Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 Sovétmenn slíta viðræðunum í Genf: „Óréttlætanleg ákvörðun“ „Þegar viöræðurnar hófust voru sovésku SS-20-eldfIaugarnar 140, nú eru þær 360 og enn verið að koma fyrir nýjum. Þrátt fyrir það hafa Bandaríkjamenn haldið viðræðun- um áfram“ London, Brttasel, Hug, Genf og víðar, 23. nóvember. AP. Ríkisstjórnir á Vesturlöndum börmuðu í dag þá ákvörðun Sovét- manna að hætta um ákveðinn (ima samningaviðræðum við Bandaríkja- menn um meðaldrægar eldflaugar. Ákvörðun Sovétmanna er gerð f hefndarskyni fyrir það, að vestur- þýska þingið ákvað í gær að heimila uppsetningu meðaldrægra eldflauga í landinu, en vestrænir leiðtogar benda á, að allan þann tíma, í fjögur ár, sem Sovétmenn hafa verið að beina æ fleiri kjarnorkuflaugum að Vestur-Evrópu, hafi þeir aldrei sett nein skilyrði fyrir viðræðum við Sov- étmenn. í yfirlýsingu breska utanríkis- ráðuneytisins sagði, að ákvörðun Sovétmanna væri óréttlætanleg með öllu og Michael Heseltine, varnarmálaráðherra, sagði í sjón- varpsviðtali í dag, að framferði Sovétmanna væri óafsakanlegt áróðursbragð. Sagði hann, að Sov- étmenn hefðu lagt mótmælafólki á Norskur sjávarútvegur: Kröfur um ríkisstyrk 23. nóvember. UM þessar mundir fara fram við- ræður milli stjórnvalda í Noregi og Samtaka norskra sjómanna og út- gerðarmanna um styrki stjórnarinn- ar við útgerðina á næsta ári. í nýlegu tölublaði af Fiskaren, sem fjallar um sjávarútvegsmál, segir, að útgerð- armenn og sjómenn telji sig ekki komast af með minna en rúmlega hálfan áttunda milljarð ísl. kr. á ár- inu 1984. t viðræðunum að þessu sinni hafa samtök sjávarútvegsins beitt nýrri aðferð við að reikna út fjár- magnskostnaðinn við fiskveiðarn- ar en hingað til hafa menn ekki verið á eitt sáttir um hvernig hann skuli meta. Nefna má sem dæmi, að samtökin byggja nú út- reikninga sína á opinberri skýrslu um vinnutíma sjómanna og segja, að án þess að taka tillit til hans sé ekki hægt að meta raunverulega fjárþörf atvinnugreinarinnar. Á fyrsta viðræðufundinum, 10. nóvember sl., náðist ekki sam- komulag um reikningsaðferðina og hefur það valdið mikilli óán- ægju meðal sjómanna og út- gerðarmanna, sem segja fulltrúa stjórnvalda ekki hafa getað mælt henni í mót með gildum rökum. Vesturlöndum allt það lið, sem þeir máttu, „og ef þeir hefðu ekk- ert aðhafst núna hefðu þeir valdið þessu fólki miklum vonbrigðum". Leiðtogar 48 ríkja breska sam- veldisins, sem nú eru samankomn- ir í Nýju-Delhi, kváðust í dag harma afstöðu Rússa, sem þó hefði ekki komið þeim á óvart. Talsmaður Margaret Thatcher sagði Sovétmenn ekki geta afsak- að sig á neinn hátt því að ákvörð- un NATO-ríkjanna hefði legið fyrir í fjögur ár. Bob Hawke, for- sætisráðherra Ástralíu, kvaðst búast við, að Sovétmenn tækju aftur upp samningaviðræður á næsta ári vegna þess, að vígbún- aðarkapphlaupið væri að verða þeim fjárhagslega ofviða. „Að lok- um mun heilbrigð skynsemi verða ofan á hjá þeim,“ sagði hann. Káre Willoch, forsætisráðherra Noregs, tók í líkan streng og kvaðst vona, að Sovétmenn sæju brátt að sér og hyrfu að samn- ingaborðinu. Á því máli var einnig Leo Tindemans, utanríkisráðherra Belga. í yfirlýsingu hollensku stjórnarinnar sagði, að það væri „hörmulegt, að Sovétmenn skuli hafa hætt viðræðunum með það að yfirvarpi, að Vestur-Evrópa hafi ákveðið að koma upp varnareld- flaugum. Sú ákvörðun er orðin fjögurra ára gömul". Paul H. Nitze, aðalsamninga- maður Bandaríkjanna í Genf, lét frá sér fara yfirlýsingu eftir að samningamenn Sovétríkjanna höfðu slitið viðræðunum um ófyr- irsjáanlegan tíma. Þar sagði, að Sovétmenn gætu á engan hátt réttlætt framferði sitt. Banda- ríkjamenn hefðu haft frumkvæði að viðræðunum og það á þeim tíma þegar Sovétmenn hefðu verið búnir að koma fyrir 140 SS-20-eld- flaugum, nú væru þeir búnir að fjölga þeim í 360 og væru enn að koma fyrir nýjum. Þrátt fyrir það hefðu Bandaríkjamenn haldið við- ræðunum áfram og lagt sig alla fram um að ná samkomulagi. Lögð var áhersla á, að Bandaríkjamenn vildu halda viðræðunum áfram þar til samkomulag næðist. Glðsqow Merðfrd kr.8.202- Ath. einnig ferðirnar til Eðinborgar. Nðnari upplýsingar fást hjá Söluskrlf- stofum Fluglelða umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA SOKKAR MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI REGNFATNAÐUR KULDAFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR VINNUHANSKAR KLOSSAR GÚMMÍSTÍGVÉL ÖRYGGISSKÓR A H •UOMZJ-JIM.-1 1 - 'TB——W BORÐLAMPAR HENGILAMPAR VEGGLAMPAR OLÍUOFNAR GASLUKTIR OLÍUHANDLUKTIR OLÍULAMPAR 10, 15, 20 LÍNA ARINSETT FÍSBELGIR VIÐARKÖRFUR • SNJÓÝTUR SNJÓSKÓFLUR SALTSKÓFLUR ÍSSKÓFLUR BAUJULUKTIR „AUTRONICA“ og allir varahlutir BAUJUSTENGUR ÁL, PLAST, BAMBUS ENDURSKINSHÓLKAR LÍNUBELGIR NETABELGIR BAUJUBELGIR ÖNGLAR — TAUMAR BAUJUFLÖGG FISKSTINGIR FLATNINGSHNÍFAR FLÖKUNARHNÍFAR BEITUHNÍFAR SVEÐJUR STÁLBRÝNI TROLLLÁSAR DURCO-PATENTLÁSAR Vj“, %“, FÓTREYPISKEÐJUR Vt“, 'h“, W»“ Sími28855 Opið laugardaga 9—12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.