Morgunblaðið - 24.11.1983, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983
\ tíu ára afmæli íslenska dansflokksins
Örn Guðmundsson, Nanna Ólafsdóttir og Ingibjörg Björnsdóttir. Nanna og Ingibjörg hafa samið sinn ballettinn hvor fyrir afmælissýningu flokksins.
Hef ekkí trnia tíl að
hugsa um að hætta
— segir Örn Guðmundsson í viðtali um sjálfan sig, sögu flokksins og framtíðaráform
íslenski dansflokkurinn frumsýn-
ir þrjá íslenska balletta í Þjóðleik-
húsinu í kvöld og verður þetta af-
mælissýning flokksins sem er tíu ára
um þessar mundir. Höfundar ball-
ettanna eru Ingibjörg Björnsdóttir,
Nanna Ólafsdóttir og dansflokkur-
inn. Dansarar í sýningunni eru Ásdís
Magnúsdóttir, Ásta Henriksdóttir,
Auður Bjarnadóttir, sem dansar nú
aftur hér á landi, Birgitta Heide,
Helga Bernhard, Ingibjörg Pálsdótt-
ir, Helena Jóhannsdóttir, Katrín
Hall, Ólafía Bjarnleifsdóttir, Sigrún
Guðmundsdóttir, Einar Sveinn Þórð-
arson, Jóhannes Pálsson og Örn
Guðmundsson.
Örn hefur starfað með flokknum
frá upphafi og tekið þátt í öllum sýn-
ingum hans. Óg frá 1974 hefur hann
einnig verið framkvæmdastjóri
flokksins.
Síðdegis eftir æfingu settumst
við saman til að rifja upp við-
burðaríka sögu flokksins, en um-
ræðan snerist ekki síður um fram-
tíð hans.
„Starfsemin hófst í marsmánuði
1973 undir stjórn breska ballett-
meistarans Alan Carter og var
fyrsta sýning flokksins þá um vor-
ið í félagsheimilinu Borg í
Grímsnesi," sagði Örn. „Um
haustið hófust æfingar á Leður-
blökunni hjá Þjóðleikhúsinu og
var það fyrsta sýning sem dans-
flokkurinn tók þátt í þar, en
Sveinn Einarsson var þá leikhús-
stjóri. Árið eftir settum við upp
smærri balletta sem Carter samdi
fyrir flokkinn auk þess sem við
tókum þátt í fleiri sýningum
Þjóðleikhússins. Coppelia, fyrsta
stóra ballettverkið, sýndum við í
febrúar 1975, og síðan hefur hver
sýningin rekið aðra, bæði af klass-
ísku verkefnaskránni og ballettar
sérsamdir fyrir flokkinn. Erlendir
ballettmeistarar hafa komið og
farið, Alexander Bennett, Natalie
Konjus, Yuri Chatai, Karen Mor-
ell, Kenneth Tillson. Síðastliðin
fjögur ár hefur Nanna Ólafsdóttir
þjálfað flokkinn og er það mikill
kostur að hafa einhvern að stað-
aldri og fá þá heldur gestakennara
að utan en þjálfara því það tekur
alltaf vissan tíma fyrir nýjan
mann að kynnast flokknum.
Sömu dansararnir hafa skipað
flokkinn meira eða minna frá upp-
hafi, en nýir dansarar hafa einnig
komið til liðs við dansflokkinn.
Fullan samning hafa nú fengið
Lára Stefánsdóttir og Helena Jó-
hannsdóttir og Katrín Hall og Jó-
hannes Pálsson skipta á milli sín
styrk úr sjóði ungra listdansara.
Ilvernig hafa kaup og kjör verið í
gegnum árin?
„Fyrstu tvö árin var vinnutími
dansflokksins frá tvö síðdegis til
ellefu með þriggja tíma hléi með-
an dansararnir voru að kenna í
listdansskólanum. Við höfum æf-
ingasal í Þjóðleikhúsinu en vegna
þrengsla innanhúss þurfti þá að
nota salinn undir leikæfingar á
morgnana. Við gátum því yfirleitt
■ékki byrjað að æfa fyrr en síðdeg-
is. Smám saman tók Þetta að
breytast eftir að Carter hætti og
stundum tókum við það ráð að
leigja okkur ballettsal úti í bæ á
morgnana þegar við vorum að
vinna að einhverju verkefni.
Fyrstu laun fengust með fjár-
styrk frá menntamálaráðuneyt-
inu, en 1974 er dansflokkurinn
kominn inn á fjárlög. Þetta nægði
til að greiða tíu dönsurum mánað-
arlaun eftir sjöunda launaflokki,
voru það föst laun sama hversu
mikið var unnið. 1977 förum við
fyrir tilstilli Þjóðleikhússins að fá
greitt vaktaálag fyrir helgarvinnu
og síðar einnig fyrir vinnu eftir
fimm. Við göngum inn í Félag ís-
lenskra leikara 1980 og fórum þá
inn á sambærileg laun og laus-
ráðnir leikarar. 1982 er svo í
fyrsta sinn samið við dansara og
eru nú í gildi reglur um ákveðna
vinnuskyldu á mánuði og fáum við
greitt fyrir þær stundir sem við
vinnum fram yfir það. Þessi sam-
ningur var mikil framför og með
honum fékkst viðurkenning á
starfi dansara á við starf leikara."
Eru réttindamál dansara þá kom-
in í höfn?
„Nei, það vantar ýmislegt upp á
það. Nægir að nefna eftirlauna-
mál. Starfsævi ballettdansara er
stutt, um það bil tuttugu ár, og má
því reikna með að ef dansari byrj-
ar 18 ára þá fari hann að hætta
um fertugsaldur. Hlutverkum er
þá líka farið að fækka sem hæfa
honum, það fer að vísu eftir hverj-
um og einum en ballett er erfiður
og um 45 ára aldur eru flestir
hættir. Á íslandi gilda hinsvegar
reglur um eftirlaunaaldur 67 ára,
hjá dönsurum líkt og öðrum laun-
þegum. Það er náttúrulega óhæft,
hvernig á til dæmis að endurnýja
flokk ef enginn hættir. í Evrópu
gilda um þetta sérstakar reglur,
dansarar fara á eftirlaun 38—45
ára eftir því hvaða land á í hlut. í
Bretlandi er þetta þannig að dans-
arinn borgar í sjóð líkt og lífeyr-
issjóð og getur eftir 20 ára starf
farið á eftirlaun eða sótt um styrk
í sjóðinn til að mennta sig á öðru
sviði. Og falla þá eftirlaunin niður
þegar hann er byrjaður að vinna."
Hver eru framtíðaráform flokks-
ins?
„Við verðum að sjálfsögðu fyrst
og fremst að stækka áhorfenda-
hópinn. Eins og er hefur Þjóð-
leikhúsið eina listdanssýningu á
ári og auk hennar höfum við reynt
að hafa eina til tvær aukasýn-
ingar. Þetta er stórt hús svo yfir-
leitt er ekki um nema tvær til
þrjár sýningar á hverri uppsetn-
ingu að ræða, sem verður til þess
að tími gefst ekki fyrir sýninguna
að vinna sig upp og ekki komast
allir sem vilja. Æskilegast væri að
dansflokkurinn gæti starfað með
listdansskólann I eigin húsnæði,
þar sem hann hefði aðstöðu til að
hafa fleiri og minni sýningar jafn-
framt því að sýna á sviði Þjóð-
leikhússins. Þannig gæti hann
stækkað áhorfendahópinn og skól-
inn gæti jafnvel að hluta til staðið
undir rekstrinum. Með meira
plássi væri hægt að veita nemend-
um listdansskólans aukna þjálfun
í að koma fram með því að hver
flokkur fyrir sig hefði litla sýn-
ingu við og við, fyrir foreldra og
vini. Það skiptir miklu máli þegar
velja á inn í dansflokkinn eða inn
í sýningar að þessi þjálfun sé fyrir
hendi en þó nemandi hafi verið
lengi I skólanum, kemur hún ekki
af sjálfu sér. Á þennan hátt hefðu
nemendurnir sífellt að einhverju
að vinna og dansarar dansflokks-
ins, sem flestir kenna í skólanum,
fengju æfingu í að semja dansa."
Lengra komumst við ekki því
Örn þurfti að fara að búa sig fyrir
sýningu sem hann tekur þátt í hjá
öperunni. Áður en hann fór spurði
ég hann þó hversu lengi hann
sjálfur hygðist halda áfram að
dansa. Mig rak í rogastans þegar
hann upplýsti mig um það að hann
væri nú kominn á þann aldur og
vel það, orðinn 43 ára.
„Eg veit þó ekki hvenær ég
hætti, hef varla tíma til að hugsa
um það og Nanna vill ekki heyra á
það minnst. En ég veit bara það,
að ég sagði við sjálfan mig þegar
ég sá sýningu með meistara Nuri-
ev í sumar, þar sem hann þrátt
fyrir fimmtugsaldur dansaði
prinsinn: þetta skal ég aldrei gera
sjálfum mér.“
Þrjár sýningar verða á afmæl-
issdagskrá flokksins. Frumsýning
sem fyrr segir í kvöld, önnur sýn-
ing síödegis á laugardag og síðasta
sýning á þriðjudagskvöld. Ballett-
arnir sem sýndir verða eru Sálu-
messa eftir Ingibjörgu Björns-
dóttur við tónlist eftir Györgu
Ligeti, La Repetition, æfing. Unn-
ið af dansflokknum undir stjórn
Þórhildar Þorleifsdóttur og Tur-
angalila eftir Nönnu Ólafsdóttur
við tónlist Messiaen. Leikmynd og
búninga gerir Sigurjón Jóhanns-
son og lýsingu annast Árni Bald-
vinsson.
Helgi Tómasson gestur í Giselle
Giselle 1982
Morgunbladid/Fridþjófur.
ME.