Morgunblaðið - 24.11.1983, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983
Auglýsing til bænda
Höfum nú fyrirliggjandi sérframleitt þaramjöl til fóö-
urs. Pakkað í 25 kg pappírspoka og veröiö er kr. 8,00
pr. kg.
Vinsamlegast geriö pantanir sem fyrst í símum
93-4740 eöa 91-16299.
Þörungavinnslan hf.,
Reykhólum.
13. leikvika — leikir 19. nóv. 1983
Vinningsröð: 121 — 111 — 2XX — 1X1
1. vinningur: 12 réttir — kr. 43.300,-
1295(1/11) 36974(4/11) 45630(4/11) 86684(6/11K
12745 40617(4/11) 47111(4/11) 87852(6/11)
20685(2/11) 44861(4/11) 55770(4/11)
2. vinningur: 11 réttir — kr. 1.398,-
258 39810 50681 85803 89594 95170
341 40520 51022 86085+ 89675 95637
1266 40863+ 53065+ 86111+ 90926 95689+
1314 41548+ 53808 86200+ 90953 95714+
1552 42720 53877 86208+ 90972 95822
3392 45588 54270+ 86557+ 90986 95887
4395 46761 54697 86558 90986 96172+
5399 47115 55303 86581 90987 180667
6098 47276+ 56142 86666+ 90988 1348*
6865 42277+ 57477 86675+ 91535 40497*
7471 47943+ 58094 86681+ 91613 46686*+
13155 48320 58120 87153+ 92830+ 95416*+
14725 49008+ 59261+ 87156+ 92963 8. vika:
16619 49082 60313+ 87785 92982+ 54353+
20067 49530 61539+ 87897 93685
35711 49586 85537+ 87946+ 94872
36138 50323 85567 88423 95019+
36232 ' = 2/11 50351+ 85745 89566 95047
Kærufrestur er til 12. desember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu
vera skriflegar. Kærueyöublöð fást hjá umboösmönnum og á
skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef
kærur veröa teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eöa
senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til
Getrauna fyrir lok kærufrests.
GETRAUNIR — íþróttamiðstööinni — REYKJAVÍK
Vetrartilboð!
Við bjóðum ykkur Bridgestone
snjódekk á felgum undir bílinn á
sérstöku tilboðsverði.
Greiðsluskilmálar: 25% útborgun og
eftirstöðvar á 3 mánuðum.
Tryggið öryggi í vetrarakstri og
notið ykkur þetta hagstæða boð.
BÍLABORG HF
Smiðshöfða 23 Sími 81265
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JOHN KIFNER.
Frá átökum lögreglu og alþýðunnar skömmu áður en herlög voru sett í landinu. Þau virðast yfirvofandi á ný.
Jaruzelski styrkir enn
stöðu sína í Póllandi
Wojciech Jaruzeiski, leiðtogi pólsku þjóðarinnar, styrkti enn stöðu sína
í vikubyrjun þó svo hann segði formlega af sér embKtti varnarmálaráð-
herra. I kjölfar stjórnarfarslegra breytinga, sem gerðar voru samhliða
afsögn hans úr embætti varnarmálaráðherra, er hann eftir sem áður
valdamesti maður þjóðarinnar.
á hefur valdamikið vara-
herráð verið sett á laggirnar
og tekur það að vissu leyti við af
Þjóðvarnarráðinu, sem fór með
mikil völd á meðan herlög voru
enn í gildi í landinu. Hið nýja
ráð er enn valdameira og er
reiðubúið að taka við yfirstjórn
allra hermála, svo og stjórnsýsl-
unnar, að beiðni Jaruzelski.
Með tilkomu þessa nýja vara-
herráðs má segja að völd Jaruz-
elskis og annarra yfirmanna
hersins séu nú nánast þau sömu
og þau voru á meðan heriög voru
enn í gildi í landinu. Þjóðvarna-
ráðið var leyst upp þegar her-
lögum var formlega aflétt í júlí á
þessu ári.
Lykilstaða Jaruzelski
Þá voru ennfremur samþykkt
lög í þinginu, án þess kæmi til
nokkurra umræðna eða at-
kvæðagreiðslu, um að setja á
stofn sérstaka varnarmálanefnd.
Nefndin, sem þingið ákvað á
þriðjudag að skyldi verða undir
forsæti Jaruzelski eins og við
hafði verið búist, fær m.a. vald
til þess að lýsa yfir neyðar-
ástandi og stríði á hendur óvina-
þjóðum ef þörf þykir krefja.
Þessi nýja skipan mála gerir
Jaruzelski kleift að grípa til að-
gerða á skjótari hátt en áður.
Fullvíst er talið, að varnarmála-
nefndin sé sett á laggirnar ein-
mitt nú til þess að pólsk yfirvöld,
og þá sér í lagi Jaruzelski, séu
betur í stakk búin til að takast á
við mótmæli alþýðunnar, sem
allar líkur eru taldar á að nái
hámarki er fyrirhugaðar verð-
hækkanir á nauðsynjavörum
taka gildi í byrjun nýs árs.
Mikil óánægja hefur ríkt á
meðal almennings í Póllandi við
fyrirhugaðar verðhækkanir.
Stjórnvöld hafa sagt þær verða á
bilinu 10—15 af hundraði eftir
að hafa áður skotið öllum skelk í
bringu með tilkynningu um 20%
verðhækkanir. Lech Walesa hitti
þá leiðtoga Samstöðu, sem enn
fara huldu höfði af ótta við yfir-
Woiciech Jaruzelski
völd, á leynilegum fundi um
helgina. Þar lagði hann m.a. til,
að samtökin legðust gegn verð-
hækkununum af öllum mætti.
Jaruzelski, sem kjörinn var
formaður Þjóðvarnaráðsins án
mótatkvæða, fær með formanns-
embættinu jafnframt æðsta vald
yfir herafla landsins í hendur. Á
meðan herlög voru í gildi gegndi
Jaruzelski embætti flokksleið-
toga, forsætisráðherra og for-
manns herráðsins. Hin nýja
skipan mála í landinu færir hon-
um sambærilegt valdsvið.
Auk þess má benda á, að þótt
herlögum hafi formlega verið af-
létt í júlí eru herforingjar og
ofurstar enn í lykilstöðum víðs
vegar um landið, mörgum af
hæstsettu mönnum innan pólska
kommúnistaflokksins til sárrar
gremju. Breytingarnar í viku-
byrjun virðast þjóna þeim til-
gangi einum að styrkja stöðu
hersins og leyniþjónustunnar.
Bent hefur verið á eina skýringu
þessa, þ.e. hina tiltölulega veiku
stöðu kommúnistaflokksins í
landinu.
Verðhækkanir áhyggjuefni
Væntanlegar verðhækkanir
eru helsta áhyggjuefni stjórn-
valda í Póllandi um þessar
mundir. Þau eru þess vafalítið
enn minnug, að sambærilegar
hækkanir leiddu til ólgu í þjóð-
lífinu, sem síðar reyndist undir-
rót falls eða minnkandi valda
stjórna landsins 1956, 1970 og
1980.
Einn liðurinn í lögunum, sem
sett voru á mánudag og tóku
þegar gildi, hljóðaði á þá leið, að
skráning nýliða í herinn yrði
gerð stöðug allt árið og þeir
nýttir í þágu óeirðalögreglunnar.
f þessari lagasetningu felst
greinilegur herstuðningur við
innanríkisráðuneytið, sem hefur
öryggismál landsins á sinni
könnu. Til þess að undirstrika
hann enn frekar sagði ennfrem-
ur í lögunum, að „eins og staðan
væri nú hefði innanríkisráðu-
neytið ekki þann mannskap á
sínum snærum, sem nauðsynleg-
ur væri til þess að halda uppi
lögum og reglu í landinu, ekki
síst með tilliti til þeirra hótana,
sem Samstaða hefði haft í
frammi að undanförnu."
Án þess að lýsa yfir neyðar-
ástandi er váld hinnar nýju
varnarmálanefndar geysilega
öflugt. Hún hefur jafnframt
leyfi til þess að skerast í málefni
stjórnsýslunnar, svo og að vas-
ast í fjármálum ríksins „með til-
liti til tengsla hermála við heild-
arstöðu efnahags þjóðarinnar,"
eins og það hefur verið orðað.
Meðvituð um óánægjuna með
verðhækkanirnar og andstöðu
Samstöðu urðu yfirvöld að leita
lengi vel í hugskoti sínu að ein-
hverri leið til að geta lýst yfir
„styrjaldarástandi". Varnar-
málanefndin nýja var lausnin.
Sömuleiðis urðu þau að endur-
vekja Þjóðvarnaráðið til þess að
halda utan um herlögin, verði
þau sett á að nýju. Nú, þegar allt
er komið í fastar skorður að
nýju, virðist Jaruzelski betur í
stakk búinn til þess að kæfa alla
andspyrnu í fæðingu en um
langt skeið.
John Kifner er starfandi blaða-
maður hjá New York Times News
Service.