Morgunblaðið - 24.11.1983, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983
39
Aths. ritstj.:
1. Torfi Stefánsson segir: „Höf-
undur Reykjavíkurbréfs reynir að
réttlæta þá ákvörðun blaðsins að
birta ekki ályktunina í heild sinni
... Varla getur það talizt sér með-
ferð að fá fréttatilkynningar frá
sæmilega ábyrgum aðilum birtar í
Morgunblaðinu. Ályktun Prestafé-
lags Vestfjarða var send blaðinu í
þeirri góðu trú, að um hana giltu
sömu reglur og um annað aðsent
fréttaefni. Að því leyti óska prest-
ar á Vestfjörðum einungis eftir að
njóta sömu þjónustu og aðrir."
Hin almenna regla er sú, að
ályktanir félagssamtaka, sem
Morgunblaðinu eru sendar, eru
ekki birtar í heild, heldur það
fréttnæmasta úr þeim. Þótt ýmis
dæmi sé hægt að finna í Morgun-
blaðinu um það, að ályktanir hafi
verið birtar í heild, er það magn
ályktana félagasamtaka, sem
blaðinu berst til birtingar, svo
mikið, að útilokað er að gera því
öllu skil með þeim hætti.
Um ályktun Prestafélags Vest-
fjarða hafa því gilt „sömu reglur
og um annað aðsent fréttaefni".
Prestar á Vestfjörðum hafa fengið
sömu þjónustu og aðrir. En þar
sem séra Torfi Stefánsson leggur
svo mikla áherzlu á, að ályktun
Prestafélagsins birtist í heild, vill
Morgunblaðið verða við þeirri ósk
og birtist hún hér með.
2. Torfi Stefánsson teiur, að prest-
arnir á Vestfjörðum hafi ekki
blandað sér í deilur um aðild Is-
lands að NATO og dvöl varnarliðs-
ins hér með því að mótmæla rat-
sjárstöðvum á Vestfjörðum. „Við
mótmælum aðeins auknum hern-
aðarumsvifum," segir hann.
Ratsjárstöðvar gegna marg-
þættu hlutverki. í fyrsta lagi eru
þær lykilþáttur í vörnum landsins
og eru því ekki til marks um „auk-
in hernaðarumsvif", heldur býr
þjóðin við meira öryggi vegna til-
komu þeirra. í annan stað mundu
slíkar ratsjárstöðvar koma að um-
talsverðum notum við flugsam-
göngur í kringum landið og við
gæzlu landhelginnar, eins og fram
hefur komið.
3. Athyglisvert er, að greinarhöf-
undur telur ályktun Prestafélags
Vestfjarða byggða á áskorun
Heimsþings kirkjunnar í Uppsöl-
um frá síðastliðnu vori og hann
segir: „Okkur eru gefnar frjálsar
hendur til þess að mótmæla hvers
kyns útgjöldum til hernaðar." Er
nú svo komið, að fyrirmæli komi
að utan í viðkvæmum deilumál-
um? Friðarmálin geta valdið sárs-
auka. En friður verður ekki
tryggður með uppgjöf eða einhliða
afvopnun. Vítin frá fjórða ára-
tugnum eru til að varast þau. Ein-
ræðisstefnur eru alltaf samar við
sig. En við þurfum að vinna að
gagnkvæmri afvopnun ekki sízt
eyðileggingu kjarnorkuvopna.
4. Greinarhöfundur segir: „Öll
umræða um veru „varnarliðsins"
og þátttöku í NATO er svo tengd
flokkspólitískum deilumálum, að
við töldum það ekki viðeigandi að
svo komnu máli að blanda okkur
inn í þá umræðu, einmitt vegna
sóknarbarna okkar ..."
Með þessum orðum fellst Torfi
Stefánsson á meginröksemdir hins
umrædda Reykjavíkurbréfs.
5. Torfi Stefánsson kvartar undan
því, að höfundur Reykjavíkur-
bréfsins sé ónafngreindur.
Reykjavíkurbréf er ritstjórnar-
grein, sem birt er á ábyrgð rit-
stjóra blaðsins. Þeir eru tveir.
Torfi Stefánsson á því ekki að vera
í vandræðum með að nafngreina
þá, sem ábyrgð bera á skrifum í
Reykj avíkurbréf i.
6. Greinarhöfundur segir: „Kirkj-
an getur ekki komizt hjá afskipt-
um af stjórnmálum þrátt fyrir all-
an þann sársauka, sem því fylgir.
Það er óhjákvæmilegt, ef hún á að
vera samkvæm boðskap síns
drottins." Ef þetta væri stefna
hinnar íslenzku þjóðkirkju mundi
hún sjálf á skömmum tíma firra
sig nafnbótinni þjóðkirkja. Guð
hjálpi þjóðkirkjunni okkar, ef hún
ætlar að fara að hafa afskipti sem
slík af viðkvæmum pólitískum
deilumálum.
7. Torfi Stefánsson segir: „Því er
gerð sú krafa til sérhvers kristins
manns, sem tekur trú sín alvar-
lega að efla uppeldi til friðar.
Uppeldi til friðar verður ekki eflt
með því að taka afstöðu með öðru
stórveldinu í áróðursstríði þess
gegn hinu.“
Með þessum orðum leggur
greinarhöfundur stórveldin að
jöfnu. Hver sá, sem fylgzt hefur
með framvindu alþjóðastjórnmála
á undanförnum áratugum, hlýtur
að gera sér ljóst, að um allan heim
hefur staðið yfir hugmyndabar-
átta milli einræðisafla sem einskis
svífast og þeirra þjóða, sem vilja
berjast fyrir frelsi einstaklingsins
og lýðræðislegu þjóðskipulagi.
Annað stórveldið, Bandaríkin,
hefur verið höfuðvígi þessarar
frelsisbaráttu og án framlags
Bandaríkjamanna til hennar er
alls óvíst um það, hvort við íslend-
ingar og aðrar þjóðir á vesturhveli
jarðar byggjum við frelsi. Það
kemur því óneitanlega töluvert á
óvart, þegar einn af prestum þjóð-
kirkjunnar leggur að jöfnu ein-
ræðisríkið í austri og lýðræðisrík-
ið í vestri. Luther kunni þó að
greina milli kjarna, máls og auka-
atriða. Og það er hvergi boðað í
biflíunni, að menn skuli selja
frelsi sitt í hendur ofbeldis-
mönnum fyrir einhvern ímyndað-
an frið. Sálarheill getur kostað
átök — og sársauka.
Að lokum: Hungursneyð í heim-
inum er sorgleg staðreynd. En því
verður ekki eytt með því að láta
undan einræðisöflum, sem hafa
fátækt í för með sér og geta ekki
einu sinni séð eigin þegnum far-
borða, svo mannsæmandi sé. En
því miður er hungrið e.t.v. sorgleg-
ur vitnisburður um það, hve S.Þ.
hefur orðið lítið ágengt í viðleitni
sinni og baráttu við gamla vágesti.
íslendingar bjuggu áður við hung-
ur án þess það væri vígbúnaðar-
kapphlaupi að kenna. Og ekki einu
sinni offjölgun, eins og nú mætti
segja.
Bók um
poppið
l'JT ER komin hjá bókaútgáfu /Esk-
unnar „Poppbókin", en höfundur
hennar er Jens Kr. Guðmundsson. f
bókinni eru viðtöl við þekkt tónlist-
arfólk íslenzkt, gagnrýnanda og
hljómplötuútgefanda, þau Bubba
Morthens, Ragnhildi Gísladóttur,
Kgil Ólafsson, Sigga pönkara, Magn-
ús Eiríksson, Árna Daníel og As-
mund Jónsson.
Poppbókin rekur sögu poppsins
frá því að Hljómar hófu feril sinn.
Fjallað er um söngtextagerð og
stefnur poppmúsíkurinnar eru
skilgreindar. Taldar eru upp
helstu hljómplötur þessa tímabils
og 25 poppsérfræðingar velja
bestu íslensku poppplöturnar. Tal-^
in eru upp hijóðritunarver hér á®'
landi og hljómplötuútgefendur og
sagt frá stéttarfélögum tónlist-
armanna.
Jens Kr. Guðmundsson, höfund-
ur Poppbókarinnar, hefur árum
saman skrifað um popptónlist í
blöð og tímarit.
í bókinni er mikill fioj
Bókin er 192 bls. Prent
hf.
fiokli mvnd^A
réntuð ílF
„Horfst í augu
við dauðann“
— frásagnir 12 íslendinga
KOMIN er út bók, er nefnist
„Horfst í augu við dauðann" og
geymir frásagnir og viðtöl við 12 ís-
lendinga, sem staðið hafa andspænis
dauðanum á einn eða annan hátt.
Magnús ólason og Elín Óladótt-
ir segja frá sjóslysi á Breiðafirði
þar sem þau komust naumlega af,
en faðir þeirra fórst. Móðir þeirra,
Guðbjörg Haraldsdóttir, lýsir til-
finningum sínum er þessir atburð-
ir áttu sér stað.
Steindór Steindórsson, fyrrum
skólameistari, frá Hlöðum „bregð-
ur sér hvorki við sár né dauða".
Séra Björn Jónsson greinir frá
starfi prests í sorgarhúsum. Hilm-
ar Helgason, framkvæmdastjóri,
lýsir á næman og hreinskilinn
hátt biturri lífsreynslu.
Ingvar F. Valdimarsson, for-
maður Flugbjörgunarsveitarinn-
ar, hefur upplifað margt við leit
og björgun í kjölfar slysa.
Bjarni Hannesson, heila- og
taugaskurðlæknir, lýsir reynslu
sinni er hann berst nánast á
hverjum degi gegn dauðanum í
starfi sinu.
Hafliði Pétursson, verslunar-
maður, barðist við þann illvíga
óvin, krabbameinið. Hann og kona
hans, Vigdís Sigurðardóttir, segja
frá baráttu þeirra hjóna.
Marteinn Jónasson, fram-
kvæmdastjóri, hefur misst tvær
eiginkonur á lífsleiðinni. Auk þess
hefur hann sjálfur verið hætt
kominn á sjó.
Harald Snæhólm, flugstjóri, var
einn þeirra sem komust af í hinu
hörmulega flugslysi á Sri Lanka.
Hvaða áhrif hefur lífsreynsla
þessa fólks haft á viðhorf þess?
Verður nokkur maður samur og
áður sem horfst hefur í augu við
dauðann? Verður lífið dýrmæt-
ara?
„Horfst í augu við dauðann" er
skrásett af Guðmundi Árna Stef-
ánssyni ritstjóra í Reykjavík og
Önundi Björnssyni sóknarpresti á
Hornafirði. Bókin er 192 blaðsíð-
ur, prentuð í Prisma, en bundin í
Bókfelli. Útgefandi er Setberg.
(Fréttatilkynning).
Tvær teiknimyndasögur
IÐUNN hefur gefið út tvær nýjar
teiknimyndasögur um Hinrik og
Hagbarð og eru þetta þriðja og
fjórða bókin um þá félaga sem út
koma á íslensku. Höfundur þeirra
er belgíski teiknarinn Peyo.
I frétt frá útgefanda segir:
„Þriðja bókin heitir Stríðið um
lindirnar sjö og segir frá því er
þeir Hinrik og Hagbarður koma í
gamlan löngu yfirgefinn kastala.
Þar reynist draugur borgarmeist-
arans vera á ferli og getur ekki
öðlast frið fyrr en borgin er aftur
komin i réttar hendur ættar hans.
— Hin sagan heitir Landið týnda
og segir frá því að í ríki konungs
þar sem Hinrik og Hagbarður eru
hirðmenn berst með farandleikur-
um strumpur nokkur sem segir
sínar farir ekki sléttar: Hann er
frá Landinu týnda og þar hefur
válegur atburður átt sér stað. Þeir
Hinrik, Hagbarður og kóngurinn
ieggja nú af stað.“
Bækur þessar eru gefnar út í
samvinnu við Interpresse í Kaup-
mannahöfn. Bjarni Fr. Karlsson
þýddi textann.
dómnefndin telur óaöfinnanlega, eru
teknir upp I þann heiðursflokk listmuna
sem einu nafni nefnast Studio-Linie.
Þannig hefur kaupandinn fullkomna
tryggingu fyrir þvi að fá eingöngu muni
með mikiö listrænt gildi.
Rosenthal Studio-Linie
i meira en aldarfjórðung hefur Rosenthal unnið
náið með yfir 100 listamönnum og hönnuðum.
Árangur þessarar samvinnu er heilt safn fagurra
muna sem hver endurspeglar það besta úr
listastefnu hvers tima.
Dómnefnd Rosenthal Rosenthal sérverslanir
Hver hlutur sem til greina kemur að beri nafn Listmunir úr Rosenthal Studio-Linie eru
Rosenthal Studio-Linie er metinn af óháðri eingöngu seldir I sérdeildum vönduðustu
dómnefnd. Aðeins þeir munir, sem listmunaverslana og i Rosenthal
eraðlifa meðlistinm
verslunum viðsvegar um heim.
studio-linie
A EINARSSON & FUNK
Laugavegi 85
SÍMI 18400