Morgunblaðið - 24.11.1983, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.11.1983, Qupperneq 22
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 TÓMAS GUÐMUNDSSON SKÁLD Einn af fáum nákomnum vinum mínum uppúr fermíngu og kríngum menntaskóla- nám var skáldið Tómas Guðmundsson frá Efribrú í Grímsnesi. Við tókum próf sam- an inní skáldabekkinn sem svo var nefnd- ur veturinn á eftir, 4ða bekk Mentaskólans vorið 1918. Kunníngsskapur okkar og góð vinátta tveggja æskumanna hélt áfram; líka á sumrin. Sumarið eftir þennan vetur, ríkan bæði að reynslu og vondraumum, fór ég í orlof mitt, gángandi heimanað frá mér úr Lax- nesi, með hund minn Laxa, að hitta Tómas Guðmundsson vin minn og skáldbróður heima hjá honum á Efribrú í Grímsnesi. Leiðin lá skáhalt Wert yfir aungvan þjóð- veg austan Borgavhóla syðst á Mosfells- heiði: þurrar mosaþembur gráar í þurkin- um og stundum þýfi eða flög eftir uppi- stöður; en hvergi vatn. Alt gekk einsog í sögu uns komið var austur á Nesjavelli, að Brynjólfur bóndi bauð gaungumóðum dreing til stofu að þiggja svaladrykk. Þegar ég kom út aftur var hundurinn minn horfinn. Hann hefur víst hræðst þessar ógnar fjarlægðir í tíma og rúmi og flúið heim til sín til að lenda ekki útí ómælinu meðan ég sat í gesta- stofu. Það voru þau ár. Við Tómas vorum í rauninni sami ár- gángur af ótilteknu víni. Við lásum hvor annars skáldskap og skildum hann. Við vorum vona ég einsog vín sem er að byrja að gerja. Tómas var ekki aðeins lífsþyrstur mað- ur, heldur gagnþrúnginn af skáldskapar- anda, og svo heppinn, einsog fleiri á hans aldri, að hafa þegið af sinni góðu móður síðrómantíska lífsneistann þýska frá Steingrími Thorsteinssyni; og vorum við að þessu leyti bræður og saga okkar æsku- saga hvor annars. Viðstaða gestsins á Efribrú fór í að klífa þessi stóru litlu fjöll Suðurlandsundirlend- isins, blá og góð. Við vorum kanski ekki heimsfræg skáld, en við vorum skáld hvor í annars heimi, eða réttara sagt, hvor í annars draumi; og skildum hvor annars orð samkvæmt þeim síklassiska draumi rómantíkurinnar, sem við báðir lifðum reyndar að sjá líða undir lok. Við lifðum að sjá hörmúngar heimsins, forheimskun hans og ómensku og það sem sárast var af öllu, marklausa sigra hins góða; og lifa i því andrúmslofti þar sem bestu vinir hitt- ast einsog framandi menn. Ég vona að við höfum lært að skilja hvor annars draum- farir útfrá þeim draumi, ættuðum úr grikkjum, sem þá átti fyrir sér að liða undir lok fyrir augum okkar og eyrum; — ásamt stuðlum og höfuðstöfum á íslensku; að viðbættu metrinu og riminu. Sá ormur sem nagar alt lifandi niður í rót, og kapp- kostar að gera álfurnar að eyðimörku, hrökktist inní líf okkar skálda. Við upphófumst sem rómantískir menn; altrúistar; öðrum góðir. Þegar tímar liðu og vondraumar urðu hlægilegir, og atóm- bomban var birt okkur í skrumskælingu fagnaðarboðskapar, dróu raunveruleg skáld sig í hlé — ef ekki var þá búið að taka af þeim orðið áður, með þeirri afsök- un að hans hátign djöfullinn væri kominn til að brenna heiminn. Þegar Tómas stígur útúr rúmi sínu gamall maður, til að gánga útá eingið og heilsa uppá fugla blóm og dýr, svo og grasið græna sjálft, þá vissu þau öll að hann var kominn til að kveðja. Halldór Laxness Tómas ásamt konu sinni Berthu í stúdentafagnaði á miðjum fímmta ára- tugnum. Foreldrar Tómasar, Steinunn Þorsteins- dóttir og Guðmundur Ögmundsson bóndi Efri-Brú. Tómas 16 ára ásamt móður sinni Stein- unni Þorsteinsdóttur. 1901/1983

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.