inni að þessu sinni. þeirra daginn eftir, eða sl. föstu- dag. Hann hefði ekki getað komið því við með svo stuttum fyrirvara. „Ég hef verið í stöðugu sambandi við þá og það er allt mjög vinsam- legt á milli okkar. Ég hef ekki ákveðið ennþá hvenær ég fer til Siglufjarðar en mun ákveða það í samráði við þá.“ Steingrímur sagðist ræða þessi mál frekar við Siglfirðinga og flokksbræður sína í kjördæminu, þegar hann færi norður. Ástæða þessarar kröfu Siglfirð- inganna er samkvæmt heimildum Mbl. niðurstaða kjörs kjördæmis- þingsfulltrúa í Framsóknarfélagi Vestur-Húnavatnssýslu á Hvammstanga sem fram fór um miðja síðustu viku, en á þeim fundi beittu BB-listamenn afli at- kvæðameirihluta og felldu marga helstu stuðningsmenn Páls Pét- urssonar og B-listamanna. Góöur loðnuafli SAUTJÁN skip höfðu tilkynnt um loönu afla til loðnunefndar seinnipart- inn í gær, samtals 8.650 lestir frá því á miðnætti. Til samanburðar tilkynntu aöeins þrjú skip um afla sólarhringinn á undan, samtals 1940 lestir. Þessi skip eru: Skírnir með 420 lestir, Ljósfari 500, Huginn 550, Svanur 600, Sæbjörg 220, Víkurberg 500, Gísli Árni 630, Þórður Jónasson 500, Albert 600, Hrafn 650, Skarðs- vík 350, Harpa 100, Örn 500, Þórs- hamar 500, Gígja 680, Grindvíking- ur 950, Helga II 400, Fífill 600, Hákon 820, Hilmir II 520. Samtals eru nú komin á land rúmlega 35 þúsund lestir af loðnu. Helstu hafnirnar sem bátarnir fóru með aflann til eru Siglufjörður, Bol- ungarvík og Raufarhöfn. Aflinn fékkst út af Húnaflóa. Emil Hjartarson, forstjóri Trésmiöjunnar Meiðs, sýnir lögregluþjóni skemmdirnar sem urðu á bifreið hans. Morgunblaðið/ Júlíus. Hrossið braut rúðuna og rak snoppuna í andlit bílstjórans „ÉG VISSI ekki fyrr en að hrossið kom inn úr rúðinni og rak snoppuna í andlit mér,“ sagði Emil Hjartarson í samtali við Mbl. í gær, en á Suður- landsbraut gengt Álfabrekku hljóp hross utan í bifreið hans og dældaði. Það rak snoppuna í gegn um hliðarrúðuna og í andlit Emils. Atvikið átti sér stað laust eftir klukkan 14 í gær. Sex hross höfðu verið sett á haustbeit í girðingu við Álfabrekku, gegnt veitingahúsinu Sigtúni. Girðingin var ekki traustari en svo, að öll sluppu hrossin út. „Ég reikna með að þetta sé frekar fátítt og sem betur fer fór allt vel. Ég var á hægri ferð vestur Suðurlandsbraut þegar atvikið átti sér stað. Ég er ánægður með að sleppa jafn vel og raun ber vitni og eins að hrossinu varð ekki meint af — rúðan fór í salla og ég slapp án þess að hljóta skrámur. Hrossið hljóp svo út á víðan völl og þar með er sagan öll,“ sagði Emil. Eignaskattsprósent- an úr 1,2% í 0,95% Eignaskattsprósentan á aö lækka úr 1,2% í 0,95% samkvæmt tillögum til breytinga á lögum um tekju- og eignaskatt, sem verið hafa til með- feröar í þingfiokkum stjórnarliöa og stefnt er að afgreiðslu á á ríkis- stjórnarfundi árdegis. Þá er reiknað meö samsvarandi breytingu á tekju- sköttum, þannig aö skattstigar verði lægri og persónuafsláttur hærri. Stefnt er aö jöfnun ráðstöfunar- tekna þannig aö tekjuskattar á lág- tekjufólki lækki, en hækki aftur á móti á tekjum yfir u.þ.b. 450 þús. kr. Skattvísitalan verður 54%. Áðurgreindar breytingar valda því, samkvæmt heimildum Mbl., að tekjur ríkissjóðs verða um 600- 700 millj. kr. lægri en hefði orðið ef skattvísitalan hefði einvörð- ungu breyst. Reiknað er með að persónuafsláttur hækki nokkru meira en nemur skattvisitölunni og að barnabætur verði hækkaðar. Samkvæmt heimildum Mbl. stefnir ríkisstjórnin að því að leggja fram frumvarp þessa efnis öðru hvoru megin við helgi. Helstu röksemdir með breytingunum eru, að með minnkandi verðbólgu og þeirri stefnu að peningalaun hækki ekki meira á næsta ári en ríkisstjórnin hefur gert ráð fyrir, þá hefði að óbreyttu komið til um- talsverðrar skattahækkunar frá því sem búið var að ákveða með bráðabirgðalögunum í ár. Ef ein- yörðungu hefði komið til ákvörð- unar skattvísitölu upp á 54%, en ekki breytinga á skattstigum, þá hefðu skattaálögur miðað við laun á greiðsluári orðið verulega þyngri. Hæstiréttur: Dæmdur í 2Vi árs fangelsi fyrir fíkniefnamisferli Tíkarleg handtaka MYNDARLEGUR seppi á Akureyri liggur nú sneyptur og sár upp á vatnið eitt í hundafangelsi lögreglunnar þar í bæ. Er haft fyrir satt, aö hann telji glæsitík eina þar eiga litlar þakkir skildar fyrir daður og fláræði. Hundahald er bannað á Akur- eyri en engu að síður halda margir bæjarbúar hunda. Lög- reglunni hafa að undanförnu borist fjölmargar kvartanir vegna ágengni hunda, einkum frá tíkareigendum, enda hefur náttúran hagað þvi svo til, að óvenju margar akureyrskar tík- ur eru tilkippilegar þessa dag- ana. í fyrrakvöld fékk Akureyr- arlögreglan enn eina kvörtun yf- ir áðurnefndum seppa. Þegar yfirvaldið kom á staðinn sást seppi skjótast á milli húsa og var greinilega var um sig þegar verðir laganna voru annars veg- ar. Þótti ljóst, að hann bar ekk- ert sérstakt traust til hvítu koll- anna. Voru nú góð ráð dýr enda ekki vitað um húsbændur hvutta. En þar í grenndinni var einmitt glæsitíkin, sem áður er getið, og var ekki að sjá á henni að hún teldi lögregluþjónana eins vara- sama og „kavalér" hennar gerði. Fengu lögregluþjónarnir tíkina umsvifaiaust í lið með sér og leið ekki á löngu þar til seppi kom snúflandi þar að. Stóðst hann ekki daður tíkarinnar nema ör- stutta stund enda leyndi sér ekki blikið í augum hennar og kank- víslegt bros. Köld eru kvennaráð, er fullyrt að seppi hafi hugsað þegar vasklegir lögregluþjónar spruttu úr felum og handsömuðu Jiann umsvifalaust í þann mund sem hann taldi nóg komið af léttúð- arhjali. Var hann færður í lög- reglubíl á stöðina og varpað í einn af þremur hundafangaklef- um Akureyrarlögreglunnar. Sat hann þar í gærkvöld og fékk ekk- ert nema vatn að drekka á með- an þess var beðið, að eigendurnir vitjuðu hans. Af glæsitíkinni er það að frétta, að hún fór hin hróðugasta heim eftir handtökuna enda mun annar hundur, ekki síður glæsi- legur, eiga hug hennar og hjarta þar í hverfinu. HÆSTIRÉTTUR kvaö í gær upp dóm yfir Siguröi Þór Sigurössyni og var hann dæmdur í 2Vi árs fangelsi fyrir fíkniefnamisferli og 20 þúsund króna sekt. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni; þrír dómarar, Þór Vilhjálmsson, Guömundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson mynduöu meirihluta. Ármann Snævarr skilaði séráliti, sem var efnislega samhljóöa áliti meirihluta, en hann vildi milda refsinguna í 2 ár. Sigurgeir Jónsson skilaöi og séráliti samhljóöa meirihluta en hann vildi dæma Sigurð Þór í 3 ára fangelsi. Fyrir tæpu ári var Sigurður Þór liðlega 1 kíló af hassi. Hann situr dæmdur í 3% árs fangelsi í Saka- nú inni í v—þýzku fangelsi. dómi í ávana- og fíkniefnamálum og var það þyngsti fíkniefnadómur sem kveðinn hefur verið upp hér- lendis. Sigurður Þór var handtek- inn í gistihúsinu „De Fem Svaner" í Kaupmannahöfn í marz 1979. Lagt var hald á 20 grömm af kóka- íni og 30 grömm af hassi, en jafn- framt 139 þúsund krónur danskar, tæpar 80 þúsund krónur sænskar og 20 þúsund krónur norskar. Um var að ræða ágóða af fíkniefna- sölu. Fyrir skömmu hlaut Sigurður Þór þungan fíkniefnadóm í V—Þýzkalandi, en hann var hand- tekinn í V—Þýzkalandi í vor með Útför Tómasar Guðmundssonar gerð frá Dóm- kirkjunni í dag ÚTFÖR Tómasar Guömundsson- ar, skálds, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 13.30. Sr. Karl Sigurbjörns- son jarðsyngur. Útförin fer fram á vegum Reykjavíkurborgar í virð- ingarskyni við hinn látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.