Morgunblaðið - 24.11.1983, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983
23
Tómas Guðmundsson hefur bent okkur á
svo margt, sem er fagurt og satt, að í dag
þegar hann er borinn til grafar, sameinast
öll þjóðin í þakklæti til hans. Þegar hann
var ungur voru kvæði hans um ástina og
hina fögru veröld.
Ljóð hans gæddu lífið fögnuði. Hann brá
birtu á umhverfi sitt og opnaði augu okkar
fyrir töfrum fugla, stjarna og blóma.
Hann kunni líka að breyta ýmsum hlutum
hins gráa hversdagsleika í ljóð á þann veg,
að það varð „aftur hlýtt og bjart um bæ-
inn“.
Þegar aldurinn færðist yfir, orti hann
enn um ástina og veröldina, en ekki bara
um fegurð veraldarinnar, heldur líka það,
sem hrópar á alla með hreint hjarta og
krefst þess, að böl sé bætt.
„Og vei þeim, sem ei virðir skáldskap þann,
sem veruleikinn yrkir kringum hann ..."
Það lék aldrei á tveim tungum, hvar í
fylkingu Tómas Guðmundsson stóð, þegar
tekist var á um hin miklu lífsverðmæti:
„En vit, að öll þín arfleifð, von og þrá,
er áskorun frá minning, sögu og Ijóðum,
að ganga af heilum hug til liðs við þá,
sem heiminn vilja byggja frjálsum þjóðum."
Hann trúði á frelsi mannsins til orða og
athafna og lagði fram krafta sína þeirri
hugsjón til eflingar. Ævi hans var eins og
ljóð hans, fögur og einlæg.
Blessuð sé minning hans. Eiginkonu
hans og fjölskyldu er vottuð innileg sam-
Ragnhildur Helgadóttir
Mér er ekki ljóst hvaða slembilukka réði
því, að sá góði kjörviður, sem var í öndveg-
issúlum Ingólfs flaut að landi í Reykjavík.
Mér er næst að trúa því sama og Ingólfur
gerði, að þar hafi einkum guðirnir átt hlut
að máli, þótt ljóst sé að báðir trúðum við
ekki á sömu guðina. Hversu góð sem sú
tilgáta kann að vera, er hin enn öruggari
að forsjónin ein gat því ráðið að Tómas
Guðmundsson, sem fæddur er í fagurri
sveit, innan um óðinshana og önnur skáld,
skyldi einna fyrstur skálda taka ást við
höfuðstaðinn og gefa borgarbúum og
landsmönnum öllum hlutdeild í þeirri ást.
Afstaða listamanna til Reykjavíkur hef-
ur verið misjöfn gegnum tiðina. Löngum
sóttu allir reykvískir listmálarar sínar
fyrirmyndir út fyrir borgina. Þeir máluðu
einkum landslagsmyndir sem gáfu horf-
inni sveitarómantík nýtt líf. Sama má
segja um rithöfundana. Þeirra yrkisefni
voru sótt út á land. Fegurðina, hreinleik-
ann og fagra drauminn var að finna í ís-
lenskri sveitasæiu. Einkenni Reykjavíkur
voru önnur. Þar var harkan, sollurinn, bit-
urleikinn, aurinn og forarpyttirnir. Allt er
þetta sem betur fer að breytast. Snjallir
málarar hafa síðustu ár og áratugi sýnt að
þeir hafa ekki lengur ímugust á borginni
sinni. Og nútimasagan á lögheimili í
Reykjavík og afstaða höfundanna er öll
önnur og vinsamlegri, en forðum var.
Tómas Guðmundsson lagði öðrum skáld-
um til nýja ásýnd Reykjavíkur. Enginn
gerði meir til þess að breyta ímynd borg-
arinnar og opnaði augu heimamanna og
gesta fyrir hinu góða og fagra í bænum.
Hann opnaði ekki bara sýn til ytra um-
hverfis Reykjavíkur og þeirrar stórbrotnu
myndar, sem hvarvetna blasir við frá
henni. Hann horfði vinaraugum inn á við.
Hlý, viðfelldin augu borgarskáldsins
skynjuðu borgina á nýjan hátt. Um þetta
segir Kristján Karlsson á einum stað:
„Síðari kynslóðir þurfa tæplega að fara í
grafgötur um það, hvers vegna Reykjavík
fagnaði Tómasi Guðmundssyni svo ákaft
sem sínu skáldi og bæjarstjórnin braut
blað í sögu sinni að veita honum sérstök
verðlaun með fararstyrk til suðurlanda.
Fullyrða má, að enginn listamaður hefur
átt jafn ríkan þátt f að móta hugmyndir
landsmanna um Reykjavíkurborg sem nú-
tímaborg með stórborgarlífi langt umfram
stærð sína, né vekja skyn þeirra á fegurð
hennar. Þar sem önnur skáld höfðu ein-
kum ort um útsýnina frá Reykjavík yrkir
Tómas um útsýnina inn á við í bænum.
Fyrir daga hans ortu menn um Reykjavík
sem sögustað í fögru umhverfi, en bæinn
sjálfan sem hæpinn fegurðarauka. Enda
þótt flest skáld landsins á síðari tímum
hefðu búið langvistum í Reykjavík, voru
þau grunsamlega fáorð um bæinn og enn
efldi vissulega eftir af gömlum hugmynd-
um um Reykjavík sem einhvers konar út-
lenda sódómu í sakiausu íslensku þjóðlífi.
Það var ekki ýkja langt síðan, að skáldinu
Einari Benediktssyni hafði þótt nauðsyn-
legt að staðhæfa að: „Með Fróni er Víkin
dygg og trygg og sönn.“ Enginn maður
hafði stórbrotnari hugmyndir á sínum
tíma um framtíð Reykjavíkur en Einar
Benediktsson, en samt hét hún ennþá Vík-
in. Það mætti vera ofurlítill mælikvarði á
skilning manna og tungutaki, hugmyndum
og smekk Tómasar Guðmundssonar, að
þeir fyndu hve óhugsandi væri. að hann
talaði nokkurn tíma um Víkina. I stað þess
að yrkja um sögu Reykjavíkur og afsaka
nútíð hennar yrkir Tómas bæði fagnandi
lofsöngva og ástúðlega gagnrýni um borg-
ina eins og hún er. Og hann yrkir ekki
einungis um þá nýju fegurð, sem stræti
hennar, höfn, malbik og garðar hafa að
Við fráfall Tómasar Guðmundssonar, er
horfið af sjónarsviði ástsælasta skáld ís-
lendinga. Ljóðrænir töfrar kvæða hans
unnu hug og hjörtu fólks, allt frá fyrstu
ljóðabók hans „Við sundin blá“. Þegar svo
„Fagra veröld" kom út seldist hún upp í
þremur útgáfum á örskömmum tíma, sem
sannaði á ótvíræðan hátt, að upp var risið
með þjóðinni skáld, sem fólkið vildi lesa og
eiga bækur eftir. Upp frá því hefur skáld-
skapur Tómasar búið með þjóðinni og mun
lifa á vörum hennar um ókomin ár.
Tómas Guðmundsson var einn helsti
forgöngumaður að stofnun Almenna bóka-
félagsins. Á stofnfundi félagsins 1944 var
hann kosinn í bókmenntaráð þess, og 1960
varð hann formaður ráðsins og gegndi því
erfiða og vandasama hlutverki þar til um
haustið 1982, að hann óskaði að vera leyst-
ur frá störfum sakir vanheilsu.
Þeim sem stunda bókaútgáfu af menn-
ingarlegum metnaði er ljóst að mesti
vandinn við bókaútgáfu felst í því að velja
þau verk, sem út eru gefin hverju sinni. í
Almenna bókafélaginu er það umfram allt
formaður bókmenntaráðsins, sem ber
þungann af þessu vandasama verkefni. Og
ari miklu varúð var einfaldlega sú, að
hann vildi ekki skilja neitt við sig í rituðu
máli, sem hann sjálfur var ekki viss um að
væri eins vel skrifað og hann hefði kosið,
bæði að efni og stíl. Hinsvegar var hann
ófeiminn við að láta munnlega skoðun sína
skýrt og skorinort í ljós á bókmennta-
ráðsfundum, við mig persónulega eða aðra
starfsmenn Almenna bókafélagsins, eða
við höfunda um álit hans á þeim handrit-
um eða bókum sem hugsanlega komu til
greina sem útgáfubækur. Þá fólst ekki lítil
vinna í að lesa yfir og leiðrétta þýðingar,
sem unnar voru á vegum Almenna bókafé-
lagsins. Og gjarnan annaðist hann lestur
prófarka af útgáfubókum félagsins. Auk
alls þessa stundaði hann ritstörf sín og las
kynstrin öll af bókum, sem á engan hátt
tengdust útgáfustarfi Almenna bókafé-
lagsins.
Tómas var manna fyndnastur og ákaf-
lega skemmtilegur er hann sagði frá. En á
bak við glettni hans í frásögn og tilsvörum
bjó ákaflega alvörugefið skáld, sem bar
mikla umhyggju fyrir samborgurum sín-
um og þjóð sinni allri. Framtíð íslands var
honum einkar hugleikið viðfangsefni.
Tómas Guðmundsson flytur ræðu á mótmælafundi vegna innrásar Rússa í Ungverjaland 1956.
geyma, heldur einnig um athafnalíf henn-
ar, örlög og hætti bæjarbúa. Segja má, að
tími hafi verið til kominn, og að Tómas
hafi komið á réttum tíma. Reykjavík var
u.þ.b. orðin borg og þurfti að mynda sér
hugmyndir um sjálfa sig. Eins og hjá ungl-
ingi á gelgjuskeiði voru hugmyndir hennar
um útlit sitt dálítið óvissar. Hvað var þá
meira virði en uppgötva hreina nýja feg-
urð í því, sem helst þótti ábótavant í nýrri
stórborg."
Þetta verður ekki betur sagt en Kristján
gerir. Aðeins er hinu við að bæta, að nýjar
kynslóðir, sem ekki þekktu það áhugaleysi,
jafnvel kala sem stundum bar á í viðmóti
manna við höfuðstaðinn unga, eiga enn í
dag létt með að taka undir með löngu
ortum ljóðum Reykjavíkurskáldsins. Það
má auðvitað ekki misskilja það, að þótt
mér sé tamt að minnast Tómasar Guð-
mundssonar sem borgarskálds eða Reykja-
víkurskálds er mér ljóst, að við sem hér
búum, erum aðeins hluti aðdáenda hans og
vina. Þjóðskáldsnafnbót er sennilega æðsti
stórkross sem íslenska þjóðin getur hengt
á nokkurn mann og hún er ekki eins útbær
á hana og önnur tignarmerki. Það voru
ekki margir menn á þessari öld, sem sú
nafnbót fór betur en Tómasi Guðmunds-
syni.
Reykjavíkurborg vottar ekkju og sonum
skáldsins samúð og virðingu.
Davíð Oddsson
því forystustarfi gegndi Tómas fyrir Al-
menna bókafélagið í 22 ár af stakri ár-
vekni og þeirri miklu vandvirkni, sem
framar öðru einkenndi vinnubrögð hans.
í þau 16 ár, sem ég var framkvæmda-
stjóri Almenna bókafélagsins, árin
1960—76, var Tómas Guðmundsson sá af
forystumönnum félagsins, sem ég átti nán-
asta samvinnu við. Mér hlotnaðist því sú
gæfa að kynnast einkar vel hvílíkur öðl-
ingsmaður Tómas var. Kurteisi hans og
hlýleg framkoma komu manni ætíð í gott
skap, og viðræður við hann voru ætíð með
eindæmum skemmtilegar, og í hvert sinn
sem Tómas kvaddi tók ég að hlakka til
næstu endurfunda. En einnig kynntist ég
þvi hversu atorkusamur og afkastamikill
Tómas var í störfum sínum. Ég undraðist
oft hver firn af handritum og erlendum
bókum hann komst yfir að lesa og þó hitt
meir, hvernig honum vannst tími til að
rita niður oft á tíðum ítarlegar athuga-
semdir um þau verk, sem honum þóttu
áhugaverð til útgáfu. En þessar athuga-
semdir afhenti hann mér sjaldnast, né öðr-
um svo að ég viti. Hann las þær oft upp
fyrir mig eða aðra starfsmenn útgáfunnar,
en aldrei lét hann mér þær í té nema til
stutts yfirlestrar og beið þá gjarnan með-
an ég las þær yfir. Yfirleitt voru þessar
athugasemdir jákvæðar, a.m.k. það sem ég
sá eða heyrði, en allt að einu vildi hann
ekki skilja þær við sig. Ástæðan fyrir þess-
Hann hafði mikla trú á æsku þessa lands.
Hún myndi búa íslandi framtíðarinnar þá
menningarlegu reisn sem landi og þjóð
dygðu í viðsjálum heimi.
Fyrir ekki alls löngu ræddum við Tómas
þetta efni og sagðist hann þá eiga sér þá
ósk að Almenna bókafélaginu auðnaðist að
gefa út, fyrr en seinna, flokk bóka eftir
íslenska vísinda- og menntamenn sem
hvettu íslendinga til að nýta þann auð,
sem í landi og þjóð býr, til farsældar kom-
andi kynslóðum þessa lands. Megi sú ósk
Tómasar verða sem fyrst að veruleika.
Og nú við fráfall Tómasar Guðmunds-
sonar, skálds, er okkur í Almenna bókafé-
laginu, stjórn þess, bókmenntaráði og
starfsfólki öllu, efst í huga einlægt þakk-
læti fyrir að hafa átt kost á forystu Tóm-
asar í öll þess ár, einstaklega góðu sam-
starfi við hann, en framar öllu öðru að
hafa átt hann að vini og samherja í hart-
nær þrjá áratugi. Fáum hefur sú gæfa
fallið í skaut.
í nóvember 1982 kaus Almenna bókafé-
lagið Tómas Guðmundsson fyrsta heiðurs-
félaga sinn. í minningu okkar verður hann
ávallt sá hugþekki heiðursmaður sem við
unnum með í öll þessi ár og áttum að trún-
aðarvini.
Við vottum eftirlifandi konu hans, son-
um og ástvinum öllum, dýpstu samúð.
Baldvin Tryggvason,
formaður Almenna bókafélagsins.