Morgunblaðið - 24.11.1983, Page 31

Morgunblaðið - 24.11.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 31 Úttekt á stöðu láglaunafólks — fjórða vaxtalækkunin í desember: Verðbólgan þegar lækkað um rúm 100 prósentustig — segir forsætisráðherra, og kynnir jákvæðar niður- stöður skoðanakönnunar um launastefnu stjórnvalda Ríkisstjórnin lætur nú vinna út- tekt á stöðu láglaunafólks í landinu. Annarsvegar er þessi úttekt byggö á skattaframtölum, en hinsvegar hefur Kjararannsóknarnefnd verið falið að vinna eins konar vettvangskönnun á þessu sviði. Þessi úttekt getur komið að gagni, bæði í fyrirsjáanlegum við- ræðum aðila vinnumarkaðarins — og hugsanlega aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að rétta hlut þeirra verst settu í þjóðfélaginu. Þetta kom m.a. fram í raáli Steingríms Her- mannssonar, forsætisráðherra, er hann mælti fyrir launafrumvarpi rík- isstjómarinnar (bráðabirgðalögum) í síðari (efri) þingdeild. Yfirgnæfandi meirihluti samþykkur launastefnunni Forsætisráðherra sagði Hag- vang hf., að eigin frumkvæði, hafa kannað viðhorf fólks til tíma- bundinnar kjaraskerðingar, ef hún geti haft áhrif til lækkunar á verðbólgu. Spurt hafi verið: „Ef kjaraskerðing getur haft áhrif til lækkunar á verðbólgu ert þú sjálf(ur) tilbúin(n) eða ekki til- búin(n) að launahækkanir verði ekki umfram það sem ríkisstjórnin hefur boðað á næstu 12 mánuðum?“ Staðreyndakennsla víki ekki fyrir viðhorfakennslu — sagði menntamálaráðherra á Alþingi Ólafur Þ. Þórðarson (F) spurði menntamálaráðherra á Alþingi sl. þriðjudag: „Hefur ráðherrann lagt blessun sína yfir þá ákvörðun skólarannsóknadeildar að hætt verði að mestu leyti að kenna ís- landssögu í skólum landsins?" Kveikjuna að þessari fyrirspurn sagði hann vera í grein Mbl., „íslandssagan umrituð", og viðtal við Erlu Kristjánsdóttur, náms- stjóra í samfélagsfræði, sem bar yfirskriftina „Gömlu námsbæk- urnar eru hlutdræg túlkun á ís- landssögunni". Sagan breytist ekki, sagði Ólaf- ur, þó tækni og vísindum fleygi fram; spurningin er aðeins, hvort við teljum að hún sé þess virði að hún sé kynnt uppvaxandi þegnum landsins. Sú saga, sem kennd hef- ur verið, hefur tíundað samfellda þjóðarsögu, og lagt áherzlu á sam- stöðu þjóðarinnar og mikilvægi einstaklingsins í þróun samfélags- ins. Undirstaða sjálfsvitundar okkar sem þjóðar Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra, þakkaði þann áhuga, sem spurningin bæri vott um, og svar sitt væri: „Nei, öld- ungis ekki. Ég tel sögukennslu, byggða á samfelldri rás atburða fslandssögunnar, mikilsverða undirstöðu sjálfsvitundar okkar sem þjóðar.“ Ráðherra vitnaði í námsskrá, þar sem fjallað væri um svo- nefnda samþættingu I sögu og landafræði og greinargerð deild- arstjóra skólarannsókna, þar sem segði m.a.: „Námsefni það sem kennt var hefur verið að mestu óbreytt hvað inntak varðar í marga áratugi og í nokkrum til- vikum hefur sama námsefnið ver- ið notað lítið breytt frá því á fyrstu áratugum þessarar aldar." Ög síðar: „Rétt er að benda á að aðeins lítill hluti þess námsefnis, sem áætlað var í íslandssögu, er komið út, og ekki var ákveðið nema í grófum dráttum um gerð þes efnis, sem eftir er að semja og gefa út. Allar áætlanir um nýtt námsefni eru stöðugt til skoðunar og lögð mikil áherzla á að fá fram athugasemdir kennara eða ann- arra, sem áhuga kunna að hafa á viðkomandi námsgrein." Ráðherra vitnaði enn til grein- argerðar deildarstjórans: „Það er fjarri öllum sanni að dregið hafi verð vísvitandi úr kennslu ís- landssögu fyrir tilverknað skóla- rannsóknadeildar ..." Orðrétt sagði menntamálaráð- herra: „Ég vil láta þess getið að ég tel þekkingarmiðin eiga að sitja í fyrirrúmi. Ég tel það markmið kennslunnar að efla sjálfstæða hugsun nemenda, byggða á miðlun staðgóðrar þekkingar, byggða á staðreyndum. Ég tel að varast eigi að láta staðreyndakennslu víkja fyrir viðhorfakennslu. Þetta tel ég meginatriði og er sammála fyrir- spyrjanda, að staðreyndir, svo vel sögulegar staðreyndir sem aðrar staðreyndir, haldi áfram að vera staðreyndir, þó þjóðfélagið breyt- ist.“ „Atburöir og einstaklingar eigi áfram sinn sess Helgi Seljan (Abl.) sagði sögu- kennslubækur sannarlega mega breytast. Sögukennsluna sömu- leiðis; páfagauksþulur séu ekki lofsverðar. Þessu mátti breyta. „Eflaust hefur um sumt verið far- ið offari í þessum efnum ... en ég vil vara við fordæmingu, þó að það þurfi vel að gaumgæfa þetta og glata ekki þræðinum við almenna sögu þjóðarinnar ... Líf fólksins og kjör í aldanna rás þurfa að vera aðalatriðið ... “ . Svavar Gestsson (Abl.) kvaðst sammála Helga Seljan um „hinar þurru staðreyndaupptalningar, sem voru notaðar hér um árabil“, Ragnhildur Helgadóttir þær hafi mjög gengið sér til húð- ar“. Meginmarkmiðið sé að stuðla að virðingu nemenda fyrir menn- ingararfinum, og hlutleysismark- miðin megi ekki vera svo ríkjandi „að þetta sé óheimilt". „Ég er þeirra skoðunar," sagði Svavar, „að það hafi tekizt á um- liðnum árum að ná furðu langt í því að draga í rauninni úr áhuga fólks á þessum meginforsendum okkar þjóðfélags ..." „Ekki nógu vel að sér um einföldustu staðreyndir“ Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra, sagði fara vel á því að þessi mál væru rædd á Alþingi. Þau varði ekki einvörðungu kenn- ara og nemendur, heldur hvern einasta mann í landinu. Námsskráin, ramminn um námsefnið, er til endurskoðunar og ákvörðunar á nokkurra ára fresti, og drög að aðalnámsskrá grunnskóla eru nú til meðferðar í menntamálaráðuneytinu. Ég ætla að dreifa þessum drögum meðal þingmanna — og ég væri þakklát ef þingmenn vildu gaumgæfa þau og koma ábendingum á framfæri. Það er tímabært að umræða um þekkingarmiðlun í skólum eigi sér stað hjá þingi og þjóð. Nágranna- þjóðir hafa af því þungar áhyggj- ur að skólanemendur eru ekki nógu vel að sér um einföldustu staðreyndir, sögulegar og landa- fræðilegar, er varða þjóð þeirra og land, eða næstu nágranna. Það er þessi hætta sem fylgir of mikilli áherzlu á svonfnda — „tema- kennsluaðferð". Steingrímur Kostur var gefinn á fjórum svörum: 1) Já, 2) Nei, 3) Ef allir gerðu það, 4) Veit ekki. Yfirgnæfandi meirihluti eða 65,4% svaraði spurningunni ját- andi, aðeins 16% neitandi, 11,4% svöruðu „ef allir gerðu það“ og óákveðnir („veit ekki“) voru 7,2%. Á höfuðborgarsvæðinu svöruðu 60,6% játandi, í þéttbýli úti á landi 71,3% játandi og í strjálbýli 74,4% játandi. Árangur þegar skilað sér Forsætisráðherra sagði frum- varpið hafa tekið breytingu í neðri deild. Að tilhlutan ríkisstjórnar- innar hafi verið fellt úr því bann við frekari grunnlaunahækkun, en hinsvegar staðið fast á vísitölu- skerðingu, eða afnámi vísitölu- kerfis, sem allir hafi í raun verið sammála um, að væri bæði úrelt og skaðlegt. Það var talið óhætt að fella út grunnlaunaákvæðið, þar eð það hefði þegar þjónað tilgangi sínum. Sýnt er, að verðbólgan næst niður fyrir 30% áður en árið er á enda, þ.e. niðurskurður verðbólgu um meira en 100 prósentustig. Bygg- ingarvísitala hefur raunar lækkað enn meira. Vextir hafa verið lækk- aðir þrisvar og fjórða vaxtalækk- unin verður framkvæmd, að óbreyttu, um miðjan næsta mán- uð. Þrátt fyrir þennan árangur, sem forðað hefur stöðvun undirstöðu- atvinnuvega og komið í veg fyrir fjöldaatvinnuleysi, sem hvort tveggja blasti við í vor, eru horfur í efnahagsmálum verri en oftast áður. Þetta byggist fyrst og fremst á nýjum niðurstöðum fiski- fræðinga og tillögum um 200 þús- und tonna þorskafla 1984, sem er meira en helmingi minna afla- magn en fyrir aðeins tveimur ár- um. Það er því þörf áframhald- andi aðhalds, samráðs og sam- stöðu. Fyrirspurnir og ný þingmál: Grisjun laga — fíkniefnavandinn NauÖsynlegt að grisja lagaskóginn Árni Gunnarsson (A) Birgir ísl. Gunnarsson (S) Stefán Bene- diktsson (BJ), Davíð AAalsteins- son (F) og Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.) hafa lagt fram svohljóð- andi tillögp til þingsályktunar: „Alþingi ályktar, að skora á ríkisstjórnina > að skipa fimm manna nefnd er undirbúi hreins- un úreltra ákvæða úr núgildandi lögum, geri tillögur um laga- bálka sem engum tilgangi þjóna lengur og fella má úr gildi og um greinar gildandi laga sem eðli- legt er og nauðsynlegt að sam- ræma. í nefndinni eigi sæti einn fulltrúi frá Dómarafélagi ís- lands, einn frá lagadeild Há- skóla íslands og einn frá Lög- mannait.I_gi íslands. Þá kjósi Alþingi tvo þingreynda menn til setu í nefndinni." Kannsókn á ilmenit (Titansteind) Stefán Guðmundsson og Páll Pétursson, þingmenn Framsókn- arflokks hafa endurflutt svo- hljóðandi tillögu: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta fara fram frekari rannsóknir á þeim ilm- enitsvæðum, sem þekkt eru í Húnavatnssýslum, og leita nýrra svæða þar sem titanríkt basískt berg kynni að vera í verulegum mæli. Skal rannsóknin beinast að magni titans og annarra verð- mætra efna í berginu og vinnslu- hæfni þeirra. Niðurstöðum rannsóknarinnar skal fylgja frumáætlun um arð- semi, vinnslu, mannaflaþörf, fjárfestingarkostnað, markaðs- horfur svo og önnur atriði sem- rannsóknaraðilar telja máli skipta." Fyrirspurnir til ráöherra ★ Björn Dagbjartsson (S) hefur lagt fram svohljóðandi spurn- ingu til landbúnaðarráðherra: „Hvað líður framkvæmd þings- ályktunar frá 27. apríl 1982 um eflingu kalrannsókna"? ★ Kjartan Jóhannsson (A) spyr viðskiptaráðherra: „Hvað er fyrirhugað um löggjöf og reglu- gerðarsetningu varðandi útgáfu svonefndra kreditkorta?" ★ Gunnar G. Kchram (S) spyr menntamálaráðherra: 1) Hyggst ráðherra gera ráðstafanir til þess að auka fræðslu í skólum um skaðsemi fíkniefna vegna mjög vaxandi neyzlu þeirra með- al unglinga? 2) Er ætlunin að hefjast handa á næstunni um gerð hljóðvarps- og sjónvarps- efnis þar sem fjallað er um það vandamál sem fíkniefnaneyzla er orðin í íslenzku þjóðfélagi? ★ Þórður Skúlason (Abl.) hefur lagt fram spurningar til félags- málaráðherra um endurskoðun tekju- og verkefnaskiptingar ríkis og sveitarfélaga; hvenær athugun ljúki á þessu verkefni, hverjir vinni að athuguninni, og hver verði meginatriði fyrirhug- aðrar tekju- og verkefnatil- færzlu. ★ Hjörleifur Guttormsson (Abl.) spyr menntamálaráðherra, hvaða horfur séu á að Náms- gagnastofnun geti fullnægt þörf- um skóla fyrir námsgögn á næstunni og sinnt lögboðnu hlutverki með tilliti til fjárlaga- frumvarps 1984? Lífeyrissjóöur bænda Fram hefur verið lagt stjórn- arfrumvarp um lífeyrissjóð bænda. Meginatriði frumvarps- ins fjalla um sjálfstæðan líf- eynsrétt maka bænda. breyttar reglur um makalífeyri, stiga- útreikning til að ákvarða lifeyrisréttindi sjóðfélaga, sjóðs- aðild launþega í landbúnaði o.fl. Nýting bújaröa í þágu aldraöra Helgi Seljan o.fl. þingmenn Al- þýðubandalags flytja þings- ályktunártillögu til áskorunar á ríkisstjórn „að láta fram fara könnun á þeim möguleika að nýta bújarðir (ríkisjarðir sér- staklega) í nánd þéttbýlis með góða heilsugæzluaðstöðu sem dvalarheimili fyrir aldraða." Framhald samninga- viðræðna í Genf Stefán Benediktsson (Bj) og aðrir þingmenn, úr fimm þing- flokkum, ílytja tillögu til þings- ályktunar um stöðvun uppsetn- ingar kjarnaflugvopna og fram- hald samningaviðræðna í Genf. Tillagan felur ríkisstjórninni, ef samþykkt verður. að beita sér fyrir. á vettvangi Evrópuríkja, að viðræðum um takmörkun kjarnavopna í Genf verði fram haldið og frekari uppsetning kjarnaflugvopna stöðvuð í næstu 6 mánuði, sem nýttir verði til áframhaldandi viðræðna um fækkun slíkra vopna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.