Morgunblaðið - 24.11.1983, Side 13

Morgunblaðið - 24.11.1983, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 13 Ráðstefna ungra sjálfstæðismanna um sjávarútveg SAMBAND Ungra Sjálfstæðismanna og Félög Ungra Sjálfstæöismanna í Hafnarfiröi, Keflavík og Njarðvík halda nk. laugardag ráðstefnu um sjávarútvegsmál. Fer ráðstefnan fram að Hólagötu 15 í Ytri-Njarðvík. Stendur ráðstefnan frá kl. 13.00—18.00. Á ráðstefnunni verða flutt fjög- ur erindi m.a. um sjávarafurðir, fiskafurðir, fiskgæði og skipa- smíðar. Erindin flytja þeir ólafur G. Einarsson, alþingismaður, Guðmundur H. Guðmundsson, blaðafulltrúi, dr. Jónas Bjarnason og Jónas I. Ketilsson. Þá gefa álit sitt þeir dr. Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur, Einar Kristinsson, útgerðarmaður, Sigurður Garð- arsson, útgerðarmaður og Páll Axelsson, útgerðarmaður. Ráðstefnustjórar verða Stefán Tómasson, Grindavík, og Þórarinn J. Magnússon, formaður Stefnis í Hafnarfirði. Myndin „The Day After“ sýnd í sjónvarpi í Bandaríkjunum: Yirðist hafa vakið fólk til umhugsunar — segir Reynir Eiríksson „ÞETTA var í einu orði sagt hrika- legt og ég er ekki hissa á því að sjónvarpsstöðin hafi varað fólk við fyrir sýningu myndarinnar. Tilkynnt var að börn mættu alls ekki horfa á hana, og fólki var ráðlagt að vera ekki einsamalt við sjónvarpstækin meðan á sýningu stæði,“ sagði Reyn- ir Eiríksson, sem stundar nám við háskólann í Boulder í Colorado, í samtali við blm. Morgunblaðsins vegna myndarinnar „The Day Aft- er“, Daginn eftir, sem sýnd var í sjónvarpi þar í landi um helgina. Myndin var gerð af ABC-sjón- varpsstöðinni, og fjallar um kjarnorkusprengingu og afleið- ingar hennar. Sagði Reynir að um 'h hluti þjóðarinnar hefðu horft á myndina: 70 til 80 milljónir manna. Reynir sagði að myndin virtist hafa fengið nokkuð á fólk og vakið það til umhugsunar um vígbúnað- arkapphlaupið því mikið hefði verið rætt um hana síðan hún var sýnd. Myndin gerist í Kansas City, þar sem aðalskotstöðvar Banda- ríkjamanna eru. Þeir senda kjarn- orkuflaug til Sovétríkjanna, og Sovétmenn svara í sömu mynt. I myndinni er síðan sýnd afleiðing sprengingarinnar. „Það var hrika- legt að sjá hvernig fólk dó úr geislun. Það brann upp á hundr- aðshlutum úr sekúndu — gufaði bara upp — og borgin hreinlega hvarf,“ sagði Reynir. Tónlistarhá- tíð MS á morgun Tónlistarhátíð Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum verður haldin á morgun, föstudag. Að vanda er hátíð þessi hin fjölbreyttasta og þekktar hljómsveitir koma þar fram. Með nöktum, Qtsjí, Qtsjí, Qtsjí, Box, Jasskvartett Guðmundar Ingólfssonar, auk kórs og klass- ískrar tónlistar er á meðal þess, sem boðið verður upp á. Sumar þessara sveita hafa þeg- ar aflað sér traustra fylgismanna- hópa, aðrar eru að feta sig eftir framabrautinni. Fyrirtæki óskast Höfum kaupendur aö ýmsum tegundum fyrirtækja t.d. ★ smásöluverslun ★ heildverslun ★ fyrirtæki í framleiösluiönaöi ★ söluturni Önnumst kaup og einkasölu fyrirtækja og aöra þjón- ustu í því sambandi. Fyrirtækjasala Þóröar S. Gunnarssonar hrl., Óöinsgötu 4, 3. hæö, sími 19080. Réttarholtsútibú Iðnaðarbankans á mótum Sogavegar og Réttar- holtsvegar. Aukin þjónusta við íbúa nærliggj- andi hverfa og þá sem leið eiga hjá. í Réttarholtsútibúinu fara fram öll almenn bankaviðskipti. Við leggjum sérstaka áherslu á persónulega þjónustu og ráðgjöf; — t.d. um þau mismunandi inn- og útlánsform sem henta hverju sinni. Verið velkomin á nýja staðinn og reynið þjónustuna. Iðnaðarbankinn Réttarholtsútibú, Réttarholtsvegi 3, sími 85799 Aukatónleikar í Austurbæjarbíói laugardaginn 26. nóv. 1983 kl. 14.30. Dorrie’t Kavanna, sópran Kristján Jóhannsson, tenor Maurizio Barbacini, píanó Fjölbreytt efnisskrá. Miöasala í ístóni, hjá Sigfúsi Eymundssyn og Lárusi Blöndal. Tónlistarfélagiö

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.