Morgunblaðið - 24.11.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983
15
Svipmyndir úr ballettum Nönnu og Ingibjargar
„Ballettinn er mitt
starf 1 nánustu framtíöa
— segir Einar Sveinn, sem dansar sem gestur
Einar Sveinn Þórðarson dansar
sem gestur í afmælissýningu dans-
flokksins og milli æflnga gafst
honum tími í stutt viðtal.
„í byrjun nóvember var ég
laus og kom þá heim til að æfa
fyrir þessa sýningu. Flokkurinn
er búinn að vera að vinna að
henni síðan í september og hefði
mér svo sem ekki veitt af meiri
tíma til æfinga, því það er virki-
lega krefjandi sem ég er að gera.
Ég hef nú dansað í eitt ár með
The Pennsylvania Ballet og hef
nýlega undirritað samning sem
gildir fram í júlí.“
Er ballettinn þitt framtíðar-
starf?
„Hann er allavega starf mitt í
nánustu framtíð. Eg hef áhuga á
mörgu öðru, en ákvað þegar ég
lauk stúdentsprófi að gefa ball-
ettinum nokkur ár óskipt og sjá
hvernig mér líkaði. Að vera í
ballettskóla er ólíkt því að vinna
sem dansari, það er heimur út af
fyrir sig, sem ég er nú reft að
byrja að kynnast.
Ég byrjaði í þessu sem pjakk-
ur þegar ég var að leika í barna-
leikritum í Þjóðleikhúsinu og
var alltaf viðloðandi ballettskól-
ann. Ég fór ekki að æfa af viti
fyrr en ég var 14 ára og tveim
árum seinna ákvað ég að fara í
framhaldsnám. Fyrir tilstilli
Helga Tómassonar fór ég á
sumarnámskeið hjá School of
American Ballet sem er í tengsl-
um við New York City Ballet og
var tekinn inn um haustið.
Þarna var ég á fimmta ár, skól-
inn er mjög góður og ég kunni
vel við mig. Ég hafði svo verið að
leita fyrir mér með vinnu í
nokkra mánuði þegar Pennsyl-
vania-flokkurinn bauð mér að
koma til sín. Hann er með fjöl-
breytta verkefnaskrá en er þó
fyrst og fremst klassískur flokk-
ur.“
Þú stefnir þá ekki að því að
koma heim?
„Ekki að svo stöddu, annars
læt ég það ráðast. Hugurinn
stefnir alltaf heim, það er gott
að vera á íslandi og hér vil ég
gjarnan búa. Mér er það því mik-
ils virði að fá að koma og starfa
með íslenska dansflokknum og
vinnan fyrir þessa sýningu hefur
verið góð reynsla. Ég hef heldur
ekki unnið svona mikið með
flokknum í lengri tíma, því ég
hef yfirleitt ekki komið heim
fyrr en nokkrum dögum fyrir
sýningarnar sem ég hef tekið
þátt í.“
Hvenær kemurðu svo næst?
„Það stóð til að ég kæmi í
mars og dansaði aðalhlutverkið í
Öskubusku, ég meina prinsinn.
En það ætlar ekki að ganga upp
þar sem sýningin lendir saman
við verkefni hjá mér úti. Ég er
svolítið spældur yfir þessu, en
vona að annað tækifæri til að
koma heim og dansa gefist sem
„Stórt skref að taka
við þjálfun flokksins“
Nanna Ólafsdóttir hefur verið
þjálfari dansflokksins í fjögur ár
og er höfundur eins ballettanna
sem flokkurinn sýnir í kvöld.
„Þetta er þriðja verkið sem ég
geri fyrir flokkinn," sagði
Nanna. „Það heitir Turrangalila
og er samið við þætti úr sam-
nefndri sinfóníu eftir Olivier
Messiaen. Efni ballettsins sæki
ég í nafn tónverksins sem merkir
allt í senn lofsöngur um ástina,
gleðina, tímann, hreyfingu og
hljóðfall, líf og dauða. Fyrsti
kaflinn í dansinum er þungur og
jarðneskur, annan kaflann hefur
Messiaen nefnt „Garð ástar-
svefnsins." Þetta er draum-
kenndur hrifnæmur kafli um
ástina í sínum ljúfustu myndum,
en með lúðrablæstri erum við
vakin upp af draumnum og verð-
ur þá dansinn fullur af gáska,
léttúð og lífskrafti."
— segir Nanna
Ólafsdóttir
Þú varst einn af stofnendum
dansflokksins Nanna, hvernig
var að taka við stjórnun hans?
„Það var stórt skref fyrir mig
eftir að hafa verið einn af döns-
urunum í mörg ár. En þetta hef-
ur gengið nokkuð vel og ekki síst
vegna þess hve félagar mínir úr
flokknum voru jákvæðir á að
láta þetta ganga vel. Það kom
mér að miklu gagni að ég lærði á
sínum tíma í Ballettakademí-
unni í Leningrad. Með þann
skóla að baki gat ég endurlífgað
kunnáttu mína er ég tók við
stjórn flokksins. Meðal annars
fór ég til Leningrad og fékk að
fylgjast með starfi Kirov-ball-
ettsins í mánaðartíma. Það var
mér ómetanlegt og hef ég síðan
reynt að halda mér við með því
að fara í fleiri svona ferðir og
kynna mér það helsta í ballettn-
um í dag. í þjálfuninni hef ég
reynt að halda aðalsmerki Len-
ingrad-skólans á lofti og miðla
því besta. Ég hef lagt áherslu á
adagio, línufegurð dansaranna
og notkun á höfði og handleggj-
um. Eins hef ég orðið fyrir áhrif-
um af því að fylgjast með starfi
Stanley Williams hjá School of
American Ballet.
Til að vinna með okkur að sýn-
ingum höfum við fengið mikið af
góðu fólki erlendis frá, svo sem
Anton Dolin, John Gilpin og
Birgit Cullberg. Það hefur verið
lærdómsríkt fyrir mig og mikill
fengur fyrir dansflokkinn og
ekki síður hefur verið gaman að
fá hingað sem gesti dansara eins
og Niklas Ek og Per Arthur Seg-
erström. me.
/Eflng, ballett unninn af dansflokknum, sýnir daglegt líf dansarans.