Morgunblaðið - 24.11.1983, Page 30

Morgunblaðið - 24.11.1983, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 Borg í Grímsnesi: Tónleikar Kristinns Sigmundsson- ar og Jónasar Ingimundarsonar ÞEIR Kristinn Sigmundsson, söngvari, og Jónas Ingimundarson, píanóleikari, halda í dag tónleika að Borg í Grímsnesi. Á efnisskránni eru lög og aríur eftir Árna Thorsteinsson, Karl Ó. Runólfsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Bizet, Ives, Schubert, Verdi og Wagner. Þeir Kristinn og Jónas hafa áður haldið tónleika saman á liðnu hausti, bæði í Reykjavík og úti á landi. Tónleikar þeirra í kvöld hefjast kl. 20.30. Alltaf á föstudögum <r> $ > T 5 Föstudagsbluðiö er gott forskot á helgina Fyrsta handarágræöslan á íslandi — sagt frá aögerö Rögnvaldar Þorleifs- sonar, sem gerö var í Borgarspitalanum fyrir rúmum tveim árum, í máli og mynd- um. „Erum á móti feimnis- málum í blaöamennsku“ — segja ritstjórar Helgarpóstslns. Nýjar neglur — Rachel Rose heimsótt, en hún býr til neglur eftir máli! Mótmæli sjómanna vegna loðnusýnatöku: Verða að taka málið upp í Verðlagsráði — okkar fyrirmæli koma þaðan, segir Björn Dagbjarts- son forstjóri Rannsóknastofnunar fikiðnaðarins „Framleiðslueftirlit sjávarafurða tekur sýnishornin samkvæmt fyrir- mslum verðlagsráðs, en sam- kvæmt þeim skal taka sýnishornin í löndunartæki verksmiðju. Okkur hjá eftirlitsstofnunum er nákvæm- lega sama hvar við tökum sýnin, en ef menn eru ekki ánægðir með það verða þeir að taka málið upp í verð- lagsráði á ný“, sagði Björn Dag- bjartsson forstjóri Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins í viðtali við Mbl. í tilefni af mótmælura sjó- manna við töku loðnusýna til fitu- mælinga. Sjómenn hafa krafist þess að sýnin verði tekin um borð í skipunum, en ekki úr löndunar- tækjum. Björn sagði að sú aðferð hefði verið viðhöfð síðast þegar veidd var loðna, að taka sýnin um borð. Sýnatakan hefði þá verið komin út í hálfgerða vitleysu og enginn hefði vitað í raun hvar þau voru tekin og því hefðu mælingar ver- ið algjörlega ósambærilegar. Umrædd breyting hefði orðið vegna skriflegrar kröfu sjó- manna og útvegsmanna í verð- lagsráði þess efnis að sýnishorn- þetta, þá verða þeir að taka mál- in skyldi taka í löndunartæki ið upp í verðlagsráði, því okkar verksmiðju, eins og nú væri gert. fyrirmæli koma þaðan,“ sagði „Ef menn eru ekki ánægðir með hann að lokum. Jazztónleikar í Norræna húsinu JAZZTÓNLEIKAR verða f Norræna húsinu í kvöld og hefjast kl. 20.30. 10 manna hljómsveit og kvartett Stefáns S. Stefánssonar frumflytja tónsmíðar og útscndingar eftir Stefán, en hann útskrifaðist sl. haust frá Berklee College of Music í Boston, Mass. USA, eftir 4ra ára nám í tónsmíðum, útsetningum og hljóðfæraleik. Flytjendur á tónleikunum auk Stefáns verða: Ásgeir Steingrímsson trompet, Sveinn Birgisson trompet, Sigurður Þorbergsson básúna, Vilhjálmur Guðjónsson altsaxófónn, Þorleifur Gíslason tenórsaxófónn, Reynir Sigurðsson víbrafónn, Björn Thoroddsen gítar, Ámi Scheving, bassi, Skúli Sverrisson bassi og Steingrímur Óli Sigurðsson trommur. Akureyri: Stefnir í að Slippstöð- in smíði togara fyrir ÚA Akureyri, 23. nóvember 1983. lags Akureyringa hf. átt með sér sex AÐ UNDANFÖRNU hafa stjórnir viðræðufundi varðandi smíði á nýj- Slippstöðvarinnar hf. og Útgerðarfé- um togara fyrir útgerðarfélagið. Itölsk söngkona leysir Ólöfu af TIL LANDSINS er komin Jean Benn- ett, óperusöngkona frá Ítalíu, mun hún syngja hlutverk Violettu í þremur sýn- ingum íslensku óperunnar á La travi-, ata og kemur í stað Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur sem nú heldur til Þýska- lands sem fulltrúi íslands á íslenskum menningardögum i Berlín og Köln. f frétt frá lslensku óperunni segir: „Jean Bennett er amerísk að þjóð- erni, en býr og starfar einkum á ít- alíu. Hún lærði söng hjá Linu Pagli- ughi, og lauk síðan prófum frá Tón- listarháskólanum í Pesaro. Hún hef- ur unnið til margra verðlauna, og árið 1980 var henni veittur styrkur úr sjóðum Rossini-stofnunarinnar. Hún vann til úrslita í alþjóðlegri keppni Achilles Peri og í keppni Lucianos Pavarotti árið 1981. Jean Bennett hefur sungið í óper- um og haldið tónleika víða um lönd, um Ítalíu þvera og endilanga og einnig í Belgíu, Frakklandi og Bandaríkjunum. í febrúar á þessu ári söng hún sem gestur í San Jean Bcnnett Carlos-leikhúsinu í Portúgal. Hún hefur sérhæft sig í ítölskum „bel canto“-söng. Næsta verkefni hennar verður eitt helsta hlutverk í „bel canto“, titilhlutverkið í óperu Doniz- ettis Lucia di Lammermoor. Það mun hún syngja í Verona á Ítalíu hinn 10. desember næstkomandi." Fundir þessir hófust eftir að tilboð þau, sem bárust í nýsmíði fyrir félag- ið, höfðu verið samræmd og stjórn ÚA hafði kynnt sér smíðalýsingar Slippstöðvarinnar. Áð sögn heimildamanna Morg- unblaðsins hafa fundir þessara aðila gengið vel og virðist ýmislegt benda til þess að af samningum geti orðið. Það mun þó vera háð skilningi stjórnvalda og bæjarfé- lagsins á vanda útgerðarfélagsins. Ljóst er að miklir hagsmunir eru í húfi fyrir bæjarfélagið að þessi tvö fyrirtæki nái samningum og jafnvel er um það rætt að Akur- eyrarbær ætti að brúa að ein- hverju leyti það bil, sem virðist vera á lægsta tilboði erlendis frá og því sem Slippstöðin treystir sér að bjóða. Stjórnir félaganna hafa unnið mikið starf að undanförnu í sam- bandi við þetta mál og skv. heim- ildum Mbl. má vænta þess, að eftir fund þeirra rfiorgun liggi nánar fyrir hver verði úrslit málsins. — G. Berg. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! JEtrgnitiMítíiib Er tölvuvæðingin orðin aðkallandi? Rafrás réttir þér hjálparhönd RAFRÁS aðstoðar við val á þeim búnaði sem best hentar íhverju tilfelli. RAFRÁS sér um uppsetningu og gerir tillögur um besta nýtingu búnaðarins. RAFRÁS annast reglulegt eftirlit með öllum búnaði frá fyrirtækinu. Líttu við hjá okkur að LA UGA VEGI 168 eða hringdu ísíma 27333 og kynntu þér hvaða aðstoð við getum veitt við tölvuvæðinguna. ^ÞU-CféiuF reitt þig a

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.