Morgunblaðið - 24.11.1983, Page 23

Morgunblaðið - 24.11.1983, Page 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 TÓMAS GUÐMUNDSSON SKÁLD Tómas Guðmundsson er látinn, á áttug- asta og þriðja aldursári. Ekki fer hjá því að inn í söknuð vina hans og aðdáenda leiti vitundin um söguleg tímaskil. Þó að ljóða- gerð hans félli utan við aðalfarveg bók- menntanna á hans dögum, stóð hann í sögulegum sporum: hann var í raun fyrsta skáld íslenzkrar borgar; enginn annar listamaður átti viðlíka hlut að því að móta hugmyndir Reykvíkinga og landsmanna yfirleitt um hina ungu Reykjavík sem stórborg langt umfram vöxt sinn. Margar lýsingar Tómasar eru runnar mönnum svo í merg og bein, að þeir vita ekki lengur hvaðan þær koma, og svo á það að vera. Ef Austurstræti, Vesturbærinn, Laufásveg- urinn, gotneska kirkjan, fríkirkjan, Vatnsmýrin, Skerjafjörðurinn gleðja huga manns, er eins víst að Tómas eigi þar hlut að máli, og ef manni leiðast þau úr hófi er ráð að leita til Tómasar. Fagra veröld var áfangi í menningar- sögu íslendinga. Hún merkti meðal annars að ljóðagerð, eins og fólkið, var að taka sér bólfestu í bæjum. Það var íslenzkri menn- ingu lán, að höfundur með lífsviðhorf og málfar Tómasar Guðmundssonar varð fyrstur til að gefa bænum ákveðinn svip í bókmenntum landsmanna. Á síðari árum var Tómas þjóðskáld vort, ef það orð hefir ákveðna merkingu á nú- tímavísu: hann orti þjóð sinni hátíðaljóð og minni á stórum stundum. Sitthvað bendir til að hann verði síðasta þjóðskáld- ið, að minnsta kosti um langa hríð: mikið skáld, sem gefur þjóðinni fremur en ein- staklingnum rödd á hátíðarstund. Svo mikið hafa tímarnir breytzt. En Tómas var líka þjóðskáld í gamalli merkingu orðsins: hann var höfuðskáld og jafnframt ástsælt skáld með þjóð sinni yfirleitt. Um það bera upplög bóka hans hversdagslegt vitni, allt frá því að Fagra veröld kom út í þremur útgáfum, innan árslengdar, 1933-4. Hann var þesskonar skáld, sem býr sér til sérstakan heim. En hann orti ekki um annan heim en þann sem við búum í, né æðri heim og betri, né heldur um full- komnari veröld löngu liðins tíma. Og hann sá ekki tímann í venjulegum æviskeiðum heldur andstæðum; tvö skaut toguðust á, æska og dauði. Milli þessara skauta spratt upp frumlegur, fyndinn og sérkennilega raunsær skáldskapur hans. En maður finnur alltaf átog þessara skauta. Fyrir kemur að menn líkja saman skáld- skap Tómasar og Jónasar Hallgrímssonar, þó að fullmargt sé ólíkt með þeim, jafnvel gamansemi þeirra, þrátt fyrir rómantíska íróníu beggja. Ef til vill er það fyrst og fremst óskilgreinanleg málfegurð þessara skálda, sem vekur upp samlíking í hugum manna. En eitt eiga þeir með vissu sam- eiginlegt: báðir sköpuðu þeir nýjan heim, Jónas úr fábrotnu íslenzku sveitalífi, Tóm- as úr lítilli borg. Enginn vafi er á því, að Reykjavík Tóm- asar var og er raunveruleg, en hún er samt sem áður smíði hans sjálfs. Það er að sjálfsögðu hlutverk skálds, sem býr sér til eigin heim, að verja hann fyrir þrotlausum yfirgangi af óreiðu hins verulejkans, þess sem er allt í kringum oss. Það gerir skáld ekki með því að einangra sinn veruleika, heldur með því að viðurkenna fallvaltleik hans. f gegnum lofsöngva Tómasar til æsku og fegurðar leggur stöðugan geig af óvissu gleðinnar, af hverfulleik fegurðar- innar. Jafnvel í einfaldasta söng eins og Hanna litla leitar tvíræðnin inn: Svona er að vera seytján ára Skáldið veit og við um leið, að heimur kvæðisins endist ekki. En jafnframt segja kvæðin manni aftur og aftur, á ótal vegu: að missa er sama og eiga. Tómas Guðmundsson var vitsmunalegt skáld, og þessvegna hlaut hann að yrkja samsettan skáldskap, þó að ljóðræn mýkt, hlýja málfarsins og ævintýraleg gaman- semi virðist stundum feia mönnum dýpt hans og andstæður. Mótsögnin, paradox- inn, varð strax í Fögru veröld stílgerð Tómasar og oft og tíðum sjálf byggingar- list kvæðanna. Þannig urðu þau óvinnandi borg, þrátt fyrir viðkvæmni þeirra. Ég býst við því, að menn lesi almennt síður tækifæriskvæði Tómasar, eftir að þau hafa lokið fyrsta hlutverki sínu, en hin persónulegu, ljóðrænu kvæði, en þá fara Tómas ásamt Gylfa Þ. Gíslasyni þiverandi menntamálaráðherra og W.H. Auden. menn margs á mis. Tómas var ekki póli- tískt skáld í venjulegum skilningi, þó að hann hafi ort hápólitísk kvæði eins og til dæmis Dagur Noregs eða önnur og enn listrænni eins og Jerúsalemsdóttir. En hann var eins og vænta mátti af jafngáf- uðum manni næmur fyrir hræringum samtímans. Mannúð hans og ást á öllu lífi var sterk og viðkvæm. í ýmsum viðhafn- arkvæðum hans frá síðari árum koma þessir eðlisþættir hans skýrt fram, kannske skýrar fyrir sumum en í hinum margræðu, gamansömu kvæðum frá fyrri árum. Ég leyfi mér að taka upp kafla úr einu tækifæriskvæði hans; hann flutti það á tuttugu ára afmæli Þjóðleikhússins: En upp afhverju banabáli jarðar, sem ofríki og heiftúð hafa kynt, berst rödd, sem lægsta rómi yfirgnæfir hvern sprengjuþyt og vítisvélagný— barnsrödd, sem sárast lætur oss í eyrum jafnt nótt sem dag: Æ skila, skila mér æskunni, sem mér hafði verið heitin, gleðinni, sem við glugga mína beið — skilaðu aftur, skilaðu lífi mínu-- Slík er sú rödd. Þ6 skal ei örvænt alls. Tvennt á sér mesta biðlund hér í heimi, hamingja manns og moldin hljóð og svöl, sem langan vetur vors og sólar bíður. Og meðan angist barns á vísan veg að einni sál mun aldrei þannig fara, að þögn og dauði sjái um sögulok. I síðustu bókum sínum, einkum Fljótinu helga, sótti Tómas mjög yrkisefni til æskustöðva sinna í Grímsnesi, við Sogið. Var sú veröld honum raunverulegust? Ég veit það ekki, en ég veit hitt að sú heimþrá var enn viðnám hans við hverfulleikanum. Tómas varð gamall maður. Hann bjó við vanheilsu síðustu árin, stundum erfiða. Lífið lagðist stundum þungt á hann, en hann átti fjölskyldu, sem lét sér einstak- lega annt um hann, og hann langaði ekki til að deyja, þrátt fyrir allt, og hann missti aldrei traust á þeírri veröld fegurðar og æsku sem hann hafði ungur skapað, af því að hann hafði alltaf tekið hana með varúð. Ég get ekki lokið orðum mínum án þess að minnast á manninn sjálfan bak við kvæðin, eins og ég þekkti hann. Mér er hann auðvitað minnisstæður eins og öll- um, sem kynntust honum eitthvað, fyrir samtalsgáfu hans og makalausa, stíl- hreina fyndni. En hann var aldrei yfir- gangssamur í samtali, eins og mörgum vel máli förnum manni hættir til. Hann var ekki einræðumaður og ekki sagnaþulur. Hann hafði hinsvegar einstakan hæfileika til að gleðja menn með nærveru sinni og tali. Þó er mér hann minnisstæðastur fyrir velvild hans, skilning og umburðarlyndi. Mér fannst hann skilja vináttu dýpri skilningi en flestir aðrir menn. Þegar vinur manns deyr, veit maður með fullri vissu, hvað manni finnst um Við afhjúpun styttunnar af Tómasi í Austurstræti. hann: ég kveð Tómas Guðmundsson á sama hátt og ég hugsaði einatt til hans, meðan hann lifði: guð blessi hann. Tómas Guðmundsson átti afburða glæsilega og vel gerða konu, Berthu Maríu Jensen. Hún lifir mann sinn ásamt tveim- ur ágætum sonum þeirra, Tómasi og Guð- mundi. Ég votta þeim mína dýpstu samúð. Kristján Karlsson Fagra veröld, önnur ljóðabók Tómasar Guðmundssonar, kom út, þegar ég var í menntaskóla. Engin bók hafði mér áður orðið slík opinberun — og hefur ekki orðið síðan. Heimskreppa olli fátækt og atvinnuleysi á íslandi, eins og í öðrum löndum. Skuggi ofstækis og einræðis, jafn- vel hugsanlegrar styrjaldar, grúfði yfir veröldinni. Við, sem þá vorum ung, virt- umst vera að halda út í hræðilegan heim. Var það kannske þess vegna, að við tókum ljóðum Tómasar í Fögru veröld sem fagn- aðarboðskap, lásum þau og sungum og urðum bjartsýn á framtíðina? Við lokuð- um ekki augunum fyrir því, sem okkur fannst rangt og ljótt. En við sáum, að það var til fögur veröld. Tómas Guðmundsson hefur haft meiri og dýpri áhrif á hugarheim heillar kyn- slóðar á íslandi en nokkurt skáld annað á þessari öld. Hann leiddi fegurðina til há- sætis í íslenzkum skáldskap, eins og Jónas Hallgrímsson hafði gert hundrað árum áð- ur. Við hlið Jónasar er hann skáld fegurð- arinnar í íslenzkum bókmenntum. En Fög- ur veröld Tómasar Guðmundssonar er ekki aðeins fágaður heimur göfugs listamanns, þar sem Stjörnur vorsins skína og vekja unað ástar og vináttu, — við Sundin blá er einnig gleði og fögnuður, kímni og kátína. Jafnframt heyrist úr Fljótinu helga niður þeirrar lífsgátu, sem engin vísindi fá ráðið, en mikið skáld getur gert að heillandi spurn. Og eigum við ekki öll að halda Heim til þin ísland? Tómas Guðmundsson er það skáld ís- lenzkrar þjóðar á þessari öld, sem kveðið hefur fegurð veraldar og fegurð mannlífs, ást og gleði ljúfast lof, og unnið frelsi og mannúð, ættjörð og arferni dýrust heit. I kvæðum, sem munu lifa meðan íslenzk tunga er töluð, minnti hann okkur á að gleyma ekki bláu blómi, litlum fugli né helgu fljóti, — á það, sem gerist hvergi nema í hjörtum mannanna. Gylfi Þ. Gíslason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.